Fréttablaðið - 17.06.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 17.06.2008, Blaðsíða 2
2 17. júní 2008 ÞRIÐJUDAGUR „Gunnleifur, voruð þið alveg þróttlausir?“ „Já, eiginlega, þeir voru algjörir HKarlar.“ Þróttur lagði HK á Valbjarnarvelli í fyrradag og hélt þar með sigurgöngu sinni áfram. Gunnleifur Gunnleifsson er markvörður og fyrirliði HK. DÓMSMÁL Robert Dariusz Sobiecki hefur ákveðið að áfrýja nauðgunardómi sem hann hlaut í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir helgi. Þetta staðfestir Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður hans. Sobiecki hlaut þriggja ára fangelsisdóm fyrir að nauðga stúlku á salerni Hótels Sögu í mars í fyrra. Honum var auk þess gert að greiða fórnarlambi sínu eina og hálfa milljón í miskabætur. Héraðsdómur hafði áður sýknað Sobiecki af ákærunni en Hæstiréttur ómerkti þann dóm og vísaði honum aftur í hérað, þar sem aðrir dómarar sakfelldu hann í annarri atrennu. - sh Hótel Sögu-nauðgari ósáttur: Áfrýjar dómi fyrir nauðgun LÖGREGLUMÁL Tollgæslan lagði í síðustu viku hald á um 550 olíumálverk sem erlendur maður hafði trassað að framvísa við komuna til Seyðisfjarðar með Norrænu. Að sögn Óskars Bjartmarz, yfirlögregluþjóns á Egilsstöðum, reyndi maðurinn ekki að fela verkin fyrir tollvörðum. Þau munu hafa verið máluð í Kína og hvorki dýr né sérlega merkileg. Þau voru af ýmsum stærðum. Ekki er ljóst hvað maðurinn ætlaðist fyrir með verkin hérlendis. Verkin komu með sömu ferð og 190 kíló af fíkniefn- um, og féll málverkafundurinn í skuggann af því máli. - sh Olíumálverk gerð upptæk: Með 550 mál- verk í Norrænu VIÐSKIPTI Almenn auglýsingaverð- skrá Fréttablaðsins hækkar um 4,5 prósent frá og með 1. júlí. Rað- og smáauglýsingar hækka um sex prósent á sama tíma. Hækkunin er almenn og nær yfir verðskrár og samninga. Þessar aðgerðir eru vegna hækkandi pappírs- og dreifingar- kostnaðar. Með þeim er verið að tryggja og treysta gæði og dreifingu Fréttablaðsins. Fréttablaðið: Breytingar á auglýsingaverði FORSETAEMBÆTTIÐ Forsetabifreið Sveins Björnssonar verður notuð í fyrsta sinn við opinbert tækifæri í dag. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, kemur í henni til Alþingishússins við upphaf hátíðarhaldanna á Austurvelli. Um hádegið verður hún hluti af hátíðaakstri Fornbílaklúbbs- ins frá Árbæjarsafni. Þá verður henni ekið frá safninu í miðbæ- inn, þar sem hún verður til sýnis við Þjóðminjasafnið á milli klukkan tvö og fimm. Nýlega var lokið við endur- gerð bifreiðarinnar. Hún er af Packard-gerð frá árinu 1942. Bifreiðin er aðeins notuð og sýnd við sérstök tækifæri. - hþj Ólafur Ragnar á fornbíl í dag: Fyrsta forseta- bifreiðin notuð ÓLAFUR RAGNAR OG FORSETABÍLINN Packard Sveins Björnssonar í góðum gír. VERSLUN Sala áfengis hjá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins fer vax- andi, en á sama tíma merkja sumir birgjar samdrátt í sölu til veitinga- húsa og vínveitingastaða. „Sala til ÁTVR og hjá Fríhöfninni er greinilega, svo heildarsalan er frekar upp á við. En það er klárlega minnkun í sölu á veitingahúsamark- aðinn,“ segir Gunnar B. Sigurgeirs- son, framkvæmdastjóri markaðs- deildar Ölgerðarinnar. Hann segir sölu á áfengi til verta hafa dregist saman frá áramótum, en er ekki tilbúinn að upplýsa hversu mikið. „Það er nokkuð viðurkennt að efnahagsástandið hefur áhrif. Fólk velur frekar þann kostinn að drekka heima. Það er ein skýringin,“ segir Gunnar. Önnur skýring geti verið reyk- ingabannið, en þó sé ekkert hægt að fullyrða um það. Vegna breytts efnahagsástands sé raunar erfitt að sjá hver áhrif reykingabannsins séu á áfengissöluna á skemmtistöð- um. Sala ÁTVR hefur aukist það sem af er ári. Frá janúar og út maí var aukningin í lítrum talið sex prósent, segir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR. Vertar kaupa áfengi beint af byrgjum, án aðkomu ÁTVR. „Ég hef trú á því að jafnvægið hafi eitthvað breyst,“ segir Kári Ellertsson, markaðsstjóri hjá Glóbus. Fólk fari seinna út að skemmta sér og drekki frekar áfengi í heimahúsi. Þó sé erfitt að meta stöðuna í dag, hún muni frek- ar liggja fyrir eftir sumarið. „Það hefur komið einhver lægð í þetta samanborið við síðasta ár, en hvort það er marktækt veit ég ekki alveg,“ segir Kári. „Í svona árferði eins og er núna er þróunin frekar sú að sala í vínbúðum og fríhöfn- inni aukist.“ Sumir birgjar sem rætt var við segja aðra sögu. Þannig hefur sala til veitingastaða verið að aukast hjá Vífilfelli, að sögn Símons Ragnars Guðmundssonar sölu- manns. Sala á léttvíni og bjór til verta eykst nokkuð, en sterka vínið stendur í stað hjá heildsölunni Karli K. Karlssyni, segir Guðlaugur Guðlaugsson viðskiptastjóri. Sala til ÁTVR hefur þó aukist áberandi meira. brjann@frettabladid.is Sala færist til ÁTVR frá skemmtistöðum Sala áfengis eykst hjá ÁTVR þrátt fyrir versnandi efnahagsástand. Sumir birgj- ar merkja samdrátt í sölu til verta. Þeir segja það benda til þess að salan sé að færast til ÁTVR frá skemmtistöðum. Efnahagsástandið er ein skýringin. DRYKKJA Varla hefur verið hægt að merkja í blíðviðrinu í miðborginni undanfarið að áfengissala sé að dragast saman á veitingahúsum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Heldur hefur dregið úr sölu á dýrari vínum hjá birgjum. Kári Ellertsson, markaðsstjóri hjá Glóbus, segir það sína tilfinningu að þeir sem drukkið hafi dýrari vín haldi sig í svipuðum verðflokki, en drekki þá lakari vín eftir verðhækkanir tengdar gengishækkun. Slæmt efnahagsástand gæti þýtt minni sölu á dýrari vínum, segir Kári. „Þetta gæti haft þau áhrif að þeir sem hafa getað leyft sér að safna dýrari vínum fari að drekka eitthvað af þeim og haldi aftur af sér með það að bæta í safnið.“ DÝRARI VÍNIN FREKAR Á UNDANHALDI LÖGREGLUMÁL „Þessi hátíð hefur verið að vinda upp á sig síðustu árin bæði hvað varðar ónæði og framkomu gesta,“ segir Daníel Guðjónsson, yfirlögregluþjónn á Akureyri, en miklar óspektir voru um helgina í tengslum við Bíladaga í bænum, sem lýkur í dag. Þrettán minniháttar líkams- árásir komu til kasta lögreglu og ein alvarlegri líkamsárás er til rannsóknar. Þá hafa nokkur skemmdarverk verið tilkynnt. Kristján Þ. Kristjánsson, stjórnarformaður Bílaklúbbs Akureyrar, telur annað ekki koma til greina en að Bíladagar verði haldnir aftur að ári enda hafi hátíðin sjálf gengið mjög vel. „Ryskingar hjá fólki á nætur- rölti tengjast öðrum en þátttak- endum Bíladaga,“ segir Kristján. „Hér hefur ríkt ró og engum þurft að hafa afskipti af.“ Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjar stjóri segist munu hitta lögreglu og skipuleggjendur hátíðarinnar síðar í vikunni til að fara yfir atburði helgarinnar. „Framkvæmd hátíðarinnar gekk með ágætum en það voru fylgifiskar hennar sem ollu vand- ræðum,“ segir Sigrún. Mun meiri viðbúnaður var hjá lögreglu vegna hátíðarinnar nú en undanfarin ár, og beitti lög- regla kylfum og piparúða til að halda mannfjöldanum í skefjum. - ht Þrettán líkamsárásir komu til kasta lögreglu á Bíladögum á Akureyri um helgina: Vill hátíðina aftur á næsta ári BÍLADAGAR Á AKUREYRI Þrettán líkamsárásir komu til kasta lögreglu um helgina en þá voru haldnir Bíladagar í bænum. Hátíð- inni lýkur í dag. DÓMSMÁL „Íslenska réttarkerfið er eitt það skilvirkasta í Evrópu og þó víðar væri leitað,“ segir Sigurður Líndal lagapróf- essor. Hann segir þó ekki hægt að vera á móti millidómstigi þar sem það tryggi réttar- öryggi í sessi með vitnaleiðslu á tveimur dómstigum. „Ókostirnir eru þó að réttar- kerfið verður þyngra, málskostn- aður talsvert hærri og málsmeð- ferðin löng,“ segir Sigurður „Fram á 18. öld bjuggu Íslendingar við fjögur dómstig og það þótti ansi þungt. Árið 1800 var lögréttudómurinn hins vegar lagður niður og við það var dómskerfið þrískipt. Þetta þótti gríðarleg framför í réttarfari á þeim tíma.“ - vsp Prófessor um millidómstig: Ekki hægt að vera á móti SIGURÐUR LÍNDAL BANDARÍKIN Lögregla í Edge- combe-sýslu í Norður-Karólínu hefur handtekið foreldra sem grunaðir eru um að hafa banað þrettán ára syni sínum með því að binda hann við tré til að kenna honum lexíu. Föðurnum fannst drengurinn hafa hegðað sér illa og refsaði honum með því að láta hann sofa utandyra. Hann batt hann við tré í garðinum tvo daga í röð. Drengurinn fannst látinn í garðinum eftir seinni nóttina. Foreldrarnir hafa báðir verið kærðir fyrir manndráp og misnotkun. Barnaverndaryfirvöld hafa svipt þá forsjá yfir tveimur öðrum börnum þeirra. Málið er enn í rannsókn. - sh Bandarískir foreldrar í haldi: Sonurinn lést bundinn við tré SKIPULAGSMÁL „Við veittum leyfi fyrir því að listamenn skreyttu portið,“ segir Hanna Benedikts- dóttir, fjármálastjóri fasteigna- félagsins Festa sem á hús á svoköll- uðum Hljómalindarreit. Reiturinn er kenndur við húsið við Laugaveg 21 sem áður hýsti verslunina Hljóma lind. Hanna segir Íslenska Kaupfélagið hafa fengið að vera endurgjalds- laust í húsinu í sumar. Þar er rekið kaffihús auk þess sem ýmsar uppá- komur verða á svæðinu í sumar. Hún segir þetta gert til að hafa líf á svæðinu en enn sé nokkuð í að fram- kvæmdir hefjist á reitnum. Enn er unnið að deiliskipulagi fyrir reitinn. „Við fundum reglu- lega með borginni og málið er í góðum farvegi,“ segir Hanna. „Það styttist óðum í að frekari hugmyndir verði kynntar skipu- lagsyfirvöldum,“ segir Ásgeir Frið- geirsson, talsmaður Samson Prop- erties sem eiga Barónsreit. „Við höfum verið í því að taka til, mála og gera þetta snyrtilegt eins og aðrir.“ Að sögn Ásgeirs gera ætl- anir ráð fyrir að framkvæmdir taki um tvö ár. Þá segir Ásgeir ekkert húsanna á reitnum standa autt. Ráðstafanir gagnvart leigjendum verði gerðar þegar séð er hvenær framkvæmdir hefjast. - ovd Eigendur stórra reita í miðbæ Reykjavíkur bíða fram á haust með framkvæmdir: Engar framkvæmdir í sumar VIÐ HLJÓMALINDARHÚSIÐ Gamla Hljóma lindarhúsið, Laugavegur 21 og portið þar á bak við öðlast nýtt líf í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.