Fréttablaðið - 11.06.2008, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 11.06.2008, Blaðsíða 14
14 11. júní 2008 MIÐVIKUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 UMRÆÐAN Sigrún Elsa Smáradóttir skrifar um borgarmál Það er ekki annað hægt en að sýna langþreyttum sjálfstæðismönnum skilning, þegar þeir reyna að telja hver öðrum trú um að nú verði svifin hin beina braut, eftir útnefningu á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem oddvita sjálfstæðis- manna í borginni. Ritstjóri Fréttablaðsins Þorsteinn Pálsson á þó sjálfsagt metið í langsóttum réttlætingum þegar hann í leiðara blaðsins á mánudaginn segir að valið á Hönnu Birnu sé eðlilegt, af tveimur ástæðum, hún hafi verið í öðru sæti á listanum og „í öðru lagi virðist hún hafa haft forystu fyrir þeim viðbrögðum sexmenninganna svokölluðu við sameiningu REI og Geysis Green sem voru raunveruleg rót fyrri meirihlutaskiptanna“. Viðbrögð sexmenninganna við sameiningu REI og GGE voru þau að tilkynna á blaðamannafundi, án samráðs við samstarfsflokkinn, að selja ætti REI tafarlaust. Í þeirri sölu hefði fylgt 20 ára einkaréttar- samningur um öll erlend verkefni Orkuveitunnar og ótakmarkaður aðgangur að þekkingu og starfsfólki Orkuveitunnar. Þessar fáránlegu og vanhugsuðu kröfur og dæmalaus yfirgangur gagnvart samstarfsflokki, urðu til þess að Framsóknarflokkurinn sleit samstarfinu. Þannig einkenndust viðbrögð sexmenning- anna í REI málinu af einhverju allt öðru en stjórnvisku. Þegar öllu er á botninn hvolft verður heldur ekki hjá því litið að Hanna Birna er hluti af þeim sundurleita hópi sjálfstæðis- manna sem keypti Ólaf F. Magnússon til samstarfs með borgarstjórastólnum. Nú stígur hún skrefi lengra og leggur allt í sölurnar til að lengja lífdaga þessa meirihluta og áframhaldandi borgarstjórasetu Ólafs F. næstu níu mánuðina. Þó meirihlutinn þrauki er engin trygging fyrir því að betra taki við að níu mánuðum liðnum. Meirihlut- inn þarf eftir sem áður atkvæði allra þeirra átta einstaklinga sem að honum standa til að ná málum fram, þar á meðal atkvæði Vilhjálms Þ., Ólafs F. og Gísla M. Innan Sjálfstæðisflokksinns er fjöldi mála enn óuppgerður, eitt brýnasta verkefnið er ákvörðun um framtíð REI. Hvernig þessi hópur ætlar að koma sér saman um niðurstöðu í því máli á eftir að koma í ljós, kannski að forysta Hönnu Birnu geri sama gagn og síðast. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingar. Horfurnar í borgarmálum Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. óðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn... Fyrir nokkru varð mér gengið inn í bókabúðina „Les cahiers de Colette“ rétt hjá Pompidou- listasafninu, þar sem ungleg og brosandi kona, Virginie Linhart að nafni, var komin til að árita nýútkomna bók sína, „Dagurinn þegar faðir minn þagnaði“. Virginie Linhart mun starfa við að gera heimildarmyndir fyrir sjónvarp, en þarna var hún í öðru hlutverki: hún er sem sé dóttir Roberts Linhart þess sem var leiðtogi franskra maóista kringum 1968, og bókin, sem er byggð á hennar eigin endurminningum og viðtölum við marga jafnaldra, fjallar um kynslóð hennar, um það hvernig var að vera barn þessara gömlu „byltingarmanna“ eftir allt sem á undan var gengið. Til fulltingis með sér hafði Virginie Linhart skáldsagnahöfund- inn Olivier Rolin, sem er m.a. frægur fyrir hina frábæru skáldsögu sína um maóismann í Frakklandi „Pappírstígrisdýr“. Hún er byggð upp á þann hátt að sögumaðurinn, fyrrverandi maóisti eins og höfundur sjálfur, ekur um París að næturlagi ásamt ungri konu, dóttur látins félaga hans úr hreyfingunni, og rifjar upp í margvíslegum brotum sögu maóismans, dapurlega og hjákát- lega í senn. Olivier Rolin hóf mál sitt á að vísa til þessarar sögu, og minnti á að sögumaðurinn fengi þar aldrei neitt svar, unga konan væri einungis þögull hlustandi, en í bók Virginie Linhart væri hins vegar að finna það svar sem hún, eða einhver önnur af hennar kynslóð, hefði getað gefið. Eftir þennan inngang settist hann og tók til við að lesa upp nokkra krassandi kafla úr bókinni en Virginie Linhart settist á gólfið fyrir framan hann með kvikmyndavél á öxlinni og kvikmyndaði allan lestur hans og orðræður, meðan börn hennar, ung og smá, léku sér í kring. Linhart þagnar Sú saga sem Virginie Linhart sagði af foreldrum sínum var í rauninni mjög dapurleg. Árið 1968 var Robert Linhart leiðtogi helsta maóistaflokks stúdenta og talinn bera af flestum að gáfum og öðru atgerfi. Díalektíkin lék honum í höndum. En þegar óeirðirnar hófust, komst hann að þeirri undarlegu niðurstöðu að þær væru „gildra“ gaullista og sósíaldemó- krata til að leiða alþýðuna afvega og brjóta niður baráttu hennar, og því lagði hann blátt bann við því að félagar úr flokknum skiptu sér nokkuð af atburðunum. Þessu var hlýtt um stund, og því var þáttur maóista í „maí 68“ sáralítill, öfugt við það sem menn hafa oft haldið síðan. Þegar líða tók á mánuðinn áttuðu sumir þeirra sig á því að þarna höfðu þeir misst af stefnumóti við söguna og létu hendur standa fram úr ermum, en þá fór Robert Linhart yfir um á geðsmunum og hvarf alveg af sjónarsviðinu um stund. Hann náði sér aldrei fyllilega eftir það, þótt hann væri áfram sögulegur leiðtogi maóista, a.m.k. að nafninu til, og einn góðan veðurdag vorið 1981, þegar hreyfing maóista var löngu liðin undir lok, þagnaði hann með öllu og þagði í tuttugu og fjögur ár, eins og dóttir hans lýsir í bókinni. Hippadómur tekur við Virginie Linhart, sem er fædd 1966, hefur sáralitlar endurminn- ingar um þann tíma þegar foreldrar hennar voru öllum stundum á kafi í þrefi maóismans. Eini arfurinn af því er sá að hún hefur jafnan haft hinn mesta ímugust á stjórnmálum, einkum fjöldabaráttu, og hið sama gilti um marga sem hún talaði við. Bernsku- minningar hennar hefjast nokkru síðar, þegar Mao var fallinn af stalli, foreldrar hennar skilin og hippadómur og kommúnulifnaður tekinn við af baráttunni. Í bókinni lýsir hún á lítríkan hátt hinu algera frelsi sem var nú ríkjandi á því sem varla var hægt að kalla „heimili“ lengur: það var stöðugt rennirí af félögum móðurinnar sem sváfu nótt og nótt í ýmsum skotum, aldrei var tekið neins staðar til, ekki voru neinar fastar máltíðir, heldur hljóp hver og einn í ísskápinn þegar hann vildi, börnin voru látin sjá um sig sjálf, ekki voru neinar reglur og enginn fastur háttatími né fótaferðatími. „Menn héldu að börnin yxu af sjálfsdáðum eins og blóm í haga“, segir Virginie Linhart. Þessi ruglingur fannst henni illur, en verst var þó að horfa upp á fullorðna fólkið striplast um í íbúðinni og verða vitni að mjög svo frjálsum ástum þess. Þetta máttu skólafélagarnir um fram allt ekki vita. Mörg þau sem hún talaði við af sinni eigin kynslóð höfðu svipaða sögu að segja, og afleiðingarnar voru á eina lund: nú fylgja þau ströngu siðgæði, hafa allt í röð og reglu á heimilunum og þola ekki hina minnstu óreiðu. Þeir sem hlýddu á lesturinn í bókabúðinni gátu séð smádæmi um þennan aga. Hversu mjög sem börn Virginie Linhart ólátuðust fram og aftur á gólfinu gættu þau þess vandlega að hlaupa aldrei fyrir myndavél móður sinnar, í öllum æsingnum skelltu þau sér jafnan niður á fjóra fætur þegar þau nálguðust hana og skriðu þannig undir ljósopið. Kannske eiga þau síðar eftir að skrifa bók um ógnir og skelfingar þessa stranga uppeldis. Þannig hringveltist heimsins rúta. Hvolpar pappírstígranna Endurminningar EINAR MÁR JÓNSSON Í DAG | SIGRÚN ELSA SMÁRADÓTTIR Þögull Björn Jón Ásgeir Jóhannesson og Tryggvi Jónsson hafa kært meðferð Baugs- málsins til Mannréttindadómstóls Evrópu, sem og ummæli Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra um málið. Máli sínu til stuðnings vísa þeir á bloggsíður Björns, þar sem hann spurði meðal annars hvort einhverjir viðskiptajöfrar teldu sig hafna yfir lögin og sagði réttarkerfið ekki hafa sagt sitt síðasta í málinu, eftir að hæstiréttur vísaði 32 kæruliðum frá og sendi átta aftur í hérað. Björn er aftur á móti staðráðinn í að auka ekki púðrið í kæru Jóns Ásgeirs og Tryggva og hefur þagað þunnu hljóði um Baugsmálið á vef sínum eftir að hæstiréttur felldi dóm sinn. Thorsson og Skúlason Guðmundur Andri Thorsson rithöf- undur á skoðanaglaðan nafna, Guð- mund Andra Skúlason, sem kemur víða við í athugasemdakerfum blogg- ara. Gallinn er sá að Skúlason lætur eiginnafnið duga þegar hann leggur orð í belg og þarf nafni hans Thors- son iðulega að sverja af sér skoðanir hins fyrrnefnda. Í athugasemda- kerfi Andrésar Magnússonar biður rithöfundurinn nafna sinn vinsamlegast um að taka fram föðurnafn til að forðast misskilning. Svar Skúlasonar bendir til að Thorsson þurfi að vakta netið enn um sinn. Sumarið er tíminn Seyðfirðingar hafa ákveðið að taka ekki upp sumartíma í bili en skora á ríkisstjórnina að beita sér fyrir því að klukkan verði færð fram um eina klukkustund yfir sumarið. Þeir eiga hauk í Guðlaugi Þór Þórðarsyni heil- brigðisráðherra. Árið 2006 lagði hann fram þings ályktunartillögu þess efnis að kannað yrði hvort hyggilegt væri að taka upp sumartíma á Íslandi. Taldi Guðlaugur það til þess fallið að gera lífið skemmti legra. Nú er ekkert því til fyrirstöðu fyrir Guðlaug að semja eins og eitt stjórnarfrumvarp um sumar- tíma í sumar og leggja fram strax í haust. Kannski verður Guðlaugs minnst sem sólar- ráðherrans. bergsteinn@frettabladid.isE flaust hefur mörgum brugðið í brún á mánudag þegar bensínlítrinn fór í 170 krónur, án þjónustu, og lítri af dís- ilolíu í 185 krónur. Það er eitthvað svo stutt síðan áhyggj- urnar voru hvort dælurnar myndu ráða við hækkun upp í hundrað krónur. Og á rétt rúmu ári hefur bensínlítrinn hækkað um fimmtíu krónur. Þegar eldsneytiskostnaður hækkar svona, umfram verðbólgu, hlýtur það að hafa víðtæk áhrif. Nú er verið að selja olíufatið á 120 dollara, en alsírski orkumála- ráðherrann, sem jafnframt leiðir samstarf OPEC-ríkjanna, spáir því að verðið muni hækka upp í um 200 dollara fatið, sérstaklega ef dollarinn fellur frekar. Það þýðir að núverandi eldsneytiskostn- aður hefur ekki enn náð hæstu hæðum og mun verða enn drýgri hlutur úr pyngju neytenda. Einn möguleikinn við þessar aðstæður er að bíta bara á jaxl- inn og breyta engu í því hvernig við notum einkabílinn. Það mun væntanlega þýða að hlutfallslega mun rekstur einkabílsins verða dýrari og fjölskyldan þarf að draga saman annars staðar í heimil- isbókhaldinu. Hækkandi bensínverð getur því þýtt að dragi úr við- skiptum við ýmsa þjónustuaðila sem ekki teljast jafn nauðsynlegir eins og í góðærinu, til dæmis að ekki þurfi að endurnýja innbúið jafn reglulega og annars, eða að sjaldnar verði farið út að borða. Bensínhækkunin lendir líka á verslunum og þjónustuaðila, sem gætu þurft að bregðast við með verðhækkunum. Væntanlega munu fleiri bregðast við hækkandi bensínverði með því að reyna að draga úr notkun einkabílsins, í stað þess að stinga höfðinu í sandinn. Slík viðbrögð geta einnig haft efnahags- leg áhrif, til dæmis ef Íslendingar draga úr ferðalögum sínum inn- anlands. Það gæti farið illa með ferðaþjónustuna sem reynt hefur verið að byggja upp á undanförnum árum. Ekki er hægt að búast við miklum aðgerðum ríkisstjórnarinnar, svo sem að lækka álögur á eldsneyti vegna þessa háa heimsmark- aðsverðs. Líklegra er að ríkisstjórnin hér bregðist við með svipuð- um hætti og aðrar ríkisstjórnir í Evrópu. Á meginlandinu er ráðgert að vikan verði undirlögð mótmæl- um vörubílstjóra, sem heimta viðbrögð við síhækkandi olíuverði. Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti mun í næstu viku leggja það til á leiðtogafundi ESB að brugðist verði við með þaki á virðis- aukaskatt á bensín. Þegar er ljóst að þeirri tillögu verður hafnað á fundinum á þeirri forsendu að skattalækkanir og ívilnanir muni helst rata í vasa olíuútflutningsríkjanna. Hins vegar verður hvatt til þess að hver ríkisstjórn fyrir sig leiti leiða til að áhrifin verði ekki of mikil fyrir fátækustu borgarana. Slíkar úrlausnir verða þó einungis tímabundnar. Nauðsynlegt er að aðlagast nýjum veru- leika sem felst í dýru eldsneyti, og draga úr neyslunni. Hækkun olíuverðs hefur þó ekki einungis neikvæð áhrif. Í fyrsta lagi eflast nú efnahagslegar forsendur fyrir því að þróað verði ódýrara og umhverfisvænna eldsneyti. Í öðru lagi hefur það góð umhverfisleg áhrif ef dregið er úr akstri og notkun almenn- ingssamganga er aukin þess í stað, fyrir utan hollustuna við að hjóla eða ganga. Hækkun heimsmarkaðsverðs á olíu: Gengið áfram annan veg SVANBORG SIGMARSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.