Fréttablaðið - 15.06.2008, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 15.06.2008, Blaðsíða 70
30 15. júní 2008 SUNNUDAGUR HVAÐ SEGIR MAMMA? „Ég er eðlilega mjög stolt af þessari nýju plötu hans og öllu sem hann hefur verið að gera. Ég spurði hann: „Og hvað spurðirðu mömmu?“ – „Æ það var nú svo margt.“ Ég hef fylgst með honum frá því að hann byrjaði og reynt að fara á alla tónleika. Það er sko ekki leiðinlegt þegar maður er á tónlistarverðlaunum og tveir synir manns fá verðlaun.“ Gróa Hreinsdóttir, móðir Sigurðar Guðmundssonar, sem gaf út plötuna Oft spurði ég mömmu á dögunum. Hvað er að frétta? Það er bara allt mjög gott að frétta. Augnlitur: Blár/grár, liturinn breytist eftir því hvernig skapi ég er í. Starf: Auglýsingaleikstjóri. Fjölskylduhagir: Ég er í sambúð og með lítinn hryðjuverkamann á leiðinni í lok sumars. Ertu hjátrúarfullur? Á vissan hátt, já. Ég á til dæmis húfu sem ég ferðast alltaf með þó svo að ég noti hana aldrei. Þessi húfa hangir alltaf á handfarangrinum mínum og er orðin ansi skítug og ljót eftir öll ferðalögin. Uppáhaldsmatur: Allt sem menningar- klúbburinn Matur og Massi eldar finnst mér gott. Fallegasti staðurinn: Toppurinn á Snæfellsjökli þegar það er sól. iPod eða geislaspilari: iPod. Helsti veikleiki: Mamma mín mundi segja að minn helsti veikleiki sé að ég kunni ekki að fara með peninga. Helsti kostur: Ég bý til mjög góða berna- ise-sósu. Helsta afrek: Ætli það sé ekki tilvonandi sonur minn. Hver er draumurinn? Að taka titilinn Best klæddi maður ársins af Jóhanni Meunier næsta ár. Hver er fyndnastur/ fyndnust? Ísey Sævarsdóttir, litla systir mín. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Leiðinlegt fólk fer í taugarnar á mér. Hvað er mikil- vægast? Ást og ham- ingja. HIN HLIÐIN ÞÓRHALLUR HELGI SÆVARSSON AUGLÝSINGALEIKSTJÓRI Býr til mjög góða bernaise-sósu Þegar veðrið leikur við landann og sólin er sem hæst á lofti fyllast ísbúðir bæjarins af fólki. Fjöl- margar ísbúðir eru víðsvegar um bæinn og því getur verið úr vöndu að ráða þegar kemur að því að velja besta ísinn. Fréttablaðið fór á stúfana og fékk með sér álits- gjafana Jóhann G. Jóhannsson leikara, Ernu Hrönn Ólafsdóttur söngkonu og Emilíu Benediktu Gísladóttur dansara til að taka út hefðbundinn vanilluís úr vél í nokkrum af helstu ísbúðum bæjar- ins og gefa honum einkunn frá einum upp í fimm. Besti ísinn reyndist vera í Ísbúð Vestur- bæjar. Ísbúðin Erluís, Fákafeni 9 Rúmgóð búð þar sem hægt er að sitja á háum stólum við gluggana eða við lægri borð fyrir börnin. Vinsælast: Ís í brauðformi, bragða- refur fyrir unglingana og trúðaís fyrir börnin. Nýjungar: Hægt að fá ís án við- bætts sykurs. Verð: Lítill ís í brauðformi 160 krónur. Álitsgjafarnir sögðu um hefð- bundna ísinn: „mjúkur ís, ekki of sætur.“ „Hentar þeim sem vilja mikið rjómabragð.“ „Kjörísinn er alltaf góður.“ Einkunn: 3,5 Ísbúðin í Álfheimum Gefur sig út fyrir að vera með landsins mesta úrval af ís og býður meðal annars upp á ekta ítalskan kúluís að hætti eigand- ans, sem lærði ísgerð á Ítalíu. Vinsælast: Bragðarefur og frost- bræðingur, þar sem ís og ýmsu góðgæti er hrært saman á fros- inni marmaraplötu. Nýjungar: Ískaldi ísinn sem inni- heldur aðeins 2,9 prósent fitu, fjórar tegundir af jógúrtís og frostbræðingurinn. Verð: Lítill ís í brauðformi 200 krónur. Álitsgjafarnir sögðu um hefð- bundna ísinn: „Mjög hlutlaus og bragðlítill.“ „Sérstakt eftirbragð.“ „Aðeins of sætur.“ Einkunn: 1,5 Álitsgjafarnir sögðu um „ískalda ísinn“: „Mjög góður.“ „Líkur Brynjuís en nær ekki sama norð- lenska bragðinu.“ „Of mikið frost í honum.“ Einkunn: 3 Ísbúð Vesturbæjar Lítil ísbúð sem hefur fest sig í sessi og hefur nú opnað útibú á Grensásvegi 50. Vinsælast: „Gamli ísinn“ í brauð- formi og bragðarefir. Nýjungar: Engar sérstakar. Verð: Lítill ís í brauðformi 170 krónur. Álitsgjafarnir sögðu um „nýja ísinn“: „Léttur og mjúkur.“ „Fínasta eftirbragð.“ „Passlega mikið rjómabragð en jafnast ekki á við gamla ísinn.“ Einkunn: 3 Álitsgjafarnir sögðu um „gamla ísinn“: „Skemmtilega þéttur, með gott mjólkurbragð.“ „Gæti borðað hann í lítratali.“ „Besti ísinn í bænum.“ „Ég biði í röð eftir þess- um.“ Einkunn: 5 Ísbúðin Ingólfstorgi Mjög lítil ísbúð þar sem afgreitt er í gegnum lúgu í hjarta miðbæjar ins. Vinsælast: Ís í brauðformi og bragðarefur. Nýjungar: Jógúrtís sem er fitu- og sykurminni. Verð: Lítill ís í brauðformi 190 krónur. Álitsgjafarnir sögðu um hefð- bundna ísinn: „Mjög girnilegur að sjá en of mikið rjómabragð.“ „Varð fyrir vonbrigðum.“ „Of sætur og vont eftirbragð.“ Einkunn: 0,5 Álitsgjafarnir sögðu um jógúrtís- inn: „Alls ekki að gera sig.“ „Versti ís sem ég hef smakkað á ævinni.“ „Hvers konar bragð er þetta?“ Einkunn: 0 JÓI, ERNA HRÖNN OG EMILÍA: ÍSINN BRAGÐAST VEL Á SUMRIN Besti ísinn er í vesturbænum LÍTILL ÍS Í BRAUÐFORMI Hefðbundinn vanilluís úr vél reyndist vera mjög mis- munandi milli ísbúða. ÁLITSGJAFARNIR Í GÓÐUM GÍR Jóhann, Erna og Emilía smökkuðu ís í fjórum af helstu ísbúðum bæjarins og gáfu honum ein- kunn. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA „Upphaflega ætlaði ég aðeins að vera viku í Rio de Janeiro en ég varð svo heilluð af borginni að ég ákvað að vera lengur,“ segir Anna Smáradóttir, sem vann í þrjá mán- uði sem enskukennari í einu af fátækrahverfum Rio de Janeiro í Brasilíu. Spurð hvernig hún hafi fengið starfið segir hún: „Maður sem ég þekki kom mér í samband við konuna sem rekur skólann. Þetta var sjálfboðaliðastarf á vegum nýrra samtaka sem kallast Favela Reszetiva og ég var fyrst til að taka að mér kennarastarfið.“ Anna segir að menntakerfið í Brasilíu sé mjög slæmt og að hún hafi heyrt af enskukennurum sem tali litla sem enga ensku. Í bekkn- um sem Anna kenndi var fólk á öllum aldri, allt frá börnum til full- orðinna, og margir bjuggu við mjög bág kjör. „Kennslan gekk mjög vel þrátt fyrir takmarkaða kunnáttu í portúgölsku. Ég þýddi kennsluefnið yfir á portúgölsku fyrir hverja kennslustund og var því vel undirbúin fyrir tímana. Annars held ég að það sé ekki endi- lega nauðsynlegt að kunna tungu- mál heimamanna til að geta kennt ensku. Brasilíumenn eru hálfgerð letiblóð og vilja fyrst og fremst hafa gaman af kennslunni, oft end- aði ég á því að leika hluti og dýr fyrir bekkinn og reyndist það mjög vel,“ segir Anna. Eftir dvölina í Rio segist Anna sjá eftir því hversu áhugalaus námsmaður hún var á yngri árum. „Það eru forréttindi að geta gengið að góðri menntun vísri eins og við gerum hér á Íslandi,“ segir hún. „Í Brasilíu verða menn að greiða háar fjárhæðir vilji þeir hljóta sæmilega menntun og það er alls ekki á allra færi. Þess vegna eru samtök eins og Favela Reszetiva mikilvæg.“ Á næsta ári hyggst Anna snúa aftur til Brasilíu og taka þar Celta- námskeið sem veitir henni alþjóð- leg kennsluréttindi í ensku. „Ég er strax byrjuð að safna mér fyrir flugmiðanum út,“ segir Anna að lokum. - sm Kenndi ensku í fátækrahverfi í Brasilíu FÁTÆKRAHVERFI Í RIO DE JANEIRO Fólk býr víða við mikla fátækt í borginni. ANNA SMÁRADÓTTIR Er byrjuð að safna fyrir næstu ferð út. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Félag Kráareigenda hélt fund á miðvikudag um hvernig skuli bregð- ast við þeim tíðind- um að Ölstofunni og Vegamótum er gert að loka klukkan þrjú um helgar en ekki hálf sex. Meðal hugmynda er að vera ekki með kaffisölu á 17. júní sem og að athuga hvort samstaða náist meðal veitingastaðaeigenda um að loka allir klukkan þrjú um helgar. En Kormákur Geirharðsson og félagar meðal verta segja að svo virðist sem menn séu búnir að steingleyma því hvers vegna opn- unartími var rýmkaður. Geirfuglar, sú gáskafulla og ágæta hljómsveit sem leikarinn Halldór Gylfason fer meðal annars fyrir, stefndi að því að vera með útgáfu- tónleika að kvöldi mánudags. Ný plata frá þeim ber heitið Árni Berg- mann og feta þeir með nafngiftinni í fótspor Mínus sem gaf út plötuna Halldór Laxness. Útgáfutónleikunum hefur nú verið frestað en kona Árna Bergmann, Lena Berg- mann, lést nýverið og verður jarðsungin í vik- unni. Hinum tillitssömu Geirfuglum þótti ekki við hæfi að fagna útgáfu plötu sinnar í sömu viku og það er. - jbg FRÉTTIR AF FÓLKI VELJUM LÍFIÐ 22.10.1979 VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8 1. Írar. 2. Jutta Urpilainen. 3. 28. apríl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.