Fréttablaðið - 13.06.2008, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 13.06.2008, Blaðsíða 38
 13. JÚNÍ 2008 FÖSTUDAGUR2 ● fréttablaðið ● suðurland Á Úlfljótsvatni er útilífsmiðstöð sem skátarnir eiga og reka. Þar er fullkomin aðstaða fyrir tjald- stæðisgesti, samkomusalir og afþreying. Útileguaðstaðan á Úlfljótsvatni var upphaflega byggð í kringum skátana sem eiga og reka staðinn. Á seinni árum hefur hún verið stórlega bætt og opnuð almenningi, einstaklingum og fjölskyldum sem leið eiga um og líka stærri hópum. Hreiðar Oddsson er eðalskáti og öllum hnútum kunnugur á staðnum. „Sumir sem hingað koma vilja bara nota tjaldsvæðið og njóta útiverunnar eins og gengur. Aðrir þurfa aðstöðu fyrir hópa þar sem allir geta setið saman, til dæmis ef um ættarmót eða fyr- irtækishópa er að ræða. Við erum með stórt hús sem við köllum Strýtu sem tekið var í notkun 2005. Þar er 300 fermetra salur, ókyntur en með borðum og bekkjum,“ segir Hreiðar. Hann bætir við að einstaklingar á staðnum séu sérþjálfaðir í hópeflisvinnu ef áhugi sé fyrir henni. „Starfið hér er byggt upp af skátum og yfir sumar- ið erum við með 20 til 30 skáta hér í vinnu á hverjum degi,“ segir hann og bendir á að talsverðan mann- skap þurfi í vinnu við sumarbúðir skátanna sem starfræktar eru allt sumarið, auk þess sem sinna þurfi flennistóru útisvæði og þrifum á ferðaþjón- ustuhúsum. „Við erum með 28 salerni fyrir tjaldgesti og sturtu- aðstöðu sem fólk getur notað að vild, sér að kostnað- arlausu. Í sumar erum við að taka í notkun hús með þvottavélum og þurrkara. Þar er líka lítill salur ef fólk þarf að komast inn vegna veðurs eða annars. Núna áðan kom til dæmis helliskúr!“ Meðal þess sem una má sér við á Úlfljótsvatni er að sigla því skátarnir eru með bátaleigu. Hreiðar segir líka töluverða veiði í vatninu og að veiðileyfi fylgi með í tjaldstæðagjaldinu svo hægt sé að vera á bakk- anum og dorga. Klifurturn og vatnsþrautabraut eru meðal afþrey- ingartækja fyrir unglinga og eldri og nú er verið að bæta við leiktækjum fyrir yngstu börnin, að sögn Hreiðars. En eru engin skátamót framundan á svæð- inu? „Jú, við erum með mót núna um helgina fyrir yngstu skáta landsins, sem eru 8 til 9 ára,“ svarar Hreiðar og segir langt frá því að tölvuleikirnir hafi gengið að skátahreyfingunni dauðri. „Hingað koma börn aftur og aftur,“ segir hann. „Við finnum vel að þau eru fegin að losna undan tölvunni og því áreiti sem henni fylgir og komast út í náttúruna að leika sér.“ - gun Hreiðar er forstöðumaður sumarbúða skáta á Úlfljótsvatni og þekkir líka vel til starfsemi Útilífsmiðstöðvarinnar. MYNDIR/BALDUR ÁRNASON Gaman að bregða sér í róður út á vatnið þegar veður er gott. Tjaldsvæðið er eitt hið fullkomnasta á landinu. Alltaf fjör á Úlfljótsvatni Ferðaþjónustan Útihlíð rekur flottan níu holu, par 35 golfvöll í Útihlíð, sem hannaður er af Gísla Sigurðssyni, fyrrverandi lands- liðsmanni í flokki öldunga í golfi. Golfvöllurinn, sem kallast Úthlíðar völlur, er hafður opinn frá seinni hluta maímánaðar og fram á haust eins lengi og veður leyfir. Hann hentar bæði vönum og óvön- um spilurum, en algengt er að fyr- irtæki og stofnanir haldi þar golf- mót. Hópar geta fengið tilboð í golfmót og grillveislu á svæðinu. Þá geta þeir sem eru í sumarhús- um í Úthlíð leigt vikukort á golf- völlinn. Þar er æfingarsvæði þar sem hægt er að æfa sveifluna, auk þess sem golfkennsla er í boði. Vallargjöldin eru greidd á veit- ingastaðnum Réttinni eða í Hlíðar- laug. Ef þar er lokað er völlurinn einnig lokaður öllum nema með- limum Golfklúbbs Útihlíðar. Alls kyns golfvörur fást í Réttinni, svo sem kúlur og tí, og hægt að leigja golfsett, kerrur og golfbíla. - mmr Stutt úr bústaðnum á golfvöllinn Kylfingar ræða málin við eina hindrunina á vellinum í Úthlíð. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ferðaþjónustan Völlum opnaði nýlega gistihús í Mýrdalshreppi sem verður opið allt árið um kring. Gistihúsið er við Pétursey go tekur tuttugu manns í rúm . Hægt er að velja á milli tveggja og þriggja manna herbergja með sér- snyrtingu eða sameiginlegri. Matsalur er í gistihúsinu þar sem boðið er upp á morgunverðar- og kvöldverðarhlaðborð. „Það er líka alltaf hægt að kíkja til okkar í kaffisopa,“ segir forstöðukonan, Sig- urbjörg Gyða Tracy, sem á og rekur gistihúsið ásamt eiginmanni sínum, Einari Einarssyni. Húsnæðið sem gistiheimilið er í var upphaflega útihús sem hjón- in byggðu 1986, en ákváðu að breyta og nýta sem gistihús. „Síðasta haust byggðum við svo sjálfstæða einingu við húsið sem nú er mat- salur, eldhús og móttaka,“ segir Sigurbjörg. Eitt og hálft ár tók að koma gistiheimilinu á fót en við hönnun þess fengu hjónin hjálp úr óvæntri átt. „Hjá okkur var þýskur ljós- myndari sem heyrði af þessari hugmynd okkar að opna gistihús. Honum leist svo vel á að hann hafði samband við vin sinn sem er arkitekt. Sá kom frá Þýskalandi til Íslands til að hjálpa við undir- búning og bjó hjá okkur í viku. Við unnum úr hugmyndum okkar í sameiningu og hann gaf okkur alla vinnu sína og teikningar,“ segir Sigurbjörg. Hjónin þekkja vel til ferðaiðnaðarins, þar sem þau hafa leigt út tvö sumarhús á svæðinu frá árinu 2000 og gera enn. Fimm manns geta gist í hvoru húsi og er þeim boðið upp á sams konar þjónustu og í gistihúsinu. „Hægt er að fá uppbúin rúm, þrif, kvöld- og morg- unverð. Við viljum gera þetta eins þægilegt og hægt er fyrir gesti,“ segir Sigurbjörg og bætir við að þau hafi ákveðið að stækka við sig vegna aukinnar eftirspurnar, en mikill straumur íslenskra og er- lenda ferðamanna hefur verið til þeirra undanfarin ár. Enda mikil náttúrufegurð og nóga afþreyingu að hafa og má þar meðal annars nefna hestaleigu sem hjónin reka samhliða gistihúsinu. - kka Ferðamaður teiknaði húsið Gistiheimilið er við Pétursey í Mýrdal. Ferða-, menningar- og æskulýðsnefnd Hrunamannahrepps verð- ur með skemmtilegar og fróðlegar gönguferðir í sumar. Yfirleitt er ekki nauðsynlegt að panta pláss og ókeypis er í ferðirnar. Þetta er sjöunda sumarið sem boðið er upp á þær og reynt er að höfða til sem flestra með því að hafa þær langar og stuttar, erfiðar og létt- ar. Í öllum ferðum er fólki boðið upp á að skoða markverða staði og eru það yfirleitt heimamenn sem leiða gesti um svæðið. Sem dæmi má nefna ferð sem farin verður 10. júlí klukkan 20. Lagt verður af stað frá kirkjustaðnum Hruna og þaðan farið að Hrunalaug. Geng- ið á Galtafell, en þaðan er útsýni mikið ef veður er gott. Þá er hald- ið eftir fellinu og fundin niðurganga austan megin þar sem Stóra- Laxá rennur. Stuðlabergið í Hólahnjúkum verður skoðað og endað við kirkjuna í Hrepphólum. Áætlaður göngutími eru fjórar klukku- stundir og fararstjóri séra Eiríkur Jóhannsson prestur í Hruna. Einnig er hægt að fara á eigin vegum og þá eru merktar göngu- leiðir til dæmis á Miðfell og Högnastaðaás en einnig eru skemmti- legar leiðir á Skipholtsfjall og Langholt. Nánari upplýsingar um ferðirnar er hægt að nálgast á slóðinni www.fludir.is. -stp Hreyfing í Hrunamannahreppi Ferða-, menningar- og æskulýðsnefnd Hrunamannahrepps býður meðal annars upp á dagsgöngu um Stóru-Laxárgljúfur, sem er eina ferðin á þeirra vegum sem þarf að panta í. MYND/MAGGA S. BRYNJÓLFSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.