Fréttablaðið - 13.06.2008, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 13.06.2008, Blaðsíða 86
46 13. júní 2008 FÖSTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT 2. án, 6. í röð, 8. þrí, 9. hlé, 11. tví- hljóði, 12. fáni, 14. hlemmur, 16. fisk, 17. sníkjudýr, 18. léreft, 20. óhrein- indi, 21. harla. LÓÐRÉTT 1. helminguð, 3. tveir eins, 4. mergð, 5. tala, 7. brjóstverja, 10. mál, 13. hlaup, 15. stefna, 16. spíra, 19. átt. LAUSN LÁRÉTT: 2. utan, 6. áb, 8. trí, 9. lot, 11. au, 12. flagg, 14. hleri, 16. ál, 17. lús, 18. lín, 20. im, 21. afar. LÓÐRÉTT: 1. hálf, 3. tt, 4. aragrúi, 5. níu, 7. bolhlíf, 10. tal, 13. gel, 15. ismi, 16. ála, 19. na. Netfyrirtækið AVK hefur tekið til sölu æði merkilegt tæki sem hefur slegið í gegn um allan heim. Hjá körlum. Þetta er hið svokallaða Fleshlight eða sjálfróunarmúffa. Fyrir hina viðkvæmu sem eflaust rekur í rogastans skal bent á að þetta hefur verið eitt vinsælasta hjálpartæki ástarlífsins fyrir karl- menn í heiminum undanfarin ár en verið ófáanlegt hér á landi. Þar til nú. Talað hefur verið um nýtt æði og líkt við byltingu á borð við innkomu eggsins fyrir konur. „Þær hafa getað nálgast sín hjálpar tæki í gegnum verslanir á höfuðborgarsvæðinu en karlmenn hafa átt í stökustu vandræðum með að kaupa sér hjálpartæki fyrir prívatnotkun,“ segir Ágúst Smári Beaumont, talsmaður AVK. AVK byrjaði að selja tækið fyrir tíu dögum og þegar hafa fimmtíu pantanir borist frá áhugasömum karlmönnum. Athygli hefur vakið að tækinu var gefið íslenskt heiti, rétt eins og þegar víbrator var nefndur titrari. Ágúst segir fyrir- tækið hafa leitað til Orðabókar Háskóla Íslands eftir aðstoð við nýyrðið. „Þetta var þeirra tillaga. Múffa er eitthvað sem maður setur eitthvað inn í þannig að sú nafngift passaði vel við vöruna,“ útskýrir Ágúst. Jafnframt þykir eftirtektarvert hversu vönduð heimasíða vörunnar er, hversu lítið klámfengin hún er þrátt fyrir eðli vörunnar. Þannig eru til að mynda allar upplýsingar á íslensku og öll kynningarmyndbönd eru með íslenskum texta. „Við vildum nota íslenskt mál. Þó að við Íslend- ingar séum vel menntaðir þá er ekkert sjálfgefið að allir kunni ensku upp á tíu og þegar menn kaupa sér svona hluti vilja þeir auðvitað vera hundrað prósent vissir um hvað þetta er,“ útskýrir Ágúst, sem þvertekur fyrir að kaupendur tækisins séu bara ein- mana, miðaldra karlar. „Okkar viðskiptavinir eru á öllum aldri en við höfum samt sem áður haft þá reglu að selja ekki þessa vöru til karla yngri en átján ára.“ Fyrrverandi lögreglumaður á heiðurinn af Fleshlight en hann fékk þessa flugu í hausinn þegar hann og eiginkonan áttu í erfið- leikum með samlíf sökum barn- eigna. Hann fékk einkaleyfi fyrir sjálfsfróunarmúffunni fyrir tíu árum ef marka má wikipediu-vef- síðuna. AVK er mikið fjölskyldufyrir- tæki en móðir Ágústs og fyrrver- andi eiginmaður hennar eiga það. Sjálfur starfar hann sem talsmað- ur þess og þykir lítið tiltökumál að koma fram undir nafni og mynd þótt einhverjir setji eflaust spurn- ingarmerki við starfsemina og þyki það „sóðalegt“. „Við erum ekkert í neinum feluleik enda hafa viðbrögðin við vörunni verið svo jákvæð að við höfum ekkert til að skammast okkur fyrir.“ freyrgigja@frettabladid.is ÁGÚST SMÁRI: SJÁLFSFRÓUNARMÚFFAN RÝKUR ÚT Íslenskir karlmenn fá loks hjálpartæki fyrir ástarlífið STOLTUR AF TÆKINU Ágúst Smári segist ekki hafa neinu ástæðu til að fela sig á bak við eitthvert fyrirtækjanafn. Hann sé stoltur af sjálfsfróunarmúffunni sem nú fæst loksins á Íslandi, í gegnum heima- síðuna Fleshlight.is. MÚFFAN Fleshlight-heitið er dregið af flashlight eða vasaljósinu góða. Umbúðirnar bera það því ekki með sér að þarna sé um að ræða hjálpartæki fyrir karlmenn. HVAÐ VAR ÉG AÐ SPÁ? „Ég held með Össuri Skarphéð- inssyni. Kynlíf urriða er meira heillandi en kynjasögur Davíðs.” Mikael Torfason, spurður um uppáhalds stjórnmálamann í spurningadálki í DV, desember 1997. „Ég hlýt að hafa verið að reyna að sleikja mig upp við ritstjórann minn. Ég get ekki ímyndað mér að ég hafi verið svo vitlaus að halda með Össuri,“ segir Mikael nú. „Þetta er ekkert alvarlegt og verið að dramatísera út úr öllu korti,“ segir Jakob Frímann Magnússon miðborgarstjóri. Fréttablaðið hefur að undan- förnu fjallað um krytur milli kráar eigenda og miðborgarbúa sem leitt hafa til þess að borgar- yfirvöld hafa gert Ölstofunni og Vegamótum að stytta afgreiðslu- tíma sinn um helgar. Jakob segir þetta ekki alveg svo að verið sé að beita hörku eða skilyrðislaus- um boðum og bönnum. „Það er ekki minn tebolli. Þeir hafa þenn- an takka í hendi sér og málið er í eðlilegu áfrýjunarferli. Lagist ástandið verður það endurskoð- að,“ segir Jakob. Hann segir að mæta verði manneklu lögregl- unnar með öðrum hætti, sam- stilltu átaki því taka verði tillit til þeirra sem reyna að festa svefn í hverfunum þar sem veitingastað- irnir eru. „Það er lykillinn að þessu. Ég er mjög stoltur af 101. Eitt best heppnaða og frægasta skemmti- hverfi í allri Evrópu. Við skulum standa vörð um þann orðstír. En þetta kallar á fínstillingu. Bassa- riðin þurfa örlitla fínstillingu og þá held ég að allir muni taka gleði sína á ný: Bæði gleðimenn og þeir sem vilja sofa.“ Borið hefur á því að það andi köldu milli Stefáns Eiríkssonar lögreglustjóra og veitingamanna. Þannig hefur Kormákur Geir- harðsson, vert á Ölstofunni, sagt það draum Stefáns að veitinga- stöðum sé lokað á milli eitt og tvö. Stefán sagði svo sjálfur í blaðinu í gær að hann hefði lagt það til í ræðu og riti að menn skoðuðu afgreiðslutíma með til- liti til öryggissjónarmiða. Jakob segist ekki hafa orðið var við það að Stefán sé óbilgjarn boða- og bannasinni heldur þvert á móti víðsýnn. „Ég hef ekki heyrt neitt slíkt úr hans munni heldur upplifað hann sem umburðarlyndan og víðsýn- an, góðan og gegnan lögreglu- stjóra. Reykvíkingar hafa aldrei komist nær því að eignast Bastían bæjarfógeta en í þessum lög- reglustjóra.“ - jbg Jakob vill fínstilla bassann MIÐBORGARSTJÓRI Ef tekst að fínstilla bassariðin taka gleðimenn og þeir sem vilja sofa gleði sína á ný. Bergur Ebbi Benediktsson, gítar- leikari og söngvari Sprengjuhall- arinnar, hyggst gefa Kattholti 50 þúsund krónur. Bergur er einn fimm gestaritstjóra Grapevine sem fengnir voru til að ritstýra afmælisútgáfu tímartisins. Þeim var jafnframt úthlutað fimmtíu þúsund krónum sem þeir gátu gefið til styrktar góðu málefni. Tónlistar- maðurinn valdi Kattholt. Fréttablaðið greindi frá hrika- legu ástandi í Kattholti í síðustu viku en þá höfðu 52 óskilakisur borist þangað í maímánuði. Að frá- töldum öllum kettlingum. Alls eru um 132 óskilakisur í Kattholti um þessar mundir, en Sigríður Heið- berg, formaður Kattholts, sagði maímánuðinn þann svartasta í sögu Kattholts. Ef ekki yrði gripið til einhverra aðgerða gæti allt farið úr böndunum. Frásögnin í Frétta- blaðinu snerti marga og nú þegar hafa tíu óskilakisur fengið ný heim- ili. Töluverð vakning hefur orðið í umfjöllun um málefni katta eftir að Fréttablaðið hóf að segja frá misgóðri meðferð á þessum dýrum. Á vef Skessuhorns var frásögn af Rakel Þorsteinsdótt- ur, ellefu ára stúlku, sem fann kettlinga í svörtum plastpoka niður við Breiðina í Borgarnesi. Hún bjargaði lífi eins þeirra með því að stinga honum inn í peysuna sína. Á vef Víkurfrétta er síðan greint frá sérstöku átaki í Reykjanesbæ hvað kattahald varðar, en á hverjum degi er að meðal- tali einum ketti lógað í bænum. - fgg Poppari styrkir Kattholt KETTLINGARNIR Unnið er að því að koma þessum fjórum kettlingum í fóstur. STYRKIR KATTHOLT Bergi Ebba fannst sínum fimmtíu þús- und krónum best varið í Kattholt. Áhangendur FH, Mafían, eru skömmustulegir eftir snautlega frammi- stöðu í Krikanum. FH- ingar sigruðu Fjölni glæsilega þrátt fyrir að hafa leikið einum manni færri megnið af leiknum. En á pöllunum gersigruðu Grafarvogs- búar. Á vef FH sendi húmoristinn Tryggvi Guðmundsson stuðnings- mönnunum ádrepu og sagðist lítið hafa heyrt í Mafíunni en þeim mun fleiri ókvæðisorð frá Fjölnis-bullum sem kölluð Tryggva til dæmis typpa- haus og vísuðu til skallans sem Tryggvi ber stoltur. En Tryggvi kaus að skilja orð Fjölnismanna sem svo að þeir væru í raun að segja að hann væri kóngurinn. Í gær mátti lesa ansi misvís- andi gagnrýni um tónleika Whitesnake í Höllinni. Á meðan aðrir voru yfir sig ánægðir fór Arnar Eggert Thorodd- sen á Mogganum hörðum orðum um Coverdale og hrein- lega jarðaði hann í einnar stjörnu dómi. Harðir þungarokkarar landsins létu Arnar ekki komast upp með dóminn og mótmæltu hástöfum meðferðinni á sínum manni. Skömmunum hreinlega rigndi yfir Arnar í gær og svo sem ekki í fyrsta skipti því um árið misstu Nirvana-aðdáendur landsins stjórn á sér í kjölfar neikvæðrar umfjöllunar hans um goðin. Einar Bárðarson er önnum kafinn maður enda enn í útrás með tenór- inn sinn Garðar Cortes. Hann nýtir því hvert tækifæri til að ráðfæra sig við aðra skjólstæðinga sína og sást meðal annars til hans í gær á hárgreiðslustofu X-Factor- stjörnunnar Jógvan. Einar sló tvær flugur í einu höggi, lét söngvarann raka á sér höfuðið á meðan þeir skipu- lögðu næstu skref. - jbg/glh/fgg FRÉTTIR AF FÓLKI A u g lý si n g a sí m i – Mest lesið VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8. 1 Ísmaðurinn kemur (e. The Ice Man Cometh) 2 Donna E. Shalala. 3 Jerry Bruckheimer.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.