Fréttablaðið - 11.06.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 11.06.2008, Blaðsíða 24
 11. JÚNÍ 2008 MIÐVIKUDAGUR8 ● fréttablaðið ● í sumarskapi Hvað er sumarlegra en heimil- isgarður í góðri rækt sem hefur uppá endalausa möguleika að bjóða til útivistar? Þannig er garðurinn hjá Kristínu Viggós- dóttur og Birgi Dýrfjörð sem búa í Skeifu í Stjörnugróf. „Þetta er frekar náttúrulegur garður og við höfum ekki eytt miklu í hönnun eða dýra gosbrunna,“ segir Kristín Viggós dóttir brosandi þegar beðið er leyfis að líta á garð- inn við heimili þeirra hjóna. Hún segir hann hvergi nærri kominn í sinn fegursta skrúða. Samt eru lit- brigðin fjölbreytt enda kveðst hún hafa byggt blómabeðin upp þannig að þar sé alltaf eitthvað útsprung- ið frá því snemma vors og fram á haust. Hraungrýti af Reykjanesinu setur sterkan svip á beðin fyrri part sumars en Kristín segir fjöl- æru blómin vaxa hrauninu yfir höfuð þegar á líður. Tegundirnar eru óteljandi. „Fjölæru blóm- in eru fengin héðan og þaðan og þegar ég er að vinna í garðinum er ég oft með hugann við fólkið, bæði lifandi og gengið, sem gaf mér þau. Það er partur af ánægj- unni og plönturnar verða persónu- legri fyrir vikið,“ segir hún. Birgir þykist ekki mikill blóma- karl en hann á hugmyndina að litl- um golfvelli í garðinum og kom þar fyrir níu holum. Frúin er ánægð með framtakið. „Það er mjög góð hreyfing að fara út á kvöldin og taka nokkrar sveiflur þegar veður er gott,“ segir hún. - gun Plönturnar verða persónulegar Aðkoman að húsinu er einkar snyrtileg. Nýjar hellur í innkeyrslunni og hraundrangar af Reykjanesinu gegna hlutverki hliðstólpa. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Skeifa er í garðinum við Skeifu. Þar er litskrúðugt grjót á pöllum og meira að segja austfirsk fjara í keri. Litlir álfar gægjast út úr hraungrýtinu. „Við erum stundum með veislur og krakkarnir fá garðinn lánaðan við sérstök tæki- færi. Þá er huggulegt að hafa tjald yfir pallinum,“ segir Kristín. Eitt aðalhornið í garðinum er með blómabeð á báðar hendur. Víða hefur verið skapað skjól og ekki spillir að geta kveikt upp í eldstæði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.