Fréttablaðið - 13.06.2008, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 13.06.2008, Blaðsíða 36
S em barn var Brynjúlfur, eða Billi eins og hann er kallaður, alltaf á þeysispani og var virkur í allri íþróttaiðkun. Þegar unglingsaldurinn gekk í garð sneri hann baki við íþróttunum og við tók fjögurra ára tímabil í viðjum fíkniefna. Hann var þó kannski ekki dæmigerður ungl- ingur í dópi, hann stundaði nám við Fjölbrautaskólann í Garða- bæ og var mjög virkur í félags- lífinu þótt minna hafi farið fyrir námsárangrinum. Þegar hann er spurður að því hvort hann hafi verið djúpt sokkinn segist hann hafa notað eitthvað á hverjum degi. „Ég bjó í foreldrahúsum og eitt það besta sem kom fyrir mig var þegar mamma henti mér út. Það var ákveðin vakning fyrir mig og þá sá ég að ég yrði að fara að gera eitthvað í mínum málum.“ Á þessum árum var hann forkólfur í nemendafélag- inu og það liggur í augum uppi að hann hefði ekki verið það ef það hefði verið á allra vitorði að hann væri í neyslu. „Ég náði að leyna þessu nokk- uð vel,“ segir hann en játar að það hafi verið erfitt að vera í þess- um feluleik. Þegar víman rann af honum opnuðust augu hans og í kjölfarið fór hann að skoða jóga- heimspekina og kínverska læknis- fræði en þetta tvennt gengur mikið út á lífsorkuna, hvernig eigi að virkja hana og nota. Hann byrjaði að æfa hnefaleika og not- aði jógaæfingar til að teygja á og smátt og smátt fór jógað að verða stærri og stærri þáttur í hans lífi. Þegar hann var búinn að vera edrú í ár gekk hann Laugaveg- inn til Þórsmerkur með vinum sínum. Strax á fyrsta degi fann hann hvað útiveran og hreyfing- in hafði góð áhrif. „Í þessari ferð fann ég sterkt fyrir því hvað lífs- orka er og það var gott að finna hvað ég var fullur af henni.“ Uppgötvaði jógað á Kripalu Þótt Billi hafi í raun verið búinn að taka U-beygju í lífinu þá byrj- uðu hlutirnir ekki að gerast fyrr en haustið 2002, þegar hann var 25 ára, en þá réði hann sig í sjálf- boðavinnu á Kripalu-jógasetrið í Massachusetts. „Þetta var rosa- lega kröftug reynsla. Ég vann í uppvaskinu fyrir fæði og húsnæði og gat sótt jógatíma, hugleiðslu og tekið þátt í því prógrammi sem í boði var þegar ég var ekki að vinna. Það má eiginlega segja að þetta hafi verið þriggja mánaða sálfræðiprógramm. Öll fæðan var lífræn og úr jurtaríkinu og á setr- inu var ekki drukkið neitt kaffi. Þótt ég sé ekki grænmetisæta þá var það auðvelt í þessu umhverfi þar sem allur matur var eldaður ofan í mig. Á þessum tíma fatt- aði ég jógafræðin fyrir alvöru.“ Lýsingarnar gætu hljómað eins og hann hafi verið í afplánun en hann þvertekur fyrir það en viður- kennir að þetta hafi verið erfitt á stundum. Sérstaklega um jólin þegar hann hugsaði um hamborg- arhrygg móður sinnar. Á kvöldin fór hann á fyrirlestra, í sánabað eða tók þátt í möntrusöng með hinum á Kripalu. Billa leiddist þó aldrei. Þegar hann er spurður að því hvaða áhrif þetta hafi haft á hann nefnir hann lífsorkuna. „Það tók mig alveg mánuð að fatta að ég væri þarna en eftir tvo mán- uði fór ég að finna sérstök áhrif af öllu jóganu og hreina matnum. Stundum labbaði ég út úr jógatím- um á daginn og mér leið stundum eins og ég væri í vímu. Það var þannig sem ég fattaði áhrifin en þau voru fyrst og fremst ofsa- lega góð líðan og í orðsins fyllstu merkingu labbaði ég stundum á veggi.“ Að hverju varstu að leita? „Ég veit það ekki. Mér fannst þetta bara spennandi og kannski var það ævin týraþráin sem dró mig þangað. Ég hugsaði með mér, af hverju ekki að prófa?“ Hann segir að vistin á Krip- alu hafi gjörbreytt hugsun hans á heilsurækt og í raun lífsvið- horfi almennt og í kjölfarið fór hann að meta lífið betur. „Þegar maður er á svona stað þar sem er engin afþreying þá gerir maður bara aðra hluti. Þarna kynntist ég mörgu fólki og auðvitað sjálfum mér í leiðinni. Það er líka mikil- vægt að tapa ekki húmornum. Að gera svona mikið jóga magnar upp allar tilfinningar, bæði þær góðu og líka þær erfiðu. Það er um að gera að hafa húmor fyrir því þegar maður fer í þunglyndi og fellir tár í koddann,“ segir hann og brosir. Eftir fjóra mánuði á Kripalu ætlaði Billi til Asíu, nánar tiltekið til Taílands þar sem hann langaði að stúdera þarlent nudd. Þar sem Kripalu er á austurströnd Banda- ríkjanna tók hann þá ákvörðun að fara yfir á vesturströndina og taka svo flug þangað til Taí- lands. Hann komst þó aldrei alla leið því í millitíðinni kynntist hann Guðna Gunnarssyni, föður Rope-jógafræðanna, og endaði á því að læra þau hjá honum. „Upp- haflega ætlaði ég bara að fá að vera hjá Guðna meðan ég var að AÐ MATI BILLA Besti tími dagsins: Kvöldin. Diskurinn í spilaranum: Elektro- sería frá erlendum plötusnúði. Uppáhaldsskyndibitinn: Búlluborg- ari og kaffisjeik. Mesta freistingin? Falleg kona. Besta lyktin: Valor, sem er blanda af ilmkjarnaolíum. Uppáhaldsdrykkurinn: Vatn (sér- staklega úr fjallalæk á hálendi Ís- lands!). Hefur þú eytt peningum í vitleysu? Hahaha, já, reglulega. Við hvað ertu hræddur? Get verið feiminn og er svolítið hræddur við það. Brynjúlfur Jónatansson hefur lent í margvíslegum ævintýrum þótt hann sé bara rétt rúmlega þrítugur. Á unglingsaldri leiddist hann út í daglega neyslu fíkniefna en eftir að hann kom sér á réttan kjöl fann hann lífsorkuna í jógafræðunum en hann er einn eftirsóttasti jógakennari landsins. Hann sagði Mörtu Maríu Jónasdóttur frá ævintýrum sínum og baráttunni við geðhvarfasýki 2. Lætur ekkert stoppa sig 8 • FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.