Fréttablaðið - 11.06.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 11.06.2008, Blaðsíða 6
MARKAÐURINN 11. JÚNÍ 2008 MIÐVIKUDAGUR6 F R É T T A S K Ý R I N G „Það er hæpið að líkja Nor- ræna fjárfestingarbankanum við opinbera sjóði sem fjárfesta í eignum,“ segir Johnny Åker- holm, forstjóri Norræna fjár- festingarbankans. Hann bendir á að bankinn, sem er í eigu norrænna ríkja og Eystrasaltsríkja, sé fyrst og fremst lánastofnun. Åkerholm segir samt sem áður að órói á mörkuðum hafi haft í för með sér mikla eftir- spurn eftir lánum hjá bankan- um, og ekki síður hafi menn keppst við að lána bankanum fé. „Við fjármögnum okkur með lánum og útgáfu skuldabréfa á fjármálamörkuðum um allan heim,“ segir Åkerholm. „Á erfiðum tímum á mörkuðum þá höfum við hagnast á góðu orð- spori, enda með hæstu lánshæfis- einkunn. Því höfum við getað fengið fé á góðum kjörum.“ Bankinn safnaði í fyrra 4,3 milljörðum evra, eða sem nemur ríflega 500 milljörð- um íslenskra króna. Það er hið mesta sem bankinn hefur fengið á einu ári. Á sama tíma varð spreng- ing í útlánum hjá sjóðnum. „Við greiddum 2,4 milljarða evra út í lánum í fyrra, sem er hið mesta í sögu sjóðsins.“ Åkerholm segir að það sem af er ári hafi ekkert lát orðið á eftir spurn eftir lánum hjá sjóðnum. Hann bætir því við að bank- inn láni fyrst og fremst til einka- fyrirtækja í ríkjunum sem eiga bankann. Eftirspurnin sé ekki síst þaðan. Fram kom í fréttatilkynningu með árseikningi bankans nú í mars að bankinn sinni einkum langtímalánveitingum til orku- verkefna, umhverfismála og samgangna, auk þess að efla fé- lagslega innviði á svæðum við Eystrasalt. Um áramót átti sjóðurinn úti- standandi lán í 38 löndum. Þar á meðal hefur verið lánað til verkefna í Kína, Rússlandi og Brasilíu. Þess má geta að Íslendingar eiga 0,9 prósent í Norræna fjár- festingarbankanum. Hins vegar hafa um átta prósent af heildar- útlánum sjóðsins ratað hingað til lands. Norræni fjárfestingar- bankinn JOHNNY ÅKERHOLM Forstjóri Norræna fjárfestingarbankans. MYND/NIB Þ etta eru í rauninni nán- ast opinberar fjárfest- ingar, því oft eru það stjórnvöld í viðkomandi landi sem stýra þeim,“ segir Þórður Friðjónsson, for- stjóri Kauphallarinnar. STÓR FJÁRFESTING ÚR ARABALÖNDUM Tilefni ummæla Þórðar eru stór- auknar fjárfestingar sjóða í eigu ýmissa ríkja. Angi af slíku er 5,5 milljarða króna fjárfesting Al-Thani, sem er bróðir emírs- ins af Katar, í nýjum hlutum í fé- laginu Alfesca. Al-Thani eignast 12,6 prósenta hlut í félaginu. Al-Thani fjölskyldan hefur flestu ráðið í Katar undanfar- in 150 ár. FJÁRÞURFI SPILABORG Þessi fjárfesting Al-Thanis er langt í frá einsdæmi um þess- ar mundir. Það hefur farið mjög vaxandi að opinbert fé, eða hálf- opinbert, sé fest í fjárþurfi félög- um á Vesturlöndum. Í upphafi síðasta árs var eins og engan grunaði hvað væri í vænd- um. Menn virtust ekki gera ráð fyrir öðru en að framhald yrði á ofurhagnaði misseranna á undan. Eftir langt tímabil lágra vaxta og auðveldrar fjármögnunar, var eins og skellt væri í lás. Síðasta sumar komu í ljós brestir í fjármálakerfinu, sem síðan hafa ekkert gert nema verða sýnilegri. Illa hugsuð fast- eignalán í Bandaríkjunum komu upp á yfirborðið, þegar fólk hætti að geta greitt af þeim. Spilaborgin byrjaði að hrynja; traustið hvarf og enginn þorði að lána. Sú staða dró þó ekkert úr þörfinni fyrir fé. Þá hafa fjármálastofnanir horft í aðrar áttir. ALMENNINGUR TIL BJARGAR Í undirmálslánakreppunni hafa stjórnendur fjármálafyrirtækja beint ákalli sínu til stjórnvalda og seðlabanka. Nærtækt dæmi er neyðaróp Josefs Ackermann, stjórnarformanns Deutsche Bank, sem sagðist í samtali við Spiegel ekki lengur trúa á getu markaðarins til að bjarga sér sjálfur. Brýnt væri að ríkis- stjórnir og seðlabankar tækju höndum saman við fyrirtækin vegna lausafjárkreppunnar. Nefna má þjóðnýtingu breska Northern Rock-bankans, til að styðja við stoðir fjármálakerf- isins, og mjög svo óhefðbundna aðgerð bandaríska seðlabank- ans, sem gerði JP Morgan Chase- bankanum kleift að kaupa Bear Stearns-fjárfestingarbankann á slikk. Undanfarna mánuði hefur einnig orðið æ algengara að þjóð- arsjóðir (e. sovereign funds) hafi gerst stórtækir í að láta vestræn fjármálafyrirtæki hafa fé. Þess- ir sjóðir eru oftar en ekki með heimilisfesti utan Vesturlanda. Nefna má þjóðarsjóði Singapúr, Abu Dhabi, Kúvæt, Suður-Kóreu og Kína, en þeir eru fleiri. ÞRJÚ ÞÚSUND MILLJARÐAR Fram kemur yfirliti i maíhefti franska fréttatímaritsins Le Monde Diplomatique að vestræn fyrirtæki hafa tekið fagnandi við fé frá þess- um sjóðum. Nefna má að í lok nóvember keypti ADIA, þjóðarsjóð- ur Abu Dhabi, tæplega fimm prósenta hlut í Citi group, stærsta banka heims. Fyrir hlutinn greiddi sjóð- urinn sjö og hálfan millj- arð Banda- ríkjadala, eða sem nemur ríflega 570 milljörðum króna á gengi gærdagsins. Þjóðarsjóður Singapúr keypti í UBS-bankanum, þeim tíunda stærsta í heimi, fyrir hátt í átta hundruð milljarða króna og Kín- verska fjárfestingarfélagið varði öðru eins til að kaupa rétt innan við tíu prósenta hlut í Morgan Stanley. Í allt eiga þjóðarsjóðir, sem oftar en ekki koma frá lönd- um utan Vesturlanda, það sem nemur þremur þúsundum millj- arða Bandaríkjadala í vestræn- um fyrirtækjum. Þetta nemur næstum því 230 þúsund milljörð- um íslenskra króna. PÓLITÍSK MARKMIÐ Málefni þjóðarsjóða voru rædd í Davos fyrr á árinu. Þar komu meðal annars fram áhyggjur af því að sjóðirnir kynnu að láta stjórnast af pólitískum mark- miðum, fremur en öðrum. Kjöl- festuhlutir í stórum fyrirtækjum kynnu að verða notaðir til þess að hjálpa innlendum keppinaut- um í samkeppni við erlend fyrir- tæki. Jafnvel gætu þeir lagt til atlögu á gjaldeyrismörkuðum. „Þessi umræða ber keim af því að sjóðirnir séu sekir uns sak- leysi er sannað,“ sagði Bader Al- Sa‘ad, yfirmaður Kúvæska sjóðs- ins, við International Herald Tri- bune í Davos í janúar. Þórður Friðjónsson segir að sjóðirnir verði að sanna sig. „Þeir verða að tryggja gegn- sæi og sýna að þeir gangi fram með viðskiptasjónarmiðum en ekki annarlegum hagsmunum.“ Þórður vísar til norska olíusjóðs- ins. Þar sé gagnsæi auk þess sem fjárfestingastefna sé skýr.“ Á Davos-fundinum var einnig fjallað um hugsanlegt reglu- verk vegna svona sjóða. En um leið kom fram að sjóðirnir væru ákaflega mismunandi. „Það er munur á sjóðum Persaflóaríkja og Kína. Sjóður Singapúr er enn annað mál og Rússa einnig. Ég held því ekki að það verði hlaup- ið að því að setja almennar regl- ur um svona sjóði,“ sagði fjár- festirinn George Soros. ÞEIR VILJA PENINGANA EN EKKI OKKUR Sú var tíðin að þjóðarsjóðirnir áttu síður en svo greitt aðgengi að vestrænum fyrirtækjum. Fyrir þremur árum reyndi kín- verskt félag að kaupa bandaríska Unocal-olíufélagið. Það mistókst. Þá stóð til að félagið Dubai Ports tæki að sér rekstur sex hafna í Bandaríkjunum. Það mætti mik- illi andstöðu og á endanum var hætt við. Breyttar aðstæður á fjármála- mörkuðum hafa hins vegar haft í för með sér breytt viðhorf í þess- um efnum. Samt sem áður er það svo að yfirleitt hafa þjóðarsjóð- irnir takmörkuð áhrif á rekstur fyrirtækjanna. Til að mynda eru eignarhlutir þeirra yfirleitt undir tíu prósentum. Auk þess óska þeir yfirleitt ekki eftir stjórnarsæti. Kristin Halvorsen, fjármála- ráðherra Noregs, hefur orðað þetta svo. „Þeir vilja peningana okkar en ekki okkur.“ MILLJÓN MILLJARÐAR Björgólfur Guðmundsson, for- maður bankaráðs Landsbankans, stakk upp á því, í ræðu á aðalfundi bankans fyrir skömmu, að hér yrði stofnaður „þjóðarsjóður“. Slíkur sjóður gæti hlaupið undir bagga með atvinnulífinu þegar að kreppti. Eftir svo sem áratug, gæti slíkur sjóður orðið umtals- verður. En þeir eru fleiri sem hugsa í slíkum brautum. Rússar stofn- uðu „framtíðarsjóð“ snemma á þessu ári. Þá hafa Japanar, Ind- verjar og Sádi-Arabar einnig í hyggju að koma sjóðum á fót. Samkvæmt yfirliti Le Monde Diplomatique er talið að árið 2015 eigi þjóðarsjóðir eftir að stýra verðmætum sem á núvirði nema tólf þúsund milljörðum Bandaríkjadala. Það er óskiljan- leg tala, fer nálægt milljón millj- örðum króna. Almannafé til bjargar einkaframtakinu Gríðarleg eftirspurn hefur verið eftir fjármagni úr opinberum fjárfestingarsjóðum og opinberum lánastofnunum undanfarna mánuði. Kínverjar hafa fjárfest fyrir háar fjárhæðir í fyrirtækjum um allan heim. Arabískir olíupen- ingar skipta einnig meira og meira máli. Ingimar Karl Helgason leit á nokkrar nýlegar fjárfestingar hér heima og í útlöndum og komst meðal annars að því að mörgum þykir skorta regluverk um starfsemi opinberra sjóða. FRAMTÍÐ KÍNAVELDIS Kínverjar hafa verið stórtækir í fjárfestingum utan heimalands- ins. Hver veit nema þessi börn eigi eftir að hafa mikið að segja um þróun mála hjá vest- rænum fyrirtækjum í framtíðinni. FJÁRMÁLA RÁÐ- HERRA NOREGS Kristina Halvorsen segir að fyrirtæki taki gjarnan við fjárfest- ingu þjóðarsjóðanna. SEGLIN ÞANIN Fjárfestingarsjóðir Persaflóaríkja hafa verið stórtækir í fjárfestingum víða um heim. Hluti olíupeninganna hefur ratað að ströndum Íslands.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.