Fréttablaðið - 15.06.2008, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 15.06.2008, Blaðsíða 54
MENNING 38 T ónlistarhátíðin Við Djúpið verður haldin í sjötta sinn á Ísafirði dag- ana 17.-23. júní næst- komandi. Hátíðin hefur nú skipað sér í fremstu röð tónlistar hátíða landsins, enda framsækin og metnaðarfull með eindæmum. Hún er um leið sú eina sinnar tegundar þar sem jafn rík áhersla er lögð á tónlistarnám- skeið samhliða tónleikahaldi. Ákaflega spennandi dagskrá er í boði í ár sem endranær. Kennt er á hverjum degi á meðan á hátíðinni stendur og allir koma fram á tónleikum, bæði kennarar og nemendur. Erlendir gestir hátíðarinnar að þessu sinni eru þeir Pekka Kuusisto, en hann er tvímælalaust einn áhugaverðasti fiðluleikari ungu kynslóðarinnar í heiminum í dag og hinn marg- verðlaunaði norski píanóleikari Håkon Austbø. Að auki koma fram á hátíðinni tónlistarmenn á borð við Hönnu Dóru Sturlu- dóttur, Kurt Kopecky, Unu Sveinbjarnardóttur, Agnar Már Magnússon og Tinnu Þorsteins- dóttur, en Tinna er jafnframt listrænn stjórnandi hátíðarinnar. Yfirlýst markmið hátíðarinnar er að auka við fjölbreytni í menningarlífi á Vestfjörðum og gefa þannig almenningi sem og ferðamönnum kost á að njóta tónlistar í upphafi hins hefð- bundna ferðamannatíma í fagurri náttúru þessa landshluta. Ísafjarðarbær er reyndar þegar vel þekktur um land allt og víðar fyrir blómlegt tónlistarlíf og hýsir til að mynda einnig tónleikahátíðina Aldrei fór ég Suður, sem laðar að sér fjölda fólks á ári hverju. Ekki er útlit fyrir annað en að tónlistarstarf- semi á Ísafirði eflist enn um sinn; stefnt er að því að Við Djúpið verði áfram árviss viðburður þar sem þekktum innlendum og erlendum listamönnum verður boðin þátttaka. Í ár verður sú nýjung á dagskrá hátíðarinnar að boðið verður upp á fræðandi hádegistónleika. Um er að ræða stutta tónleika sem eru samofnir fræðandi erindum listamannanna. Nánari upplýsing- ar um dagskrá hátíðarinnar má finna á www.viddjupid.is Tinna Þorsteinsdóttir listrænn stjórn- andi Við Djúpið. Hanna Dóra Sturludóttir söngkona og Kurt Kopecky píanóleikari kenna og koma fram á hátíðinni. KENNSLA OG TÓNLEIKAHALD TÓNLIST VIGDÍS ÞORMÓÐSDÓTTIR Við Djúpið opið alla daga 9-19 Ný og mikið endurbætt sýning um víkingaöld og Njáls sögu, nú með hljóðleiðsögn á þremur tungumálum. 7.-29. júní Myndlistasýning Ingunnar Jensdóttur, sölusýning 1.- 22. júlí Hófadynur teikninga- og ljósmyndasýning Katrínar Óskarsdóttur og Jóns Eiríkssonar Skemmtilegt safn um sögu verslunar á Suðurlandi, m.a. kaupfélögin á Selfossi, Hellu, Rauðalæk og Hvolsvelli. Hlíðarvegi 16 • 860 Hvolsvöllur • www.njala.is njala@njala.is • Sími: 487-8781 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.