Fréttablaðið - 16.06.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 16.06.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Á heimili Evu Hrannar Hafsteinsdóttur eru kyn- legar heimilisgyðjur sem hún hefur skapað.„Ég byrjaði að mála gyðjurnar í barneignaleyfi fyrir sjö árum síðan og hef tekið nokkrar tarnir í þessu,“ segir Eva Hrönn, sem vill helst kalla sig lífslista- mann. „Í fyrstu vann ég með þetta sérstak b þegar ég var í myndlist kóleik sjálfsmyndir þar sem ég var að tjá ólíkar hliðar á sjálfri mér. Þetta var eftir að ég varð móðir og var ég í raun að brjótast út sem kona,“ útskýrir Eva Hrönn einlæg og líkir ferlinu við það þegar púpan brýst út sem fiðrildi. Þettahvernig stúlk Gyðjur og innri friður Gyðjurnar sem hér gefur að líta vann Eva Hrönn árið 2005 þegar hún stóð á tímamótum í lífi sínu. Þá ákvað hún að hætta tíma- bundið að vinna og málaði í heilt sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA Pottablómin þarf að muna að vökva reglulega og líka þó að öll fjölskyldan fari burt í sumarfrí. Við þær aðstæður er nauðsynlegt að koma blóm-unum í fóstur eða fá einhvern til þess að koma og gefa þeim. Gardínur getur verið skemmtilegt að hafa árstíðabundnar. Vera með sérstakar gardínur á veturna og aðrar á sumrin, setja upp jólagardínur á jólunum og páska-gardínur um páska. Oft þarf ekki meira til þess að allt virðist gjörbreytt. Ruslaskápinn er tilvalið að hreinsa að innan með blautþurrkum sem hugsaðar eru til þess að þrífa klósett. Þar sem ruslið lendir stundum út fyrir fötuna er ágætt að nota eitthvað sótthreinsandi. fasteignir 16. JÚNÍ 2008 Fasteignarsalan Húsanaust hefur til einkasölu tæplega tvö hundruð fermetra endaraðhús í Gvendargeisla. H úsið er á tveimur hæðum m ðgóð i Eldhús er með góðu skápaplássi og borðkrók. Bað- herbergið er flísalagt með nuddbaðkari og góðri inn- réttingu. Þvottahús er á neðri hæðinni.Á efri hæð er gott vinnurýmisvalir T Góð lofthæð og garður Úr stofunni er mikið og fallegt útsýni yfir Reykjavík og nágrenni. PL 01 Svart PL 45 Silfur- metallic PL 20 Dökk Grá PL 22 Dökk Rauð PL 56 Dökk brún PL 42 Rauðbrún PL 80 Hvítt PL 55 Kopar - metallic Aluzink Kopar Fr u m ÞAKRENNUKERFIá öll hús – allsstaðar Úrval lita á lager Það er engin ástæða til að horfa á h i í svarthvítu SIBA ÞA Létt í meðf örum lang ódýrast Nú fer hver að verða síðastur að ná sér í Blaðbera Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfið Blaðberinn... Sími: 512 5000 MÁNUDAGUR 16. júní 2008 — 162. tölublað — 8. árgangur STYRKTU ÁTAKIÐ! Við höfum opnað fyrir söfnunar- númerin Bein útsending á föstu- daginn á SkjáEinum 903 1000 903 3000 903 5000 10 12 10 10 14 HVASST Í dag verða norðaustan 13-18 m/s norðvestan til, annars víða 8-13. Þurrt að mestu vestan til, rigning austan og suðaustan til ann- ars smá skúrir. Hiti 10-16 stig hlýjast til landsins suðvestan til. VEÐUR 4 Lífið var annað hvort diskó eða pönk Þorlákur Axel Jónsson fagnar tuttugu og fimm ára útskriftar- afmæli frá MA. TÍMAMÓT 16 FASTEIGNIR Á tveimur hæðum og með timburverönd Sérblað um fasteignir FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG Pípari rekur Rask-At Stefán Sveinsson einbeitir sér ekki að klósett- viðgerðum. FÓLK 30 Stjörnugolf fyrir Neista Þjóðþekktir Ís- lendingar lemja kúlurnar áfram fyrir gott málefni. FÓLK 30 EVA HRÖNN HAFSTEINDÓTTIR Gyðjurnar brjótast út eftir ýmsum leiðum • heimili Í MIÐJU BLAÐSINS UTANRÍKISMÁL Lítil viðbrögð urðu við hvalveiðum Íslendinga innan Sameinuðu þjóðanna (SÞ) og erfitt að sjá að þær skaði framboð Íslands til öryggisráðs SÞ. Hins vegar var mikið rætt um ísbjarnar drápið í Skagafirði við fulltrúa Íslands hjá SÞ. „Það hefur enginn talað um hvalveiðar við mig eftir að hrefnuveiðar hófust á ný,“ segir Hjálmar W. Hannesson, sendiherra og fastafulltrúi Íslands hjá SÞ. Einhverjir hafi þó minnst á hvalveiðimálið við samstarfsfólk hans hjá fastanefndinni. „Hins vegar vakti hvítabjörnsdrápið mikla athygli. Það voru margir sem komu að máli við mig og þótti þetta hið undarlegasta mál,“ segir Hjálmar. Hjálmar segir mynd af mönnum með riffla við blóðugan ísbjörn slæma fyrir ímynd fyrir Ísland og drápið hafi farið fyrir brjóstið á mörgum innan SÞ. Hann segist þó hvorki hafa trú á því að ísbjarnar- málið né hrefnuveiðar muni hafa neikvæð áhrif á framboð Íslands. Meira varð úr ísbjarnardrápinu vegna þess að mynd af ísbirni prýddi forsíðu vikuritsins Newsweek nokkrum dögum áður en Skagfirðingar vógu björninn. Þar voru ísbirnir notaðir sem dæmi um dýr í útrýmingarhættu. Kosið verður í október milli Ís lands, Tyrklands og Austurríkis um tvö sæti í öryggisráðinu. - bj Ekki talið að ísbjarnardráp eða hvalveiðar hafi áhrif á öryggisráðsframboð Íslands: Meira rætt um ísbjörn en hvali SJÁVARÚTVEGUR Mörg útgerðar- fyrirtæki bregðast nú við hækkun eldsneytisverðs með því að gera breytingar á skipum sínum svo að þau brenni svartolíu í stað skipagas- olíu. Meðal þeirra er Eskja, sem hefur látið koma fyrir búnaði í skipinu Aðalsteini Jónssyni SU í þessum tilgangi. „Þetta er það útspil sem við getum leikið gegn hækkandi olíuverði,“ segir Haukur Björnsson, framkvæmdastjóri Eskju. „Stundum er svart olía reyndar ekki svo mikið ódýrari en skipagasolía en eins og staðan er nú getur þetta sparað okkur um 70 til 100 þúsund á sólar hring.“ Nú er verið að gera slíkar breytingar á skipinu Álsey í eigu Ísfélagsins í Vestmannaeyjum. „Svo er verið að kanna hvort hægt sé að gera slíkar breytingar á öðrum skipum,“ segir Hörður Óskars son, fjármálastjóri Ísfélags- ins. Hann segir að hugsanlega geti þetta þó þýtt hærri útgjöld vegna viðhalds. Sams konar breytingar verða einnig gerðar á tveimur skipum Brims í haust, að sögn Guðmundar Kristjánssonar for- stjóra. Eins og greint hefur verið frá í Fréttablaðinu hafa árleg útgjöld útgerðarfyrirtækjanna í landinu þrefaldast á fjórum árum. „Árið 2004 borguðu útgerðarfyrirtækin sex milljarða í eldsneytiskostnað en samkvæmt mínum útreikningum er þessi kostnaður um átján milljarðar í dag,“ segir Sveinn Hjörtur Hjartarson, hagfræðingur hjá LÍÚ. Hann segir að fyrir fjórum árum hafi um átta prósent af tekjum fyrirtækjanna farið í elds- neytiskostnað en í dag sé hlutfallið um 22 prósent. Haukur Björnsson hjá Eskju sér þó einnig spaugilegu hliðarnar á ástandinu. „Olíureikningarnir eru orðnir svo háir að við þurfum eigin- lega áfallahjálp í hvert sinn sem við fáum þá senda. Það ætti eigin- lega að senda einn prest með þeim.“ - jse Útgerðir skipta yfir í svartolíu til að spara Eldsneytiskostnaður útgerðarfyrirtækja hefur þrefaldast á fjórum árum. Útgerðir skipta nú úr skipagasolíu yfir í svartolíu til að draga úr kostnaði. BRUNI Engan sakaði þegar eldur kviknaði í rúmdýnu á efri hæð einbýlishúss á Eyrarbakka í gærkvöldi. Átta ára drengur var í herberginu þegar eldurinn kviknaði, líklega út frá rafmagni. „Það er skrítið ský í herberginu mínu,“ tilkynnti drengurinn foreldrum sínum eftir að hafa flúið reykinn niður stigann. Gestkomandi maður tók þá til sinna ráða og slökkti eldinn með vatni úr garðslöngu. Slökkvilið reykræsti húsið og hreinsaði upp vatn. Að sögn varðstjóra lögreglu á Selfossi myndast hættulegur reykur sem getur innihaldið blásýru þegar svampur eins og sá sem var í dýnunni brennur. - sh Eldur í rúmdýnu lítils drengs: Skrítið ský var eitraður reykur UTANRÍKISMÁL Ólafi Ragnari Grímssyni hefur verið boðið að halda erindi í Columbia-háskóla í Bandaríkjunum í haust. Erindi Ólafs verður hluti af funda- röð skólans þar sem erlendir þjóðarleiðtogar hafa rætt heimsmálin. Örnólfur Thorsson forsetaritari segir að Susan Fuhrman, rektor kennaraskóla Columbia-háskóla, hafi borið Ólafi boð forseta skólans, Lee C. Bollinger. Ólafur Ragnar hefur ekki svarað erindinu, en Örnólfur segir allar líkur á því að hann taki þátt. Athygli heimsins beindist að fundaröð háskólans þegar Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, hélt erindi í september í fyrra. Þar hélt hann því meðal annars fram að samkynhneigð fyrirfyndist ekki í Íran. - bj Forseta boðið til Columbia: Ólafur í kjölfar Ahmadinejads ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON Ekki með á HM Sex marka sigur Íslands á Makedóníu nægði ekki fyrir farseðli til Króatíu. ÍÞRÓTTIR 25 VEÐRIÐ Í DAG LANDGANGURINN KLIFINN Farþegar biðu í röð eftir að komast af íslenskri foldu og aftur um borð í skemmtiferðaskipið AIDA frá Genúa á Ítalíu sem lá við festar í Reykjavíkurhöfn í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.