Fréttablaðið - 15.06.2008, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 15.06.2008, Blaðsíða 50
MENNING 34 K jötborg fjallar um kjör- búðina á Ásvallagötu sem er rekin af bræðr- unum Gunnari og Kristjáni sem eru með síðustu kaupmönnum á horninu í Reykjavík. Kjötborg býr yfir ákveðnum sjarma sem Helga Rakel og Hulda Rós náðu að fanga í myndinni. Bræðurnir búa yfir eiginleikum sem eru kannski hverfandi í íslensku samfélagi í dag og allt yfirbragð Kjötborgar minnir á gamla tíma. Helga Rakel hafði búið í hverf- inu og þekkti bræðurna. „Ég fer ennþá og versla hjá þeim þó að ég sé flutt. En hugmyndin af mynd- inni varð til þegar ég og Hulda bjuggu saman í London árið 2000 en síðan liðu nokkur ár, ég flutti til Danmerkur og Hulda flutti heim. Við komumst svo inn í Talent Campus hjá European Document- ary Network árið 2004 og þá byrj- uðum við að þróa hugmyndina og rannsóknarferlið fór í gang,“ segir Helga. Myndin er því búin að vera fjög- ur ár í vinnslu. „Af því að ég hafði búið í hverfinu og mamma býr þar ennþá treystu bræðurnir okkur og af því að þeir treystu okkur þá treystu viðskiptavinirnir þeim,“ segir Helga og Hulda tekur undir: „Það er mjög mikið traust sem fólk ber til bræðranna.“ „Bræðurnir voru mjög til í þetta en ég held þeir hafi samt ekki gert sér grein fyrir því hvað þetta yrði langt ferli,“ segir Helga og hlær. „Við vorum ár að taka upp. En þeir voru ótrúlega fínir í samvinnu og rosalega jákvæðir. Hjálpuðu okkur oft og voru tilbúnir að koma til móts við okkur.“ Litla þorpið „Ég veit ekki hvort það er vegna þess að ég er úr litlu þorpi vestur á fjörðum, en þeir minna mig á þetta litla samfélag þar sem fólk heldur utan um hvort annað. Ef það springur dekk hjá einhverjum þá gerir maðurinn á næsta bæ við það. Fólk aðstoðar hvert annað. Þeir eru mikið þannig, þeir eru í alls konar reddingum og fá ekkert fyrir það. Nema kannski að fólk verslar í búðinni hjá þeim. Þeir eru að aðstoða fólk frá því þeir vakna á morgnana og þangað til þeir fara að sofa,“ útskýrir Helga Rakel. „Búðin er þeirra líf og þeir eru þarna allan sólarhringinn. Þeir eru í þessu með hjartanu. Það sem mér fannst merkilegt er að þeir hafa ákveðna eiginleika sem eru orðnir frekar sjaldgæfir í dag. Þeir eru mjög óeigingjarnir og eru ekki alltaf að spá í peningana. Þeir eru ósérhlífnir og njóta þess að hjálpa og vera í hringiðunni á því sem er að gerast í hverfinu. Svona búðir eru að deyja en þegar fólk sér myndina þá sér það að það er ástæða fyrir því að þessi búð hefur lifað af,“ bætir Hulda við. Lítið pláss Þeir sem hafa komið inn í Kjötborg vita að þrengslin eru mikil þar og vörur útum allt og hvergi pláss látið fara til spillis, það var ekki auðvelt að koma tökuliði fyrir inn- andyra. „Þetta er lítil búð þannig að það var ekki pláss fyrir töku- menn og hljóðmenn og allt heila klabbið ef maður ætlar að ná svona löngum tökum. Við höfðum ekki um marga ramma að velja, við þurftum bara að finna hvar var pláss í hillunum og setja mynda- vélar þar en þær voru alveg sýni- legar,“ útskýrir Helga. „Það var líka hljóðnemi í loftinu sem var mjög áberandi. Það eru nokkrar tökur þar sem haldið er á mynda- vélinni en það var bara svo rosa- lega lítið pláss til þess. Það voru allir í hverfinu mjög meðvitaðir um að það væri verið að gera þessa mynd,“ bætir Hulda við. „Ef einhver vildi ekki vera mynd- aður þá slökktum við bara á vélinni. Annars myndi fólk ekkert treysta okkur og það þýðir ekki að vera heimildarmyndagerðarfólk með yfirgang,“ segir Helga og hlær. Allar árstíðir „Við fylgdumst með búðinni reglu- lega í átta til tíu mánuði þannig að við fönguðum allar árstíðir en það var alls ekki erfitt að fanga gott efni,“ segir Helga enda eru senurn- ar milli bræðranna og viðskiptavin- anna dásamlegar. Myndin er líka byggð upp á viðtölum og nokkrum viðskiptavinum fylgt eftir. „Frá upphafi var planið að nota sem minnst úr viðtölunum við bræð- urna. Við notum aðallega sögurnar sem þeir segja. Þeir eru miklir sagnamenn. Við vildum láta mynd- irnar tala sjálfar, aðstæðurnar, og samtöl milli fólks. Það var aðferðin sem við notuðum. Ég er ekki mjög hrifin af svona viðtalsheimildar- myndum, ég hef meiri áhuga á heimildarmyndaforminu og að leika mér með það,“ útskýrir Hulda Rós. „Kannski þess vegna ákváðum við að nota aukapersónur og létum þær spila stóra rullu, það er góð leið til að sýna bræðurna í gegnum per- sónurnar,“ segir Helga. Erfitt að koma henni saman Það tók svo langan tíma að koma myndinni saman. „Við erum kröfu- harðar,“ segir Hulda og hlær. „Okkur þykir líka vænt um verk- efnið, við erum búnar að leggja allt okkar í þetta síðustu árin,“ útskýrir Helga. „Við vildum líka að allir fengju þá meðhöndlun sem þeir áttu skilið og við vorum mjög heppnar að finna Stefaníu Thors sem klippti myndina og líka Sindra Má Sigfússon sem samdi tónlist- ina.“ „Við vorum lengi að leita að klipp- ara og það er hægara sagt en gert á Íslandi í dag að finna klippara sem maður er sáttur við og finnst gott að vinna með. Svo bara á síðustu mán- uðum og vikum small allt og við ýttum öllu til hliðar til að klára myndina,“ segir Helga Rakel. Samvinna mikilvæg „Margir spurðu af hverju við værum að gera þetta tvær, fólk er vant að það sé einn leikstjóri, en það var alveg frábært að vinna saman í þessu verkefni. Á tökustað erum við með hljóðmann og myndatöku- mann og eigum samskipti við alla í kring. Bara á tökustað er fínt að vera tvær og allur díalógur er mjög hollur í ferlinu. Við þurfum að ræða hlutina og mér finnst við alltaf hafa komist að mjög skynsamlegri niðurstöðu,“ segir Helga. „Það gerir hlutina stærri og víkk- ar út sjóndeildarhringinn. Svo er það líka praktískt, það er í ótrúlega mörgu að snúast og við tókum stór- an þátt í framleiðslu,“ segir Hulda en myndin er framleidd af Þorfinni Guðnasyni. „Þetta er langt ferli og maður þarf að hafa einhvern sem maður getur stólað á,“ bætir Helga við. „Ég hef mjög mikla trú á svona samvinnu. Við erum líka báðar með bakgrunn í listum og í fræðum. Það er mjög góður grunnur, við komum svolítið úr sitt hvorri áttinni en þetta rennur saman einhvers staðar,“ segir Helga. Helga Rakel er menntuð í bók- menntum og leiklist og Hulda Rós í myndlist, hönnun og mannfræði. „Svona bakgrunnur kemur að góðum notum, mannleg samskipti skipta líka lykilatriði í heimildar- myndagerð.“ Kjötborg á Skjaldborg Stelpurnar rétt náðu að klára mynd- ina fyrir heimildarmyndahátíðina á Patreksfirði sem haldin var um hvítasunnuhelgina, þar sem þær unnu áhorfendaverðlaunin. „Það var rosalega gaman á Skjaldborg,“ segja þær í kór, „Og okkur þykir báðum mjög vænt um það að áhorf- endur hafi valið þessa mynd.“ „Það var ótrúlega góð stemning þarna og Patreksfirðingar gerðu alveg hátíðina og tóku ótrúlega vel á móti okkur. Það er frábær hugmynd hjá skipuleggjendum Skjaldborgar að vera með svona hátíð úti á landi fyrir bransafólkið til að hittast eina helgi og vera með einn bíósal þannig að maður getur séð allt prógramm- ið,“ segir Hulda. „Fólk er þarna til að horfa á bíó og líka að fá heimildarmyndagerðar- menn eins og Albert Maysles sem hefur lifað öll þessi ár í bransanum og gert allar þessar myndir er ótrú- lega þýðingarmikið,“ segir Helga en Maysles var heiðursgestur hátíðar- innar. „Það var frábært að heyra hann tala og sjá myndirnar hans. Og að sjá allt sem er að gerast á Íslandi, það er greinilega mikil gróska í heimildarmyndum. Þetta var mjög gott tækifæri til að sjá hvað aðrir eru að gera og ég held það muni hafa áhrif á heimildarmyndafram- leiðslu hérna heima að fólk sé kynnt svona saman og vakið athygli á því sem hver og einn er að gera.“ Sýningar á heimildarmyndinni Kjötborg hefjast næstu helgi í Háskólabíói og verður hún sýnd frá 20.-25. júní. KAUPMENNIRNIR Á HORNINU Helga Rakel og Hulda Rós vildu fanga þann sjarma sem einkennir Kjötborg, sjarma sem er hverfandi í íslensku samfélagi í dag. Síðustu móhíkanarnir? Gunnar og Kristj- án í Kjötborg. Heimildarmynd um Kjötborg eftir Helgu Rakel Rafnsdóttur og Huldu Rós Guðnadóttur verður sýnd í Háskólabíó í næstu viku. Myndin hlaut áhorfenda- verðlaunin á heimildarmyndahátíðinni Skjaldborg á Patreksfi rði en hún fjallar um bræðurna Gunnar og Kristján, síðustu móhíkana smákaupmannastéttar- innar, og lífi ð í Kjötborg. KVIKMYNDIR HANNA BJÖRK VALSDÓTTIR Einar M ár Jónsson Maí 68 – Frásögn „Fyrir þá sem ekki hafa kynnt sér það sem gerðist vorið ’68 er bókin mikill fengur, hún fer allítarlega yfir söguna og lýsir vel þeirri ringulreið sem ríkti í París þetta vor, bæði á götum úti og í pólitíkinni.“ Þröstur Helgason – Lesbók Morgunblaðsins, 24. maí 2008. „… skyldulesning fyrir öll ungmenni sem hafa áhuga á að bæta veröldina.“ Þráinn Bertelsson – Fréttablaðið, 31. maí 2008 „Síðasta bók Einars, Bréf til Maríu, kom út í fyrra og hlaut mikið umtal. Vefritið hvetur lesendur sína til að kynna sér þessa bók.“ – Vefritið, 6. júní 2008 Vandaðar bækur fyrir vandláta lesendur sími 561 0055 • www.ormstunga.is 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.