Fréttablaðið - 15.06.2008, Blaðsíða 63

Fréttablaðið - 15.06.2008, Blaðsíða 63
SUNNUDAGUR 15. júní 2008 23 Leikkonan Katherine Heigl úr Grey’s Anatomy hefur farið fram á að nafn hennar verði tekið af lista yfir þær leikkonur sem koma til greina til að hljóta tilnefningu til Emmy-verðlaunanna. Hún hlaut Emmy-verðlaunin fyrir túlkun sína á Isobel Stevens í læknadramanu vinsæla í fyrra. Heigl segist hins vegar ekki verðskulda verðlaunin í ár, þar sem hún hafi ekki fengið úr miklu að moða frá handritshöfund- um. „Mér fannst ekki að ég hefði fengið efni sem verðskuldaði til- nefningu til Emmy-verðlaunanna og til að reyna að viðhalda virðu- leika samtakanna lét ég fjarlægja nafn mitt af listanum,“ sagði Heigl í viðtali við Los Angeles Times. „Þar að auki vildi ég ekki eyði- leggja möguleika einhverrar leik- konu sem hafði fengið slíkt efni,“ bætti hún við. Aðstandendur Grey’s Anatomy eru ekki alfarið sáttir við þessar útleggingar Heigl. „Fólk lagði sig allt fram til þess að koma til móts við kvikmyndatökur hjá henni, og svo gagnrýnir hún þáttinn fyrir að gefa henni ekki nægilegt efni? Það er vanþakklátt gagnvart rithöfund- unum sem áttu heiðurinn af því að hún vann þessi verðlaun til að byrja með,“ segir heimildarmaður Enter- tainment Weekly um stemninguna á bak við tjöldin hjá Grey’s Anatomy. Þetta ýtir undir orðróm um að Heigl vilji losna frá þáttunum sem fyrst. Hún hefur upp á síðkastið leikið í myndum á borð við Knock- ed Up og 27 Dresses og er sá leikari úr þáttaröðinni vinsælu sem hefur átt hvað mestum vinsældum að fagna á hvíta tjaldinu frá því að þættirnir slógu í gegn. Hún mun því ólm vilja skilja Izzie Stevens að baki og einbeita sér að þeim ferli sínum. Ósætti hjá Grey‘s Anatomy VILL EKKI EMMY Katherine Heigl vill ekki sjá að hún verði tilnefnd til Emmy-verðlaun- anna í ár, þar sem henni finnst hún ekki hafa fengið úr miklu að moða frá handritshöfundum Grey‘s Anatomy. Orðrómur hefur kviknað um endur- komu Brimklóar á tónleikamark- aðinn. „Menn eru að vinna ýmis- legt annað. En jú, við erum að skrafa saman. Það er með okkur eins og stjórnmálamennina, það er þrýst á okkur úr mörgum áttum. Við erum að hugsa þetta og það kæmi mér ekki á óvart að við kæmum fram á völlinn á næst- unni,“ sagði Björgvin Halldórs- son. Ef til þess kæmi myndi Brim- kló spila á öllum helstu stöðunum, víða um landsbyggðina. Spurður hvort hann íhugaði rútutúr svar- aði hann að „þetta yrði kannski tekið alla leið“. Ef af verður er stefnan sett á tónleikaferð seinni part sumars eða næsta haust. Ann- ars er Björgvin að æfa upp djass- band með Birni Thoroddsen auk vinnu í hljóðveri. - kbs Bó gó með Kló? BRIMKLÓ Á LEIÐ Í RÚTUFERÐ? Björgvin Halldórsson á tónleikum. Listahópurinn Weird Girls leitar nú logandi ljósi að gamaldags hjólaskautum. „Þeir verða hluti af næsta verkefni hjá okkur, sem verður væntanlega í júlí. Meira get ég eiginlega ekki sagt, enda er þetta alltaf svolítið leyni- makk,“ segir Ragnhildur Jóhannsdóttir, einn meðlima Weird Girls. Hópinn vantar skauta í stærðum 36, 37, 38, 39, 41 og 42 og þeir þurfa ekki að hafa annað til að bera en að vera nothæfir. Ragnhildur segir það þó hafa gengið brösuglega að hafa uppi á skautum. „Ég hef fengið ein og ein skilaboð um að einhver lumi á skautum, en margir virðast vera búnir að týna sínum. Og sumir tíma ekki sínum,“ segir Ragnhildur, sem telur að við línuskauta sé að sakast hvað varðar brotthvarf gömlu skautanna. „Þeir eru samt ennþá í framleiðslu úti, en það virðast allir hafa skipt út fyrir línu- skauta,“ segir hún. „Ég hef reyndar ekki farið á línuskauta sjálf ennþá. Síðast þegar ég fór á hjólaskauta voru það svona gamaldags, þannig að mig grunar að ég þurfi smá þjálfun- arbúðir þegar ég skelli mér loksins í þá,“ segir hún og hlær. Weird Girls hefur verið boðið á listahátíð í London í október, og þegar blaðamaður náði tali af Ragnhildi var hún á leið í fjáröflun fyrir ferðina. „Við ætlum að selja gömlu fötin okkar á útimarkaðnum hjá Organ, vorum í gær og verðum þar í dag,“ segir Ragnhildur. Markaðurinn er opinn frá 14 til 19. Lumi einhver á gamaldags hjólaskautum má hafa samband við Ragnhildi í síma 659 6644. Leita hjóla- skauta log- andi ljósi LÝSA EFTIR SKAUTUM Listahópurinn Weird Girls leitar logandi ljósi að gamal- dags hjólaskautum fyrir næsta verkefni sitt. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ÚTDAUÐIR? Línuskaut- ar virðast hafa valdið útdauða hjóla- skautanna hér á landi, en Weird Girls hefur reynst erfitt að hafa uppi á pörum á borð við þetta. N O R D IC PH O TO S/ G ET TY Þú missir ekki bara bílprófið ef þú ekur of hratt, heldur gæti bíllinn þinn verið gerður upptækur og þú greitt sekt sem jafngildir mánaðarlaunum margra. Hraðakstur borgar sig ekki - Í ALVÖRUNNI!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.