Fréttablaðið - 11.06.2008, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 11.06.2008, Blaðsíða 26
 11. JÚNÍ 2008 MIÐVIKUDAGUR10 ● fréttablaðið ● í sumarskapi Í sumarfríinu er tilvalið að kanna nýja sundstaði. Víða um land má finna litlar sundlaugar úti í guðs- grænni náttúrunni. Þar er hægt að liggja og horfa upp í brattar fjallshlíðar og láta sig dreyma. Þó að laugarnar séu ekki endilega ætlaðar til skriðsundsæfinga geta þær verið dásamlegur án- ingarstaður á langleið. Þar er hægt að skola af sér ferðarykið ásamt því að anda að sér fersku lofti og fá innblástur frá stórbrotnu umhverfinu. - ve Synt úti í náttúrunni Selárdalslaug er tólf kílómetra frá Vopnafjarðarkauptúni. Laugin, sem er opin frá klukkan 10 til 22, er rómuð fyrir unhverfi sitt en hún stendur á bakka Selár þar sem hún rennur í grunnu gljúfri. Heitir pottar eru við laugina og sólbaðsaðstaða góð í skjólsælu gljúfrinu. MYND/SIGURVIN B. SIGURJÓNSSON Sundlaugin á Þelamörk er hluti af Íþróttamiðstöðinni á Þela- mörk í Hörgárdal. Hún er afar vinsæll áningarstaður ferða- manna auk þess sem heimamenn og nágrannar eru duglegir að nota hana. Við laugina eru tveir heitir pottar og rennibraut. Staðsetningin er óviðjafnanleg enda er laugin umlukin tignar- legum fjöllum. Hún verður opin eitthvað fram í júlí en þá stendur til að hefjast handa við endurbætur á henni. MYND/SIGURVIN B. SIGURJÓNSSON Staðsetning laugarinnar á Krossnesi norðan við Norðurfjörð í Árneshreppi á Ströndum er óvenjuleg. Þar ólmast Atlantshafið á aðra hönd en á hina gnæfir fjallið yfir. Við laugina er einn heitur pottur. Þar er engin gæsla en gestir geta skilið eftir smápening. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Sundaðstaðan í Húsafelli, sem er opin frá klukkan 10 til 22, samanstendur af tveimur laugum, tveimur heitum pottum og renni- braut. Veðursældin, skógurinn og grónar hlíðar í kring gera heimsókn þangað að dásamlegri upplifun. MYND/SIGURÐUR H. MARKÚSSON Hlíðarlaug í Úthlíð í Biskupstungum hefur í áranna rás verið einn af hornsteinum ferðaþjónustunnar á staðnum. Laugin er grunn og hentar vel fyrir börn. Á staðnum er einnig heitur pottur og barnavaðlaug. Náttúrufegurðin blasir við úr lauginni og í nágrenn- inu er ógrynni afþreyingar í boði. MYND/SIGURÐUR H. MARKÚSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.