Fréttablaðið - 16.06.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 16.06.2008, Blaðsíða 18
[ ] Hlýlegt, stílhreint, hljóðvænt og þægilegt. Þannig viljum við hafa svefnherbergið. Kröfurnar sem við gerum til svefn- herbergisins eru miklar. Rúmið á að vera hæfilega mjúkt, lýsingin rétt og litirnir á veggjunum róandi. Rúmfatnaðurinn skiptir líka miklu máli þegar heildarmyndin er metin. Sængurnar sjá um að halda á okkur hita og gæðalín utan um þær á sinn þátt í að tryggja góða drauma. Falleg ábreiða á rúmið er svo bæði til hlífðar og prýðis á daginn og ekki spillir að hafa þar nokkra púða til að fullkomna útlitið. gun@frettabladid.is Gæðalín fyrir góða drauma Vatterað, spænskt rúmteppi í Svefni og heilsu í Listhúsinu í Laugardal. Það fæst í tveimur stærðum kenndum við kóng og drottningu og kosta 27.900 og 26.900 krónur. Báðum fylgja tvö koddaver og einn skrautpúði. Pífan er seld sér á 5.900 og 5.400 eftir stærð. Hestasængurverin eru nýjung hjá Lín design og að sögn Hildar afgreiðslukonu hljóta þau aðdáun unga fólksins. Þau eru til í tveimur stærðum, 135x200 cm sem kosta 7.990 krónur og 100x140 á 6.190. Koddaverið er í stærð 50x70 og kostar 1.790. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Það er franskur stíll á þessum rúmföt- um sem sameina það að vera sæng og ábreiða. Þau eru úr þéttofinni bómull og fást í þremur stærðum í Lín design á Laugavegi 176. Stærð 135x200 kostar 8.790, 135x220 9.760 og 220x220 kostar 12.690. Koddaver kostar 1.990. Með fallegri hönnun getur nánast hvað sem er orðið til prýði á heimilinu. Ofnar eru oft ekki til prýði á heimilum og gjarnan reynt að fela þá bak við skerma og spjöld. Það er þó óheppilegt að loka hitann inni. Ungur hönnuður, Joris Laarman, tók sig til og hannaði ofn sem er skraut munur í sjálfu sér. Ofninn hannaði hann fyrir nokkrum árum en nú kemur ofninn fyrst á almennan markað í lok þessa árs. Ofninn verður hægt að kaupa bæði sem rafmagnsofn og fyrir heitt vatn en belgíska fyrirtækið Jaga framleiðir ofnana. Ofnar þurfa að hafa mikið yfirborð til að skila hitanum vel. Flúrað skreytið býður upp á enn meira yfirborð en á sléttum ofnum og hönnuðurinn segir sjálfur um hönnun sína að ofninn sé jafnvel betri en venjulegir ofnar. Nánar má lesa um ofninn Heatwave og panta hann á síðunni www.jaga.be - rat Útflúraður ofn sem stofustáss Straufrí bómullar- rúmföt ofin með satínáferð. Fást í Fatabúðinni á Skólavörðustíg 21a og kosta 12.900 settið. Koddaver með ísaumaðri ósk um góða nótt og ljúfa drauma fást í Lín design og kosta 1.890. Ofninn Heatwave verður fáanleg- ur á almennum markaði í haust. Belgíska fyrirtækið Jaga framleiðir ofnana. MYND/JORISLAARMAN IMAGEBANK Sólstólana er betra að taka inn þegar rignir. Þó að þeir þorni þegar sólin fer að skína aftur endast þeir ekki í mörg ár ef þeir eru látnir standa úti hvernig sem viðrar. ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR • Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli • Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir Ertu að fl ytja, láttu fagmenn sjá um verkið fyrir þig Örugg og trygg þjónusta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.