Fréttablaðið - 11.06.2008, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 11.06.2008, Blaðsíða 9
H A U S MARKAÐURINN 9MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 2008 Ú T T E K T SE rð námsefnis í hagfræði, sem einkum geti nýst til kennslu í gnast öllum almenningi. Vonir standa til þess að verkefnið efnis á þessu sviði. Af þessu tilefni hefur verið ákveðið að mfélaginu, þar sem öllum gefst kostur á að senda tillögur um úr garði gert. Sérstök verðlaun verða veitt bestu hugmynd- tt til þátttöku alla sem hafa reynslu í kennslu viðskipta- og m. Skilafrestur er 13. júní næstkomandi. verðlaunaðar sérstaklega. D KRÓNUR. D KRÓNUR. D KRÓNUR. imasíðu RSE, www.rse.is. KENNSLUEFNI SEÐLABANKA Seðlabankar gefa út fjölbreytt kennsluefni um hagfræði og peninga- mál. Á myndinni hér að ofan má sjá dæmi um tölvuleiki hjá finnska og nýsjálenska seðlabankan- um. Auk þess má sjá annað litríkt og lifandi efni sem aðrir seðlabankar heimsins gefa út. æsan á efnahagsmál Aukin upplýsingagjöf getur hjálpað Seðlabankanum í skynsamlegum aðgerðum og hugsanlega veikt bank- ann í röngum aðgerðum. Eftir því sem fólkið í land- inu er upplýstara um skyn- samlega peningastjórnun því líklegra er að almenn- ingur styðji slíka stjórn- un og verði á móti rangri stjórnun segir Ragnar Árna- son, prófessor við Háskóla Íslands og einn af stofnend- um Rannsóknarmiðstöðvar um samfélags- og efnahags- mál (RSE). Ragnar segir að bæði innan RSE og Háskóla Ís- lands hafi lengi verið rætt um mikilvægi þess að útbúa aðgengilegt kennsluefni á framhaldsskólastigi. Hann segir að RSE hafi ákveð- ið að ráðast í gerð kennslu- efnis fyrir framhaldsskóla og af því tilefni efnt til hug- myndasamkeppni. „Útskýra þarf hvernig markaður- inn starfar á skýran, skil- merkilegan og skemmtileg- an hátt. Nemendur þurfa að geta hrifist af námsefninu en ekki týna sér í tæknileg- um atriðum hagfræðinnar,“ segir Ragnar. SEÐLABANKA FARIÐ AFTUR Spurður um viðleitni Seðla- banka Íslands til að gefa út kennsluefni segir Ragnar að bankanum hafi farið aftur ef eitthvað er. „Seðlabank- inn gaf út Fjármálatíðindi, sem var tímarit um efna- hagsmál sem hafði nokkuð breiða skírskotun og tals- verða útbreiðslu og var vett- vangur fyrir almenna um- ræðu. Bankinn ákvað hins vegar að hætta þeirri útgáfu og gefur nú einungis út rit sem hans eigin menn rita í,“ segir Ragnar. Hann segir að það efni sem Seðlabanki Íslands gefi út, sem er talsvert, sé mest- megnis ritað á tæknilegan hátt og ekkert gert til að útbúa efni til að upplýsa al- menning. Hann bendir á að það er vissulega hlutfallslega dýrara að gefa út fræðslu- efni í smáu ríki en nefnir þó að í ríkjum líkt og Nýja- Sjálandi, sem ekki séu stór, standi seðlabankar sig mun betur en Seðlabanki Íslands. Upplýstur almenningur veitir aðhald SLÆLEG UPPLÝSINGAGJÖF Ragnar Árnason, prófessor við Háskóla Íslands, segir að upplýsingagjöf Seðlabanka Íslands sé léleg miðað við mikilvægi bank- ans. MARKAÐURINN/ANTON Seðlabanki Sviss heldur úti vefsíð- unni www.iconomix.ch. Vefsíðan er á fjórum tungumálum og hægt er að taka þátt í keppnum á landsvísu í eins konar tölvuleik. Leikurinn líkir eftir því hvernig er að sitja í stól bankastjóra, og keppendum er sett fyrir það verkefni að stýra hagkerfi landsins miðað við ákveðnar for- sendur. Keppt er milli skóla og hverfa, sem skapar uppbyggilega umræðu um efnahagsmál. Vefsíðan er litrík og lífleg og auð- velt er að fræðast þar um heim hag- fræðinnar. Töluvert er af kennslu- og fræðsluefni á síðunni sem er aðgengilegt fyrir kennara og nem- endur sem hafa áhuga á því að fræðast um seðlabanka og peninga- og efnahagsmál. Vefsíðan hefur hlotið mikið lof að undanförnu og fengið verðlaun fyrir góða hönnun, tæknilega útfærslu og að styðja við fræðslu um efnahagsmál. MARGS KONAR MARG- MIÐLUNAR EFNI Á vefsíðunni www.iconomix.ch er hægt að spila leiki, taka þátt í keppnum og taka próf til að kanna kunnáttu sína í hag- fræði. MARKAÐURINN/SEÐLABANKI SVISS FRÆÐSLUEFNI SEÐLABANKA SVISS Seðlabanki Sviss hefur komið á fót vefsíðunni www.iconomix.ch þar sem hagfræði er sett fram á skýran og lifandi hátt. MARKAÐURINN/SEÐLABANKI SVISS Í myntsafni Seðlabanka Íslands er tölvuleikur þar sem gestir geta spreytt sig á því að sitja í stól bankastjóra Seðlabanka Íslands. Leikmenn fá upplýsingar um gang mála í efnahagslífinu og eiga að bregðast við með því að nota sömu stýritæki og bankastjóri Seðlabanka Íslands hefur á að ráða. Markmið leiksins er að halda verðlagi sem næst verðbólgumarkmiði bankans, sem er sama markmið og Seðlabanki Íslands hefur. Ýmis áföll dynja yfir og verða leik- menn að ákveða hvort rétt sé að hækka, lækka eða halda vöxtum stöðugum þegar olíukreppa ríkir í heiminum eða peningaframboð og atvinnuleysi eykst. Leikurinn er ekki aðgengilegur á vefnum á íslensku en hægt er að freista gæfunnar í enskri útgáfu leiksins á vefsíðu safns Seðlabanka Finnlands, www.rahamuseo.fi/english/. Viltu setjast í stól seðlabankastjóra? NIÐURSTAÐA LEIKSINS Ef vel geng- ur í leiknum koma skilaboð í lok leiks- ins um hve eftirsóttur bankastjórinn er á vinnumarkaðnum. MARKAÐURINN/SEÐLABANKI FINNLANDS BANKASTJÓRI SBÍ Í myntsafni Seðlabanka Íslands er tölvuleikur þar sem hægt er að setjast í stól banka- stjóra og glíma við þær aðstæður sem seðlabankastjóri Íslands stendur frammi fyrir. MARKAÐURINN/GVA Gagnvirk vefsíða að uppfræða almenning, og fleira hafi verið til umræðu þó að ekki hafi verið tekin ákvörðun um slíkt. Spurður um tölvuleik sem er í myntsafni Seðlabankans og Þjóð- minjasafns í seðlabankabygging- unni við Kalkofnsveg segir Stefán að hann hafi verið saminn í sam- vinnu við Seðlabanka Finnlands og margmiðlunarfyrirtæki í Finn- landi. „Leikurinn er ekki aðgengi- legur á vefnum en myntsafnið er opið reglulega fyrir almenn- ing og því geta áhugasamir skoð- að þennan leik sem byggir á sams konar forsendum og liggja að baki þegar seðlabankar beita vöxtum til að hafa áhrif á verðbólgu,“ segir Stefán. Hann segir jafnframt að það sé í bígerð að setja leikinn á vefinn en óljóst er hvenær af því verður. Stefán bendir á að leikurinn er að- gengilegur á hinni ensku heima- síðu safns Seðlabanka Finnlands, www.rahamuseo.fi/english/. ÁHERSLA Á AÐ ÚTSKÝRA VERÐ- BÓLGUMARKMIÐ Stefán Jóhann Stefánsson ritstjóri segir að bankinn taki reglulega á móti námsfólki og leggi áherslu á að útskýra verðbólgumarkmið bankans og mikilvægi fjármálastöðugleika. MARKAÐURINN/VALLI UPPLÝSINGAR STYÐJA PENINGA- MÁLASTEFNUNA Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hagfræðingur hjá Seðlabanka Íslands, segir að bankinn sé að skoða aukið samstarf við skóla á sviði hagfræði- kennslu. MARKAÐURINN/GVA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.