Fréttablaðið - 17.06.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 17.06.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI NÁTTÚRA Reynt verður að fanga ísbjörn sem fannst á Skagatá í gær og koma honum aftur til síns heima með liðsinni sérfræðinga frá Dýragarðinum í Kaupmannahöfn. Danirnir koma til landsins í dag með búr og annan búnað. Björninn verður vaktaður þangað til og skotinn ef öryggi fólks er ógnað. Heimilisfólk á Hrauni á Skagatá varð bjarnarins vart um hádegisbil í gær og hafði samband við lögreglu. Ekki er vitað hvernig björninn komst til landsins eða hvenær. Þetta er í annað sinn í mánuðinum sem bjarndýr gengur á land á þessum slóðum. Fyrir tveimur vikum fannst ísbjörn nokkru sunnar á Skaga. Hann var felldur. Nú eru aðstæður aðrar; auðveldara að vakta björninn og hindra að hann hlaupist á brott. „Um leið og ég frétti af því að það væri kominn annar hvítabjörn í Skagafjörðinn voru mín fyrstu viðbrögð að við myndum gera allt sem við gætum til að ná dýrinu lifandi og koma því til heimkynna sinna. Við fórum af stað með það að leiðarljósi,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra, sem segist hafa reynt að stýra aðgerðunum frá útlöndum. Björninn lá lungann úr gærdeginum í makindum í æðarvarpi steinsnar frá Hrauni, át þar egg og svaf. Íbúum á nálægum bæjum var gert að halda sig innandyra. Að sögn Hjalta J. Guðmundssonar, sviðs- stjóra hjá Umhverfisstofnun, verður þess freistað að deyfa björninn, fanga hann í búr Dananna og flytja hann síðan aftur til Græn- lands, eða í versta falli í Dýragarðinn í Kaup- mannahöfn. Þangað til verður dýrið vaktað. „Þetta er mjög áhættusöm aðgerð að öllu leyti. Það þarf allt að ganga upp,“ segir Þórunn. Novator, félag Björgólfs Thors Björgólfs- sonar, bauðst í gær til þess að greiða allan kostnað sem til fellur við að bjarga ísbirninum og koma honum í öruggt umhverfi. Þórunn segir þetta vel boðið. „Við vitum ekki hversu mikill kostnaðurinn verður,“ segir hún. Þó sé ljóst að hann hlaupi á milljónum króna, og augljóslega ekki gert ráð fyrir þeim kostnaði á fjárlögum. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir á vef sínum ætlunina að bjarga dýrinu lifandi með aðstoð Dana og fjárhagslegum stuðningi Novators. - sh / - bj / sjá síðu 4 Sími: 512 5000 ÞRIÐJUDAGUR 17. júní 2008 — 163. tölublað — 8. árgangur HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR SUMAR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Krafturi h Lovísa hefur hestinn sinn Ás í hesthúsi hjá hestamannafélaginu Sörla í Hafnarfirði. Hátíðarhöld verða á mörgum stöðum á þjóð-hátíðardegi okkar Íslend-inga. Þótt spáin sé góð getur veðrið alltaf tekið breytingum. Gott er því að taka með sér einhvern hlífðarfatn-að eins og regnkápu eða góða peysu ef ske kynni að veðrið breyttist. Börnin skemmta sér allt-af vel á 17. júní. Það getur komið fyrir að þau verði viðskila og týnist. Því er gott að vera búinn að skrifa miða sem barnið geymir í vasa sínum sem á stendur nafn, heimilis-fang og sími sem barnið getur sýnt ef það týnist. Arnarhóll er aðaltónleika-staðurinn kvöldið 17. júní. Tilvalið er fyrir fjölskylduna að fara þangað saman, njóta samveru hvers annars og hlusta á góða tónlist. Dagskrá 17. júní er hægt að finna á www.17juni.is VEÐRIÐ Í DAG LOVÍSA BJÖRT HENNINGSDÓTTIR Hestarnir ætíð verið í miklu uppáhaldi sumar Í MIÐJU BLAÐSINS TÍSKA Ingibjörg Finnbogadóttir, fatahönnuður og stílisti, hefur fengið það verkefni að hanna útlit á sex manns sem sækja ýmsa menningarviðburði í New York. Verkefnið er á vegum fyrirtækis sem kallast Fauxcialite og geta fyrirtæki keypt sér útlimi til að auglýsa á. Ingibjörg hefur verið búsett í New York í tvö ár og hefur komið ár sinni vel fyrir borð þar. „Ég fékk atvinnuleyfi í fyrrahaust og hef haft nóg fyrir stafni síðan þá,“ útskýrir Imba. - sa / sjá síðu 30 Ingibjörg Finnbogadóttir: Hannar nýtt útlit á sex manneskjur VIÐSKIPTI „Miðað við þær upplýs- ingar sem birst hafa í fjölmiðlum sýnist mér hæpið að heimfæra frestun á birtingu upplýsinga undir þessa þröngu undanþágu- heimild,“ segir Hlynur Jónsson, lögmaður og fyrrverandi sviðs- stjóri hjá Fjármálaeftirlitinu. Stjórn Eimskipafélagsins vissi í febrúar að dótturfélagið Innovate ætti í vandræðum. Ekki var greint frá því fyrr en í síð- ustu viku en þá var greint frá því að félagið yrði afskrifað í heild sinni. Eimskipafélagið hefur vísað til lagaheimildar um að þegja yfir upplýsingum. Halldór Kristmannsson, fram- kvæmdastjóri samskiptasviðs Eimskips, segir félagið eiga í góðum samskiptum við eftirlits- aðila og spurningum þeirra verði svarað. Frestunin hafi gefið svig- rúm til að undirbúa sölumeðferð á Innovate og tekist hafi að bjarga verðmætum. Viðræður við væntanlega kaupendur eru á lokastigi. Komist FME að þeirri niðurstöðu að Eimskip hafi brotið lög um verðbréfaviðskipti á það yfir höfði sér stjórnvaldssekt upp á allt að fimmtíu milljónir króna. - ikh / sjá síðu 12 Milljarða afskriftir Eimskips vegna kaupa á dótturfélaginu Innovate: Efast um lögmæti þagnarinnar FYRRVERANDI STJÓRNENDUR Baldur Guðnason og Magnús Þorsteinsson. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI VEIÐIFRÉTTIR Félag sem nýtur vaxandi vinsælda Veiðifréttir • sérblað frá SVFR FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG Stangaveiðifélag Reykjavíkur er stærsta og öflugasta stangaveiðifélag landsins með yfir 3.500 félagsmenn. Félagið hefur notið sívaxandi vinsælda á meðal veiðimanna. Á síðustu þremur árum hefur félagsmönnum Stangaveiðifélags Reykjavíkur fjölgað um 1.500. Þetta er auðvitað mikið gleðiefni og segir okkur vonandi að félagið sé á réttri braut þegar veiðimenn sjá hag sínum best borgið með því að vera félagsmenn í SVFR. Fjölgun félagsmanna í SVFR setur aukinn þrýsting á stjórn og starfsmenn félagsins. Til að mæta aukinni eftirspurn félags-manna eftir veiðileyfum þarf sí-fellt að bæta við fleiri ársvæðum til að halda uppi nægjanlegu fram-boði veiðileyfa. Það hefur gengið eftir eins og sjá má í meðfylgjandi súluriti sem sýnir þróun í heildar-framboði stangardaga hjá SVFR.SVFR hefur í dag um sextíu veiðisvæði á sínum snærum víða um landið. Fjölbreytt framboð er í lax- og silungsveiði. SVFR hefur stöðugt verið að bæta við sig veiði-svæðum með laxi og silungi. Þá hefur verið lögð áhersla á að auka framboð fjölskylduvænna svæða þar sem æ algengara verður að fjölskyldur fari saman til veiða. Í lögum félagsins segir um hlut-verk félagsins: ● Að útvega félagsmönnum veiði-leyfi og taka í því skyni veiði-vötn á leigu eða kaupa veiði-svæði og annast umboðssölu á veiðileyfum. ● Að efla hróður stangaveiði með almennri fræðslu um íþróttina, með því að hvetja til hófsemi í veiði og stuðla að því að veiði-menn virði settar veiðireglur og umgangist náttúruna af virðingu og tillitsemi. ● Að styrkja stöðu stangaveiði sem almennings- og fjölskyldu-íþróttar. ● Að efla áhuga barna og unglinga á stangaveiði, m.a. með kennslu í veiðileikni í ám og vötnum og hvers konar fræðslustarfi.● Að vinna að samstöðu meðal stangaveiðimanna og standa vörð um rétt þeirra og hagsmuni.● Að stuðla að góðri samvinnu við veiðiréttareigendur og standa fyrir, ásamt þeim, umbótum á veiðisvæðum sem félagið hefur til umráða. Laxar að stökkva í Glanna í Norðurá. MYND/KLAUS FRIMOR Stangaveiðifélagið er stækkandi félag Veiðifréttir STANGAVEIÐIFÉLAG REYKJAVÍKURÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 2008 18.000 16.000 14.000 12.000 10.000 8 00 Þróun í heildarframboði stangardaga hjá SVFR Á mála hjá Chanel Harry Potter-stjarnan Emma Watson tekur við af Keiru Knightley sem andlit ilmvatnsins Coco Mademoiselle. FÓLK 24 Tökur hafnar á Run for Her Life Baltasar Kormákur er með um fjögur hundruð manns í vinnu við tökur á mynd sinni í Nýju Mexíkó. FÓLK 30 Til hamingju, borgarbúar Eftir liðlega þriggja mánaða hreinsunarátak skartar miðborgin sínu fegursta og iðar af blómlegu mannlífi, skrifar Ólafur F. Magnús- son borgarstjóri. UMRÆÐAN 16 ÁGÆTT VEÐUR Í dag verður víða norðaustan 3-10 m/s en 10-13 m/s suðaustan til. Þurrt að mestu en hætta á dálítilli rigningu norðaustan og austan til. Hiti 5-15 stig, hlýjast suðvestan til. VEÐUR 4 14 10 7 7 12 STYRKTU ÁTAKIÐ! Við höfum opnað fyrir söfnunar- númerin Bein útsending á föstu- daginn á SkjáEinum 903 1000 903 3000 903 5000 Allt kapp verður lagt á að fanga ísbjörninn lifandi Annar ísbjörninn á tveimur vikum hefur gengið á land á Skaga. Danskir dýragarðsstarfsmenn munu freista þess að fanga björninn í búr. Þangað til er hann undir stífu eftirliti. Í gær át hann æðaregg og svaf. Carsten Gröndahl, yfirdýralæknir í Dýragarðinum í Kaupmannahöfn, var á kafi í skipulagsvinnu vegna ísbjarnarins á Skaga þegar Fréttablaðið hafði samband við hann í gærkvöld. Hann sagð- ist ekki mundu vita fyrr en í dag hvernig yrði staðið að flutningunum enda hefði skipulagn- ingin þá væntanlega skýrst. Yfirdýralæknirinn segir að samband hafi verið haft við sig síðdegis í gær og hann hafi strax farið í að kanna alla möguleika, til dæmis hvort hægt væri að fá skipafélag til að flytja búrið. Gröndahl veit ekki hvernig stjórnun aðgerða verður háttað eða hvort hann kemur sjálfur til Íslands en telur það vel hugsanlegt. Hann segir að starfsmenn dýragarðsins hafi áður staðið að svipuðum aðgerðum erlendis þó að ekki hafi verið um ísbjörn að ræða í þeim tilvikum. Vel sé hægt að ná ísbirn- inum og bjarga honum á nokkrum dögum. - ghs HAFA ALDREI FANGAÐ ÍSBJÖRN Á MELTUNNI Ísbjörninn var rólegur í gær, svaf í æðarvarpi og gæddi sér á eggjum. Íbúum á Hrauni í næsta nágrenni var gert að halda sig innandyra, en að sögn húsfreyju óttaðist heimilisfólkið þó ekki björninn. Reynt verður að koma böndum yfir björninn í kvöld eða í síðasta lagi á miðvikudag. MYND/FEYKIR/DAVÍÐ ORRI ÁGÚSTSSON Fyrstir til að vinna FH Blikar unnu 4-1 stórsigur á FH í Landsbankadeild karla í gær. ÍÞRÓTTIR 26

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.