Fréttablaðið - 11.06.2008, Page 1

Fréttablaðið - 11.06.2008, Page 1
Mildari niðursveifla | Hættan á mikilli niðursveiflu í Bandaríkjun- um hefur minnkað töluvert á síð- asta mánuði segir Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna. Þrátt fyrir vaxandi atvinnuleysi telur hann að stýrivaxta- og skatta- lækkanir hafi unnið gegn þeim erfið leikum sem herja á landið. Lækkun í Asíu | Hlutabréf í Asíu féllu í verði í gær. Hlutabréfavísi- talan í Kína féll um 7,7 prósent í gær. Lækkunina í Kína má rekja til hertra aðgerða kínverska Seðla- bankans gegn verðbólgu. Þetta er mesta lækkun í Kína á einum degi frá því í júní á síðasta ári. Hamborgaraæði | Sala hjá McDonald’s var yfir vænting- um á fyrsta ársfjórðungi. Salan jókst um 7,7 prósent og hækk- uðu hlutabréf í félaginu um 4 pró- sent í kjölfarið. Greinendur telja að söluaukninguna megi rekja til niðursveiflu í Bandaríkjunum og neytendur leyti í auknum mæli að ódýrari valkostum. Sala á húsnæði tekur við sér | Samningum um sölu á notuðu hús- næði fjölgaði í Bandaríkjunum um 6,3 prósent frá fyrri mánuði þvert á væntingar greinenda. Gert var ráð fyrir lækkun íbúðaverðs um 0,4 prósent og áframhaldandi lægð í sölu notaðs húsnæðis segir í Morgunkorni Glitnis. Olía í 250 dollara | Rúss- neski olíurisinn Gazprom spáir því að olíuverð muni ná 250 doll- urum á tunnu á næsta ári. Í spá Gazprom kemur fram að olíuverð þurfi að ná hæstu hæðum til að slá á óþrjótandi eftirspurn frá Asíu. 14 Olíuleit á Drekasvæðinu Samkeppni eykur kostnaðinn 4 Sögurnar... tölurnar... fólkið... Miðvikudagur 11. júní 2008 – 24. tölublað – 4. árgangur Seðlabankar Andrés Önd og peningastefnan 8-9 Veffang: visir.is – Sími: 512 5000 H E L S T Í Ú T L Ö N D U M Fjárfestingarbankarnir Carneg- ie í Svíþjóð og bandaríski bank- inn Lehman Brothers undirbúa endurkomu sænska fjármála- þjónustufyrirtækisins Moderna í OMX-kauphöllina í Stokkhólmi. Moderna hét fyrir miðja síðustu viku Invik og er að fullu í eigu ís- lenska félagsins Milestone. Samkvæmt heimildum Mark- aðarins stendur jafnframt til að halda lokað hlutafjárútboð í haust og kanna með því stemninguna á markaði. Með skráningu á mark- að er stefnt að dreifðri eignarað- ild að Moderna. Milestone gerir ráð fyrir að fara niður í um fjöru- tíu prósenta eign, en fremur með aukningu á hlutafé en sölu eigin hluta. - óká / Sjá síðu 12 Fyrsta útboð haldið í haust KARL WERNERSSON Karl, sem er stjórnarfor- maður Milestone, og fleiri stjórnendur tengd- ir félaginu fóru til Svíþjóðar fyrir helgi þar sem kynnt var nýtt nafn, Moderna, á Invik, dótturfélagi Milestone. MARKAÐURINN/VALLI „Órói á alþjóðlegum mörkuð- um hefur haft mikil áhrif á Nor- ræna fjárfestingarbankann, bæði á lánahliðinni og fjármögnun- arhliðinni,“ segir Johnny Åker- holm, bankastjóri Norræna fjár- festingarbankans. Åkerholm var hér á landi á dögunum, en stjórn bankans kom saman um helgina. Åkerholm segir að seinasta ár hafi verið metár hjá bankanum. „Veitt lán fóru upp í 2,4 milljarða evra, það mesta hingað til.“ Hann bætir því við að fjár- mögnunin hafi einnig gengið vel. „Góður orðstír bankans og há lánshæfiseinkunn hefur haft í för með sér að við höfum fjármagnað bankann á mjög góðum kjörum.“ Hann segir að ný lán í fyrra hafi numið 4,3 milljörðum evra sem, eins og útlánin, sé hið mesta í sögu bankans. - ikh / Sjá síðu 6 Gríðarleg eftirspurn í báðar áttir Björn Ingi Hrafnsson skrifar Heildarskuldir fasteigna- og þróunarfélagsins Nýsis eru ekki undir fimmtíu milljörðum og þar af eru um tíu til fimmtán milljarðar án beinna veða, samkvæmt heimildum Markaðarins. Aðstæður á mörkuðum hafa reynst félaginu afar óhagstæðar og erfitt með endur- fjármögnun í ríkjandi árferði. Á hinn bóginn er nefnt að í eignasafni félagsins felist enn mikil verðmæti. Sérstök kröfunefnd fjallar nú um um eignir og skuldir Nýsis, en það hefur átt í miklum lausafjár- erfiðleikum að undanförnu. Félagið fékk greiðslu- frest á afborgunum í upphafi mars sl. og gerði í byrj- un apríl samning við Landsbankann um aðstoð við sölu á eignum, öflun nýs hlutafjár og fjárhagslega endurskipulagningu lána til að tryggja framgang þeirra verkefna sem félagið er með í þróun, eins og sagði í tilkynningu til Kauphallarinnar. Nýsir er eitt stærsta félag sinnar tegundar hér á landi og hefur stækkað ört á undanförnum árum, m.a. með yfirtökum og stórum samningum í Dan- mörku og Skotlandi. Hér á landi hefur félagið verið umsvifamikill aðili á fasteignamarkaði og á sviði einkarekstrar fyrir opinbera aðila. Nýsir á t.d. helm- ingshlut á móti Landsbankanum í Portus, sem reis- ir nú tónlistar- og ráðstefnuhús við Reykjavíkurhöfn, Egilshöll í Grafarvogi og Iðnskólann í Hafnarfirði, auk íþróttamannvirkja á borð við sundlaugina í Mos- fellsbæ og húsnæði World Class í Laugum. Þá á fé- lagið stóran hlut í einkarekinni heilsugæslu í Sala- hverfi í Kópavogi og Menntaskólanum Hraðbraut, svo dæmi séu tekin. Nú nýlega seldi Nýsir frá sér Kaffi Konditori og hlut í útgerðarfyrirtæki í Afríku. Landsbankinn hefur haft forystu um aðgerðir til að leysa úr þeirri stöðu sem upp er komin, enda langstærsti kröfuhafinn. Hefur bankinn viðrað með óformlegum hætti hugmyndir til annarra kröfuhafa, þ.e. flestra annarra banka og fjármálastofnana í land- inu, tilboð um lúkningu óveðsettra skulda með nokkr- um afföllum. Enn ber nokkuð í milli, en aðilar segjast þó vongóðir um að saman muni ganga. Nokkur gang- ur mun hafa verið í viðræðum síðustu daga eftir að fyrstu tilboðum var alfarið hafnað. Nú er á borðinu tilboð upp á að ljúka málinu með greiðslu 40-50 pró- senta krafna. Sú tala gæti þó hækkað eitthvað frekar við samningaborðið, eigi samkomulag að nást. Viðmælendur Markaðarins telja að það sé sameigin- legt markmið alls bankakerfisins að náist saman, því Nýsir sé fjarri því eina fyrirtækið sem glími við greiðsluerfiðleika um þessar mundir. Mikilvægt sé að bregðast á ábyrgan hátt við þeirri stöðu, enda sé undirliggjandi rekstur góður og mikið í húfi. Aðaleigendur Nýsis eru þeir Sigfús Jónsson og Stefán Þórarinsson. Félagið tapaði 2,3 millörðum króna árið 2007, samanborið við tap upp á 466 milljónir króna árið áður. Eiginfjárhlutfallið árið 2007 var 7 prósent, en tvöfalt meira árið áður. Velta fyrirtækisins nam 9,3 milljörðum árið 2007, sem var mikil aukning frá veltu upp á 3,9 milljarða 2006. Áætlanir gerðu ráð fyrir að hún ykist enn á þessu árið og færi upp í 11-12 milljarða króna. Leita samninga vegna skulda Nýsis Bankarnir leita nú samninga um skuldir fasteigna- og þróunarfélagsins Nýsis, sem átt hefur í greiðsluerfiðleikum. Bjartsýni er á jákvæðar lyktir. Viðskiptabækur Vaxandi áhugi Tíma - og verkskráning Flotastýring og eftirlit www.trackwell.com

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.