Fréttablaðið - 17.06.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 17.06.2008, Blaðsíða 4
4 17. júní 2008 ÞRIÐJUDAGUR Ekki er loku fyrir það skotið að fleiri hvíta- birnir gangi á land á næstunni, að mati Þórs Jakobs sonar veðurfræðings. Hann segir að fjölga þurfi ísflugferðum Landhelgisgæslunnar í ljósi bjarnarheimsókna síðustu vikna og gæta sérstaklega að því hvort ísbirnir séu á ísflákum eða á sundi nálægt landi. „Það er betra að vita af því ef þeir eru á leiðinni,“ segir hann. Þór segir útbreiðslu hafíssins á Grænlandssundi hafa verið mikla nú í byrjun sumars, þótt ekki hafi ísjaðarinn komið ýkja nærri landi. Hann bendir á að ísröndin sé um sjötíu mílur frá landi núna, en hafi oft verið örfáar mílur frá landi án þess að hvítabirnir hafi gengið á land. „Ísinn er í sjálfu sér ekkert óvenjulegur núna svo það er eitthvað sem hefur gerst áður sem er óvenjulegt,“ segir Þór. „Ég giska á að meginísinn hafi ekki verið samfelldur upp að Grænlandi, og birnirnir hafi verið svo óheppnir að lokast inni á ísbreiðunni og borist frá Grænlandi og svo nægilega nálægt Íslandi til að þeir hafi lagt í að synda síðasta spölinn.“ Þór segir að þar sem þegar hafi komið tveir birnir sé alls ekki útilokað að fleiri fylgi í kjölfarið. „Þeir gætu verið fleiri á ferðinni núna þó að ég þori ekki að segja til um hvernig það yrði næstu árin.“ Hann kallar eftir bættu eftirliti með hugsan- legum vágestum. „Þetta er nokkuð sem hefur greinilega ekki verið fylgst alveg nógu vel með.“ Gisinn ís geti teygt sig langleiðina yfir Grænlandssundið á milli Grænlands og Íslands, og hann sjáist ekki á gervitunglamyndum. Því þurfi að fljúga reglulega þar yfir. stigur@frettabladid.is Skagatá Skagaheiði No rðu rár dal ur Hraun Gauksstaðir Keta Hvalnes Selá Tindastóll Fyrri björninn var felldur 3. júní sl. í Þverárhlíð. Björninn sem sást í gær var í æðarvarpi við bæinn Hraun. ÍSLAND GRÆNLAND Hafísrö ndin VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Basel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 19° 18° 20° 18° 18° 18° 23° 25° 16° 23° 26° 24° 18° 21° 22° 26° 32° 22° Á MORGUN 3-10 m/s, stífastur suð- austast. FIMMTUDAGUR Hæg breytileg átt. 14 10 10 9 7 8 7 7 12 12 6 5 6 7 3 9 12 8 5 5 9 6 12 7 4 5 10 8 4 6 11 SKAPLEGT VEÐUR Ljómandi veður verður á Suðvestur- landinu í dag. Léttskýjað sunnan og vestan til en skýjað eða skýjað með köfl um annars staðar. Yfi rleitt þurrt en má búast við lítilsháttar rigningu austan til í dag. Hitinn verður á bilinu 5-15 stig, hlýjast suðvestan til. Elísabet Margeirsdóttir Veður- fréttamaður „Við hljótum að hafa lært af reynslunni þegar fyrri [hvíta- björninn] kom,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráð- herra spurð um viðbrögð við fréttinni af bjarndýrinu á Skaga í gær. Ingibjörg segist telja eðlilegt að gripið sé til varúðarráðstaf- ana á borð við að loka vegum, sem ekki var gert þegar fyrri björninn uppgötvaðist. Eðlilegt sé einnig að leita leiða til þess að svæfa björninn og koma honum úr landi. Það velti þó á því að réttur búnaður sé til staðar í landinu. „En það er auðvitað alltaf plan B að skjóta skepnuna ef menn telja að hún sé að verða mann- fólkinu hættuleg; þá hlýtur mannfólkið að hafa forgang,“ segir Ingibjörg. - aa Ingibjörg Sólrún Gísladóttir: Plan B að skjóta skepnuna INGIBJÖRG SÓL- RÚN GÍSLADÓTTIR Fleiri birnir gætu komið Bæta þarf eftirlit með hafísflákum til að geta fylgst með hugsanlegum komum hvítabjarna til landsins, að mati Þórs Jakobssonar veðurfræðings. Hann útilokar ekki að fleiri birnir geti fylgt í kjölfar hinna tveggja. ÞÓR JAKOBSSON „...fyrst á visir.is“ ...ég sá það á visir.is Heimilisfólkinu á Hrauni á Skaga brá heldur betur í brún þegar það kom heim í hádeginu í gær og varð ljóst að hvítabjörn hafði hreiðrað um sig í æðar- varpinu steinsnar frá bænum. Það var heimilishundurinn sem fyrst varð bjarndýrsins var og rauk geltandi af stað í átt að varpinu. „Dóttir mín hljóp á eftir hundinum, enda má hann alls ekki fara í æðarvarpið,“ segir Merete Rabölle, húsfreyja að Hrauni. Stúlkan, hin tólf ára gamla Karen Helga, kom síðan grátandi til baka eftir að hafa séð að hundurinn hljóp ekki í átt að áburðarpoka eins og henni hafði fyrst sýnst, heldur stærðar ísbirni. Hún óttaðist að örlög hundsins væru þar með ráðin. Isaaq, grænlenskur vinnumaður á bænum, hljóp þá rakleiðis út á eftir hundinum og tókst að heimta hann úr helju. Ekkert amaði raunar að hundinum. „Auðvitað brá okkur mjög mikið þegar við áttuðum okkur á því að stúlkan væri að segja satt – að það væri virkilega ísbjörn svona nálægt okkur,“ segir Merete. Fjölskyldunni var gert að halda sig innandyra í gær og svo virðist sem framhald verði á biðinni þar til björninn hefur verið fangaður. - sh GRÉT AF ÓTTA UM HEIMILISHUNDINN Ánægjulegt er að íslensk stjórnvöld hafa lagt mikið á sig til að bjarga ísbirninum sem sást á Skaga í gær, og að svo margir Íslendingar og Danir vinni að því að koma dýrinu í sitt náttúrulega umhverfi á ný. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Alþjóðlega dýraverndunarsjóðinum (IFAW). Það á alltaf að vera síðasta úrræðið að skjóta dýr, og aðgerðirnar nú eru stórt skref fram á við fyrir ríkisstjórnina, segir í yfirlýsingunni. Þá bjóðast samtökin til að aðstoða við gerð aðgerðaráætlun- ar vegna komu ísbjarna í framtíðinni. - bj Dýraverndunarsjóðurinn IFAW: Viðbrögðin ánægjuleg ALLT AÐ 5.500 ÍSBIRNIR Á GRÆNLANDI Talið er að á bilinu 4.000 til 5.500 ísbirnir séu í þeim stofni sem heldur til á Grænlandi. Það lætur nærri að vera um fimmtungur af heildarfjölda ísbjarna í heiminum. Þeir halda sig helst á norðvestur- og norðaustur-hluta Grænlands. Ísbjörnum er gjarnan skipt í sex stofna eftir því hvar þeir halda til. Flestir eru ísbirnirnir í Kanada, þar sem talið er að um fimmtán þúsund ísbirnir séu í dag. KAREN HELGA STEINSDÓTTIR Þór Jakobsson segir hafísinn á Grænlandssundi ekki óvenjuleg- an um þessar mundir. Líklega hafi meginlandsísinn ekki verið samfelldur alla leið upp að Grænlandi, sem hafi valdið því að birnir urðu innlyksa á ísnum. Fláka hafi síðan rekið í átt að Íslandi og birnirnir synt síðasta spölinn til Íslands. Slíkir flákar sjást ekki á gervihnattamyndum, heldur þarf ísflug til. Það eina rétta að gera í stöðunni er að fanga ísbjörninn sem nam land á Skaga og flytja hann til sinna náttúrulegu heimkynna, segir Tómas Óskar Guðjónsson, forstöðumaður Fjölskyldu- og húsdýragarðsins. Garðurinn hefur enga aðstöðu til að taka við dýrinu. „Ef þetta er fullorðið dýr set ég mjög stórt spurningamerki við það að koma því fyrir í dýra- garði,“ segir Tómas. „Það gæti verið bjarnargreiði við dýrið að fanga svona villt og kröftugt dýr og hafa það í dýragarði þar sem er heitt og lítil aðstaða.“ Kostnaður við að koma upp bjarnargryfju í húsdýragarðinum liggur á milli 100 og 200 milljóna króna, segir Tómas. Að auki kosti sitt að fóðra dýrið og að hafa viðeigandi starfsmenn og öryggisgæslu á staðnum. Stjórn Fjölskyldu- og húsdýragarðsins kannar nú möguleikann á því að taka inn nýjar dýrateg- undir sem aðlagaðar eru köldu loftslagi. Tómas segir af mörgu að taka þar, í þann flokk falli dýr allt frá ísbjörnum, Síberíutígrum og úlfum, að snæhérum, sauðnautum og mörgæsum. „Það liggur fyrir stjórn garðsins að móta sína afstöðu. Væntanlega verður það gert í ár. Við vinnum svo eftir því sem stjórnin ákveður,“ segir Tómas. - bj BJARNARGREIÐI AÐ LOKA BJÖRNINN INNI ANNAR ÍSBJÖRN Í SKAGAFIRÐI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.