Fréttablaðið - 11.06.2008, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 11.06.2008, Blaðsíða 41
MIÐVIKUDAGUR 11. júní 2008 17 Urður Hákonardóttir söng- kona verður hissa þegar hún er spurð út í nafnið sitt. „Það er ekki frá neinu að segja, ég bara var skírð Urður og heiti Urður í höfuðið á ör- laganorninni væntanlega.“ Þegar Urður er innt eftir því af hverju hún hafi verið skírð þessu nafni og hvort það teng- ist einhverju í fjölskyldunni segist hún halda að mömmu sinni hafi bara þótt það fallegt nafn. Urður segir að þegar skrifað sé um nafnið hennar og merk- ingu þess sé alltaf vísað í ör- laganornirnar. Þær voru eins og flestir vita Urður, Verðandi og Skuld. Í norrænu goðafræð- inni táknar hver norn ákveðna tíð og er Urður fortíðin. Nafn- ið merkir það sem orðið er. Örlaganornir, sem einnig eru nefndar skapanornir, ákveða aldur og örlög manna. Þær geta einnig séð framtíðina. Oft getur verið erfitt að heita sérstöku nafni en Urður varð þó ekki vör við það. „Mér var mjög lítið strítt út af nafninu mínu, eiginlega bara aldrei.“ NAFNIÐ MITT: URÐUR HÁKONARDÓTTIR Heitir eftir örlaganorn URÐUR HÁKONARDÓTTIR var skírð þessu nafni vegna þess að mömmu hennar þótti það fallegt. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Olgeir Kristinn Axelsson kennari og prentari, Fannborg 8, Kópavogi, lést á líknardeild Landakotsspítala mánudaginn 9. júní. Útförin auglýst síðar. Ester Vilhjámsdóttir Valgerður K. Olgeirsdóttir Unnar Már Sumarliðason Kolbrún Olgeirsdóttir Ingvar Ólafsson Edda Olgeirsdóttir Sigríður Olgeirsdóttir Sigurjón Gunnarsson barnabörn og barnabarnabörn. Yndislegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi Björn Guðmundsson Andrésbrunni 8, Reykjavík, var bráðkvaddur þann 8. júní síðastliðinn, verður jarð- sunginn frá Grafarvogskirkju föstudaginn 13. júní kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda Kristín Guðmundsdóttir Anna Björg Björnsdóttir Jón Haukur Björnsson Berglind Björnsdóttir Ólafur Einarsson Bryndís Björnsdóttir Charles DuBeck Guðmundur Björnsson Inga Birna Barkardóttir börn, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma. Þorbjörg Svavarsdóttir (Didda) Arahólum 2, Reykjavík, lést sunnudaginn 8. júní á líknardeild Landspítalans í Reykjavík. Útför tilkynnt síðar. Svavar Þorvaldsson Elzbieta Lul Selma Þorvaldsdóttir Ásgeir Jóhannes Þorvaldsson Kristín H. Alexandersdóttir Elísabet Þorvaldsdóttir Guðmundur Einarsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Stefanía Ólöf Stefánsdóttir Laufbrekku 4, Kópavogi, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð fimmtudaginn 5. júní. Útför hennar fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 13. júní kl. 13.00. Guðbrandur Ingólfsson Björn Ingólfsson Steinunn Erla Friðþjófsdóttir Þuríður Ingólfsdóttir Jóhannes Pétursson barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Ragnheiður Einarsdóttir (Ransý) síðast til heimilis að hjúkrunarheimilinu Eir, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík, 16. júní kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Barnaspítala Hringsins. Ragnar Tómasson Dagný Gísladóttir Gunnar Tómasson Guðrún Ólafía Jónsdóttir Ragnheiður Tómasdóttir Jón Pétursson Guðríður Tómasdóttir Guðni Pálsson Einar Sverrisson Guðrún Bjarnadóttir ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubarn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi. Bjarni Ingimundarson fv. slökkviliðsmaður, Asparási 10 Garðabæ, sem lést á gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykjavíkur í Fossvogi þann 3. júní verður jarðsunginn í Garðakirkju Garðholti 12. júní kl. 11. Elín Gústafsdóttir Rósa Bjarnadóttir Pétur E. Jónsson Inga Lóa Bjarnadóttir Bergur Konráðsson Haukur Bjarnason Katrín Guðmundsdóttir og barnabörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns,föður,tengdaföður og afa. Ingvars Guðjónssonar Skaftahlíð 4 ,Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks 4. hæðar á Skjóli og bráðamóttöku Landspítalans við Hringbraut. Fjóla H. Halldórsdóttir Hafdís Ingvarsdóttir Hilmar Bjarnason Ingvar Örn Hilmarsson Svana Fjóla Hilmarsdóttir Birna Svanhvít Hilmarsdóttir. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Gunnfríðar Ólafsdóttur Ánahlíð 12, Borgarnesi. Særún Helgadóttir Jóhann B. Hjörleifsson Ólafur Helgason Sigríður I. Karlsdóttir Hrönn Helgadóttir Indriði Jósafatsson Friðborg Helgadóttir Árni Guðmundsson ömmubörn og langömmubörn. Hljómsveitin Hraun hefur lokið við upptökur á annarri plötu sinni „Silent Treat- ment“. Platan er í beinu framhaldi af hljómplöt- unni „I can´t believe it´s not happiness“ sem Hraun gaf út í fyrrasumar. Halda Hraunliðar þar áfram ferðalaginu frá eymd til endurlausnar. Platan verð- ur komin í allar betri hljóm- plötubúðir 13.júní næst- komandi og verður útgáfu hennar fagnað með útgáfu- tónleikum þann 16.júní á Rúbín í Öskjuhlíð, en þá fagnar hljómsveitin ein- mitt 5 ára afmæli sínu og er því von á góðu frá Hrauni. Að loknum útgáfutóleikum tekur við gleðskapur sem stendur fram á nótt. Ágóði af tónleikunum mun renna til styrktar íslenska geita- stofninum, en hljómsveit- armeðlimir hafa ákveð- ið að ættleiða eina kind hver í eitt ár og fleiri ef vel gengur. Jóhanna Þorvalds- dóttir geitabóndi hefur enn- fremur heitið geitamjólk til að blanda kaffidrykki kvöldsins, þannig að gestir Hrauns geta gætt sér á ljúf- fengum geita-latte á meðan þeir gleðjast með sveitinni. Forsala aðgöngumiða er á www.midi.is. Geitamjólk og gaman NÝJA PLATAN frá Hraun kemur út 13.júní næstkomandi. LEYNISÆTI Mikil leynd hvílir yfir stólasöfnun Borgarleikhússins sem nú stendur yfir. Borgarleikhúsið reiðir sig á aðstoð landsmanna við að útvega um 400 stóla. Fimmtudaginn 12. júní á milli 16 og 18 verður tekið við stólum í Borgarleikhús- inu sem nýtast ekki leng- ur. Stólarnir verða notaðir í nýjum söngleik Ólafs Hauks Símonarsonar, Fólkið í blokkinni, sem frumsýndur verður á stóra sviði Borg- arleikhússins í haust. Ekki er verið að biðja um neitt lítinn fjölda heldur ríflega 400 stóla. Þeir gjafmildu einstaklingar sem láta af hendi stól til sýningarinnar fá að launum gjafabréf á forsýningu verksins og fjórir heppnir fá áskriftar- kort. Óskað er eftir þægi- legum stólum úr borðstof- um, eldhúsum, fundarher- bergjum eða skólastofum en stórir hægindastólar eru hins vegar afþakkaðir. Mikil leynd hvílir yfir því til hvers stólarnir verða notaðir. Leikstjórinn, Unnur Ösp Stefánsdóttir, og höf- undurinn, Ólafur Haukur, segja aðeins að stólarnir muni svo sannarlega koma að góðum notum við upp- setningu verksins. Vantar 400 stóla VEGLEG VEISLA Í tilefni afmælisins veður mikil hátíð að Logalandi á sjálfan þjóðahátíðardaginn. Ungmennafélag Reykdæla heldur upp á hundrað ára af- mæli í Logalandi. Í tilefni afmælisins munu félagsmenn standa fyrir veglegri veislu í Logalandi á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Skemmtidagskrá verður bæði innan- og utanhúss. Ungmennafélag Reykdæla var stofnað í Deildartungu sumardaginn fyrsta árið 1908. Félagið er síungt og starfar enn af full- um krafti þó hundrað ára sé. Félagsheimilið Logaland hefur frá upphafi verið al- farið í eigu félagsins. Í Loga- landi hafa félagsmenn iðkað leiklist nánast frá stofn- un félagsins og staðið fyrir ýmiss konar skemmtunum og dansleikjum svo eitthvað sé nefnt. Afmælisdagskráin hefst árdegis á þjóðhátíðardag- inn með hópreið til messu í Reykholti. Eiginleg afmælis- dagskrá hefst svo klukkan 15 þegar ýmsir þjóðþekktir skemmtikraftar mæta á svæðið. Ungmennafélag Reyk- dæla býður alla félagsmenn fyrr og síðar, sem og aðra velunnara félagsins, vel- komna til afmælishátíðar- innar þann 17. júní. Hundrað ára ungmennafélag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.