Fréttablaðið - 15.06.2008, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 15.06.2008, Blaðsíða 49
33 MENNING Þór Vigfússon á þrjú verk á ferðasýningu Carnegie Art Awards 2008. Verkin eru samsett úr lituðum glerplötum sem raðað er saman upp á vegg og mynda þannig litaðan endurkastsflöt. Þór hefur notast talsvert við gler og önnur iðnaðarefni í myndlist sinni, sem hann segir vera meira í ætt við framleitt efni en handverk. „Það er frekar erfitt að segja frá þessum verkum þar sem þau eru svo einföld,“ segir Þór um verkin þrjú. „Þetta gler er iðnaðar- efni og er talsvert notað til skrauts á húsklæðningar hérlendis. Ég datt niður á að nota þetta efni þegar ég var að leita að háglansandi fleti til að nota í verk mín. Ég var að taka þátt í samsýningu á skúlptúrum og langaði til þess að setja upp glansandi flöt í sýningarsalnum sem endurvarpaði einfaldlega verkum hinna listamannanna. Þessar glerplötur hentuðu einstaklega vel til verksins. Það eru nú komin svo mörg ár síðan þetta var að ég vil helst ekki hugsa um það, en ég hef allavega unnið með þetta efni síðan.“ Þór segist hrifinn af því að nota fram- leidd iðnaðarefni í verkum sínum. „Það er svosem allt í umhverfi manns unnið í vélum nútildags, þannig að það er ekkert skrítið að maður sæki í það. Ég vil forðast handversáferð og handverksyfirbragð í verkum mínum, mér finnst það ekki passa af einhverri ástæðu. En ég er annars mjög hrifinn af handverki almennt, bara ekki í minni eigin list.“ Ætla mætti að það sé nokkur heiður fyrir myndlistarmann að vera valinn inn á Carnegie Art Awards-sýninguna, þar sem að hún býður upp á rjómann af samtímalist á Norðurlöndum. Þór lætur sér þó fátt um finnast. „Ég veit satt best segja ekki hvort þessi sýning skipti mig nokkru máli. Það eina sem ég ímynda mér að þetta geti breytt er að ég fæ ágætis kynningu innanlands og utan og á í kjölfarið kannski betra með að selja verk. Það skiptir máli að geta lifað af listinni þannig að ef þetta gerir mér kleift að eyða meiri tíma í listsköpun þá er það náttúrulega bara gott.“ Þór segist lítið þekkja til myndlistar hinna Norðurlandanna og því síður sjá einhvern sameiginlegan flöt á henni. „Nei, ég þekki lítið til myndlistar á Norðurlönd- unum. Ég sá reyndar kynningarmynd fyrir Carnegie-sýninguna þar sem talað var við alla listamennina sem taka þátt og þar tók ég eftir því að þeir virðast hafa stærri og betri vinnustofur á hinum Norðurlöndun- um en við hér á Íslandi; ég öfunda þá af því. Svo virðist sem myndlistarmönnum sé sýndur meiri sómi í nágrannalöndunum, þeir fá eitthvað fyrir sinn snúð. Það eru náttúrulega bara meiri peningar í spilinu í stærri löndum.“ Þegar umstanginu í kringum Carnegie- sýninguna lýkur snýr Þór sér aftur að vinnu sinni. „Það eru ekki áætlaðar fleiri sýningar á verkum mínum í bráð,“ útskýrir hann. „Næst á döfinni hjá mér er að vinna stórt verk fyrir nýja byggingu Háskólans í Reykjavík; ég er búinn að úthugsa það og nú er komið að framkvæmdinni. Þess utan er framtíðin óráðin.“ Iðnaðarmaður íslenskrar myndlistar Þór Vigfússon: Án titils/ Untitled (2005) Þór Vigfússon Þórdís Aðalsteinsdóttir á tvö verk á sýningu Carnegie Art Awards í ár. Þórdís stundaði nám við Myndlista og handíðaskólann en að loknu námi hélt hún til New York þar sem hún settist að og tók meistaragráðu í School of Visual arts árið 2003. Verk hennar vöktu athygli Stefans Stux sem á mjög virt gallerí í borginni og hann bauð henni samstarf sem hefur haldist síðan. Málverk Þórdísar byggja á skýru myndmáli sem kann að virðast einfalt og „naíft“ við fyrstu sýn en býr yfir undirtóni þar sem leynast miklar tilfinningar, duld og jafnvel óhugnaður. Mörg verka hennar sýna dýr eins og birni, ketti og kýr í mannlegum hlutverkum. „Ég nota oft dýr í verkum mínum þar sem þau hafa einhvern veginn meiri tengingu við umhverfið, en eru þó yfirnáttúru- legri en draugar. Dýrin eru þó engin sérstök tenging við Ísland frekar en önnur lönd, þau eru bara ákveðin heimsmyndarsýn,“ útskýr- ir hún. „Ég er svo oft spurð um hvort íslensk náttúra hafi áhrif á verk mín og er orðin dálítið leið á þessari sífelldu tengingu. Ég lít bara á mig sem listamann, enda er bara litið á mann sem listamann hér úti og ekki verið að flokka fólk eftir uppruna þess. Fólk í New York hefur mjög misjafnar hugmyndir um Ísland. Sumir vita ekki hvar það er en aðrir eru æstir að ferðast þangað. Fólk verður þó oftast fyrir vonbrigðum þegar það kemst að stöðunni í álvera og virkjanamálum á Íslandi.“ Þórdís telur að hlutskipti íslensks listamanns í útlöndum hafi bæði sínar björtu og dökku hliðar og ætlar að vera áfram í New York í einhvern tíma. „Borgin er frábær og fjölbreytt og sveitin þar í kring er falleg og iðar af lífi.“ Aðspurð um hvort áhugi á norrænni myndlist sé að aukast segist Þórdís ekki hafa tekið eftir því. „Ég held ekki að það séu neinir sameiginleg- ir þræðir eða grunntónn hjá norrænum listamönnum.“ En hvaða þýðingu hefur það fyrir hana sem myndlistamann að vera valin inn á Carnegie Art Awards sýninguna? „Hún gefur mér tækifæri til að sýna í löndum sem ég hef ekki sýnt í áður. Og í Kópavogi.“ Þórdís hefur nóg fyrir stafni um þessar mundir og kemst ekki á opnun sýningarinnar í Gerðarsafni í næstu viku. „Ég er í hópsýningu í Chelsea sem var opnuð núna um helgina. Þetta er búið að vera mjög hektískt, en gaman. Næsta einkasýning hjá mér er svo næsta vor en hún er einnig í Chelsea-hverfi New York- borgar.“ Dýr eru yfirnáttúrulegri en draugar Þórdís Aðalsteinsdóttir Þórdís Aðalsteinsdóttir: Lactating Martyr ( 2006) 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.