Fréttablaðið - 11.06.2008, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 11.06.2008, Blaðsíða 17
HEIMILI HEILSA GOLF BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA VEIÐI ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Verkefni tengt Þorgerði landnámskonu í Öræfum fleytti þeim Lydíu Angelíku Guðmunds- dóttur og Svanhvíti Helgu Jóhannsdóttur í skemmtiferð til Kaupmannahafnar. „Þetta var frábær ferð í alla staði. Það fyrsta sem við gerðum þegar við komum á Kastrúpflugvöll var að fækka fötum og fara í stuttbuxurnar. Okkur varð svo heitt,“ segja Lydía og Svanhvít hlæjandi þegar þær byrja að lýsa þriggja daga Danmerkurferð. Ferðin var verðlaun í samkeppni er Landsbyggðar- vinir í Reykjavík og nágrenni efndu til í grunnskól- um landsins og snerist um eflingu heimabyggðar. Verkefni Öræfastúlknanna, sem eru nemendur Hofsskóla, var unnið út frá hugmynd Lydíu um Þorgerðarkaffi í Sandfelli í Öræfum, líflegt safn og endurreisn kirkjunnar á staðnum. Það féll í kramið og þær stöllur fóru út til Kaupmannahafnar með fríðu föruneyti. Vöknuðu hálf fjögur til að drífa sig í flug og gengu um stræti stórborgarinnar fyrsta daginn. Heilsuðu upp á litlu hafmeyjuna, sigldu um sundin, stigu á land í Nýhöfn og röltu þaðan upp í Sívalaturn áður en haldið var til gistingar hjá gest- risnum hjónum í útjaðri borgarinnar. Næsti dagur var líka vel nýttur. „Við fórum í Danmarks Aquarium sem er merkilegt sædýra- safn,“ segir Svanhvít. „Já, búrin eru falleg og mikið gert til að fiskarnir geti verið í sem náttúrulegustu umhverfi,“ bætir Lydía við. Þær lýsa líka athyglis- verðu vísindasafni sem þær skoðuðu. „Þar var hægt að eyða miklum tíma því salirnir voru fullir af alls konar græjum sem fólk mátti prófa,“ segja þær. Góðviðrið notuðu þær stöllur einnig til að sóla sig á strönd og synda í sjónum. „Sjórinn var nú ekki hlýr en við höfum synt í kaldara vatni,“ segir Svan- hvít. Síðasta daginn kíktu þær á Strikið og keyptu sér fersk kirsuber og rúsínan í pylsuendanum var heimsókn í Tívolí til að prófa hin ýmsu tæki. En hvernig gekk þeim að skilja dönskuna? „Það gekk bara nokkuð vel enda erum við búnar að læra hana í fjögur ár,“ segir Lydía brosandi og Svanhvít bætir við: „Það er hægara að skilja hana en tala.“ gun@frettabladid.is Landnámskonan kom þeim út til Köben Á Löngulínu heilsuðu þær Svanhvít Helga og Lydía Angelíka upp á litlu hafmeyjuna. MYND/PÁLÍNA ÞORSTEINSDÓTTIR. ÍSLENSKT VÖRUMERKI Birgir Nielsen og faðir hans, Þór Nielsen, hanna veiði vörur sem hafa fallið í kramið hjá íslenskum og erlendum veiðimönnum. VEIÐI 4 SPILAÐ Í SÓLINNI Golfferðir til Tyrklands verða sífellt vinsælli. Úrval-Útsýn býður upp á tíu daga ferð til Belek í Tyrklandi í haust. GOLF 6 Bremsuhlutir í alla jeppa og pickupa Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000 Diskar Klossar Dælur Borðar Ísetningarþjónusta P R E N T S N IÐ E H F . UPPLÝSINGAR O is ing Mjódd Staðsetning í Mjódd www.ovs.is upplýsingar og innritun í síma 588-1414 Vinnuvélanámskeið Næsta námskeið hefst 13. júní n.k. Sölustaðir: Járn og gler · Garðheimar · Húsasmiðjan · Egg · Búsáhöld Kringlunni Útilegumaðurinn · Motor Max · Everest · Seglagerðin Ægir · www.weber.is X E IN N J G 5 x1 0 W eb er Q – gasgrill í úti-leguna! Bjóddu henniút að borða) Auglýsingasími
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.