Fréttablaðið - 15.06.2008, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 15.06.2008, Blaðsíða 23
7 MENNING burtu. Þetta snýst um að annað hvort á að lesa Biblíuna í bókstaflegum skilningi eða í tákn- rænum skilningi. Að blanda þessu saman gengur ekki upp því ekkert segir til um það hvað skal túlka bókstaflega eða táknrænt. Trú er ekki það sama og hefð þótt gagnstæð fullyrðing sé haldreipi margra frjálslyndra presta í trúvörn sinni. FÓRNIN Ég velti lengi fyrir mér fórninni sem fyrir- bæri. Fórn er í rauninni ritúal sem notað er til að friða guð eða guði. Gott dæmi er að besti bitinn af steikinni er tekinn og honum fórnað á einhvern hátt. Besta lambið er valið úr og því slátrað fyrir guðinn. Mannfórnir þekkjast í flestum trúarbrögðum. Stundum er sagt að „Jesús hafi framkvæmt hina fullkomnu fórn“. „Hann fórnaði sér fyrir þig“ eða þvíumlíkt. Aldrei er talað um krossfestingu Jesúsar sem mannfórn og að trúarbrögðin kristni séu grundvölluð á mannfórn. Það er nú samt þannig hvort sem okkur líkar betur eða verr. Samkvæmt kenningunni dó Jesús fyrir synd- ir mannanna. En hvernig gerðist það? Í einu fórnarritúali gyðinga fóru syndir ættbálks inn í lifandi geithafur og svo var hafurinn drepinn eða honum sleppt út í eyðimörkina. Með þessu móti losnuðu gyðingar við syndir ættbálksins. Það sama á við um söguna um fórnardauða Jesúsar. Syndir mannanna fóru einhvernvegin inn í hann og svo dó hann með syndum okkar! Þetta er ekki flóknara. Og tal- andi um syndir. Hvaða syndir haldið þið ágætu lesendur að um sé rætt? Það er erfða- syndin sjálf, sem Eva læsti í mannkynið um leið og hún læsti tönnunum í forboðna ávöxt- inn! Málið er ekki flóknara en þetta þrátt fyrir útskýringartilraunir frjálslyndra presta til að túlka þetta á annan hátt. Að mínu áliti er frekari útþynning kristindómsins nánast úti- lokuð nema að stofna hreinlega til nýrra trú- arbragða. Mér sýnist frjálslyndustu prestar túlka Biblíuna svo vítt að nánast ekkert er eftir af boðskapi og kennivaldi Biblíunnar. TRÚLEYSI Þegar ég er u.þ.b hálfnaður með seinna árið mitt í guðfræðideildinni sá ég fljótlega út að ég átti lítið sameiginlegt með samstúdentum mínum enda sjaldgæft að trúleysingjar nemi við guðfræðideild. Þetta voru sérkennileg spor sem ég var kominn í. B.A próf úr guð- fræðideild og trúlaus. Hvað héldi fjölskyldan mín? Var þetta nám til einskis? Fyrst eftir útskrift hafði ég hljótt um trúleysi mitt en í mér logaði einhver þrá til að segja það sem ég vissi, það sem ég hafði lært. Myndi ég ekki valda samstúdentum mínum vonbrigð- um og þeim frábæru kennurum sem ég leit á sem vini mína? Eftir þó nokkur átök var nið- urstaða mín sú að ég gæti ekki farið leynt með trúleysið. „Að vera eða ekki vera“ átti sannarlega við mig á þessu tímabili. Þessi ákvörðun að koma fram opinberlega sem trú- leysingi var erfið að því leyti að ég var um leið að stimpla mig út úr fræðunum sem slík- um. Fræðum sem ég hef þó ánægju af og óbilandi áhuga á. Það er samþykkt að guð- fræðingar séu ýmist trúaðir ellegar þegi um trúarskoðun sína. Enginn sem ég veit um er trúleysingi. Fræðingar um trúarleg málefni eru ýmist kristnir eða þögulir. Trúleysi er enn sem komið er hálfgert tabú í hinum aka- demíska heimi þótt ótrúlegt megi virðast. Það má ekki tala um að guð eða guðir séu ekki til. Ég mun aldrei fá vinnu við guðfræði- deild HÍ hvað sem ég mennta mig mikið. Það er sérkennilegt að það sé samþykkt að trúa því að maður (sem var líka guð) sem var drepinn á hinn hroðalegasta hátt, lifnaði við eftir 3 daga, flaug upp til himna til að hitta pabba sinn/sjálfan sig og mun koma til að dæma fólk til himna- eða helvítisvistar – en það er ekki samþykkt að trúa ekki að þessir atburðir hafi gerst. Árið 2006 gekk ég í trúleysingjafélagið Vantrú. Eins og flestum meðlimum Vantrúar er mér í rauninni sama hvað fólk vill trúa á, ég áskil mér þó rétt til að gagnrýna téða trú ef mér sýnist svo. Eldurinn sem kyndir starf Vantrúar er fyrst og fremst hin opinberi bræðingur ríkis og trúar. 62. grein stjórnar- skrárinnar, trúboð í opinberum skólum, setn- ing Alþingis í kirkju o.s.frv. Hitt er minna um vert þegar prestar þykjast vera á ein- hvern hátt handhafar sannleikans og góðs siðferðis, þótt það fari í taugarnar á mér. Dæmin sanna að trúað fólk er í engu skárra í siðferðislegum skilningi en trúlausir. Trúlausum er gjarnan núið um nasir að vera í rauninni trúfélag og bent á ýmsa sam- eiginlega snertifleti trúleysis sem lífsskoð- unar og trúar sem lífsskoðunar. Félagslega eru jú líkindi með trú og trúleysi. En mikil- vægan punkt vantar. Ólíkt trú þá gerir trú- leysi ekki ráð fyrir handanveruleika eins og trúarbrögð gera. Ef fólk kýs að flokka trú- leysi sem trúarbrögð, þá væri um leið hægt að telja aðdáendaklúbba knattspyrnuliða til trúarbragða enda sömu líkindi með þeim og trú í þessum víða skilningi. Það er samt skondið í allri umræðu um hvort trúleysi sé trú að útilokað er fyrir Vantrú og Siðmennt að fá skráningu sem „trúfélag“ eða lífsskoð- unarfélag og fá þannig sóknargjöld frá með- limum sínum eins og trúfélög. Það vantar nefnilega trúna á handanveruna. Ef félag á borð við Vantrú fengi skráningu sem trúfé- lag fengi Vantrú um 800.000 krónur árlega í formi sóknargjalda, fé sem gæti verið varið í baráttumál félagsins. Þetta er óréttur sem þarf að benda á. Siðmennt hefur barist fyrir því svo árum skiptir að fá skráningu sem lífsskoðunarfélag en aldrei fengið með áður- nefndum rökum. Staðreyndin er sú að ríkis- kirkjan óttast mjög um sinn hag ef Siðmennt fær skráningu sem trúfélag. Hver veit nema Siðmennt gæti eflst að burðum og orðið sam- bærilegt við Human-Etisk forbund í Noregi, sem er að mér skilst næststærsta „trúfélag“ landsins. GUÐFRÆÐIDEILDIN Guðfræðideildin sem mannaði mig, menntaði mig og skerpti á gáfum mínum og veitti þeim í þennan óvænta farveg er að vissu leiti göll- uð stofnun. Í mínum huga eiga að vera skýr skil á milli hinnar trúarlegu innrætingar og hinnar fræðilegu kennslu. Það vantar einnig ýtarlegri biblíugagnrýni, kenningar um hinn sögulega Jesú, kynningu á trúarlegu umhverfi þegar Biblían er rituð, trú Egypta, kynningu á ýtarlegri kynningu á gnóstískum ritum. Svo ekki sé talað um Júdasarguðspjall sem er merkilegasti fornleifafundur síðustu árhundruða. Ég fékk alltaf á tilfinninguna þegar „eldfim“ málefni voru til umræðu í tímum að farið væri yfir þau á hundavaði. Ég sé fyrir mér að ríkiskirkjan reki skóla á mastersstigi sem sér eingöngu um að mennta starfsmenn sem hyggja á þjónustu innan hennar. Allt B.A. nám í HÍ ætti að vera „secular“ eða veraldlegt eins og það er kallað. Þannig eru hinar akademísku kröfur HÍ tryggðar og stoðum rennt undir þá stefnu Háskólans að komst í hóp þeirra bestu í heimi. NIÐURLAG Ég geri mér grein fyrir því að þessi litla rit- gerð er í engu tæmandi fyrir þessi 2 ár í mínu akademíska lífi. Mér hefur þó alltaf fundist nauðsynlegt að gera upp þennan tíma á ein- hvern hátt. Bloggið er sennilega besti miðill- inn til þess. Þrátt fyrir að vera með B.A. gráðu úr guðfræðideild HÍ samhliða því að vera trúleysingi í Vantrú, lít ég ekki svo á að ég hafi kastað námi mínu á glæ. Ég menntað- ist á ótal vegu þrátt fyrir að hafa fyrirgert atvinnumöguleikum mínum á mörgum svið- um. Ég bara varð að gera upp þennan tíma. Þótt að afleiðingarnar hafi sumar hverjar verið sársaukafullar – ég varð til dæmis fyrir rætinni ofsókn frá hendi formanns guðfræði- nema – þá var þetta þess virði. Ég get ekki verið annar en ég er. Það er útilokað. Guð og maður í verki Michelangelos: „Að mínu áliti er frekari útþynning kristindómsins nánast útilokuð nema að stofna hreinlega til nýrra trúarbragða.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.