Fréttablaðið - 16.06.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 16.06.2008, Blaðsíða 4
4 16. júní 2008 MÁNUDAGUR Hringdu í síma ef blaðið berst ekki VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg Helsinki Eindhofen Amsterdam London Berlín Frankfurt Friedrichshafen París Basel Barcelona Alicante Algarve Tenerife HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 10 12 12 10 10 10 10 10 14 12 10 14 14 8 10 8 8 13 6 16 6 13 19° 18° 18° 21° 20° 18° 18° 17° 18° 19° 21° 17° 20° 17° 24° 28° 25° 20° 8 9 Á MORGUN 10-18 m/s við SA- ströndina, annars 3-8. MIÐVIKUDAGUR 3-10 m/s, stífastur austast. 9 1212 10 7 6 1214 VINDHVIÐUR Rétt er að minna hjólhýsaeigendur á að í dag verður hviðukennt veður norðvestan til, á Vestfjörðum og Snæfellsnesi. Einnig sunnan Vatnajökuls. Á morgun má svo áfram búast við hviðukenndu veðri sunnan Vatnajökuls en annars staðar verður vindur mun hægari. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur LÖGREGLUMÁL Fjórir ungir piltar vopnaðir golfkylfu réðust á mann fyrir utan skemmtistað í miðborg Reykjavíkur í fyrrinótt. Piltarnir, sem eru sautján og átján ára, gengu hart fram og brutu kylfuna þegar þeir létu höggin dynja á höfði mannsins. Sá sem fyrir árásinni varð er á þrítugsaldri en slapp að sögn lögreglu ótrúlega vel þótt hann hafi hlotið stærðar kúlu á höfuðið. Piltarnir sóttu kylfuna í bíl sinn þegar sló í brýnu milli þeirra og mannsins. Ekki virðist sem árásin hafi verið skipulögð fyrir fram. Piltarnir voru handteknir á staðnum og yfirheyrðir í gær. - sh Fjórir árásarmenn handteknir: Brutu golfkylfu á höfði manns ÍRLAND, AP Bæði Írland og Evrópu- sambandið standa frammi fyrir sársaukafullu vandamáli eftir höfnun Íra á Lissabonsáttmála ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta sagði írski forsætisráðherr- ann Brian Cowen í gær. Cowen sagðist ætla að reyna að hindra að land hans einangrist pól- itískt í Evrópusambandinu þegar hann mætir á leiðtogafund þess í Brussel síðar í vikunni, en það verður fyrsti slíki fundurinn sem hann sækir eftir að hann tók við embætti. „Augljóslega vonaðist ég til að sáttmálinn yrði samþykktur. Það var mesta forgangsmálið sem ég setti mér,“ sagði Cowen, sem hefur lengi átt sæti í Írlandsstjórn en tók fyrir tæpum mánuði við af flokksbróður sínum Bertie Ahern sem ríkisstjórnarleiðtogi. Cowen sagði að hann yrði að fá ríkisstjórnir allra hinna ESB-land- anna 26 til að líta svo á að höfnun Íra á sáttmálanum væri vandi sem allar aðildarþjóðirnar yrðu að sameinast um að leysa. Það gæti ekki verið verkefni Íra einna. Hann ítrekaði að hann vildi ekki lýsa sáttmálann úr sögunni, jafn- vel þótt reglan sé sú að öll aðildar- ríkin verði að fullgilda nýja sátt- málann til að hann geti gengið í gildi. - aa Eftirmál höfnunar Íra á Lissabonsáttmála Evrópusambandsins: Cowen vill afstýra einangrun BRIAN COWEN Forsetisráðherra Írlands segir höfnun Íra á Lissabonsáttmálanum vera vanda allra ESB-landanna. INNFLYTJENDAMÁL Hagsmunasam- tök innflytjenda, Landneminn, voru stofnuð á fjölmennum fundi í gær. Félagið er sjálfstætt en starfar í tengslum við Samfylking- una. Hlutverk þess er að vinna að hagsmunamálum og auknum sýnileika innflytjenda. Á fundinum fluttu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráð- herra, Bjartur Logi Ye Shen bankamaður og Hrannar Björn Arnarsson, formaður innflytjenda- ráðs, ávörp. Stjórn félagsins var kosin og er meirihluti hennar fólk af erlendum uppruna þótt flestir séu með íslenskan ríkisborgararétt. - hþj Hagsmunamál innflytjenda: Landneminn stofnaður í gær SAMGÖNGUR Flutningabílum myndi ekki fækka að ráði þótt strandsigl- ingar með ríkisstyrkjum yrðu tekn- ar upp. Til þess að fækka þeim þyrftu fyrirtæki að koma sér upp birgðastöðvum á í það minnsta þremur stöðum á landinu. Þetta er mat Guðmundar Nikulás- sonar, framkvæmdastjóra innan- landssviðs Eimskipa. Hann saknar þess að stjórnmálamenn sem tjá sig um strandsiglingar kynni sér málin betur. Talsvert hefur verið rætt um möguleikann á því að taka upp strandsiglingar á ný. Slíkar sigling- ar hafa verið áhugamál Kristjáns L. Möller samgönguráðherra og ýmsir þingmenn hafa lýst áhuga sínum á því að niðurgreiða kostnað- inn við siglingarnar með ríkis- styrkjum. Samskip héldu úti einu skipi í strandsiglingum til ársins 2001. Eimskip héldu út lengur, en hættu strandsiglingum árið 2004. Guð- mundur segir að síðasta árið hafi skipið flutt um 130 þúsund tonn. Þar af hafi um þrjátíu þúsund tonn komið frá Kísiliðjunni í Mývatns- sveit, sem er hætt rekstri. Gróft áætlað má búast við því að um sjötíu þúsund tonn yrðu flutt með strandsiglingum á ári, yrðu þær teknar upp að nýju. Guðmund- ur segir það magn ekki standa undir skipi í siglingum. „Flutningarnir hafa farið í þann farveg sem er hagkvæmastur og í samræmi við það þjónustustig sem neytendur óska eftir,“ segir Guð- mundur. „Ef menn ætla að fara út í óhagkvæmara kerfi þarf einhver að borga.“ Hann segir að verði strandsigl- ingar teknar upp að nýju þýði það aðallega verri nýtingu á flutninga- bílum. Bílum muni lítið fækka og það hafi í för með sér óhagræði í kostnaði í landflutningakerfinu. Til þess að bílferðum fækki að ráði þurfi að koma upp birgðastöðv- um á í það minnsta þremur stöðum á landinu og flytja vörur þaðan með flutningabílum. Slíkt geti fækkað bílunum talsvert. Birgðastöðvar muni þó hafa verulegan kostnaðarauka og óhag- ræði í för með sér fyrir þá sem selji vörurnar. Ætli ríkið sér ekki að niður greiða þann kostnað líka sé lítið unnið og búast megi við verð- hækkunum til neytenda. Hann bendir enn fremur á að ákveðinn hluti af farminum muni ekki fara af vegunum. Dæmi um það séu vörur á borð við ávexti og grænmeti sem hafi stuttan líftíma. Þá hafi flutningur á ferskum fiski aukist verulega og hann verði ekki fluttur öðruvísi en með flutninga- bílum. „Við hjá Eimskip höfum í sjálfu sér engar skoðanir á því hvort hér eru strandsiglingar eða ekki. Ef stjórnvöld vilja styrkja strandsigl- ingar getur vel verið að við, eða einhverjir aðrir, tökum þátt í því,“ segir Guðmundur. Hann segir nær að setja þá pen- inga sem eyða eigi í strandsigling- ar í endurbætur á vegakerfinu. Það hafi verið byggt upp á sínum tíma til þess að endast í 20 til 25 ár og sá tími sé liðinn. brjann@frettabladid.is Strandsiglingar fækka ekki flutningabílum á vegunum Til að strandflutningar verði fýsilegur kostur þarf að niðurgreiða siglingarnar. Að auki þarf að niðurgreiða í það minnsta þrjár birgðastöðvar segir sérfræðingur. Ella verði kostnaði við þær velt yfir á neytendur. GÁMASKIP Ríkisskip hættu strandflutningum árið 1992, og Eimskip og Samskip tóku við. Samskip hættu strandsiglingum árið 2001 en síðasta strandsiglingaferð Eimskipa var farin árið 2004. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Minn áhugi fyrir því að strandflutningar verði teknir upp á ný hefur ekkert minnkað, en það þarf að undirbúa málið betur,“ segir Kristján L. Möller samgöngu- ráðherra. Hann segir stuðning við strandsiglingar fara vaxandi. Sé þá bæði horft til umhverfissjónarmiða og umferðaröryggis á þjóðvegunum. „Auðvitað á maður alltaf þá von að einhver geri þetta á markaðslegum forsendum, en ef það gengur ekki verða menn að skoða hina leiðina, að þetta verði gert með opinberu útboði og styrkjum,“ segir Kristján. Spurður hversu mikið þurfi að niðurgreiða strandflutn- inga segir Kristján erfitt að segja fyrir um það. Bjóða yrði strandflutningana út á Evrópska efnahagssvæðinu og þá ráði miklu hvernig tilboð berist. „Þá getur vel verið að við séum að flytja fé á milli, frá viðhaldi vegna slits á þjóðvegum yfir í að taka upp strandsiglingar.“ Nú er unnið að fjárlögum næsta árs, en Kristján vill ekki gefa upp hvort þar sé gert ráð fyrir ríkis- styrktum strandsiglingum. ÁHUGI Á STRANDSIGLINGUM AÐ AUKAST KRISTJÁN L. MÖLLER ÍTALÍA, AP Lögregla frelsaði á föstudag 47 ára gamla konu úr klóm fjölskyldumeðlima. Grunur leikur á að þeir hafi haldið henni innilokaðri í herbergi sínu í átján ár vegna þess að hún varð ólétt utan hjónabands. Bróðir konunnar og systir voru handtekin og áttræð móðir hennar hneppt í stofufangelsi. Málið uppgvötvaðist þegar nágranni kvartaði yfir því að vond lykt bærist frá herbergi konunnar. Aðstæður í herberginu voru sagðar ömurlegar. Sautján ára sonur konunnar býr hjá ættingjum og vissi ekki af aðstæðum móður sinnar. - bj Ítölsk kona læst inni í 18 ár: Varð ólétt utan hjónabands FANGI Aðstæðurnar í herbergi konunnar voru afar slæmar. NORDICPHOTOS/AFP GENGIÐ 13.06.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 157,1712 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 79,29 79,67 154,14 154,88 121,44 122,12 16,286 16,382 15,092 15,18 12,948 13,024 0,7318 0,736 127,24 128 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.