Fréttablaðið - 16.06.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 16.06.2008, Blaðsíða 8
8 16. júní 2008 MÁNUDAGUR STANGVEIÐI Talsvert hefur orðið vart við illa útlítandi sár á sjóbirt- ingi og laxi í veiðiám hérlendis, einkum í Skaftárhreppi. Sárin eru eftir sníkjudýrið steinsugu, sem sýgur blóð fiska. Steinsugur eru landlægar víða í Evrópu og Amer- íku, en hafa hingað til aðeins verið flækingar á Íslandi. Þeim hefur fjölgað greinilega hérlendis. Lík- legt er að fjölgunin tengist hlýn- andi hafstraumum. Þetta stað- festir Magnús Jóhannsson, fiskifræðingur hjá Veiðimála- stofnun. „Við höfum ekki fundið kvik- indið, en höfum fundið talsvert af sárum eftir það,“ segir Magnús. „Við höfum ekki getað staðfest að það hafi fest sig í sessi á Íslandi, en séu þetta flækingar hafa þeir verið að flækjast hingað í mun meiri mæli en áður.“ Vart varð við sárin árið 2004, en fyrst var greint að þau væru eftir steinsugur 2006. Mikið er um dýrið í Kúðafljóti og Tungufljóti í Skaftárhreppi, en sár eftir það hafa einnig til dæmis fundist á fiski í Þjórsá. Hjalti Björnsson veiðileiðsögu- maður hefur orðið var við áhrif steinsugunnar. Hún skilur eftir stór sár á fiskum sem hún hefur sogið blóð úr. „Veiði maður svona fisk er hann svo ógeðslegur að maður hefur ekki lyst á að borða hann og hendir honum. Þetta er eins og að borða holdsveikan fisk,“ segir Hjalti. „Veiðiréttar- hafar hljóta að hafa áhyggjur af þessu því þetta getur haft mikil áhrif á eftirspurn. Þegar kýla- veikin kom í fisk í Elliðaánum dró mjög úr eftirspurn. Þar fór af stað hreinsunarátak sem virðist hafa tekist að kveða niður veik- ina.“ Páll Þór Ármann, framkvæmda- stjóri Stangaveiðifélags Reykja- víkur, hefur svipaða sögu að segja: „Við höfum orðið varir við stein- suguna í auknu magni, sérstak- lega í Tungufljóti og sjóbirtings- slóðum á Suðurlandi. Það mætti rannsaka þetta meira,“ segir hann. gunnlaugurh@frettabladid.is ORKUMÁL Safn þar sem hægt er að fræðast um jarðvarma og orku- mál hefur verið opnað fyrir gesti og gangandi í Reykjanesvirkjun. Formleg opnun sýningarinnar er þó ekki fyrirhuguð fyrr en í byrj- un júlí. Hitaveita Suðurnesja hefur haft veg og vanda af safninu, sem hefur hlotið nafnið Orkuverið jörð, segir Steinþór Jónsson, framkvæmdastjóri Bláa dem- antsins. Blái demanturinn er nafnið á því sem aðstandendur vona að verði algeng leið ferðamanna á milli áhugaverðra staða á Reykja- nesi. Þar eru meðal annars Reykjanesvirkjun, Bláa lónið, víkingasafn og fleira. „Þarna getur fólk upplifað hvernig við erum að taka orkuna og búa til úr henni okkar fram- tíð,“ segir Steinþór. Meðal þess sem gestir safnsins í Reykjanes- virkjun geta virt fyrir sér er túrbínusalur virkjunarinnar. Á sýningunni er hægt að sjá hvernig jarðvarmi verður að orku, hvernig vindorka er beisluð og hvernig sólarorku er safnað. Steinþór reiknar með því að safnið verði vinsælt bæði meðal íslenskra og erlendra ferða- manna. Þá verði það örugglega fastur viðkomustaður skóla- barna. Þar til safnið verður formlega opnað verður tekið á móti hópum eftir samkomulagi við starfsfólk Hitaveitu Suðurnesja. - bj Hitaveita Suðurnesja hefur opnað orkusafn í Reykjanesvirkjun: Gestir fá að upplifa orkuna OPIÐ Hluti sýningarinnar í orkusafninu fjallar um upphaf alheimsins. MYND/VÍKURFRÉTTIR UMFERÐ Starfshópur sem skipaður var af samgönguráðherra í mars á síðasta ári leggur til að umferðar- fræðsla í leik-, grunn- og fram- haldsskólum verði stórefld. Í skýrslu starfshópsins kemur fram að áætlaður árlegur kostnað- ur vegna umferðarslysa á Íslandi sé á bilinu 21-29 milljarðar króna. Samgönguráðuneytið áætlar að nota tæpa 1,8 milljarða í umferðar- öryggismál yfir tímabilið 2007- 2010. Stefnt er að því að fjöldi látinna og alvarlegra slasaðra í umferðinni lækki að jafnaði um fimm prósent til ársins 2018. Meðal tillagna starfshópsins er að starf Umferðarstofu verði eflt, að sérstakir umferðarfulltrúar verði í skólum, að umferðarfræði verði hluti af almennu kennara- námi og að heimilt verði að meta ökunám til eininga í framhalds- skólum. - gh Kostnaður umferðarslysa: Stórefla á um- ferðarfræðslu STJÓRNMÁL Atli Gíslason, þing- maður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, segist enn ekki hafa fengið svör við fyrirspurn sem hann lagði fram fyrir um tveimur og hálfum mánuði um samn- ingaviðræður milli Íslendinga og ESB um afnám á undan- þágu Íslendinga frá ákvæði EFTA- samningins. Með niðurfellingu undanþágunnar yrði innflutningur hrás kjöts heimilaður. Að sögn Arnbjargar Sveins- dóttur, þingmanns Sjálfstæðis- flokksins og formanns sjávar- útvegs- og landbúnaðarnefndar, hefur Atli þegar fengið upplýs- ingar um málið og fær ítarlegri upplýsingar í þessari viku. - gh Hefur beðið í tvo mánuði: Atli óánægður með langa bið ATLI GÍSLASON HEILBRIGÐISMÁL Sjúkraflutningar í Árnessýslu hafa fengið nýtt hús- næði til afnota. Húsið, sem er í eigu Björgunar- félags Árborgar, hýsir einnig Björgunarfélagið og Brunavarnir Árborgar. Soffía Sigurðardóttir hjá Björg- unarfélaginu segir nýja húsnæðið mikla bót í máli fyrir alla aðila. „Það var heldur þröngt á þingi áður en húsið var byggt. Umsvif sjúkra- flutninga hafa líka aukist undan- farin ár sérstaklega í ljósi þess að íbúum í sýslunni fjölgar um tuttugu prósent yfir sumartímann.“ Í nýju aðstöðunni komast sjúkra- bílarnir í hús auk þess sem boðið er upp á hvíldarherbergi fyrir vakta- vinnufólk, kaffistofu og sturtuklefa. Að sama skapi hefur skrifstofu- aðstaða félaganna verið bætt. Leigusamningurinn var gerður á milli Heilbrigðisstofnunar Suður- lands og Björgunarfélags Árborgar og var staðfestur af Guðlaugi Þór Þórðarsyni, heilbrigðisráðherra og Árna M. Mathiesen fjármála- ráðherra. Ef fer fram sem horfir verður húsið tekið í notkun í lok mánaðar- ins. - hþj Sjúkraflutningar í Árnessýslu fá nýtt húsnæði: Leigusamningur undirritaður SAMNINGUR UNDIRRITAÐUR Umsvif sjúkraflutninga í Árnessýslu hafa aukist til muna á síðustu misserum. Blóðsuga leggst á laxa og sjóbirting Vart hefur orðið við sníkjudýrið steinsugu í auknum mæli í íslenskum veiðiám. Dýrið er landlægt víða erlendis en hefur hingað til aðeins verið flækingur hér lendis. Loftslagsbreytingar og breytingar á hafstraumum líklegar ástæður aukningar. Sæsteinsuga er frumstæð- ur fiskur sem líkist áli. Hún hefur hring- laga sog- munn í stað kjálka með fjölda tanna sem notaðar eru til að raspa og rífa hold hýsils sem þær sjúga líkamsvessa úr. Hún hrygnir í ám á svipuðum stöðum og lax. Þegar lirfur dýrsins verða fullvaxta flytja þær í sjóinn, en dýrið kemur svo aftur í árnar til að hrygna þegar það verður kynþroska. SÆSTEINSUGA VÍGALEGAR TENNUR STEINSUGU FÓRNARLAMB STEINSUGU Hjalti Björnsson veiðileiðsögumaður segir svona fiski vera hent, þar sem ekki sé lyst til að borða hann. MYND/VEIÐIMÁLASTOFNUN „Ýmsar lífverur sem áður gátu ekki lifað hér geta nú ílengst hér,“ segir Guðmundur Guðmundsson, flokkunarfræðing- ur hjá Náttúru- fræðistofnun, um áhrif hlýnandi loftslags á lífríkið á Íslandi. Hann segir þó ýmsa þætti hafa áhrif á tilflutning lífvera og erfitt að ein- angra þátt loftslagsbreytinga í þeim. Margar tegundir hafi flust til með manninum, til dæmis með gáma- flutningum. Erfitt sé að meta hvaða áhrif tilflutningur nýrra tegunda hingað muni hafa. Hugsanlega muni þær auka líffræðilega fjölbreytni, en þær geti einnig rutt úr vegi öðrum tegundum sem fyrir voru. ÁHRIF HLÝNUNAR Á VISTKERFIÐ GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON RAMALLAH, AP Condoleeza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gagnrýndi í gær harðlega uppbyggingu landtökubyggða gyðinga á Vesturbakkanum. Rice sagði eftir fund með forseta Palestínumanna, Mahmoud Abbas, að áætlanir Ísraela um að byggja þúsundir heimila á Vesturbakkanum og í Austur-Jerúsalem sköðuðu andrúmsloftið í friðarviðræðum Palestínumanna og Ísraela. Ísraelar tilkynntu í síðustu viku um frekari byggingaráform. Abbas segir landtökubyggðirnar vera stærstu hindrunina í friðarviðræðunum. - hþj Landtökubyggðum fjölgar: Rice gagnrýnir Ísraelsstjórn 1 Við hvaða erlenda háskóla gerði Háskólinn í Reykjavík nýlega samstarfssamning? 2 Hvaða sveitarfélög fengu nýverið umhverfisvottun Green Globe? 3 Hver var valinn leikskáld ársins á Grímuverðlaununum? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 30 VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.