Fréttablaðið - 15.06.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 15.06.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 SUNNUDAGUR 15. júní 2008 — 161. tölublað — 8. árgangur M EN N IN G LANDSMÓT HELLA 2008 30. júní - 6. júlí www.landsmot.is 15 dagar 12 13 15 12 12 VÆTA VESTAN TIL Í dag verður víðast sunnan 3-8 en snýst í norð- austanátt á Vestfjörðum og hvessir þar í kvöld. Bjart allra austast í fyrstu en þykknar upp. Lítilsháttar skúrir á vesturhluta landsins. Milt. VEÐUR 4 KAFFIBARSFLUGUR Ljósmyndabókin Barflies er komin út en þar gefur að líta mörg af þeim andlit- um sem sóttu hinn goðsagnakennda Kaffibar árið 1994. HELGIN 18 [ SÉRBLAÐ F RÉTTABLAÐS INS UM MEN NINGU OG L ISTIR ]menning júní 2008 NORRÆN SAM TÍMALIST Í BRENNIDEPL I Carnegie Art Awa rd ÖTBORG ■ BIRNA BJAR NADÓTTIR ■ SIGUR RÓ S T ■ BENNI HEMM HEM MVEÐRIÐ Í DAG How do you like Iceland? Þrír dagar á Íslandi kosta túrista rúm- lega þrjú hundruð þúsund krónur. 16 Besti ísinn er í Vesturbænum Þrír álitsgjafar fóru á milli ísbúða í leit að besta ísnum. 30 LÖGREGLUMÁL Borgaryfirvöld munu taka ákvörðun um það í næstu viku hvort lögregla fái að setja upp færanlega lögreglustöð á Lækjartorgi í sumar. Stefán Eiríks- son lögreglustjóri segir markmið- ið að auka aðgengi að lögreglu í miðborginni. „Við höfum óskað eftir því að fá að koma upp aðstöðu á torginu til að auka og efla sýnileika okkar í miðborginni,“ segir Stefán. „Við erum að leita allra leiða til að efla öryggið í miðborginni, og þetta er liður í því.“ Hugmyndin gengur út á að setja niður lítið hús, fimmtán til tuttugu fermetra. Þar myndu lögreglu- menn fá afdrep til að afgreiða minniháttar mál. Stefnt er að því að lögreglustöðin verði á torginu í sumar. Hún verður í notkun alla daga, og á nóttunni um helgar þegar álagið á lögreglu í miðborginni er mikið. Stefán segir borgaryfirvöld hafa tekið vel í hugmyndina, en þau séu að skoða útfærsluna. Jakob Frímann Magnússon, framkvæmdastjóri miðborgar- mála hjá Reykjavíkurborg, segir að ákvörðun um lögreglustöð á Lækjartorgi verði tekin í vikunni. Geir Jón Þórisson yfirlögreglu- þjónn segir borgina áhugasama um að koma að því að útvega færan- lega lögreglustöð. Engu að síður megi reikna með því að kostnaður lögreglu við leigu á henni verði einhver hundruð þúsunda króna. Lögregla og borgaryfirvöld ræða nú einnig möguleikann á því að aðrir en lögregluþjónar taki að sér afmörkuð verkefni sem lög- regluþjónar hafa hingað til sinnt. „Við erum að kanna hvort og þá hvernig er hægt að létta á því sem er að taka mikinn tíma frá lög- reglu, án þess að ganga beint inn á hennar svið,“ segir Jakob Frí- mann. Hann segir rætt um að ráða til starfa svokallaða „miðborgar- þjóna“ að erlendri fyrirmynd. Geir Jón leggur áherslu á að lög- regluþjónar losni við að keyra drukkið fólk úr miðborginni. Til þess þurfi ekki lögreglumenn, og slíkt muni létta undir með þeim. Þá sé rætt um að dyravörðum skemmtistaða verði fjölgað, og þeir sinni næsta nágrenni veit- ingastaðanna. - bj Færanleg lögreglu- stöð á Lækjartorgi Borgaryfirvöld munu í næstu viku taka ákvörðun um hvort lögregla fái leyfi til að setja upp færanlega lögreglustöð á Lækjartorgi. Einnig er til umræðu að „miðborgarþjónar“ að erlendri fyrirmynd létti undir með lögreglu um helgar. MENNTUN Háskóli Íslands stefnir að því að fjögur til sex fræðisvið eða stofnanir verði á næstu fimm árum meðal þeirra fremstu á heimsvísu. Stefnt er að því að eitt þeirra verði meðal þeirra tíu bestu í heiminum á sínu sviði. Þetta kemur fram í viðtali Fréttablaðsins við Kristínu Ing- ólfsdóttur, rektor Háskóla Íslands, í dag. Háskólinn setti fram markmið fyrir tveimur árum sem miða að því að koma skólanum á lista meðal 100 bestu háskóla heims innan fimmtán ára. „Við sjáum að okkur miðar vel áfram, jafnvel hraðar en búast mátti við á ýmsum sviðum, svo við erum tilbúin með ný og jafnvel enn djarfari markmið,“ segir Kristín. „Þetta verður vissulega dýrt, ég geri mér grein fyrir því, en við erum byrjuð að undirbúa þetta og ætlum meðal annars að sækja í erlenda styrktarsjóði, til erlendra fyrirtækja og til íslensks atvinnu- lífs. Þótt kostnaðurinn verði drjúgur mun það hafa margfeldis- áhrif þegar kemur að ávöxtunum.“ Hún segir enn fremur að nánari útfærsla á þessu liggi fyrir í árs- lok. Formleg afstaða HÍ til fjár- mögnunar opinberra háskóla verður mótuð á háskólafundi snemma í haust. Þá mun meðal annars liggja fyrir afstaða skólans til upptöku skólagjalda. Kristín segist hafa átt von á því að HÍ yrði veitt heimild til að taka upp skóla- gjöld í frumvarpi um opinbera háskóla sem afgreitt var fyrir skemmstu. „Þannig hefði boltinn verið gefinn yfir til okkar og við látin ákveða hvort við nýttum okkur þá heimild og þá hvernig,“ segir hún. Þegar hún er spurð um afstöðu sína segir hún að þar sem málið sé afar umdeilt væri skynsamlegast að jafna samkeppnisstöðuna með öðrum hætti. - jse / sjá síðu 14 Rektor segir vel miða að því takmarki að Háskóli Íslands verði meðal hundrað bestu: Eitt svið verði meðal tíu bestu PRJÓNAFÓLK ALLRA LANDA SAMEINIST Í gær var hinn alþjóðlegi „Prjónum úti“-dagur. Íslenskt prjónafólk hittist á þremur stöðum, meðal annars í Hallargarðinum, þar sem það drakk kaffi, spjallaði og naut veðurblíðunnar. Prjónaklúbbur Nálarinnar stóð fyrir viðburðinum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL BANDARÍKIN, AP Bandarískur karlmaður varð nýlega fyrir því óláni að fá nagla í hnakkann. Vinur mannsins var að nota naglabyssu sem skaut nagla úr sér. Vinurinn sá svo naglann koma út úr derhúfu Chandlers, sem hafði ekki fundið fyrir naglanum. Læknir á bráðamótttöku reyndi að fjarlægja naglann, sem var rúmir sex sentímetrar á lengd, með töng. Það gekk hins vegar ekki og fékk læknirinn því lánaðan klaufhamar og fjarlægði naglann. Chandler var svo sendur heim með nokkur spor í hnakkan- um. - þeb Hitti naglann á höfuðið: Nagli fjarlægð- ur úr hnakka FÓLK „Það gekk ágætlega, fyrir utan það að eitt hólf á slöngunni á öðrum bátnum sprakk þegar við vorum rétt fyrir utan Viðey. Við vitum ekki hvað gerðist, líklega rákust þeir á eitthvað,“ segir Alma Eðvaldsdóttir. Hún er í níu manna hópi frá Vestmannaeyjum sem ætlar að sigla í kringum landið á tveimur slöngubátum. Ætlunin er að vekja athygli á og styrkja Kraft, stuðningsfélag ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein. Hópurinn sigldi frá Vestmanna- eyjum til Reykjavíkur í gær. Gert verður við bátinn sem skemmdist í dag, áður en ferðinni verður haldið áfram. - bj Sigling frá Eyjum gekk vel: Tuðran sprakk nærri Viðey AF STAÐ Hópurinn lagði af stað frá Vest- mannaeyjum í gær. MYND/GÍSLI ÓSKARSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.