Fréttablaðið - 13.06.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 13.06.2008, Blaðsíða 16
16 13. júní 2008 FÖSTUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ Hinn 71 árs gamli Guðjón Guðjónsson hefur dælt úrvals harmonikkutónlist yfir vegfarendur Laugavegs og Austur strætis á góðviðrisdögum síð- ustu sumra. Fréttablaðið tók þennan roskna riddara götunnar tali. „Ég fer nú líklega að hætta þessu fljótlega. Maður þarf nú að vera til friðs einstöku sinnum,“ segir hinn 71 árs gamli Guðjón Guðjónsson, fyrrverandi flugstjóri og húsasmíðameistari. Þeir sem leggja leið sína í miðbæ Reykjavíkur reglulega hafa mjög líklega orðið varir við Guðjón, en hann er maðurinn sem keyrir gjarnan rúntinn niður Laugaveginn og inn Austurstræti á góðvirðis- dögum. Út um niðurskrúfaða bílrúðuna á gljáfægðri Mercedez Benz bifreið Guðjóns berst jafnan hressandi tónlist á hæsta styrk. Hann gantast við gesti og gangandi, syngur með lögum og slær jafnvel hörðustu FM- hnökkum við í töffaraskap. Guðjón segist hafa byrjað að keyra rúntinn reglulega fyrir þremur til fjórum árum. „Ég hef ekki orðið var við annað en að fólk kunni vel að meta þessa uppátækjasemi í mér. Það hefur að minnsta kosti enginn kvartað ennþá, en stundum kemur að mér fólk og slær á létta strengi, spyr hvaða músík ég ætli að bjóða upp á þann daginn og fleira í þeim dúr.“ Guðjón er mikill tónlistar áhugamaður og leyfir almúganum að njóta með sér þess besta sem diskasafnið hans býður upp á. „Ég á mikið af góðum diskum, og í raun má segja að sumir þeirra séu betri en fljúgandi diskar,“ segir hann og hlær dátt. „Ég er mikið fyrir ljúfa harmonikkutóna. Svo er ég einlægur aðdáandi snillinga eins og Ragga Bjarna, Engelberts Humperdinck og Toms Jones. Ég fór að sjá Tom þegar hann hélt tónleika hér á landi og skemmti mér konunglega.“ Guðjón býr ásamt eiginkonu sinni í Hafnarfirði. Hann er að eigin sögn heims- borgari, enda kom hann víða við í starfi sínu sem flugmaður. „Ég bjó í tuttugu ár í Lúxem- borg, og hef auk þess búið í Alaska, Tókýó og Manchester í lengri eða skemmri tíma. Ég kunni vel við mig í Lúxemborg. Þar tala flestir ensku, en sjálfur lærði ég bara eina setningu í þýsku; Ich liebe dich,“ segir hann og brosir. Guðjón getur vonandi nýtt sér þýskukunn- áttuna á tíðum ferðum sínum um miðbæinn í sumar. kjartan@frettabladid.is Glymskratti góðviðrisdaganna B 747 Einkanúmerið á Benz-bifreið Guðjóns er stytting á Boeing 747. Guðjón er fyrrverandi flugstjóri og hafsjór af fróðleik og skemmtilegum sögum um flugtengd ævintýri. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Ljósasmiðjan JS er við fyrstu sýn eins og hvert annað verkstæði en þegar inn er komið er óhjákvæmi- legt að finna sálina sem umlykur allt. Á þessum árstíma eru þau mest að gera við sláttuvélar og aðrar smávélar, en á veturna hanna þau og smíða leiðiskrossa og jólastjörnur úr díóðuljósum. „Við finnum leið til að redda hlutunum. Fólk kemur kannski inn alveg í öngum sínum af því að það eru ekki til neinir varahlutir en þá verður maður bara að smíða sjálf- ur í þetta. Maður deyr ekki ráða- laus. Svo gengur kúnninn kannski út brosandi. Við leggjum ofur- áherslu á að kúnninn sé ánægður, hann er það dýrmætasta sem til er,“ segir Sigurður Arnet Vil- hjálmsson, annar tveggja eigenda fyrirtækisins. „Við gerum að minnsta kosti alltaf okkar besta til að bjarga hlutunum. Þetta er líka þrjóska. Maður vill ekki gefast upp. Svo er maður kannski fjóra eða fimm tíma að gera við vél en getur ekki rukkað nema fyrir tvo.“ Viðhorf starfsmannanna er af gamla skólanum og þeir bera virð- ingu fyrir hlutum. „Það er rosa- lega ríkt í Íslendingum að henda hlutum. Við grátum það að þurfa að henda einhverju sem má gera við en við erum náttúrlega orðnir gamlir kallar.“ gudmundure@frettabladid.is Síðustu leifar gamla tímans HRESSIR STARFSMENN En jafnframt ráðagóðir, lúsiðnir og heiðarlegir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Samt sáttur „Í ljósi alls þessa er ég ekki viss um að ég hefði hætt í pólitíkinni nákvæmlega á þessum tíma, ef ég hefði ekki veikst. Samt er ég fullkom- lega sáttur við að hafa hætt.“ DAVÍÐ ODDSSON UM VEIKINDI SÍN OG TENGSL ÞEIRRA VIÐ ÞÁ ÁKVÖRÐUN AÐ HÆTTA AFSKIPTUM AF PÓLITÍK. Heilbrigðismál, 12. júní 2008 Lélegir viðskiptavinir „Þeir eiga það sameiginlegt að vera ekki meðal okkar uppáhaldsviðskiptavina þeg- ar kemur að hárvörum, enda ekki með neitt hár.“ ÁSGEIR SVEINSSON, FRAM- KVÆMDASTJÓRI HALLDÓRS JÓNSSONAR, UM ÞÁ ÁKVÖRÐUN AÐ VELJA SKÖLLÓTTA FÓTBOLTAMENN Í HÁRVÖRUAUGLÝSINGU. Fréttablaðið, 12. júní 2008 „Þetta bensínverð er löngu orðið allt of hátt,“ segir Erpur Eyvindarson tónlistarmaður. „Ég fylli ekki á bílinn fyrir minna en 8.000 krónur, það er auðvitað fáránlegt.“ Hann segir eitt þó jákvætt við hækkandi eldsneytisverð. „Þá getur fólk af alvöru farið að tala um mun skynsamlegri orku- gjafa. Þá neyðast bílafyrirtækin til þess að fara fram í tímann og notast við orkugjafa eins og jarðgas, vetni eða rafmagn. Hann segist sjálfur þó lítið nota bíla og reynir að samnýta með vinum og kunningjum. „Það verður miklu betra fyrir umhverfið og fjárhag fólks þegar við förum að notast við aðra orkugjafa,“ bætir Erpur við að lokum. SJÓNARHÓLL HÆKKANDI ELDSNEYTISVERÐ Ýtir undir aðra orkunotkun ERPUR EYVINDARSON Tónlistarmaður Starfsgreinasamband Íslands Auglýsir Núna stendur yfi r póstatkvæðagreiðsla um samkomulag Starfsgreinasambands Íslands, f.h. aðildarfélaga sinna við fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs um breytingar á kjarasamningi aðila sem skrifað var undir 26. maí s.l.. Atkvæðisrétt eiga allir félagsmenn aðildarfélaga SGS sem vinna eftir þessum ríkissamningi og greiddu félagsgjöld til einhverra eftirtalinna félaga í apríl 2008: Efl ingar-stéttarfélags, Einingar-Iðju, Verkalýðsfélags Akraness, Stéttarfélags Vesturlands, Verkalýðs- félags Snæfellsbæjar, Verkalýðsfélagsins Stjörnunnar,Verkalýðsfélags Stykkishólms, Verkalýðsfélags Vestfi rðinga, Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur, Verkalýðsfélags Hrútfi rðinga, Stét- tarfélagsins Samstöðu, Öldunnar stéttarfélags, Framsýnar stéttarfélags, Afl s starfsgreinafélags, Verkalýðsfélags Suðurlands, Bárunnar stéttarfélagas, Drífandi stéttarfélags, Verkalýðs- og sjóman- nafélagsins Boðans, Verkalýðfélags Grindavíkur, Verkalýðs- og sjómannafélag Kefl avíkur og nágrennis og Verkalýðs- og sjómannafélags Sandgerðis. Kjörgögn og kynningarefni hefur verið sent út samkvæmt kjörskrá. Fái einnhver sem telur sig eiga atkvæðisrétt ekki send kjörgögn, getur viðkomandi snúið sér til skrif- stofu síns stéttarfélags, og fengið sig færðan á kjörskrá og greitt atkvæði, enda leggi viðkomandi fram launaseðil sem sanni afdregin félagsgjöld í apríl 2008. Tekið er við kjörskrárkærum samkvæmt framansögðu til kl. 12.00 föstudaginn 20. júní en þá lýkur atkvæðagreiðslu um samninginn. Reykjavík, 30. maí 2008. Kjörstjórn Starfsgreinasambands Íslands Sætúni 1 105 Reykjavík „Ég ligg nú bara og sleiki sólina hérna á Suðurlandinu, þar sem ég verð við útskrift mágkonu minnar úr Kennaraháskólanum. Ég ætla að nýta fríið til að slappa af og jafna mig eftir maraþon sem ég hljóp í Kaup- mannahöfn í maí. Ég er ákaflega stoltur af þessu maraþoni, sem ég hljóp með fleiri Norðfirðingum, bæði Hálfdáni Steinþórs- syni sjónvarpsstjörnu og Birni Magnússyni, lækni og tengdapabba Hálfdáns,“ segir Guðmundur Rafnkell Gíslason, sem alltaf hefur mörg járn í eldinum. Hann er forseti bæjarstjórnar í Fjarðabyggð, framkvæmda- stjóri Gámaþjónustu Austurlands og liðs- maður hljómsveitarinnar Sú Ellen. „Það er mikið að frétta. Í fyrradag var skemmtilega ráðstefna undir heitinu Vor í Fjarðabyggð – Þankaþing, þar sem við fengum ráðuneytisstjóra og fleiri til að spá í framtíðina. Svo er ég líka á fullu í uppbyggingu í starfi mínu sem framkvæmdastjóri gámaþjónust- unnar. Við erum með skemmti- legt frum- kvöðlastarf í gangi hérna í samvinnu við Fjarðarál. Við hendum engu heldur endurvinnum og endurnýtum allt sem fellur til,“ segir Guðmundur. Hann segir öll sólóverkefni í tónlistinni vera í fríi þessa dagana en bætir við að Sú Ellen sé að vinna plötu í rólegheitunum. „Þetta kemur allt með kalda vatninu, hún kemur líklega á næsta ári en það kemur bara í ljós. Ég vil lítið gefa upp um plöt- una en það eina sem ég get sagt er að þemað verður í austfirsk- um anda.“ HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? GUÐMUNDUR R. GÍSLASON FORSETI BÆJARSTJÓRNAR Í FJARÐABYGGÐ Sú Ellen-plata kemur með kalda vatninu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.