Fréttablaðið - 11.06.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 11.06.2008, Blaðsíða 16
16 11. júní 2008 MIÐVIKUDAGUR timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkis- atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. JOHN WAYNE LEIKARI LÉST ÞENNAN DAG 1979. „Hugrekki snýst um að vera dauðhræddur og fara samt upp í hnakkinn.“ John Wayne var táknmynd ameríska kúrekans og fyrir- mynd og hetja margra ungra drengja á fimmta og sjötta áratug síðustu aldar. Kvennasögusafnið leitar eftir nöfnum stúlkna sem voru á myndum er fylgdu Teofani-sígarettum á ár- unum 1929 og 1930. Safn- ið á nokkrar ómerktar myndir og biður lesendur Fréttablaðsins um aðstoð. Á vef Kvennasögusafns- ins, www.kvennasogu- safn.is/Teofani/Teofani/ Teofani.htm er hægt að skoða allar myndirnar. Ef einhver ber kennsl á stúlkurnar er hann beð- inn að hafa samband við Kvennasögusafn- ið í síma 525 5779 eða í tölvupósti á netfangið audurs@bok.hi.is. Þekkir einhver þessar stúlkur? Þennan dag lauk Auður Auðuns lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands, fyrst kvenna. Síðar varð hún fyrst kvenna til að gegna embætti borgarstjóra í Reykjavík og ráðherra á Íslandi. Auður var fædd á Ísafirði hinn 18. febrúar 1911 og lést hinn 19. októ- ber 1999. Hún var dóttir Jóns Auð- uns Jónssonar, alþingismanns, fyrst fyrir Íhaldsflokkinn og svo seinna fyrir Sjálfstæðisflokkinn, og Margrét- ar Guðrúnar Jónsdóttur. Auður tók stúdentspróf við Menntaskólann í Reykjavík árið 1929 og lauk lögfræði- prófi frá Háskóla Íslands árið 1935. Ári seinna giftist hún Hermanni Jónssyni, hæstaréttarlög- manni og eignaðist með honum fjögur börn. Hún starfaði sem lögfræðingur Mæðrarstyrkt- arnefndar Reykjavíkur á árunum 1940-1960, var bæjar- og síðar borgarfulltrúi í Reykjavík á árun- um 1946-1970, forseti bæjarstjórnar, síðar borg- arstjórnar 1954-1959 og 1960- 1970 og gegndi embætti borgar- stjóra í Reykjavík, ásamt Geir Hallgrímssyni frá 19. nóvember 1959 til 6. október 1960. Hún var alþingismaður Reykvíkinga 1959- 1974, fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Sat á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóð- anna 1967. Hún var skipuð dóms- og kirkjumálaráðherrar hinn 10. október 1970 og gegndi embætt- inu fram á mitt sumar 1971. Hún sat einnig í útvarpsráði 1975-1978. Auður var einnig virk í Kvenréttindafélagi Ís- lands og var gerð að heiðursfélaga þar 19. júní 1985 þegar sjötíu ár voru liðin frá því að íslenskar konur fengu kosningarétt. ÞETTA GERÐIST: 11. JÚNÍ 1935 Lögfræðingur frá HÍ fyrst kvenna MERKISATBURÐIR 1870 Bruggverksmiðjan Amstel var stofnuð í Hollandi. 1910 Gasstöð Reykjavíkur tók til starfa. 1957 Handknattleikssamband Íslands var stofnað. 1987 Margaret Thatcher varð fyrsti breski forsætisráð- herrann til að vinna kosn- ingar þrisvar í röð á síð- ustu 160 árum. 1994 Íslandssíld var landað í fyrsta skipti í 27 ár. 1994 Sveitarfélögum á Íslandi fækkaði um 18. 2001 Konunglegu fjöldamorð- in í Nepal áttu sér stað. Prins Dipendra myrðir 10 konungsmeðlimi og tekur sitt eigið líf. 2004 Ronald Reagan er borinn til grafar. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Höskuldar Rafns Kárasonar Vallargötu 14, Vestamannaeyjum. Guð blessi ykkur öll. Sigurleif Guðfinnsdóttir Kári Höskuldsson Guðný Bjarnadóttir Ármann Höskuldsson Bjarnheiður Hauksdóttir Jónas Höskuldsson Guðrún Sonja Kristinsdóttir Baldur Benónýsson barnabörn og barnabarnabarn. Elskulegur faðir minn, bróðir, mágur og frændi, Hilmar Halldórsson Faxabraut 36a, Keflavík, sem lést 1. júní, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju, miðvikudaginn 11. júní kl. 13.00. Sigmar Bjarki Hilmarsson Guðrún Björg Halldórsdóttir Elsa Hildur Halldórsdóttir Jóhannes Daði Halldórsson Aðalbjörg Grétarsdóttir og systkinabörn. AFMÆLI GENE WILDER leikari er 75 ára. HENRIK Danaprins er 74 ára. HUGH LAURIE leikari er 49 ára. „Hvatamaður að stofnun Neytenda- samtakanna var Sveinn Ásgeirsson hagfræðingur, sem var að koma úr námi frá Svíþjóð. Hann kynntist sam- bærilegum samtökum þar, sem að vísu voru á vegum hins opinbera og fékk mikinn áhuga á þessum málum,“ segir Jóhannes Gunnarsson, for maður sam- takanna. „Neytendasamtökin fengu í kjölfar- ið góðan byr í seglin og eru í dag þriðju elstu neytendasamtök í heimi.“ Fyrsta verkefni samtakanna var leiðbeiningar- og kvörtunarþjónusta og er hún starfrækt enn þann dag í dag. „Neytendur geta fengið leiðbein- ingar um lagalegan rétt sinn og aðstoð ef nauðsynlegt er hjá leiðbeiningar- og kvörtunarþjónustunni. Allir geta leitað þangað en þurfa að greiða mál- skotagjald ef um formlega kvörtun er að ræða. Hins vegar er sú þjónusta fé- lagsmönnum að kostnaðarlausu,“ út- skýrir Jóhannes og bætir við að helsti tekjustofn samtakanna sé þjónustu- samningur og félagsgjöld. „Samtök- in eru frjáls félagasamtök og þannig séð í valdi neytenda hversu öflug sam- tökin eru. Í dag eru félagsmenn um 13 þúsund og miðað við höfðatölu eru samtökin stærst í heimi ásamt þeim hollensku. Hins vegar erum við í raun mjög fámenn þrátt fyrir það, enda Ís- lendingar ekki margir“, segir Jóhann- es sem nefnir einnig þjónustusamning við hið opinbera. „Viðskiptaráðuneyt- ið hefur gert við okkur þjónustusamn- ing, en þar hallar þó dálítið á okkur. Það kostar tuttugu milljónir að reka þessa þjónustu en við fáum aðeins tólf enn sem komið er. Við lítum svo á að þegar stjórnvöld á annað borð undir- rita þjónustusamning sé það einnig viðurkenning á að um mikilvæga sam- félagslega þjónustu sé að ræða. Þess vegna viljum við að stjórnvöld dekki allan kostnaðinn svo við getum komist hjá því að fjármagna restina með fé- lagsgjöldum,“ segir hann. Helst brennur skriða verðhækkana í samfélaginu um þessar mundir á fólki en Jóhannes segir að allt frá ónýtum peysum til gallaðra eldhúsinnréttinga rati inn á borð samtakanna. „Við send- um alltaf fyrirspurn á viðkomandi fyrirtæki varðandi kvartanir og fylgj- um slíkum málum eftir. Það sem er ánægjulegt er að mörg fyrirtæki sam- þykkja kröfur neytenda ef þau vita að leitað hafi verið til okkar. Enda vita fyrirtæki að við upplýsum neytendur um réttarstöðu sína og styðjum ekki óréttmætar kröfur,“ útskýrir Jóhann- es. Til stendur að setja upp reiknivélar þar sem hægt verður að reikna þjón- ustu banka, tryggingafélaga og síma- fyrirtækja. „Þessa þjónustu er alltaf erfitt fyrir neytendur að bera saman, því skiptir aðhald neytenda svo miklu máli og því er þetta bæði spennandi og nauðsynlegt verkfæri fyrir neytendur samtímans.“ rh@frettabladid.is NEYTENDASAMTÖK ÍSLANDS: FIMMTÍU OG FIMM ÁR FRÁ STOFNUN Aðhald neytenda skiptir máli ÖFLUG FRÁ UPPHAFI Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir samtökin þau þriðju elstu í heiminum og ein þau fjölmennustu miðað við höfðatölu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.