Fréttablaðið - 10.06.2008, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 10.06.2008, Blaðsíða 42
KÖRFUBOLTI Jón Arnór Stefánsson gagnrýnir félaga sína eftir 72-80 tap Lottomatica Roma í þriðja úrslitaleik sínum á móti Monte- paschi Siena. Liðið komst mest tut- tugu stigum yfir í fyrri hálfleik leikur þess fór í algjört rugl í seinni hálfleik og það tapaði á end- anum. Jón skoraði átta stig í leiknum en sérstaklega var gaman að fylgj- ast með honum í vörninni. Hann var ekki eins sáttur við frammi- stöðu sumra leikmanna í hans liði, til dæmis Króatann Roko Ukic sem Toronto Raptors valdi árið 2005 en hefur aldrei spilað í NBA. Ukic skoraði 11 af 14 stigum í rusltíma í lokin og fór illa með margar sóknir fram að því. „Hann var skelfilegur og hann hefur ekki verið að spila vel. Hann er leik- stjórnandinn okkar en er að reyna of mikið sjálfur og gefur ekki tuðruna oft á tíðum. Við þurfum að láta boltann ganga kantanna á milli til þess að hreyfa vörnina og ráðast síðan á hana. Hann er bara að hanga of mikið á boltanum. Ég er ósáttur við hans leik og hef verið það,“ sagði Jón hreinskilinn. Vel er hægt að skilja pirring hans því boltaflæðið er nánast ekkert í liðinu þökk sé mönnum eins og Ukic. Það er aðeins Jón Arnór sem er að hreyfa boltann hratt á milli kanta. „Menn í liðinu eru ekki alveg að fatta það að boltinn þarf að ganga betur til að við getum kom- ist almennilega í gang í sókninni,“ segir Jón Arnór en það var líka áberandi að okkar maður fékk ekki boltann þegar hann var galopinn. Slæm hittni hans á örugglega þátt í því en hann fékk heldur ekki boltann eftir að hann hitti vel í þriðja leiknum. „Ég er orðinn vanur því að fá ekki boltann þegar ég er opinn. Ég er að fá mjög fá skot í leik. Ég verð bara að vera með níutíu prósenta nýtingu í þess- um skotum ef ég á að skora eitt- hvað. Það er klárlega ekki mitt hlutverki í þessu liði að skora,“ segir Jón Arnór. Fjórði leikurinn er í kvöld og leikur Lottomatica upp á líf og dauða. Tap þýðir að liðið er komið í sumarfrí, sem er ekki á óskalista leikmanna alveg strax. 26 10. júní 2008 ÞRIÐJUDAGUR sport@frettabladid.is ÍTALSKI KÖRFUBOLTINN ÓSKAR ÓFEIGUR JÓNSSON skrifar frá Róm ooj@frettabladid.is Jón Arnór Stefánsson skammar liðsfélaga sína í Lottomatica Roma: Ég er orðinn vanur því að fá ekki boltann SKAMMIR Jón Arnór vandar liðsfélögum sínum ekki kveðjurnar, einn þeirra er Ukic, nr. 20. FRÉTTABLAÐIÐ/OOJ KÖRFUBOLTI Jón Arnór Stefánsson fékk góða heimsókn því faðir hans Stefán Eggertsson var mættur til Ítalíu og fylgdist með leik tvö sem fram fór í Siena og svo leik þrjú sem var í Róm í fyrrakvöld. Stefán var að sjálfsögðu ekki sáttur með að horfa upp á Lottomatica kasta frá sér leiknum. „Mér fannst það algjör óþarfi að tapa þessum leik eftir að hafa náð svona góðri byrjun. Ég var ekki sáttur með hvernig þjálfarinn stjórnaði liðinu og mér fannst hann klikka í innáskiptingunum,“ sagði Stefán. Honum finnst oft á tíðum Jón fá ekki alveg réttu tækifærin. „Mér finnst hann oft skipta Jóni Arnóri út af þegar vel gengur og allt er í blóma. Hann er síðan fljótur að setja Jón inn á þegar allt fer í vitleysu. Jón hitti betur í dag. Hann hefur ekki verið að hitta vel en þeir hafa líka ekki verið að spila mikið upp á skytturnar. Mér finnst hann vera orðinn svolítið lím í þessu liði. Þeir eru klárlega með betra varnarlið þegar Jón er inná,“ sagði Stefán, sem gerir nú ekki mikið af því að heimsækja strákinn. Hann kom þó einnig um jólin. Stefán verður ekki á fjórða leiknum í Róm því hann fór aftur heim í gærmorgun. - óój Stefán Eggertsson, faðir Jóns: Jón er límið í liði Lottomatica LÍMIÐ Í ROMA Jón Arnór í leiknum á sunnudag ásamt Shaun Stonerook, fyrirliða Siena. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓÓJ FÓTBOLTI Rauða spjaldið sem Davíð Þór Viðarsson fékk í leik FH og Fjölnis olli nokkru fjaðrafoki og voru FH-ingar ekki par sáttir við að hinn ungi Þóroddur Hjaltalín yngri skyldi senda miðjumanninn í sturtu. Davíð var ætlað að hafa brotið gróflega á Gunnari Má Guð- mundssyni Fjölnismanni en Gunnar segir að það hafi verið rangt hjá Þóroddi að reka Davíð af velli. „Hann togaði í mig og ég datt. Ég reyndar lét mig ekki detta. Hann kippti bara óvænt í mig. Þóroddur var að horfa í hina áttina enda stóð ég fyrir aftan hann. Hann hefur því ályktað eitthvað annað,“ sagði Gunnar Már við Vísi í gær. - hbg Gunnar Már, Fjölnismaður: Davíð Þór átti ekki að fá rautt ÓSÁTTUR Davíð Þór sést hér fylgjast með álengdar eftir að hafa verið vikið af velli. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL NBA Los Angeles Lakers er komið með bakið upp við vegg í einvíg- inu gegn Boston Celtics í úrslitum NBA-körfuboltans. Celtics hefur 2-0 forystu eftir 108-102 sigur í fyrrinótt. Næstu þrír leikir fara fram í Los Angeles. Paul Pierce skoraði 28 stig fyrir Boston, Leon Powe 21 stig og Kevin Garnett og Ray Allen 17. Kobe Bryant skoraði 30 fyrir Lakers og Pau Gasol 17. - hþh Boston Celtics er komið í 2-0: Boston komið í bílstjórasætið > Garðar Örn missti sig í vitleysu Milan Stefán Jankovic þjálfari og Ingvar Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri Grindavíkur fengu báðir rautt spjald eftir 1-0 sigurinn á Fram á sunnudag. „Janko öskraði eitthvað á króatísku en ég veit ekki hvað. Þegar Scotty var rekinn út af missti ég mig aðeins. Ég sagði við Gunna Gylfa línuvörð að þeir þyrftu að standa í lappirnar og þeir væru að verða sér til skammar. Mér fannst á okkur hallað,“ sagði Ingvar í gær. „Því miður fannst mér Garðar ekki standa sig í þess- um leik, ég hef kosið hann besta dómara lands- ins síðustu tvö ár, en hann missti sig algjörlega í vitleysu í þessum leik. Ef leikmenn eiga að geta talið upp í tíu og róað sig niður áður en þeir segja einhverja þvælu verða dómarar að geta það líka áður en þeir taka afdrifaríkar ákvarðanir.“ Sveinn Elías Elíasson úr Fjölni og Helga Margrét Þorsteinsdóttir úr Ármanni urðu um helgina Norðurlandameistarar í Jyväskylä í Finn- landi. Sveinn sigraði í tugþraut 18-19 ára, 19 stigum á undan næsta keppanda, og Helga í sjöþraut 17 ára og yngri með miklum yfirburðum, 253 stigum. „Ég er þreyttur, algjörlega lurkum laminn,“ sagði Sveinn, sem var að bíða eftir flugi heim líkt og Helga þegar Fréttablaðið náði tali af þeim í gær. Markmið Sveins fyrir mótið voru skýr. „Ég kom til þess að vinna, ég ætlaði ekki að vera í topp þremur eða eitthvað slíkt, ég ætlaði bara að vinna,“ sagði kappinn, sem var þó ekkert sérstaklega ánægður með sjálfan sig. „Mér gekk bara svona „la la“ en þetta var fyrsta keppni sumarsins og ég er rétt að komast í gang. Þetta var fínt byrj- unarmót en aðalmótið í sumar er HM 19 ára og yngri eftir rúman mánuð. Það var fín upphitun að verða Norðurlandameistari,“ sagði Sveinn léttur. Hann vinnur sem húsvörður í Orkuveitunni í sumar og fær myndarlegan styrk frá fyrirtækinu. „Ég var meira að segja á launum hérna úti,“ sagði Sveinn, sem má fara á æfingar þegar hann vill frá vinnu sinni. Helga Margrét náði sínum besta árangri í sjöþraut en líkt og Sveinn var hún ekki sátt með árangur sinn í öllum greinum. „Ég átti tvær mjög slakar greinar, kúluvarpið og langstökkið, en árangurinn heilt yfir var mjög góður og eiginlega framar mínum björtustu vonum,“ sagði Helga. Henni fannst lítið standa upp úr annað en heildarstigatalan. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég keppi í mörgum greinum í sumar. Ég var búin að ákveða að hafa svolítið gaman af þessu og það skilaði sér vel,“ sagði Helga „Ég fékk mikla samkeppni. Ég var með 40 stiga forskot eftir fyrri daginn og missti svo forskotið. Ég vann svo nokkrar greinar örugg- lega en ég var nú samt orðin nokkuð stressuð undir lokin,“ sagði Helga, sem vann þó að lokum. SVEINN ELÍAS ELÍSSON OG HELGA MARGRÉT ÞORSTEINSDÓTTIR: URÐU NORÐURLANDAMEISTARAR UM HELGINA Húsvörðurinn lurkum laminn eftir sigurinn FÓTBOLTI Skagamaðurinn Stefán Þórðarson íhugar það nú alvar- lega að leggja skóna á hilluna. Stefán hefur litið rauða spjaldið síðustu tvö skiptin sem hann hefur gengið inn á völlinn með Skagamönnum. Hann er því sjálfkrafa kominn í tveggja leikja bann og aga- og úrskurðarnefnd gæti þess vegna þyngt refsingu Stefáns á fundi sínum í dag. „Ég mun setjast niður með góðum mönnum og ræða mitt framhald í fótbolta. Þetta er ekki skemmtileg umræða sem er í gangi og hvernig menn nálgast fótboltann hér heima finnst mér vera umhugsunarefni. Ég er ekki til í að halda áfram ef þetta á að vera svona. Ég hef ekki gaman af þessu lengur og ég er mjög alvarlega að hugsa um að hætta í fótbolta. Þetta kemur niður á liðinu og umfjöllunin um liðið er neikvæð. Mér finnst það ekki vera þess virði að standa í þessu þegar menn eru að sanna eitthvað fyrir mér inni á vellinum. Ég hef verið í fótbolta því það er gaman en ekki út af peningum. Það er ekki gaman í fótbolta eins og staðan er í dag,“ sagði Stefán frekar þung- ur á brún við Fréttablaðið í gær. Stefán fékk rauða spjaldið í frægum leik gegn Keflavík í lok síðasta mánaðar og svo aftur gegn HK á sunnudag þegar aðstoðar- dómari leiksins taldi Stefán hafa traðkað viljandi á nafna sínum Eggertssyni í HK. „Ég fer í tæklingu, vinn boltann og dómarinn er ofan í okkur. Ég traðka síðan á honum í leiðinni. Ég viðurkenni það fúslega. Hann lendir bara undir mér en ég traðk- aði alls ekki viljandi á honum. Langur vegur frá því,“ sagði Stefán, sem hefur áhyggjur af fótboltalandslaginu á Íslandi. „Mér finnst þessi staða vera mjög alvarleg og menn verða að hugsa sinn gang. Þegar aðalfrétta- efnið er fjöldi rauðra spjalda í umferð þá finnst mér fótboltinn vera á rangri braut því miður. Þessi fjöldi rauðra spjalda er umhugsun- arefni. Er fótboltinn að verða svona ofsalega ljótur og grófur? Ef svo er verða menn að hugsa sinn gang. Mér finnst það sorglegt hvernig fótboltinn er orðinn hérna heima,“ sagði Stefán, sem á allt eins von á löngu banni frá aganefndinni. „Það kæmi mér ekkert á óvart ef þeir dæma mig líka eftir sjónvarp- inu og þyngja refsinguna. Það er búið að margsanna að rauða spjald- ið sem ég fékk gegn Keflavík var rangur dómur. Ef það var eins leiks bann þá hlýtur þetta að vera ævi- langt bann ef ég er sekur núna. Það kæmi mér ekki á óvart að fá 5-10 leikja bann fyrst ég fékk bann þrátt fyrir að vera saklaus,“ sagði Stefán. henry@frettabladid.is Boltinn er á rangri braut Skagamaðurinn Stefán Þórðarson íhugar að hætta í fótbolta eftir að hafa litið rauða spjaldið í tveim leikjum í röð. Hann segist ekki lengur hafa gaman af fótbolta. Stefán segir sorglegt hvernig komið sé fyrir íslenskum fótbolta. Á LEIÐ Í SKAMMARKRÓKINN Stefán gengur hér til búningsherbergja eftir að hafa verið rekinn af velli í Keflavík. Hann fékk líka rautt í næsta leik. FRÉTTABLAÐIÐ/GÍSLI BALDUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.