Fréttablaðið - 16.06.2008, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 16.06.2008, Blaðsíða 28
 16. JÚNÍ 2008 MÁNUDAGUR8 ● fréttablaðið ● híbýli - stofa Laufey Ólafsdóttir, plötusnúður og formaður Félags einstæðra foreldra, á mikið og veglegt plötusafn sem hún geymir heima í stofu. „Ég lít nú ekki á mig sem sérstakan plötusafnara, heldur einfaldlega áhugamanneskju um tónlist,“ segir Laufey Ólafsdóttir. Hún segist þó ekki vera alæta á tónlist þótt plöturnar hennar spanni nokkuð vítt tón- listarsvið. „Mikið af þeirri tónlist sem ég hef safn- að tengist starfi mínu sem plötusnúður. Ég á mikið af funk-, djass-, R&B- og hiphop-tónlist.“ Hún bætir við að vínylplötur hafi tilfinningalegt gildi fyrir sig. „Kannski af því að maður ólst upp við að hlusta á plöturnar. Mér hefur líka alltaf fundist meiri eign í vínylplötum en geisladiskum. Meðal ann- ars vegna þess að hljómgæði vínylplatna eru skemmti- legri og meiri dýpt í hljómnum. Svo er auðvelt að ýta þeim aftur af stað ef þær rispast, á meðan geisladisk- urinn höktir bara í tækinu.“ Að sögn Laufeyjar er nú frekar erfitt að fá vínyl- plötur, en starfs síns vegna hefur hún stundum látið tónlistarverslanir panta þær fyrir sig. „Mest versla ég þó plöturnar mínar erlendis.“ Hún viðurkennir þó að hafa nokkrum sinnum lent í erfiðleikum með að flytja plöturnar á milli landa. „Það er nú aðallega vegna þess hversu þungar þær eru og því er erfitt að koma þeim í gegn sem handfarangri. Ég hef lent í því að þurfa að skilja heila tösku af plöt- um eftir, þar sem ég komst ekki með hana í gegn.“ Laufey segir heldur ekki hlaupið að því fá varahluti í plötuspilara en hún á þrjá slíka; tvo notar hún í starfi sínu sem plötusnúður og einn keypti hún notaðan. Hið góða sé þó að hlutirnir endist nokkuð lengi. - kka Vínyll vekur upp góðar minningar Laufey valdi þrjár plötur úr safninu sínu sem henni þykir vænt um. Þessi plata með Marvin Gaye heitir Trouble Man og var gefin út árið 1972. „Ég keypti hana í London á útsölu. Þetta er kvikmynda- tónlist og að mestu leyti instrumental.“ Laufey hefur lengi verið mikill Prince- aðdáandi. Þessi Prince-plata heitir Parade og kom út árið 1986. „Fyrstu plöturnar sem ég keypti mér á ungl- ingsárunum voru plöturnar hans.“ „Þessi plata hefur mikið tilfinningalegt gildi,“ segir Laufey. „Hún heitir Illmatic og er með Nas frá 1994.“ Plötuna keypti Laufey í London og hlustaði mikið á hana þegar hún gekk með sitt fyrsta barn. Laufey á orðið myndarlegt plötusafn. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Fínleg postulínsstell eru meðal þess sem passa vel í flestar stofur og stellið Central Park eitt af þeim sí- gildu. Það er þannig lagað að það á bæði að minna á villta náttúru og borg eins og samnefndur garður í New York. Það er hannað af finnska hönnuðinum Mikaelu Dörfel og framleitt í hinni 250 ára gömlu Furstenberg postulínsverksmiðju í Þýskalandi. Þó er það í hæsta máta nútímalegt. Hér fæst það í Tékk kristal í Kringlunni. Central Park er hvítt með rúnnuð form og mjúkar línur. Það samanstendur af bollum, diskum, skálum, könnum og fötum. Hver hlutur fyrir sig hefur mikið notagildi og hægt er að raða hlutunum saman á marga vegu. Stóru skálarnar eru líka flottar á borð- stofuborð einar og sér. -gun Byggist bæði á borg og náttúru ● HÖNNUN Full slant borðin, sem hönnuð eru af Todd Laby fyrir fyrirtæk- ið Rhubarb Décor, eru gerð úr um- hverfisvænum bambus og þau má nota á ýmsa vegu. Þegar rýmið í stofunni er af skorn- um skammti er heppilegt að geta komið bókum fyrir inni í borðunum en ekki ofan á þeim. Borðin skapa náttúrulega undirstöðu fyrir bækur sem er mikill kostur því það eyðileggur ekki kjölinn, en Laby vildi búa til húsgagn þar sem bækurnar gætu hallað eðlilega en samt staðið uppréttar. Hvað þarf helst að hafa í huga þegar fjárfesta á í listaverk- um? Christan Schoen, framkvæmdastjóri Kynningarmiðstöðv- ar íslenskra listamanna, sem heldur úti heimasíðunni www.cia.is, bendir á að ástæðurnar sem liggja að baki fjárfestingum í lista- verkum geta verið æði mismunandi hjá fólki. „Það er um að gera að vera óhræddur við að fylgja sinni eigin sannfæringu þegar fjárfest er í listaverki,“ segir Christian og bætir við að menn eigi að vera óhræddir við að velja verk sem höfði til þeirra. „Fyrir þá sem vilja velta þessu frekar fyrir sér er tilvalið að kynna sér feril listamannsins,“ bendir hann á. „Það er jafnvel gott ráð að fara og hitta listamanninn og reyna leggja sig þannig eftir því að skilja það sem hann er að gera.“ Christian segir listaverkakaup vitanlega snúast um hversu mikla fjármuni fólk hafi á milli handanna. Eins hversu mikla fjár- muni hver og einn er tilbúinn að leggja í þá fjárfestingu sem lista- verkakaup eru. „Þeir sem þora að fylgja eigin sannfæringu og velja listaverk sem höfða til þeirra eða finna út að ákveðinn listamaður er mjög efnilegur, ættu að hafa hugfast að stundum þarf ekki að leggja til mikið fé í raun og veru. En með tímanum getur fjárfestingin vaxið og sú tilhugsun getur verið spennandi.“ Eins er gott að hafa á bak við eyrað að verk eftir listamenn sem verða sýnilegri á alþjóðlegum vettvangi eru líklegri til að verða verðmæt. Tíminn mun þó að sjálfsögðu leiða það í ljós hvort lista- verkið eigi eftir að hækka mikið í verði. Lögmál markaðarins um framboð og eftirspurn gildir vitanlega í heimi listarinnar eins og annars staðar. Og því meiri sem eftirspurnin er eftir verkum til- tekins listamanns því hærra verð fæst fyrir verkin hans. - vg Að fylgja eigin sannfæringu Christian Schoen, hjá Kynningarmiðstöð íslenskra listamanna, telur gott að menn fylgi eftir eigin sannfæringu þegar fjárfest er í listaverkum. FRÉTTABLAÐIÐ/VIHLEM FR ÉT TA BL A Ð IÐ /H EI Ð A ● FRUMLEG HÖNNUN hægindastóls Berlín er huggulega lagaður hægindastóll. Auðvelt er að leggja bakið á honum aftur og gera hann þannig að þægilegum slökunarbekk og þegar það er upprétt myndar það 90 gráðu horn og styður vel við hrygginn á þeim sem hægindisins nýtur. Stólinn er allur með tauáklæði nema höfuð- púðinn og fótaskemillinn sem eru leðurklæddir til að minnka slit og auðvelda þrif. Berlín er hannaður af hinum þýska Stefan Heili- ger sem fæddist einmitt í Berlín árið 1941. Heimild/ www.g1interiors.com. Central Park er með rúnnuð form og mjúkar línur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.