Fréttablaðið - 16.06.2008, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 16.06.2008, Blaðsíða 48
24 16. júní 2008 MÁNUDAGUR sport@frettabladid.is HANDBOLTI Einn efnilegasti hand- boltamaður landsins, Aron Pálmars son, hefur samið við þýska félagið Lemgo og gengur líklega í raðir félagsins næsta sumar. Aron fór til reynslu hjá félaginu síðasta vetur og heillaði forráðamenn félagsins upp úr skónum. Lemgo sótti það hart að fá samning við Aron í kjölfarið og nú hafa samn- ingar tekist. „Það er allt klappað og klárt og ég er búinn að skrifa undir svo- kallaðan „pre-contract“ við félag- ið þannig að þeir eru búnir að eign- ast mig. Ég mun spila næsta tíma- bil með FH og eftir það ætla þeir að sjá til hvort ég sé orðinn nógu góður og sterkur til að koma út. Ég myndi segja að það væru allar líkur á því að ég fari næsta sumar,“ sagði Aron við Fréttablaðið í gær. „Félagið er búið að vera í miklu sambandi við mig síðustu mánuði. Mér leist ekkert á það sem þeir voru að bjóða mér í upphafi. Ég er búinn að senda þeim nokkur gagn- tilboð og á endanum náðum við saman. Þetta er tveggja ára samn- ingur og þeir eiga mig en hafa ekki keypt mig. Ég er enn samn- ingsbundinn FH til tveggja ára en ef Lemgo vill fá mig næsta sumar mun félagið bara kaupa mig,“ sagði Aron, sem er að verða 18 ára gamall. Þegar Aron fer til Lemgo verð- ur hann þriðji Hafnfirðingurinn hjá þýska liðinu. Logi Geirsson hefur leikið þar undanfarin ár og Vignir Svavarsson byrjar að spila með liðinu næsta vetur. Aron neitar því ekki að vera í sjöunda himni með að hafa náð saman við Lemgo og hann segir stóra drauminn vera að rætast. „Þetta er alveg frábært. Ég er rosalega ánægður með þetta. Ég mun taka vel á því í vetur svo ég verði klár í þýska boltann eftir eitt ár. Þetta er sannkallað drauma- félag til að spila með. Lemgo er orðið ríkasta félagið í Þýskalandi núna og stefnan hjá þeim er sett á titil á næstu tveim til þrem árum þannig að það er frábært að koma inn í svona umhverfi. Svo skemmir ekki fyrir að bæði Logi og Vignir eru þarna. Verðum þarna þrír Hafnfirðingar, það verður geð- veikt,“ sagði Aron kampakátur en hann hafði einnig fengið fyrir- spurnir frá öðrum liðum í Þýska- landi sem og í Danmörku. henry@frettabladid.is Aron samdi við Lemgo FH-ingurinn efnilegi Aron Pálmarsson er búinn að semja við þýska stórveldið Lemgo og gengur að öllu óbreyttu í raðir félagsins næsta sumar. Hann mun því leika næsta vetur með FH í úrvalsdeild áður en hann heldur utan. Á LEIÐ TIL LEMGO Aron Pálmarsson er þriðji Hafnfirðingurinn sem semur við þýska stórliðið Lemgo. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Topplið Landsbankadeildar karla blómstrar bæði í varnar- og sóknarleik sínum í fyrstu sex umferðunum: FH-ingar búnir að ná sögulegri tvennu FÓTBOLTI FH-ingar sitja á toppi Landsbanka- deildar karla eftir að hafa náð í 16 stig af 18 mögulegum í fyrstu sex umferðunum. FH-ingar eru eina taplausa lið deildarinn- ar til þessa en tíu af tólf liðum deildarinnar hafa tapað þremur leikjum eða fleiri. Þegar árangur FH-liðsins í fyrstu umferðunum er skoðaður kemur í ljós að það er að komast í hóp nokkurra útvalinna liða á báðum endum vallarins. Heimir Guðjónsson tók við FH-liðinu af Ólafi Jóhannessyni eftir síðasta tímabil og það er ekki hægt að hugsa sér betri byrjun þar sem liðið hefur sýnt mikinn stöðugleika á báðum endum vallarins. FH-ingar heimsækja Blika í Kópavoginn klukkan 20 í kvöld þar sem þeir hafa harma að hefna síðan í fyrra en 3-4 tap þeirra á úrslitastundu átti mikinn þátt í því að þeir misstu af titlinum. - óój HAFA SKORAÐ TVÖ MÖRK EÐA FLEIRI Í ÖLLUM LEIKJUNUM FH-liðið hefur skorað 17 mörk í fyrstu sex leikjunum eða 2,8 mörk að meðaltali í leik. Það sem kemur því í fámenn- an hóp er að liðið hefur skorað tvö mörk eða fleiri í öllum sex leikjunum. Keflvíkingar hafa einnig náð þessum frábæra árangri í sumar en fyrir utan þessi tvö efstu lið Landsbanka- deildarinnar hafa aðeins þrjú önnur lið skorað tvö mörk eða fleiri í fyrstu sex leikjum sínum síðan deildin innihélt fyrst tíu lið sumarið 1977. FH-ingar eiga enn nokkuð í land með að ná metinu en tvö lið hafa skorað tvö mörk eða fleiri í fyrstu níu leikjum sínum. Framarar náðu því 1985 og Skagamenn jöfnuðu afrek þeirra 1996. Þriðja liðið er síðan KR frá sumrinu 1996 en KR-ingar skoruðu tvö mörk og fleiri í fyrstu átta leikjum sínum. HAFA HALDIÐ HREINU Í FIMM LEIKJUM AF SEX FH-liðið hefur fengið á sig 4 mörk í fyrstu sex leikjunum eða aðeins 0,7 mörk að meðaltali í leik. Það sem kemur því í fámennan hóp er að liðið hefur haldið marki sínu hreinu í fimm af sex leikjum og fékk öll fjögur mörkin á sig í 4-4 jafntefli á móti nýliðum Þróttar. Aðeins fjögur önnur lið hafa náð að halda fimm sinnum hreinu í fyrstu sex leikjum sínum síðan deildin innihélt fyrst tíu lið sumarið 1977. Hin liðin fjögur sem hafa náð að halda fimm sinnum hreinu í fyrstu sex leikjunum eru lið Fram frá bæði 1980 og 1990, lið Skagamanna frá 1981 og svo Þórsarar sumarið 1992 en þeir voru þá nýliðar í deildinni. Félagsmet FH var fjórum leikjum haldið hreinu af fyrstu sex en því náði Hafnarfjarðarliðið 1994, 2005 og svo í fyrra. FRÁBÆR BYRJUN Heimir Guðjóns- son, þjálfari FH. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM > Tveir leikir í Landsbankadeildinni Sjöundu umferð Landsbankadeildar karla lýkur í kvöld með tveim leikjum. Fjölnir tekur á móti Fram í Grafarvogi og bikarmeistarar FH sækja Breiðablik heim í Kópavoginn. FH-ingar hafa farið mikinn það sem af er mótinu og verður áhugavert að sjá hvernig þeim gengur gegn Blikum sem hefur vantað allan stöðugleika í sumar og valdið talsverðum vonbrigðum. FÓTBOLTI Luiz Felipe Scolari hefur loksins rofið þögnina og tjáð sig um Chelsea, sem hann hefur samþykkt að stýra frá og með 1. júlí næstkomandi. Scolari er að sjálfsögðu upptekinn með portúgalska landsliðinu á EM og hefur hingað til ekkert viljað ræða um Chelsea. Scolari viðurkennir að góð laun hjá Chelsea séu ein af ástæðunum fyrir því að hann tók starfið að sér. „Já, peningar eru ein af ástæðunum. Ég er 59 ára og vil hætta í þjálfun áður en ég verð sjötugur og nú sé ég fram á að geta hætt eftir svona fjögur til fimm ár. Peningar eru samt ekki eina ástæðan fyrir þessari ákvörðun,“ sagði Scolari, sem hefur þjálfað Portúgal í fimm og hálft ár. - hbg Scolari talar um Chelsea: Peningar ein af ástæðunum SCOLARI Spenntur fyrir Chelsea og ekki bara peningunum, sem þó skipta máli. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Spánverjinn Fernando Torres hefur gefið það út að hann hafi ekki í hyggju að yfirgefa herbúðir Liverpool á næstunni. Enskir fjölmiðlar hafa verið að orða hann við Chelsea síðustu daga og sagt að Scolari, hinn nýráðni stjóri Chelsea, ætli sér að bjóða fjörutíu milljónir punda í framherjann frábæra. „Ég vil taka það skýrt fram að ég er ekki á markaðnum og ég hef ekki áhuga á öðru en að spila áfram fyrir Liverpool. Ég er mjög ánægður í herbúðum félagsins og vil halda áfram þar. Ég kom til félagsins með það að markmiði að vinna titla. Það eru mörg ár eftir af samningi mínum við félagið og ég ætla að vinna titla á þessum árum,“ sagði Torres, sem segist vera hungraðri en oft áður. „Ég er búinn að spila í undan- úrslitum Meistaradeildarinnar með Liverpool, sem ég hafði ekki gert áður. Nú þegar maður hefur fengið nasaþefinn af þessu vill maður meira. Ég er enn hungr- aðri fyrir vikið og vil vinna allt sem hægt er að vinna,“ sagði Torres. - hbg Fernando Torres: Er ekki á förum frá Liverpool FERNANDO TORRES Ánægður hjá Liver- pool. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Enski dómarinn Howard Webb mun dæma leik Grikkja og Spánverja á miðvikudag en Webb hefur ekki átt sjö dagana sæla síðan hann dæmdi Austurríkis- mönnum víti gegn Pólverjum. Í kjölfarið hefur Webb fengið fjölda líflátshótana og herferð hefur verið gegn honum í Póllandi þar sem forsætisráð- herra landsins hefur meðal annars látið miður falleg orð falla í garð Webbs. „Sem forsætisráðherra þarf ég að vera rólegur og í jafnvægi. En eftir þennan leik var ég ekki líkur sjálfum mér og ég vildi drepa,“ sagði Donald Tusk, forsætisráð- herra Póllands. - hbg Howard Webb snýr aftur: Webb fékk líf- látshótanir HOWARD WEBB Kveikti drápstilfinningu hjá forsætisráðherra Póllands. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES Besta dómarapar landsins í handbolta, Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson, lenti í svakalegri uppákomu í Sarajevo um helgina. Þar voru þeir staddir til að dæma leik Bosníu og Ungverjalands í umspili fyrir HM. Mikið gekk á í höllinni frá fyrstu mínútu og lætin í áhorfendum gengu að lokum svo langt að þeir félagar þurftu að flauta leikinn af þegar 11 mínútur voru eftir. Þá voru heimamenn þrem mörkum undir. „Það var allt brjálað frá fyrstu mínútu og við þurft- um margoft að stöðva leikinn svo það væri hægt að tína draslið upp af gólfinu. Þetta var alveg rosalegt. Leikurinn fór fram í 7.000 manna höll en búið var að troða 8.000 manns þar inn, hitinn svakalegur og margir áhorfendur í vægast sagt misjöfnu ástandi,“ sagði Anton Gylfi þegar Fréttablaðið náði tali af honum á flugvellinum í Sarajevo í gær. „Þegar við flautum svo leikinn af var verið að kasta peningum, kveikjurum og jafnvel regnhlífum inn á völlinn. Kveikjararnir sprungu sumir og manni brá þá hressilega. Pappírskúlur flugu líka inn á völlinn og svo var hrækt á okkur líka. Það rigndi bara drasli inn á völlinn í bókstaflegri merkingu. Þeir voru mjög ósáttir við að fá ekki þá heima dómgæslu sem þeir vildu fá,“ sagði Anton Gylfi og bætti við að mörgum viðstöddum hefði verið verulega brugðið. „Eftirlitsmaðurinn sagði okkur þá bara að koma af vellinum. Ungverjarnir hreinlegu hlupu af vellin- um. Þetta eru menn sem þekkja ýmislegt en þarna voru þeir skíthræddir. Eftirlitsdómarinn ákvað að gefa þeim tíu mínútur en þá hafði ekkert breyst. Eftirlitsdómarinn ákvað þá að gefa hálftíma og þjálfari Bosníu, ásamt einhverjum leikmönn- um, talaði til áhorfenda og bað þá um að róa sig niður. Það tókst ekki betur til en svo að þegar eftirlitsdómarinn labbaði aftur út fékk hann síma í hausinn. Þá var þetta endanlega búið,“ sagði Anton. ANTON GYLFI PÁLSSON OG HLYNUR LEIFSSON: LENTU Í STRÍÐSÁSTANDI Í SARAJEVO OG FLAUTUÐU LEIK AF Regnhlífum og símum rigndi í Sarajevo
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.