Fréttablaðið - 13.06.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 13.06.2008, Blaðsíða 24
24 13. júní 2008 FÖSTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Vilhjálmur var maður nefndur, kardínáli af Sabína. Hann var uppi á þrettándu öld og sendur til Noregs 1247 til að krýna Hákon konung gamla. Þá voru þeir Þórður kakali og Gissur Þorvaldsson staddir við hirð konungs og fluttu mál sitt fyrir kardínálanum. Vilhjálmur af Sabína „kallaði það ósannlegt, að land það þjónaði eigi undir einhvern konung sem öll önnur í veröldinni“, eins og segir í Hákonar sögu. Þetta er algeng röksemd: Einn verður að gera eitthvað, af því að allir aðrir gera það. Röksemd Vilhjálms af Sabína er óspart notuð í umræðum um Evrópusambandið. Við þurfum að ganga í það, af því að allir aðrir eru í því. Nú er það að vísu svo, að tvær ríkustu þjóðir Evrópu eru ekki í Evrópusambandinu. Svisslendingar láta sig ekki dreyma um inngöngu, og aðild hefur tvisvar verið felld í þjóðar- atkvæðagreiðslum í Noregi. Ástæður Svisslendinga og Norðmanna til þess að standa utan Evrópusambandsins eru hinar sömu og Íslendinga. Þessar þjóðir hafa með samningum tryggt sér óhindraða aðild að mörkuðum Evrópuríkjanna, svo að engin nauður rekur þær inn í Evrópu- sambandið. Um leið vita þær, að þær yrðu vegna auðlegðar sinnar að bera feikilegan kostnað af aðild. Í mínum huga er röksemd Vilhjálms af Sabína nær því að vera rökvilla en sjálfstæð röksemd. Við þurftum ekki 1247 að þjóna undir konung, þótt allar aðrar þjóðir gerðu það. Ólán okkar þá var, að við vorum sjálfum okkur sundurþykk, svo að þjóðveldið brast. Eins þurfum við ekki nú að beygja okkur undir ráðamenn í Brussel, þótt flestar aðrar Evrópuþjóðir geri það. Spurningin nú er, hvaða brýna nauðsyn knýr okkur inn í ESB. Ég kem ekki auga á hana, þótt vitaskuld myndi aðild ekki merkja heimsendi, eins og dæmi Dana, Svía og Finna sýna. Meginröksemdin fyrir aðild er ógild. Hún er, að við þyrftum að hafa áhrif á þær ákvarðanir, sem okkur varða og teknar eru í Brussel. Hvort sem við værum í Evrópusambandinu eða ekki, myndum við lítil áhrif hafa á mikilvægar ákvarðanir stórþjóð- anna. Lítt er að marka kurteisis- hjal í Brussel við gesti, sem síðan hafa sjálfir hagsmuni af því heima fyrir að ýkja áhrif sín. Önnur meginröksemdin gegn aðild hefur þegar verið nefnd, sem er hinn mikli og óþarfi kostnaður. Hin meginröksemdin er líka gild: Við myndum afsala okkur yfirráð- um yfir fiskistofnum á Íslandsmið- um í hendur ráðamanna í Brussel. Það er afdráttarlaus og undantekn- ingarlaus stefna þeirra, staðfest í sáttmálum og óteljandi yfirlýsing- um, að auðlindir Evrópusambands- ríkjanna séu sameiginlegar. Við fengjum eflaust einkaaðgang að Íslandsmiðum í einhvern tíma, en sá aðgangur yrði fyrir náð Brussel- manna, ekki réttur okkar. Það, sem verra er: Evrópusambandið fylgir óhagkvæmri fiskveiðistefnu, sem hefur skilað vondum árangri. Sú röksemd, að Brussel-menn myndu vera samvinnuþýðir við okkur í samningum um sjávarút- vegsmál (sem er eflaust rétt), minnir raunar á málflutning Loðins lepps, sendimanns Noregs- konungs, sem hét Íslendingum 1280 miskunn konungs, ef þeir stæðu ekki á fornum rétti. Hvað sem því líður, eru lífskjör í víðum skilningi hin bestu í heimi á Íslandi samkvæmt mælingum Sameinuðu þjóðanna, sem nýlega voru kynntar. Þótt á móti blási um stund vegna hinnar alþjóðlegu fjármála- kreppu og þó minna en í mörgum grannlöndum, er ástæðulaust að hlaupa í fangið á Vilhjálmi af Sabína, Loðni lepp og sálufélögum þeirra. Sabína-rökvillan Evrópumál HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON Í DAG | SPOTTIÐÞ egar opnunartími veitingahúsa í miðbænum var lengd- ur á sínum tíma var tilgangurinn að leysa vandamál. Nú vilja sumir þrengja hann á nýjan leik til að leysa vanda. Til upprifjunar var vandamálið, þegar staðirnir máttu ekki hafa opið lengur en til þrjú um helgar, að allir gestir þustu út á götur miðbæjarins á nánast sama tíma. Leigubílafloti borgarinnar annaði því engan veginn að flytja allt þetta fólk til síns heima. Algjör skortur á almenningssamgöngum að næturlagi var ekki til að bæta ástandið. Bærinn fylltist af veglausu fólki, sem var sérstaklega bagalegt í vondu veðri að vetri til. Eins og allir þekkja sem hafa þurft að híma undir vegg í slyddu eða éli eftir leigubíl. Rýmri opnunartími átti sem sagt að verða til þess að gestir mið- bæjarins hyrfu úr bænum í smærri skömmtum jafnt og þétt fram undir morgun. Þessu til viðbótar var lengdum opnunartíma stefnt til höfuðs samkvæmum í heimahúsum eftir lokun skemmtistaða. Þá, eins og nú, voru fjölmargir enn í stuði klukkan þrjú að nóttu til og vildu ekki láta segja sér hvenær þeir ættu að hætta að skemmta sér. Þessi eftirpartí voru illa séð af nágrönnum gestgjafanna. Hver vill vera vakinn af værum blundi um miðja nótt við að græjurnar í íbúðinni við hliðina eru botnaðar og stigagangurinn undirlagður af fólki í leit að fjöri? Skiljanlega endaði slíkur gleðskapur gjarnan með því að lögreglan var kölluð til að skakka leikinn. Þessi einkasamkvæmi síðla nætur hurfu eins og dögg fyrir sólu þegar veitingastöðum var leyft að hafa opið áfram fram á morgun fyrir hina skemmtanaglöðu. Leigubílavandinn í miðbænum minnk- aði líka, þótt enn sé reyndar ansi langt í land með að samgöngur séu greiðar úr bænum að nóttu til um helgar. Það má því segja að árangurinn af lengdum opnunartíma hafi verið góður en þó ekki á öllum sviðum. Með rýmri opnunartíma sköpuðust ný vandamál, sem mögnuðust mjög þegar reykingabann á veitingahúsum gekk í gildi síðasta sumar. Umferðin í miðbænum að nóttu til stendur nú mun lengur yfir en þegar lokað var klukkan þrjú með tilheyrandi auknu ónæði fyrir þá sem eiga heima nálægt veitingahúsunum. Og eftir reykingabannið hefur gleðin í sumum tilvikum færst út á stétt. Dæmi eru um að hávaði fyrir utan veitingastað í miðbænum hafi mælst vel yfir hundrað desibel. Það er álíka og á góðum rokktónleikum. Borgaryfirvöld reyna nú að bregðast við þessari stöðu með því að skerða opnunartíma þeirra veitingahúsa sem eru í mestri nálægð við íbúðarbyggð. Það er skiljanleg og eðlileg aðgerð. Ef veitinga- menn geta ekki hagað rekstrinum öðruvísi en að óbyggilegt verði í næsta nágrenni við þá þarf auðvitað að skerast í leikinn. Viðkom- andi veitingamönnum er hins vegar ákveðin vorkunn. Segja má að þeir sitji í súpunni eftir þau mistök borgaryfirvalda að hafa í upp- hafi ekki sett stífari reglur um þá veitingastaði sem mega hafa opið fram á morgun. Þar efst á blaði hefði átt að vera ákveðin fjarlægð frá íbúðarbyggð. Almenn stytting opnunartíma er ekki lausnin. Slík aðgerð myndi bara vekja upp gömlu vandamálin. Það er hins vegar skynsamlegt að staðsetja veitingahús, sem geta ekki tryggt ákveðið næði, þar sem gleðskapurinn getur haft sinn gang án truflunar við aðra. Borgaryfirvöld og næturlífið: Hundrað desibel – helvíti eða stuð? JÓN KALDAL SKRIFAR Losið mig við hann! Össur Skarphéðinsson telur ekki að íslenskir valdsmenn hafi fyrirskipað aðför að Baugsmönnum. Þetta segir hann á vef sínum. Hann rifjar hins vegar upp söguna af Hinriki II Planta- genet Englandskonungi sem kallaði í hálfkæringi og ölæði eftir því að ein- hver losaði hann við erkibiskup- inn illviðráðanlega Thomas Beckett. Að því mæltu ruku skilyrtir skósveinar hans á dyr og börðu úr biskupnum líf- tóruna. „Í mínum huga er ein af niðurstöðum þessa máls sú, að dómskerfið virkar. Það er enginn íslenskur Planta- genet til sem getur með hvísli út í vindinn haft áhrif á niðurstöðu þess,“ skrifar Össur. Skilyrtir skósveinar Af þessum orðum iðnaðarráðherrans má hins vegar skilja að hann telji æðstu yfirmenn íslenskrar lögreglu og ákæruvalds vera svo háða smávægi- legum duttlungum yfirboðara sinna að þeir hlaupi til og hefji rannsóknir í hvert sinn sem valdhafarnir amast við þegnum sínum þegar á þá rennur æði. Misráðnar tilraunir skósveinanna til hlýðni skili bara ekki árangri. Það hlýtur að teljast alvarleg ávirðing úr ranni hæstvirts ráðherra. Burt úr skugganum Baugsmálið svokallaða er fleirum hugleikið. Þar á meðal Helgu Völu Helgadóttur, fyrrverandi bæjarstjóra- frú í Bolungarvík, sem biðlar til Jóns Ásgeirs Jóhannessonar að hann taki sig með til útlanda, nú þegar hann hafi skráð öll fyrirtæki sín í útlönd- um. Helga Vala vill ólm komast í lægra matvöruverð og á einhvern stað þar sem sólin skín lengur. Sér í lagi nú þar sem Jón Ásgeir hafi sýnt íslenskum stjórnvöldum sína stóru löngu töng og því verði skýjað fram á haust. stigur@frettabladid.is/ olav@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.