Fréttablaðið - 15.06.2008, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 15.06.2008, Blaðsíða 38
ATVINNA 15. júní 2008 SUNNUDAGUR22 Auður Óskarsdóttir er blómaskreytir. Hún plantar matjurtum og sumarblómum í Grasa- garðinum í Laugardal. „Grasagarðurinn er safn og við hugsum um plönturn- ar sem slíkar, við merkjum þær og þær eiga allar sinn kóda,“ segir Auður. Hún bætir við að starfið hennar felist í því að planta og við- halda plöntunum. Auður tekur daginn snemma. „Ég byrja hérna úti í miðri borg að vinna, alltaf í yndislegu veðri, bara mismunandi yndis- legu. Ég heyri fuglasöng og ég heyri í dýrunum í Hús- dýragarðinum. Ég tel mig vera í mest spennandi starfi í veröldinni,“ segir Auður ánægð með starfið sitt. Talið berst að námi Auðar. „Ég er af blómaskreyting- arbraut Garðyrkjuskól- ans, þannig að ég er blóma- skreytir. Blómaskreyt- ingarnámið felst að miklu leyti í því að búa til blóma- skreytingar í ílát, verklega kennslan er mjög mikið þannig. Við getum búið til blómaskreytingar í mold- ina alveg eins og í skálina. Það eru sömu lögmál sem gilda í raun og veru.“ Auður segist alveg frá því hún man eftir sér hafa haft mjög mikinn áhuga á blómaskreytingum og garðahönnun. „Ég held ég hafi ekki gert mér grein fyrir því að ég gæti farið út í þetta,“ segir Auður og bætir við að hún hafi því ekki alltaf hugsað sér að verða blómaskreytir. „Þetta nám er nú ekki svo gamalt hérna. Ég held að fyrstu blómaskreytinga- nemar hafi útskrifast 1992. Það var ekkert um það að ræða hérna áður fyrr.“ Þegar Auður er innt eftir því hvað hún hafði hugs- að sér að starfa við áður en blómaskreytinganám- ið kom til segist hún allt- af hafa verið mjög upptek- in af því að búa eitthvað til. „Ég er kannski svolítill hönnuður í mér,“ segir hún og hlær. Partur af starfi Auðar felst í fræðslu, bæði fyrir börn og fullorðna. Síðast- liðinn fimmtudag, 12. júní, var einmitt fræðslukvöld í Grasagarðinum þar sem hún fræddi fólk um hvernig raða á saman matjurtum og sumarblómum. „Garðurinn getur verið einn blómapott- ur á sama hátt og skreyt- ingin í skálinni getur orðið stór garður.“ - mmf Heimsins allra skemmtilegasta starf Auður Óskarsdóttir hefur alltaf haft mikinn áhuga á blómaskreyting- um. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.