Fréttablaðið - 15.06.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 15.06.2008, Blaðsíða 22
MENNING 6 Það var árið 2003 að ég skráði mig í nám í Guðfræðideild HÍ. Ekki það að ég hafi verið sér- staklega trúaður eða að hugur minn hafi stefnt í prest- skap, heldur þótti mér fögin sem í boði voru nokkuð spennandi. Ég hef alltaf verið svolítið heillaður af trúarbrögðum mannkyns og langaði mikið til að vita hvort það væri fótur fyrir staðhæf- ingum trúarbragðanna um eftir- líf, karma og hið guðlega. Til að gera langa sögu stutta þá kláraði ég námið á 2 árum með fyrstu einkunn. Þennan tíma lærði ég afskaplega mikið og sennilega hafa þessi ár mótað mig meira en ég sjálfur átti von á. Kennslan öll var fyrsta flokks og sumir kennarar mínir eru mér ógleymanlegir. Sérstak- lega reyndist Bjarni Randver Sigurvinsson mér vel sem og Dr. Pétur Pétursson, en þeir hjálpuðu mér og lásu yfir B.A ritgerðina mína. Tímarnir hjá Sigríði Þorsteinsdóttur voru oft á tíðum rafmagnaðir. Ég hef stundum samband við Sigríði þegar andinn kemur yfir mig í heimspekilegum pælingum. Einu sinni hringdi ég í hana þegar einhver skrifaði grein í blaðið og rangtúlkaði Nietzsche. – Ég var miður mín. En svona er heimspekin yndisleg. Maður losnar ekki við hana þrátt fyrir að maður telji sig ónæman. Heimspekin er eins og vírus sem tekur sig upp á ólíklegustu tímum. Maður fær útbrot hverra meðhöndlun eru gáfu- legar samræður. Dr. Pétur Pétursson á heiðurinn af því að hafa smitað mig af öðrum vírus. Tarkovski vírusnum. Kann ég honum þakkir fyrir það. Tar- kovski mun héðan í frá alltaf fylgja mér, enda ólæknandi og valda mér heila(út)brotum um ókomna tíð. Ég náði ekki að smitast af trúarvírusnum og byggði mér á þessum tveimur árum upp ónæmi gegn trúarbrögðum. Í náminu var farið ýtarlega yfir helstu trúarbrögð heimsins, inntak þeirra og trúarkenning- ar. Í guðfræðideild HÍ er það svo að fólk getur hagað námi sínu eftir áhugasviðum og tók ég félagslegan vinkil á námið frekar en trúarlegan. GUÐ Ég braut heilann mikið um fyrir- bærið guð. Nafnorðið sem er hafið undir fræðaskipinu sjálfu. Ég kunni orðið mikið um trúar- brögðin kristni, sögu kristninn- ar, helstu kenningar, helstu túlkanir, helstu birtingar- myndir, samtímasögu Nt, ritun- arsögu Biblíunnar og allt það sem ætlast er til af nema sem er í guðfræðideild af einhverri alvöru. En guð var ekki þar eins og gefur að skilja. Mér fannst oft að hugmyndin um guð væri heiti grauturinn sem nemendur og kennarar læddust í kringum og enginn treysti sér til að smakka á. Eins og góður nem- andi þá las ég mér til í bókum sem voru ekki á pensúminu. Á Amazon fann ég bækur sem fjölluðu um kenningar um eðli guðs. Merkilegt nokk þá voru bestu útskýringarnar um guð og eðli guðs frá hörðum trú- leysingjum. Þegar hér var komið sögu þá varð ég æ sannfærðari um að guð eða guðir væru ekki til. Að útskýringar og fullyrðingar trúarbragðanna væru manna verk og yfirnáttúruleg vera kæmi þar hvergi nærri. Eitt er að trúa á guð eða guði og annað er að fylgja einhverri hefð sem skapast hefur í kringum trúar- brögðin. Fyrir mér hlýtur trúin á guð eða guði að vera trú á yfirnáttúrulega veru eða verur en ekki einhver hefð. Í náminu var fjallað um biblíugagnrýni á akademískan og gagnrýnin hátt sem og ritunarsögu Gt og Nt. Eitt það fyrsta sem sló mig í náminu var að boðorðin 10 eiga sér fyrirmynd frá því í samn- ingum sem gerðir voru milli stórkonunga og „undirkon- unga”. Samningar í 10 liðum sem voru alveg eins uppbyggð- ir og boðorðin sem hin yfirnátt- úrulega vera sendi Móses á Sín- aífjalli. Boðorðin eiga sér líka fyrirmynd í Bók dauðans, trú- arriti forn Egypta. – Þetta var spennandi. Hugmyndin um Satan er komin frá Zaraþústra trúarbrögðunum. Einnig klass- ískur dúalismi þar sem heimin- um er skipt í gott og illt. Ekki minnkaði spennan þegar Nýja testamentið var tekið fyrir. Hinn sögulegi Jesús er áhuga- mál mitt og ég hef keypt ófáar bækurnar um efnið. Ritstíll sögunar um Jesús er afar dram- atískur. Hinn minnsti verður mestur. Þrællinn verður kon- ungur. Sá sem á ekkert á allt. Þetta eru öfgar sem virka oft á tíðum dáleiðandi. Guðir deyja ekki á krossi bara þjófar og dusilmenni. Þetta er dæmi um stílbrögð höfunda guðspjall- anna. Sumar dæmisögurnar um Jesús eru undir greinilegum platónskum áhrifum og líkt og í Kóraninum þá má lesa úr guð- spjöllunum pólitískar hræring- ar í Palestínu á ritunartíma þeirra. Ég gæti skrifað enda- laust um dæmi úr Nt hvers sifj- ar eru ýmist platónskar, pagan- ískar ellegar endurspeglun úr Gt. Besta dæmið um það er samanburður á sögunni um Abraham og Ísak og sögunni um Jesús. Guð skipar Abraham að fórna Ísak en er stoppaður á elleftu stundu. Guð gengur alla leið í sögunni um Jesú. Heilum guði er fórnað í þessari móður allra fórna. Fyrirbæri á borð við Jesú, s. s. maður sem er líka guð, er til í mörgum útgáfum sem voru vinsælar á þeim tíma þegar Nt er ritað. Það sem er sameigin- legt með þessum mannguðum er t.d. að þeir eru fæddir þann 25. desember af hreinni mey. Voru kennarar, áttu læris- sveina, voru sviknir, dóu á krossi eða í tré. Lágu dauðir í 3 daga og risu upp til „föðurins”. Líkindi milli mannguða forn- aldar og Jesúsar eru yfir- þyrmandi og sérkennilegt að litið sé framhjá þessum fræð- um í guðfræðideildinni því meira spennandi námsefni er vandfundið. Ég er þeirrar skoð- unar að trúarbrögðin sem kennd eru við mannguðinn Jesús séu bræðingur úr 3 áttum. Gyðingdómi, grískri heimspeki og Hórusardýrkun. Engin trúarbrögð spretta upp af sjálfu sér. Trúarbrögð eru eins og litlar ár sem sameinast í fljót. Trúarbrögð eru hefð. Enginn guð að verki. Þegar svo kristindómurinn stabíliserast sem alvöru trúar- brögð gerist margt spennandi. Átök verða innan frumkirkj- unnar sem verða trauðla kölluð kristileg. Gnóstum var eytt sem og ritum þeirra. Aríusarsinnum einnig og þeir kallaðir trúvill- ingar. Það er svo skrýtið að mest fyrirlitna frumkristna hreyfingin, gnóstar, er sú sem mest vit er í. Gnóstismi gengur út á að hver og einn sé Jesú. Hver og einn þarf að deyja, rísa upp og koma til guðs. Þetta er allt táknrænt og auðvelt að samsama sig kenningum gnósta. Um leið og leiðtogar frumkirkjunnar ákváðu að gera Jesús að alvöru manni sem var guð, lentu þeir í vandræðum sem hafa haft dramatískar afleiðingar. Þrenningarhug- myndin er sprottin úr þessum vanda. TRÚ Hugtakið trú er nokkuð snúið í íslensku. Það hefur 2 merking- ar. Trú á að eitthvað gerist og trú á guð eða yfirnáttúru hvers konar. Sá sem trúir því að guð hafi skrifað boðorðin 10 verður þá að trúa því í alvöru, en ekki að blanda saman trú og hefð. Þorsteinn Gylfason orðaði þetta snilldarlega: [Guðfræði] mótmælenda- kirkjunnar á 19du og 20stu öld er ekki kristin trú og á meira að segja afskaplega lítið skylt við kristna trú. Og að því marki sem hún þykist vera kristin trú er hún óheilindin uppmáluð: trúleysi í nafni trúar. Að réttu lagi er kristin kirkja ekki kjör- búð þar sem við kaupum rófur og baunir en ekki saltkjöt því okkur finnst það vont og höld- um að það sé eitrað. Kristinn maður verður að trúa á allan kristindóm: á upprisu holdsins og erfðasyndina, á himininn og helvíti og djöfulinn sjálfan og almáttugan Guð og hans einka- son. Það er allt eða ekkert, fyrr og síðar. Mér þykir alltaf sérkennilegt þegar ég sé presta sníða kristna trú að tíðarandanum. Kristni er ekki þannig. Ef guð er óskeikull og alvitur þá skiptir hann ekki um skoðun á samkynhneigðum eftir því hvernig vindarnir blása. Guð hinna kristnu fer ekki í launkofa með t.d. álit sitt á samkynhneigð þrátt fyrir að frjálslyndar kirkjur haldi öðru fram. Staðreyndin er að guðinn í biblíunni er ekkert sérstak- lega geðfelldur. Hann er ekki „kærleikur“ eða „hið góða“ eins og gjarnan er haldið fram af frjálslyndum prestum. Ef Biblían hefur eitthvert kennivald þá hlýtur þetta kenni- vald að ná til allrar biblíunnar, ekki bara hluta hennar. Sá sem tekur sér það bessaleyfi að túlka bara „það sem honum finnst“, er í rauninni að setja sjálfan sig ofar en guðinn sem hann dýrkar. Það hangir nefni- lega svo mikið á spýtunni eins og sagt er. Guð, skapari himins og jarðar, alvitur og alltumlykj- andi skrifaði þessa bók! Ætlar einhver pokaprestur að segja mér hvaða kafla á að lesa og hverju á að sleppa? Ef hins vegar frjálslyndi póllinn er tek- inn í biblíuskýringum og óþægi- legu kaflarnir skýrðir í menn- ingarlegu ljósi tíðarandans á ritunartíma Biblíunnar, þá má alveg eins skoða alla kafla Biblíunnar á sama hátt. Þá er Biblían ekki með kennivald því það er búi að útskýra það burt. Hugmyndakerfi kristindóms- ins er eins og spilaborg. Það hrynur ef eitt spilið er tekið í TRÚLAUSI GUÐFRÆÐINGURINN PISTILL TEITUR ATLASON SKRIFAR Eins og ég segi í niðurlagi þessa bloggs þá varð ég að gera upp tímann í guðfræðideildinni. Mér fannst ég knúinn til þess. Ég byrjaði að blogga að gamni mínu fyrir u.þ.b. 2 mánuðum síðan og hef verið meðal vinsælustu bloggara landsins undanfarnar vikur. Við þessi uppörvandi tíðindi sá ég að bloggið gæti verið hinn fullkomni vett- vangur fyrir þetta uppgjör. Viðbrögðin við færslunni hafa verið á einn veg, allir hrósa mér fyrir framtakið. Sérstak- lega hefur verið gaman að fá póst frá fólki í háskólasamfé- laginu og stuðning þaðan frá. Augljóst er að hugleiðingar mínar um trúleysi í háskólasamfélaginu hafa hitt í mark. Þegar Fréttablaðið falaðist eftir þvi að birta þessa færslu þurfti ég að stytta hana töluvert. Færsluna má sjá í fullri lengd á blogginu mínu. http://teitur-teitur.blogspot.com/ Þjóðmenningarhúsið – The Culture House National Centre for Cultural Heritage Hverfisgötu 15 · 101 Reykjavík Sími 545 1400, www.thjodmenning.is Sýningar - leiðsögn - verslun Á sýningunni eru tækifærismyndir úr fórum Halldórs Laxness. Þær bera vitni um víxlverkan fjölskyldulífs, stjórnmálalífs og skáldaframa á ævi hans. SÍÐBÚIN SÝN – ljósmyndir Halldórs Laxness Sýningin verður opnuð þann 17. júní A uð ur , G ljú fr as te in n. L jó sm yn d : H al ld ór L ax ne ss , 1 9 55 © F jö ls ky ld a H al ld ór s La xn es s H va lfj ör ðu r. Lj ós m yn d : H al ld ór L ax ne ss , 1 9 57 © F jö ls ky ld a H al ld ór s La xn es s Opið daglega kl. 11.00 – 17.00 Leiðsögn á ensku um handritasýninguna kl. 15.30 alla virka daga nema miðvikudaga. Veitingar á virkum dögum. Myndlistarsýning Ástu Ólafsdóttur í verslun. SÝNINGAR Á ÖLLUM HÆÐUM Teitur Atlason talar um trúleysi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.