Fréttablaðið - 11.06.2008, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 11.06.2008, Blaðsíða 21
[ ] Nú þegar sumarið er að ganga í garð fara margir að huga að garðinum og pallinum sínum. Við hús Halldórs Kristjáns- sonar á Akureyri er nýupp- gerður pallur. Halldór Kristjánsson skipti um gólfið í pallinum sínum við húsið sitt á Akureyri nýlega og segist vera brúnn og sæll eftir þá vinnu. Þegar Halldór er inntur eftir því hversu langan tíma það tók hann að skipta um gólfið segir hann það hafa tekið um það bil viku. „Þetta voru svona tveir dagar eitthvað fram á kvöld og svo brot úr dögum þess á milli. Ég var samtals svona þrjá vinnudaga,“ segir hann. Fyrst Halldór þurfti á annað borð að fara í vinnu við að skipta um gólfið í pallinum ákvað hann að stækka pallinn í leiðinni. Vegna þess hve gólfið var lélegt var það þó mikilvægasta verkefnið að laga það og því ákvað hann að fara ekki í frekari framkvæmdir að þessu sinni. Í gólfið notaði Halldór gagn- varinn við sem var af stærðinni tólf sentimetrar sinnum átján millímetrar. Margir Íslendingar bíða eftir sumrinu með eftirvæntingu því þá koma langir sumardagar með sól á palli og í garði. Flestir pallaeig- endur hlakka til þess eftir langan, dimman vetur að sitja úti í sól- skininu langt fram eftir kvöldi og Halldór er þar engin undantekn- ing. Hann hefur í hyggju að vera mjög mikið á pallinum í sumar og er nú þegar búinn að eyða miklum tíma á honum og við hann í vor vegna viðgerðanna. „Það er minnsta málið að skipta svona um gólfið. Ég fór ekkert í neinar undirstöður eða neitt svoleiðis. Það er náttúrulega aðal- atriðið að setja upp veggina og stoðirnar, það er miklu meira mál,“ segir Halldór að lokum hæverskur. martaf@frettabladid.is Sumar á sólpallinum Halldór ætlar að vera mikið á pallinum í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR Þvottavélar finnast á flestum heimilum. Þær eru algert þarfaþing en passa þarf upp á að hreinsa sigtið í þeim reglu- lega. Þar safnast oft saman hár og ryk sem mikilvægt er að losa. Viðskiptavinir A.T.H. Lokað vegna sumarleyfa frá 25. júní til 8. júlí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.