Fréttablaðið - 13.06.2008, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 13.06.2008, Blaðsíða 66
26 13. júní 2008 FÖSTUDAGUR UMRÆÐAN Elín Hallgrímsdóttir skrifar um leikskóla- mál á Akureyri Hlynur Hallson, varafulltrúi VG í skólanefnd Akureyrar- bæjar, hefur haldið uppi ómálefnalegri umræðu í fjölmiðlum um að leikskólapláss á leikskólanum Hólmasól kosti meira fyrir bæjarfélagið en pláss á öðrum leikskólum bæjarins. Það merkilega við þennan mál- flutning er að á sama skólanefndar- fundi og Hlynur lagði fram bókun þar að lútandi var lagt fram yfirlit yfir rekstur leikskólanna fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins. Í því kemur skýrt fram að rekstur leik- skólanna, þar með Hólmasólar, er innan ramma fjárhagsáætlunar. Samkvæmt samningi sem gerður var við Hjallastefnuna ehf. í desem- ber 2005 um rekstur leikskólans Hólmasólar gildir gjaldskrá leik- skóla Akureyrarbæjar þar. Hlyni er tíðrætt um aukagreiðsl- ur. Ef foreldrar velja að greiða í foreldrafélagið borga þeir 500 kr. á mánuði í 11 mánuði á ári og eins ef þeir velja að greiða inn á sérstaka myndasíðu barna sinna þá borga þeir sömu upphæð fyrir þann aðgang. Allar aðrar greiðslur eru tilfallandi vegna lengri vistunar, fatakaupa eða annars sem foreldr- ar einnig velja. Því er fullyrðing Hlyns um að foreldrar þurfi að greiða 1.900 kr. á mánuði aukalega röng. Leikskólinn Hólmasól er rekinn fyrir ákveðna samningsupphæð á hverju ári og er 20% hennar bund- in við neysluvísitölu. Inni í þeirri upphæð er allur tilfallandi kostnað- ur, t.d. vegna forfalla, sérfræði- þjónustu, skrifstofu- kostnaður og afskrifaðra leikskóla- gjalda. Þegar rekstrar- kostnaður Hólmasólar er borinn saman við aðra leikskóla sem bær- inn rekur að teknu til- liti til fjölda leikskóla- kennara er hvert pláss þar ekki dýrara en á öðrum leikskólum bæjar ins. Fjárhags- áætlanir leikskóla Akureyrarbæjar eru teknar til endur skoðunar á hverju ári og mikil frávik hjá leikskólum bæjar- ins þá metin og bætt í reksturinn ef þannig stendur á. Einnig er það svo að ef rekstur leikskóla fer fram úr fjárhagsáætlun, t.d. vegna mikils forfallakostnaðar, ber Akureyrar- bær þann kostnað. Slíkt á ekki við um þátttöku bæjarins í rekstri Hólmasólar. Fullyrðingar Hlyns um að leikskólum Akureyrarbæjar sé mismunað fjárhagslega eru því einfaldlega rangar. Það er líka rangt sem Hlynur heldur fram, að sjálfstæðismenn telji að úthýsing muni bjarga öllu. Hið rétta er að sjálfstæðismenn leggja áherslu á að efla frelsi, sjálf- stæði, frumkvæði og fjölbreytni eins og t.d. birtist í Hjallastefnunni. Auk þess sem þar hefur verið sýnt fram á góðan árangur í rekstri. Þannig var samningurinn við Mar- gréti Pálu Ólafsdóttur, fram- kvæmdastjóra Hjallastefnunnar, gerður til að auka fjölbreytni í leik- skólastarfsemi í bænum. Margrét Pála hefur skapað nýja valmögu- leika í skólastarfi sem er full ástæða til að styðja við og aðeins af hinu góða að opinberir skólar nýti sér það sem slíkir frumkvöðlar hafa skapað. Höfundur er formaður skóla- nefndar Akureyrarbæjar. Fjölbreytni og val Eftir Halldór Halldórsson Umræða um Evrópusambandið hefur aukist undanfarin misseri í takt við niðursveiflu efnahagslífsins hér á landi. Þeim, sem lengi hafa verið sannfærðir um ágæti þess að ganga í ESB, hefur vaxið ásmegin í umræðunni og halda því fram að ástandið væri betra ef Ísland væri inni. Þótt á sumum megi skilja að nú sé umræða um ESB að hefjast er það rangt. Umræða um ESB hefur verið í langan tíma og einkennst stundum af trúarhita með eða á móti. Miðstýring og fjarlægð Kostirnir við Evrópusambandið eru þeir að þetta er viðskiptasamband flestra landa í Evrópu, þetta er upphaflega samband um að skapa frið milli landa og ESB jafnar út lífsgæðum þannig að það er eftir sóknarvert fyrir fátækari lönd Evrópu að komast þarna inn. Þessi fátækari lönd eru flest í fyrrum A- Evrópu þannig að um leið er eftirsóknarvert að komast í ESB til að vera í bandalagi sem veitir þeim öryggistilfinningu því þau óttast yfirgang Rússa og sagan sýnir að sá ótti er ekki að ástæðulausu. Gallarnir við ESB eru þeir að ákvarðanataka er að mjög mörgu leyti fjarri þjóðþingum og ríkis- stjórnum aðildarlandanna. ESB er miðstýrt apparat sem fjarlægist íbúa þjóðlandanna því meira sem miðstýringin eykst. Í sumum málefnum hafa aðildarlöndin ekkert að segja heldur er ákvarð- anatakan hjá ESB. Vissulega eiga aðildarlöndin sína fulltrúa innan kerfisins en það gefur auga leið að þeirra áhrif eru ekki slík að vilji þeirra ríkisstjórna og þjóðþinga nái allur fram að ganga. Kostir og gallar fylgja EES samningnum. Þó virðist manni að kostirnir séu fleiri vegna þess að við sem þjóð ráðum yfir okkar auðlindum. Sjávarútveginum er stjórnað hér heima en ekki af ESB. Nú segir einhver að sjávarútvegur- inn geti ekki verið í verri stöðu þó honum væri stjórnað af ESB. Svarið við því er einfaldlega að viðkomandi þurfi þá að kynna sér sjávarútveg innan ESB landanna og afstöðu sjómanna í aðildarlöndun- um til þeirrar stjórnunar. Íslenskur sjávarútvegur kemur, þrátt fyrir allt, betur út í þeim samanburði. Náin tengsl Íslands og ESB Það á ekki að hafna aðild Íslands að ESB fyrirfram þrátt fyrir ýmsa galla sem fylgja aðild. Við erum mjög tengd ESB í gegnum EES samninginn og tökum þátt í verkefn- um sem við höfum aðgang að. Þá er íslenska ríkið og hagsmunaaðilar með starfsemi í Brussel til þess að gæta hags- muna gagnvart Evrópusambands- kerfinu. Samband íslenskra sveitarfélaga opnaði einmitt skrifstofu í Brussel haustið 2006 í þeim tilgangi að gæta betur hagsmuna sveitarfélaganna á Íslandi. Okkar lóð eru létt á vogarskál ESB en í samstarfi við aðrar þjóðir innan EES komum við upplýsingum á framfæri og höfum þannig áhrif á mál. Það er eðlilegt að velta upp kostum og göllum við hugsanlega Evrópusambandsaðild með því að skipuleggja aðildarviðræður sem þjóðin geti svo tekið afstöðu til í atkvæðagreiðslu. Þessir hlutir gerast ekki umsvifalaust enda engin lausn í því að hraða málum þó núna sé verulegur mótbyr í efnahagsmálum. Stærsta málið núna er að takast á við þau með þeim tækjum sem við höfum til þess enda er Ísland ekki eina landið sem tekst á við efnahagsvandamál. Evrópuþjóðirnar eru í slíkri stöðu líka. Smæð markaðarins hér á landi, sérstök samsetning hlutabréfa- markaðarins, sem er að mestu leyti fjármálafyrirtæki á markaði og mikill innflutningur vegna stórra fjárfestinga gera það að verkum að sveiflurnar eru meiri hérna. Um leið og við tökumst á við efnahagsmálin eigum við að gera ráðstafanir með það að markmiði að geta tekið ákvörðun um aðildarumsókn eftir næstu alþingiskosningar. Þá þarf að vera búið að undirbúa málið það vel að þjóðin geti tekið afstöðu til þess hvort ESB aðild er valkostur. Aðeins þannig geta efasemdarmenn um ESB aðild, eins og undirritaður, sannfærst endan- lega um það hvort hún hentar íslenskri þjóð eða ekki. Höfundur er formaður Sam- bands íslenskra sveitarfélaga. Ákvörðun um aðild eftir kosningar ELÍN MARGRÉT HALLGRÍMSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.