Fréttablaðið - 15.06.2008, Blaðsíða 67

Fréttablaðið - 15.06.2008, Blaðsíða 67
SUNNUDAGUR 15. júní 2008 27 Landsbankinn býður 16 ára og yngri á völlinn. Sækja þarf boðsmiðann í næsta útibú Landsbankans. Þróttur R.sun. 15. júní sun. 15. júní sun. 15. júní sun. 15. júní mán. 16. júní mán. 16. júní 7. umferð HK KR Fylkir16:00 16:00 ÍA Valur16:00 Grindavík Keflavík16:00 Fjölnir 19:15 Breiðablik FH20:00 Fram Landsbankadeild karla Aftureldingsun. 15. júní sun. 15. júní mán. 16. júní mán. 16. júní mán. 16. júní 7. umferð Þór/KA Breiðablik Valur19:15 19:15 HK/Víkingur19:15 Keflavík Fjölnir19:15 Fylkir 19:15 Stjarnan Landsbankadeild kvenna KR FÓTBOLTI ÍBV heldur áfram að fara mikinn í 1. deildinni en í gær vann liðið sinn sjöunda leik í röð og að þessu sinni gegn KA. ÍBV er langefst í deildinni enda með fullt hús stiga. Leiknir vann góðan sigur á Víkingi Reykjavík en hvorki gengur né rekur hjá þessu gamla stórveldi á 100 ára afmælisárinu. - hbg 1. deild karla: Eyjamenn óstöðvandi Í TÓMU TJÓNI Það gengur hvorki né rekur hjá Agli Atlasyni og félögum í Víkingi þessa dagana. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL 1. deild karla ÍBV-KA 1-0 Atli Heimisson. Leiknir-Víkingur R. 1-0 Rune Koertz. Stjarnan-Víkingur Ó. 3-0 Þorvaldur Árnason, Zoran Stojanovic, Ellert Hreinsson. Þór-Fjarðabyggð 1-0 Alexander Linta. KS/Leiftur-Haukar 1-4 Ragnar Hauksson - Ómar Karl Sigurðsson, Goran Lukic, Denis Curic, Ásgeir Þór Ingólfsson. STAÐAN: 1. ÍBV 7 7 0 0 16:1 21 2. Selfoss 6 4 2 0 18:10 14 3. Stjarnan 7 4 2 1 11:5 14 4. Haukar 7 2 3 2 14:12 9 5. Fjarðabyggð 7 2 3 2 13:12 9 6. Víkingur Ó. 7 2 3 2 4:7 9 7. Þór 7 3 0 4 10:16 9 8. KA 7 2 2 3 9:11 8 9. Víkingur R. 7 2 1 4 11:13 7 10. Leiknir R. 7 1 2 4 8:13 5 11. Njarðvík 6 1 2 3 4:11 5 12. KS/Leiftur 7 0 2 5 7:14 2 ÚRSLIT FÓTBOLTI Portúgal og Sviss mætast á EM í dag en leikur liðanna hefur þýðingu fyrir hvorugt liðanna. Portúgal er komið áfram og Sviss á ekki lengur möguleika á að komast áfram. Fastlega er búist við því að Luiz Felipe Scolari, þjálfari Portúgals, hvíli lykilmenn í dag og Cristiano Ronaldo segir það vera mjög jákvætt. „Leikmenn sem hafa ekki fengið tækifæri til að sýna sig fá nú kærkomið tækifæri. Þeir munu vafalítið gera allt til þess að sýna þjálfaranum að þeir eigi að vera í byrjunarliðinu,“ sagði Ronaldo, sem líklega verður einn af þeim leikmönnum sem fá að hvíla. - hbg Sviss og Portúgal mætast: Scolari mun hvíla lykilmenn CRISTIANO RONALDO Fær væntanlega kærkomna hvíld í dag. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Hollenska landsliðið hefur farið gjörsamlega á kostum á EM og unnið bæði Ítalíu og Frakkland sannfærandi. Framherjinn Ruud van Nistelrooy segir að þessi frábæra spilamennska hollenska liðsins komi ekki síst leikmönnum sjálfum á óvart. „Við erum enn að átta okkur á þessu. Við gátum ekki búist við þessari frábæru spilamennsku því við vorum ekkert í svo góðu standi fyrir mótið. Nú er ein- hvern veginn allt að smella hjá okkur og sjálfstraustið er mikið hjá leikmönnum, sem skiptir gríðarlega miklu máli,“ sagði van Nistelrooy, sem náði ekki að skora gegn Frökkum en spilaði engu að síður mjög vel. „Ég reyndi að skila minni vinnu, þurfti oft að snúa bakinu í markið og það gekk bara vel,“ sagði van Nistelrooy. - hbg Ruud van Nistelrooy: Gengið kemur okkur á óvart RUUD VAN NISTELROOY Gott gengi Hollands kemur honum á óvart. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Annarri umferð riðla- keppni EM lauk í gær með leikjum í D-riðli. Spánverjar tryggðu sér farseðilinn í átta liða úrslitin með sigri á Svíum, 2-1. Rússar lögðu Evrópumeistara Grikkja, 1-0, og sáu um leið til þess að Grikkjum tækist ekki að verja titil sinn enda eru þeir með tapinu úr leik. Spánverjar byrjuðu leikinn með miklum látum í gær og Fernando Torres kom þeim yfir eftir aðeins stundarfjórðung. Skömmu síðar fór Carles Puyol af velli og við það riðlast leikur Spánverja nokkuð og botninn datt nánast úr leik þeirra. Svíar jöfnuðu síðan á 34. mínútu með marki frá Zlatan Ibrahimovic en Iker Casillas í marki Spánverja hefði líklega átt að gera betur en hann gerði. Það stefndi allt í jafn- tefli þegar David Villa skoraði lag- legt sigurmark fyrir Spánverja á 92. mínútu. Grátlegt fyrir frændur vora Svía. „Að sjálfsögðu er mjög sárt að tapa á þennan hátt,“ sagði Lars Lagerbäck, þjálfari Svía, frekar súr eftir leikinn. „Við vorum mjög góðir í fyrri hálfleik og sköpuðum fjölda færa. Spánverjar voru vissulega meira með boltann og fengu sín færi. Þrátt fyrir tapið er enn allt í okkar höndum og við notum næstu daga til að hlaða raf- hlöðurnar.“ Zlatan fór af velli í hálfleik og Lagerbäck segir eðlilega ástæðu fyrir því. „Zlatan var eitthvað slappur í hnénu og eftir að lækna- liðið hafði metið hann var ákveðið að taka hann af velli í stað þess að hætta á frekari meiðsli,“ sagði Lagerbäck. Luis Aragones, þjálfari Spán- verja, sagði sigur sinna manna hafa verið sanngjarnan. „Mér finnst við vera betra liðið og þá sérstaklega í síðari hálfleik. Það leyndi sér ekki að Svíar voru mjög þreyttir og við fengum færin. Við vorum lánsamir að eiga Villa sem skoraði nánast ómögulegt mark. Ég skil ekki hvernig hann fór að þessu,“ sagði Aragones. Evrópumeistarar Grikkja og Rússar mættust í síðari leik dags- ins í gær og þar höfðu Rússar betur, 1-0, í leik sem var talsvert skemmtilegri en búist var við. Evr- ópumeistarar Grikkja komast þar með ekki áfram í átta liða úrslitin. Það var Konstantin Zyrianov sem skoraði eina mark leiksins á 33. mínútu. henry@frettabladid.is Spánverjar komnir áfram á EM eftir dramatískan sigur á Svíum í gær: Villa skaut Spánverjum áfram HETJAN David Villa fagnar hér sigurmarki sínu í gær en það kom upp úr engu í upp- bótartíma. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.