Fréttablaðið - 13.06.2008, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 13.06.2008, Blaðsíða 40
 13. JÚNÍ 2008 FÖSTUDAGUR4 ● fréttablaðið ● suðurland Álnavörubúðin í Hveragerði er nokkurs konar ævintýraland og eins gott að ætla sér tíma í heimsókn þangað. „Hér koma ótrúlegustu hlutir í ljós þegar farið er að gramsa. Sjálf var ég stöðugt að rekast á eitthvað sem kom mér á óvart fyrst eftir að ég byrjaði,“ segir Dórótea Gunnars- dóttir glaðlega. Hún er verslunar- stjóri Álnavörubúðarinnar og tók við í lok síðasta árs. Ýmsu hefur verið breytt en búðin heldur samt sínum sjarma. „Ég var svolítið hrædd við þetta fyrst en það var óþarft því það er búið að vera vitlaust að gera,“ segir Dórótea sem lenti í því að rör spakk undir búðinni í lok febrúar og mikið vatn flæddi inn. Eftir það var upp- röðun breytt. Dórótea bendir samt á að stærðin sé sú sama og áður, um 500 fermetrar, allt troðið af vörum og úrvalið enn jafn fjölbreytt. Allt frá krumpugöllum níuna áratug- arins til nýjustu tísku. Fatnaður er fyrir allan aldur, allt frá ungabörn- um til eldra fólks og Dórótea kveðst reyna að þjónusta líka þá sem eru stærri og meiri um sig en gengur og gerist og nefnir fjölmörg XL og skóstærð upp í 50. „Þessi verslun hefur eigin- lega selt allt nema matvöru,“ segir hún. „Það fylgir sögunni að hér hafi fengist bílavarahlutir og heitir pottar en þannig er það ekki núna. Samt dúkka hér upp hlutir eins og Útvegsspilið og alls konar forvitnilegt dót þegar vel er að gáð. Eins og nafnið bendir til er álnavaran aðalsmerki búðarinn- ar enda segir Dórótea hönnuði og skólafólk í saumahugleiðingum mikið sækja þangað. Ekki spillir verðið sem á sumum ströngum er allt að fimmtán ára gamalt. Sjálf býr Dórótea við Elliðavatn og ekur á milli daglega. Hún segir taka styttri tíma að komast í vinn- una í Hveragerði en ef hún byggi niðri í bæ. Auk þess finnst henni miklu skemmtilegra að stunda verslunarrekstur fyrir austan fjall. „Ég hef verið með búð í bænum og það er bara leiðinlegt. Hér slakar fólk á og segir mér sögur enda býð ég upp á kaffi og meðlæti. Þetta er eins og félagsmiðstöð.“ - gun Eins og félagsmiðstöð Dóróteu finnst gaman að vinna í Álnavörubúðinni. MYND/KRISTBJÖRG ERLA HREINSDÓTTIR Álnavörubúðin hefur breytt um svip en heldur þó sínum sjarma. Tölurnar eru töluvert margar. Ef fólk á leið framhjá Laugarvatni þá er upplagt að skella sér í siglingu á vatninu. Hægt er að leigja báta af ýmsum stærðum og gerðum og býður Gistiheimilið Laugarvatn upp á bátana. Í boði eru fjögurra manna árabátar, tveggja manna hjólabátar og síðan kajakar fyrir börn og unglinga. Hægt er að fara á vatnið svo lengi sem rok er ekki mikið en veðurfar er metið hverju sinni. Vatnið er hættulaust og nánast nógu grunnt til að vaða yfir. Á sól- ardögum er gaman að synda í vatninu og fólk getur einnig gripið veiðistöngina með sér í bátinn enda mikið af silungi. Bátaleiguna er að finna við Laugarvatn, við hliðina á gufubaðinu og fyrir neðan héraðsskólann. Leigan verður opin frá klukkan 13 til 17 alla daga en opnunartími lengist þegar líða tekur á sumarið. Ef fólk kemur á öðrum tímum en ofangreindum þá er alltaf hægt að hringja í eigendur í síma 486-1215 eða 899-5409 sem eru boðnir og búnir að opna leiguna fyrir fólki. Siglt á Laugarvatni Hægt er að fara á vatnið á meðan veður leyfir. MYND/RÚNAR GUNNARSSON Alls kyns bátar eru í boði, meðal annars kajakar. MYND/RÚNAR GUNNARSSON SUMARIÐ ER KOMIÐ www.uthlid.is / 6995500 / uthlid@uthlid.is Orlofshús Heitir pottar Ágæt aðstaða Fallegt útsýni Tjaldstæði Rafmagn Aðstaða fyrir hópa og ættarmót Útivist Fallegar gönguleiðir Sögufrægir staðir Úthlíðarkirkja Brúðkaup, ferming, skírn Golfvöllur 9 holur Réttin - sportbar Sportbar og grill EM í beinni á skjánum Dansleikir Fylgist með dagskránni á www.uthlid.is Hestaleiga Barnahestar Hlíðalaug Opin alla daga kl 11-17 Sundlaug Heitir pottar Verslun Sjoppa Bensínstöð Verið velkomin!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.