Fréttablaðið - 11.06.2008, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 11.06.2008, Blaðsíða 19
][ Hlass er yfirskrift samsýningar nokkurra lista- manna sem verður opnuð skömmu eftir þjóð- hátíðardaginn á veitingastaðnum Halastjörn- unni að Hálsi í Öxnadal. „Hugmyndin á bak við sýninguna er að setja óvenju- legan bæjarviðburð í hversdagslegt sveitaumhverfi. Hvetja fólk til þess að koma að Hálsi, njóta náttúru- dýrðarinnar, ganga upp að Hraunsvatni, minnast ljóða Jónasar Hallgrímssonar og fá sér góðan mat á Halastjörnunni,“ segir Jóna Hlíf Halldórsdóttir, verk- efnastjóri listasýningarinnar Hlass, sem verður opnuð á veitingastaðnum Halastjörnunni í Öxnadal hinn 20. júní næstkomandi. „Hlaðan að Hálsi er að mestu ónýtt og með sýning- unni koma í ljós möguleikar sem felast í þessum ónýttu rýmum, hvort heldur til listsýninga eða ann- arra viðburða. Sömu sögu er að segja um fleiri hlöður um sveitir landsins sem hægt er að glæða lífi. Enda er það þekkt fyrirbæri að menningarviðburðir á fáförnum slóðum draga fólk að, og sá skapandi frjó- kornum í huga þeirra sem þangað koma,“ útskýrir Jóna, sem lofar í hástert veitingastaðinn Halastjörn- una á slóðum skáldsins Jónasar Hallgrímssonar. Veitingahúsið var sett á fót sumarið 2004 af Guð- veigu Eyglóardóttur en bústýra er systir hennar Sonja Lind Eyglóardóttir. Halastjarnan er við þjóð- veg 1 í um tuttugu mínútna akstursfjarlægð frá Akur- eyri, höfuðstað Norðurlands. Leitast er við að bjóða gestum upp á fallegan og góðan mat í skemmtilegu umhverfi og matseðillinn miðast við það sem er mest spennandi og ferskast á fiskimarkaðnum, matjurta- garðinum, náttúrunni og hjá slátraranum. Yfirþjónn er Pavle Estrajher. Veitingahúsið tekur um 25 manns í sæti og er opið allt árið. Á sumrin er opið alla daga frá hádegi og er boðið upp á akstur endurgjaldslaust frá Akureyri og nágrenni fyrir viðskiptavini. Frá Halastjörnunni er skemmtileg og vinsæl gönguleið að Hraunsvatni sem tekur um tvær klukku- stundir og hentar flestum. Í næsta nágrenni, um fimm mínútna göngufæri, er gistiheimilið Engimýri. Sýningin Hlass verður opnuð hinn 20. júní og mun hljómsveitin Súkkat leika fyrir sýningu og súpu. Sýn- ingin er opin alla daga kl. 18-20 til 21. júlí. Borðapant- anir í síma 461 2200. Sjá nánar www.hlass.blogspot. com. rh@frettabladid.is Lausir halar í hlöðunni Bústýran á Halastjörnunni, Sonja Lind Eyglóardóttir, ásamt listamönnunum Hlyni Hallssyni og Jónu Hlíf Halldórsdóttur, sem er jafnframt verkefnastjóri sýningarinnar Hlass í Öxnadal. MYND/HALASTJARNAN Sólarvörn er okkur nauðsynleg, sérstaklega ef við ætlum að vera lengi úti í sólinni. Gott er að temja sér það að setja sólarvörn á sig og börnin að morgni til þegar sólin skín og bæta svo á þegar líða tekur á daginn. Betra gengi - miklu betra verð! Verðlækkun á takmörkuðu magni af ferðavögnum. Tryggðu þér topp-græju núna. Höfum náð að lækka verð verulega á hjólhýsum og húsbílum frá Dethleffs og bjóðum einnig mjög góð tilboð á Camp-let tjaldvögnum og Starcraft fellihýsum. Settu þig í samband við sveigjanlega sölumenn okkar núna! - lífið er leikur Mótormax - Kletthálsi 13 - Sími 563-4400www.motormax.is VERU LEG verðl ækku n! Opið á laugardag 12–16 Auglýsingasími – Mest lesið Allra síðustu sætin! Heimsferðir bjóða frábært tilboð á síðustu sætunum til Montreal 6. og 13. júní. Þetta er einstakt tækifæri til að njóta lífsins í þessari stórkostlega spennandi borg sem er önnur stærsta borg Kanada. Í borginni mætast gamli og nýi timinn, rík sagan og iðandi nýbreytnin á einstaklega skemmtilegan hátt. Það er frábært að skoða sig um, versla og njóta lífsins í Montreal; fallegar byggingar, endalaust úrval verslana og veitingastaða og mjög hagstætt verðlag. Gríptu tækifærið og smelltu þér til Montreal og njóttu þess besta sem þessi spennandi heimsborg hefur að bjóða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.