Fréttablaðið - 15.06.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 15.06.2008, Blaðsíða 6
6 15. júní 2008 SUNNUDAGUR SKÓGRÆKT „Það er gríðarlega mikið að gerast í löndunum í kringum okkur í allri þessari áherslu á líforku. Hún hefur hækkað heimsmarkaðsverð á viðarafurðum og það virðist ætla að hækka áfram. Það vantar lítið upp á að þetta verði stórkostlegt tækifæri fyrir Ísland,“ segir Bjarni Diðrik Sigurðs- son, prófessor í skógfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands. Undanfarin ár hefur framleiðsla vínanda til notkunar sem eldsneyti stóraukist. Mest hefur verið framleitt úr kornafurðum og sykurreyr, en áherslan er nú að færast á framleiðslu úr viðara- furðum. Viðurinn er ódýrara hráefni og framboðið margfalt meira. Verð viðarafurða hefur aukist mikið, og útflutningur viðarkurls frá Íslandi gæti orðið arðbær á komandi árum. „Markmiðið er að skipta út jarðefnaeldsneytinu fyrir líforku. Svo mikið þarf að framleiða að sérfræðingar eru sammála um að vandamálið verður ekki leyst með framleiðslu úr landbúnaðar- afurðum. Það er ekki nóg ræktarland til þess. Viður er það eina sem býður upp á nægilegt magn til þessa,“ segir Bjarni. Í Svíþjóð og Bandaríkjunum hefur eldsneytisframleiðsla úr viði verið rannsök- uð síðustu fimmtán árin. Tæknin er nú komin á það stig að verið er að reisa stórar verksmiðjur í Skandinavíu og Bandaríkjunum sem eiga að framleiða milljónir lítra af vínanda. Bjarni telur líklegt að þegar þær áætlanir verði komnar á fullt muni viðarverð hækka með svipuðum hætti og verð landbúnaðarafurða undanfarið. Vínandi er umhverfisvænni en jarðefnaeldsneyti. Þegar jarðefnaeldsneyti er brennt losnar úr læðingi koltvísýringur sem bætist við það magn sem fyrir var í andrúmsloftinu. Við brennslu vínanda losnar hins vegar koltvísýringur sem plöntur höfðu áður bundið svo hann bætist ekki við náttúrlega hringrás koltvísýringsins. Koltvísýring- ur er gróðurhúsalofttegund, en vísindamenn telja að losun þeirra stuðli að hlýnun jarðar. Brasilía er það land þar sem notkun lífeldsneytis á bifreiðar er komin lengst. Þar er vínandi fram- leiddur úr sykurreyr og bæði notaður hreinn og blandaður við bensín eða dísilolíu. Í Evrópu eru Svíar komnir lengst í þessum efnum. Meirihluti bifreiða sem seldar eru í Svíþjóð nú geta nýtt vínanda. gunnlaugurh@frettabladid.is Viður frá Íslandi til framleiðslu vínanda Miklar hækkanir á verði trjáviðar gætu gert útflutning trjáviðarkurls frá Ís- landi hagkvæman. Hækkanirnar eru meðal annars raktar til notkunar vín- anda úr viði sem eldsneytis. Vínandi er umhverfisvænna eldsneyti en olía. SKÓGUR VIÐ RAUÐAVATN Hækkanir á verði viðar gætu gert útflutning frá Íslandi hagkvæman. Skógfræðingarnir Loftur Jónsson og Þór Þorfinns- son hafa undanfarin þrjú ár unnið að tilraunaverk- efni um notkun trjáviðar til kyndingar húsa. Verkefnið er styrkt af Orkusjóði og Evrópusambandinu. Í framhaldi verkefnisins verður reist kyndingarstöð á Hallormsstað sem notuð verður til að kynda nær- liggjandi byggingar. Vonast er til að hún verði komin í gagnið næsta sumar. „Framtíðin í nýtingu trjá- viðar á Íslandi liggur fyrst og fremst á þeim svæðum þar sem ekki er jarðhiti og skógur í nágrenni, svo sem hér í Fljótsdals héraði,“ segir Þór. Útblástur kynd- ingarstöðva er síaður svo losunin samanstendur nær eingöngu af vatnsgufu og koltvísýringi. NOTA TRJÁVIÐ TIL AÐ KYNDA Netnjósnir um vopnaiðnað Njósnað hefur verið um finnska ríkið og finnskan vopnaiðnað á netinu og hafa harðar árásir verið gerðar frá árinu 2004. Embættismenn og starfs- menn í vopnaiðnaði hafa til dæmis fengið tölvupóst með vírus sem hafði gert árásarmanninum kleift að hlaða niður upplýsingum sem starfsmaður- inn hafði aðgang að, að sögn Helsing- in Sanomat. FINNLAND Ráðinn til Aker Seafoods Jóhannes Pálsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölumála hjá Síldar- vinnslunni í Neskaupstað, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri framleiðslu hjá Aker Seafoods ASA í Ósló í Nor- egi. Auk þess að vera með starfsstöð í Noregi mun hann sinna Svíþjóð, Danmörku og Frakklandi. Jóhannes lætur af störfum hjá Síldarvinnslunni 1. ágúst. NOREGUR HEILBRIGÐISMÁL Læknastofur víða um heim bjóða upp á skurðaðgerð sem endurnýjar meyjarhaft. Í sumum samfélögum er talið mikilvægt að konur séu hreinar meyjar við giftingu og skapar aðgerðin þá ásýnd. Aðgerðin er þekkt í Mið- Austurlöndum og Rómönsku Ameríku, en æ fleiri konur undirgangast hana í Evrópu. Franskir kvenréttindasinnar hafa áhyggjur af því að fleiri konur muni undirgangast aðgerð- ina í kjölfar dóms þar sem hjónaband var ógilt vegna þess að konan hafði logið því að manninum að hún væri hrein mey. - gh Meyjarhaftsaðgerðir: Franskar konur óttast bylgju JAPAN, AP Stór jarðskjálfti, 7,2 á Richter, reið yfir norðurhluta Jap- ans í gær. Í það minnsta sex eru látnir og ellefu annarra saknað. Slasaðir eru taldir vera á bilinu 140 til 200. Stjórnvöld brugðust fljótt við og kölluðu út hermenn, lögreglu og slökkvilið til hjálparstarfa. „Mikil- vægast er að bjarga eins mörgum mannslífum og mögulegt er og við erum að gera okkar besta,“ segir Yasuo Fukuda forsætisráðherra. Helsta vandamál björgunar- sveita er slæmt aðgengi en miklar skemmdir á vegum gera björgunar- fólki afar erfitt að nálgast afskekkt svæði. Til samanburðar má geta þess að skjálftinn sem varð á Suðurlandi hinn 29. maí var fimmtíu sinnum veikari en skjálftinn í Japan í gær. Tæplega þrjátíu þúsund heimili urðu rafmagnslaus í skjálftanum, en í gærkvöld var rafmagn að mestu komið á aftur. „Ástandið er orðið venjulegt,“ segir Hideki Hara, lögreglustjóri í Sendai, sem er næsta stórborg við skjálftann. „Símalínur, vatn og rafmagn er komið í lag.“ Geislavirkt vatn lak úr keri í kjarnorkuveri um hundrað kíló- metrum frá upptökum skjálftans. Lekinn náði þó ekki út fyrir kjarn- orkuverið sjálft og ekki er talin stafa hætta af honum. Japan er á einu virkasta skjálfta- svæði heims. Yfir sex þúsund lét- ust í síðasta stóra skjálftanum sem varð í Japan, árið 1995. - ges Á annað hundrað slösuðust í miklum jarðskjálfta í Japan: Í það minnsta sex látnir GJÖRÓNÝTUR VEGUR Miklar skemmdir á samgöngum gerðu björgunarfólki erfitt fyrir. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Hefur þú hætt við utanlands- ferð í sumar vegna versnandi efnahagsástands? Já 36,2% Nei 63,8% SPURNING DAGSINS Í DAG: Horfðir þú á Grímuna? Segðu þína skoðun á visir.is LÖGREGLA Lögregla hafði afskipti af nokkrum gestum Bíladaga á Akureyri sem tjaldað höfðu utan tjaldstæða á tveimur til þremur stöðum í bænum í fyrrinótt. Sinnti fólk beiðni um að fjarlægja tjöld sín vel og ekki kom til þess að lög- regla þyrfti að fjarlægja þau, að sögn lögreglu. Tjaldað var á barnaleikvelli á horni Norðurgötu og Eiðsvalla- götu í fyrrakvöld og var lögregla kölluð til um kvöldmatarleytið. Anna Rósantsdóttir, ein dagfor- eldra sem nýta völlinn til barna- gæslu, segir mest fjögur tjöld hafa verið á leikvellinum en þegar lög- regla kom á svæðið hafi eigendur tjaldanna ekki verið á staðnum. Síðasta tjaldið hafi verið tekið niður um klukkan þrjú í fyrrinótt. Anna kveðst hafa haft nokkrar áhyggjur af því að brotist yrði inn í húsnæði á leikvellinum sem hún hefur á leigu ásamt eiginmanni sínum og nýtir til barnagæslu, enda engin salernisstaða til staðar á leikvellinum. Anna segir að þrifalega hafi verið gengið um leikvöllinn og tjaldgestir gengið frá öllu rusli eftir sig. „Það er til háborinnar skammar að hugsa ekki betur um ungling- ana, sem fá hvergi að tjalda,“ segir Anna. Gott ástand var á skipulögðum tjaldstæðum Akureyrar og þurfti lögregla lítið að hafa afskipti af gestum þar. - ht Lögregla bað nokkra gesti Bíladaga á Akureyri að fjarlægja tjöld utan tjaldstæða: Nokkur tjöld á barnaleikvelli TJALDAÐ Á BARNALEIKVELLI Lögregla hafði í fyrrakvöld afskipti af nokkrum gestum Bíladaga sem höfðu tjaldað á utan tjaldstæða, meðal annars á leikvelli við Norðurgötu. Síðasta tjaldið var tekið niður um þrjúleytið í fyrrinótt. FRÉTTABLAÐIÐ/INGIMAR B. KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.