Fréttablaðið - 15.06.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 15.06.2008, Blaðsíða 16
16 15. júní 2008 SUNNUDAGUR Flug: 92.400 kr. Rúta í bæinn: 2.600 kr. Gisting: 48.300 kr. Ein með öllu og kók: 760 kr. Bláa lónið: 8.800 kr. The Volcano Show: 1.800 kr Humarveisla, Lækjarbrekka: 16.910 kr. Tveir bjórar: 1.400 kr. Réttur dagsins, Grænn kostur: 2.780 kr. Draugagangan: 5.000 kr. Surprise-matseðill, Vín og skel: 16.690 kr. Tíu bjórar: 7.000 kr. Hvalaskoðun: 8.200 kr. Reykjavík City Sightseeing: 4.000 kr. Hallgrímskirkjuturn: 800 kr. J ohn og Melinda, ímyndað Íslandsáhugafólk frá New York, skella sér til Reykja- víkur í ágúst. Þau koma á föstudagsmorgni, fara á mánudegi og gista þrjár nætur á hóteli í Reykjavík. Þau gera allt það helsta sem túristar „eiga að gera“ þegar þeir koma til Íslands. Þau eru vopnuð túristabókinni frá Lonely Planet, sem er þeirra helsta hug- myndauppspretta í ferðinni. Þau pöntuðu flugið með góðum fyrirvara og fá miðana á 92.400 kall samtals. Ef þau hefðu ekki verið svona snemma í því hefðu þau getað lent á miðum sem kosta meira en 200.000 samtals. Hótelið er miðlungs hótel í miðbænum, tveggja manna á 16.100 kr. nóttin. Ein með öllu á Bæjarins bestu er fyrsta máltíð Johns og Melindu eftir að þau koma á föstudags- morguninn. Svo fara þau í Bláa lónið til að ná úr sér þotuþreyt- unni. Þar er komið „sumarverð“, 2.300 á mann í stað „vetrarverðs- ins“, 1.800 á mann, en ameríska parið tekur pakka frá Kynnisferð- um sem leggst á 4.400 kr. á mann- inn, rútan og sundið. Fersk úr lón- inu fara þau á The Volcano Show. Þau mæta snemma til að eiga súr- realískt spjall við Vilhjálm Knud- sen sem sérstaklega er mælt með í Lonely Planet-bókinni. Um kvöld- ið halda þau á Lækjarbrekku og fá sér humarveislu fyrir tvo og flösku af hvítvíni hússins, samtals 16.910 kr. Þau fara snemma að sofa en fá sér samt einn bjór á mann á hótelbarnum. Á laugardag er komið að hinum heimsfræga „Golden Circle“, 7.000 á mann til að sjá Gullfoss og Geysi. Áður fá þau sér rétt dags- ins á Grænum kosti. Eftir ferðina fá þau sér fjögurra rétta „Surprise“-matseðil hjá Vín og skel og flösku af ódýrasta hvít- víninu, samtals 16.690 kr. Strax á eftir fara þau í Draugagönguna og kíkja svo á hið heimsfræga nætur- líf í Reykjavík. Á sunnudegi er enn hamast í túristapakkanum. Þau láta tveggja hæða strætóinn keyra sig um bæinn, 2.000 á mann. Þau fara upp í Hallgrímskirkjuturn og fara í hvalaskoðun með Eldingu, 4.100 á mann. Þetta er síðasti dagurinn svo nú er um að gera að kaupa eitthvað. Í Rammagerðinni kaupa þau sér tvær lopapeysur (23.200 kr.), tvo boli sem stendur á Iceland (5.000 kr.), tvo stakka frá 66° Norður (27.000 kr.) ljósmyndabókina Lost in Iceland (3.790 kr.), könnu (1.090 kr.) og staup (400 kr.). Samtals eyða þau 60.480 krónum í Ramma- gerðinni. Um kvöldið er það enn ein fiskimáltíðin enda mælir bókin sterklega með því. Nú eyðir parið tæplega sextán þúsund kalli á Við tjörnina. Á mánudegi er komið að því að kveðja. John og Melinda labba á BSÍ og taka flugrútuna. Svo leyfa þau sér kaffi og samloku á Kaffi- tári á Leifsstöð, samtals 1.760 kr. Helgin kostaði þau rúmlega þrjú hundruð þúsund krónur, en John og Melinda sjá ekki eftir neinu. Þau koma bara aldrei aftur. gunnarh@frettabladid.is How do you like Iceland? Flug, hótel, humar og rándýrt vín. Það kostar túrista um 300 þúsund krónur fyrir eina helgi í Reykjavík. Dr. Gunni skoðar kostnað við slíka okurferð. ÓDÝRAST MEÐ STRÆTÓ? Ætli túristar komi nokkurn tímann aftur eftir okurhelgi á Íslandi? ➜ ÍSLANDSFERÐ JOHNS OG MELINDU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.