Fréttablaðið - 16.06.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 16.06.2008, Blaðsíða 6
6 16. júní 2008 MÁNUDAGUR LÍFFRÆÐI Skipverjar á Kristínu GK fengu stórlax á línu djúpt suðvestur af Reykjanesi hinn 25. maí síðastliðinn, sem gefur mikil- vægar upplýsingar um hegðunarmynstur hans. Laxinn rataði til „fóstra“ síns sem örmerkti hann sem seiði í seiðaeldisstöð á Laxamýri og sleppti síðar í samstarfi við Veiðiþjónustuna Strengi og Veiðifélag Breiðdælinga í Breiðdalsá á Austurlandi. Jóhannes Sturlaugsson, hjá rannsóknafyrir- tækinu Laxfiskum, fékk upplýsingar um laxinn frá Enok Sigurgeiri Klemenssyni vélstjóra, en Jóhannes hefur um árabil safnað gögnum um laxa sem koma í veiðarfæri sjómanna við hefðbundnar veiðar. Að hans sögn voru fyrstu fréttir strax fróðlegar, bæði hvað varðar veiðistað laxins, veiðarfæri og stærð fisksins. „Það er ljóst að laxinn gefur mikilsverðar viðbótarupplýsingar um ferðir laxins í sjó hér við land. Örmerkti laxinn sýnir að laxar af austanverðu landinu nýta að einhverju marki ætisslóð laxins suðvestur af landinu.“ Litlu munaði að saga stórfisksins yrði aldrei sögð. Jóhannes sá af myndum að veiðiuggi fisksins hafði verið klipptur og vissi þess vegna að hann var örmerktur. Búið var að snæða laxinn og örmerkið hafði fylgt haus laxins í ruslið. Ingólfur Magnús Ingvason háseti, sem hafði gert sér laxinn að góðu, lagði þó á sig að grafa hausinn upp úr ruslatunn- unni og í ljós kom að Jóhannes hafði örmerkt fiskinn á sínum tíma. - shá Línuveiddur lax varpar nýju ljósi á ferðir og ætisvenjur þessa konungs fiskanna: Stórlax segir merkilega sögu um líf sitt ■ Febrúar 2006 dvaldi laxinn í seiðaeldisstöð- inni Norðurlaxi á Laxamýri. ■ Vetraraðlögun í sleppitjörn við Breiðdalsá í febrúar 2006. Gekk til hafs sumarið 2006. ■ Fyrstu merktu laxarnir úr sleppingunum skil- uðu sér sumarið 2007 sem smálax. ■ Stórlaxinn veiðist á línu í Skerjadýpi í maí 2008, þá 14 pund að þyngd og 86 sentímetr- ar. ■ Línan var lögð á um 580 m dýpi við veiðar á keilu og blálöngu. FORSAGA STÓRLAXINS DANMÖRK Skemmtiferð í Sommer- land Syd í Danmörku breyttist í spítalaferð þegar miðaldra kona hryggbrotnaði í rússibana þar um helgina. „Þetta var hræðileg reynsla, en ég er fegin að þetta kom ekki fyrir son minn,“ hefur frétta- vefur Jótlandspóstsins eftir konunni. Konan sagði farþega rússiban- ans of lausa í sætunum en því mótmælti Hans Jörgen Rysgaard, forstjóri skemmtigarðsins, sem sagði búnað hans samþykktan af lögreglu og tæknieftirlitinu. Eftir slysið yfirfór lögreglan öryggi rússibanans og sá ekki ástæðu til annars en að samþykkja hann. - ges Kona slasast í skemmtigarði: Hryggbrotnaði í rússibanaferð RÚSSIBANI Rússibaninn sem slysið varð í stóðst öryggisvottun. Horfðir þú á Grímuna? Já 17,4% Nei 82,6% SPURNING DAGSINS Í DAG: Á lögreglan að fá að koma upp hreyfanlegri lögreglustöð á Lækjartorgi í sumar? Segðu þína skoðun á visir.is „KOMINN Á LAND“ Ingólfur Magnús Ingva- son með stórlaxinn merkilega en ljósmynd- arinn kom upplýsingum um laxinn á framfæri. M YN D /EN O K SIG U R G EIR K LEM EN SSO N DÓMSMÁL Karlmaður hefur verið dæmdur í hálfs árs skilorðs bundið fangelsi fyrir að leita ítrekað á fjölda ungra stúlkna í sundlaug í Keflavík og fróa sér fyrir framan þær. Manninum, sem er erlendur og á miðjum aldri, er jafnframt gert að greiða stúlkunum samtals 900 þúsund krónur í miskabætur. Brotin áttu sér stað í janúar og febrúar síðastliðnum. Stúlkurnar sögðu manninn hafa elt sig á milli lauga, synt á sömu brautum og þær þótt margar aðrar væru auðar, strokið yfir rass þeirra og kynfæri utanklæða og fróað sér á meðan hann horfði á þær. Þær lýstu manninum sem feitum og ófrýnilegum, mjög rauðum í framan, freknóttum á bakinu, loðnum á líkama og í framan og íklæddum agnarsmárri sundskýlu. Hann var handtekinn í lauginni eftir að starfsmenn köll- uðu til lögreglu. Maðurinn var ákærður fyrir brot gegn tíu stúlkum en dæmdur fyrir brot gegn átta þeirra. Sýnt þykir að hinar tvær hafi verið áreittar en þar sem þær þekktu manninn ekki aftur við sakbend- ingu þótti ekki komin fram sönn- un á því að um sama mann hefði verið að ræða. Sex stúlknanna eru dæmdar hundrað þúsund króna bætur frá manninum og tveimur 150 þúsund krónur. Dómurinn féll í Héraðs- dómi Reykjaness á fimmtudag. - sh Karl á miðjum aldri dæmdur fyrir að leita á átta ungar stúlkur í sundlaug: Leitaði ítrekað á fjölda stúlkna HÉRAÐSDÓMUR REYKJANESS Maður- inn var sýknaður af að hafa áreitt tvær stúlknanna þar sem þær þekktu hann ekki aftur við sakbendingu. EFNAHAGSMÁL Jón Steindór Valdi- marsson, framkvæmdastjóri Sam- taka iðnaðarins, SI, segir að veru- lega þungt sé undir fæti hjá mörgum fyrirtækjum svo ekki sé sterkar að orði kveðið. „Fram- kvæmdir eru víða að stöðvast og fyrirgreiðsla mjög takmörkuð þannig að ástandið er að verða býsna alvarlegt,“ segir hann. „Fyrirtæki eru ekki farin að loka en við verðum vör við að þau eru að hugleiða og byrja að segja upp fólki. Margir erlendir starfsmenn eru að fara úr landi, til dæmis hefur fækkað um 400 starfsmenn hjá starfsmannaleigunum frá ára- mótum, þannig að menn eru að draga saman seglin. Verktakar reyna að koma húsum á fokhelt stig þannig að þau þoli veður og vind. Mikið er til af óseldu húsnæði og fólk fær ekki fyrirgreiðslu til kaupa. Vítahringur er kominn í gang,“ segir hann. Jón Steindór telur að úthaldið sé búið hjá mörgum fyrirtækjum en önnur eigi stutt eftir. Margir litlir og millistórir verktakar bindi mikið fé í framkvæmdum. Ef þeir geti ekki selt íbúðir þá standi þeir ekki undir lánum. Af stað fari „býsna mikil keðjuverkun því að þá gefast menn upp, fara á hausinn eða hætta starfsemi, þeir verða að segja upp fólkinu sínu, fólk verður atvinnu- laust og getur ekki staðið í skil- um.“ Jón Steindór hefur áhyggjur af andvaraleysi gagnvart skriðunni sem hann óttast að fari af stað og verði erfið að stöðva. Grípa þurfi til aðgerða og örva markaðinn áður en skriðan fari af stað. Skynsamlegt sé að beita Íbúðalánasjóði og greiða fyrir því að hann geti veitt lán, létta gjöldum af fasteignaviðskiptum, til dæmis stimpilgjaldi af öllum íbúða- kaupum, og aflétta vörugjöldum af byggingarefnum. „Ég hef áhyggjur af því að við séum að sigla inn í alvarlegt ástand. Maður verður var við að ótti eða hræðsla er komin í fólk og þá fara allir að halda að sér höndum. Það er heldur ekki gott ef menn verða mjög verkfælnir og hræddir við að fara í verk,“ segir Jón Steindór. Fjármagnsskorturinn er alvar- legur fyrir atvinnulífið. Fjár magnið er eins og smurning á tannhjól. „Nú er farið að braka hressilega í tann- hjólunum og á endanum ryðga þau föst,“ segir Jón Steindór. Þorbjörn Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Samiðnar, tekur undir þetta. „Við finnum mjög fyrir samdrætti í bygginga- og mann- virkjadeyfð. Það er gríðarleg deyfð og mörg fyrirtæki í biðstöðu,“ segir hann. ghs@frettabladid.is Úthald fyrirtækja minna og ótti í fólki Þungt er undir fæti í byggingariðnaði og framkvæmdir víða að stöðvast. Fyrir- tæki huga að uppsögnum og erlendir starfsmenn yfirgefa landið. Ótti er í fólki, að mati framkvæmdastjóra SI. Tannhjól atvinnulífsins eru við það að ryðga föst. ÖRVA ÞARF MARKAÐINN Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri SI, telur að grípa þurfi til aðgerða og örva markaðinn áður en það verði of seint. Skynsamlegt sé að beita Íbúðalánasjóði í því. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Nú er farið að braka hressilega í tannhjólun- um og á endanum ryðga þau föst. JÓN STEINDÓR VALDIMARSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI SI Fundu vatn á Eiríksstöðum Neysluvatn fannst á Eiríksstöðum í Dalabyggð í síðustu viku. Nýverið hóf Dalabyggð framkvæmdir við borun eftir vatni. Komið var niður á vatnsæð á 162 metra dýpi og er það um einn sekúndulítri. VESTURLAND SAMGÖNGUR Skert þjónusta Strætó bs. á sumrin er vegna aukins rekstrarkostnaðar á veturna, en núna fara vagnarnir aðeins á hálftíma fresti. Þegar skólum lýkur á vorin fækkar farþegum um helming og segir Einar Kristjánsson, sviðsstjóri Strætó, að því sé sumartíminn nýttur til þess að spara þá upphæð sem aukinn kostnaður á veturna útheimtir. Í vetur þurfti að fjölga vögnum og ferðum þar sem farþegum hefur fjölgað um milljón frá því á síðasta ári. „Til þess að halda sömu þjónustu yfir sumartímann yrðu sveitarfélögin að láta af hendi hátt í níutíu milljónir í viðbót til reksturs fyrirtækisins,“ segir hann. - hþj Skert þjónusta Strætó bs.: Borga niður vetraráætlun HÁLFTÍMA BIÐ Farþegum fækkar um helming þegar skólum lýkur á vorin. SAMFÉLAGSMÁL SAMAN-hópurinn stendur fyrir ljósmyndasam- keppni sem ætlað er að vekja athygli á mikilvægi samveru- stunda með fjölskyldunni. „Tíminn líður svo hratt og fólk tekur oft vinnu og annað fram yfir þessar mikilvægu stundir,“ segir Bergþóra Valsdóttir í SAMAN- hópnum. Hún vonast til þess að verkefnið hvetji fólk til þess að hugsa málið. „Við verðum að eyða tíma saman, ekki á morgun, heldur núna,“ sagði Bergþóra. Katrín Jakobsdóttir þingmaður ýtti keppninni úr vör og opnaði um leið nýja heimasíðu SAMAN- hópsins. - ges Ljósmyndasamkeppni: Hvatt til sam- veru fjölskyldna HEILBRIGÐISMÁL Biðlistar vegna augasteinsaðgerða geta styst vegna samnings sem Heilbrigðis- ráðuneytið hefur gert við augnlæknastofurnar Sjónlag hf. og LaserSjón ehf., án aukinna útgjalda sjúklinga. Nú komast sjúklingar að innan nokkura vikna. „Samningarnir hafa í för með sér að nú eiga sjúklingar mögu- leika á að komast í aðgerð mun fyrr en áður,“ segir Óskar Jónsson augnlæknir hjá Sjónlagi. „Sjúklingar, sem flestir eru komnir á efri ár, geta yfirleitt farið heim innan við klukkustund eftir að aðgerðin hefur verið framkvæmd.“ - hþj Augnaðgerðir niðurgreiddar: Styttri biðlistar í augnaðgerðir SJÓNAÐGERÐARSTOFAN SJÓNLAG Fyrstu niðurgreiddu augnaðgerðirnar á einkastofu voru framkvæmdar hjá þeim Jóhannesi Kára Kristinssyni, Óskari Jóns- syni og Jens Þórissyni á augnlæknastofu þeirra Sjónlagi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON LONDON, AP Um 2.500 manns tóku í gær þátt í háværum mótmæla- fundi við þinghúsið í Lundúnum, er Gordon Brown forsætisráðherra settist að snæðingi með George W. Bush Bandaríkjaforseta þar skammt frá. Mótmælendur báru spjöld þar sem „stríð gegn hryðjuverkum“ var fordæmt og Bush lýstur „mesti hryðjuverkamaður heims“. „Þetta eru líka skilaboð til eftirmanns Bush um að íbúar þessa lands eru alfarið á móti þessu ólöglega stríði og niðurrifi borgaralegra réttinda,“ sagði einn mótmælendanna, 71 árs kennari á eftirlaunum. - aa Bush að ljúka Evrópuför: Hávær mót- mæli í London KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.