Fréttablaðið - 17.06.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 17.06.2008, Blaðsíða 12
 17. júní 2008 ÞRIÐJUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 230 4.471 +0,72% Velta: 4.054 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atorka 6,44 -0,62% ... Bakkavör 31,75 +5,83% ... Eimskipafélagið 14,37 -0,90% ... Exista 8,71 -0,57% ... Glitnir 16,30 -0,61% ... Icelandair Group 14,70 -2,65% ... Kaupþing 758,00 +0,40% ... Landsbankinn 23,50 +2,62% ... Marel 89,00 -0,45% ... SPRON 3,82 -1,55% ... Straumur-Burðarás 10,11 +0,60% ... Teymi 2,10 +0,00 ... Össur 93,00 -0,32% MESTA HÆKKUN BAKKAVÖR +5,83% CENTURY ALU +4,26% LANDSBANKINN +2,62% MESTA LÆKKUN FÆREYJABANKI -3,27% ICELANDAIR -2,65% SPRON -1,55% Fyrrverandi sviðsstjóri Fjármálaeftirlitsins segir hæpið að Eimskip geti stuðst við undanþágu verðbréfalaga um birtingu upplýsinga vegna Innovate- málsins. Eimskip sagði Fjármálaeftirlitinu í maí að eitthvað kynni að vera í aðsigi. „Það er erfitt að fella nokkra dóma um þetta mál án þess að þekkja málsatvik til hlítar. En miðað við þær upplýsingar sem birst hafa í fjölmiðlum sýnist mér hæpið að heimfæra frestun á birtingu upp- lýsinga undir þessa þröngu undan- þáguheimild,“ segir Hlynur Jóns- son, lögmaður og fyrrverandi sviðsstjóri hjá Fjármálaeftirlitinu (FME), um að Eimskipafélagið hafi beitt ákvæði í lögum um verð- bréfaviðskipti til að þegja yfir verðmyndandi upplýsingum. Tilkynnt var fyrir helgi að Eim- skipafélagið myndi afskrifa dóttur félagið Innovate í heilu lagi á öðrum fjórðungi ársins. Þar með hverfa níu milljarðar króna út úr bókum félagsins auk þess sem það verður af tugum milljarða króna í áætlaðar tekjur af því á árinu. Fram hefur komið að stjórn Eimskips hafði veður af málinu í febrúar. Í sama mánuði hætti Baldur Guðnason sem forstjóri félagsins. Stjórn Eimskipafélagsins ákvað að láta ekkert uppi um Innovate- málið fyrr en í síðustu viku, eftir að visir.is hafði greint frá hugsan- legum milljarða afskriftum. Eimskip vísar í 122. grein laga um verðbréfaviðskipti. Þar segir að sá sem gefur út hlutabréf megi, á eigin ábyrgð, fresta því að birta upplýsingar til að vernda lögmæta hagsmuni sína, svo framarlega sem frestunin sé ekki líkleg til að villa um fyrir almenningi. Þá þarf útgefandinn að tryggja að trúnað- ur ríki um upplýsingarnar. Ákvæðið er nánar skýrt í reglugerð. Þar segir meðal annars að ákvæðið eigi sérstaklega við ef fjárhagsafkoma útgefanda er í alvarlegri og yfirvofandi hættu, þó án þess að málið falli undir gildandi lög um gjaldþrot. Eftir því sem Markaðurinn kemst næst, hafa menn frestað því að geta um sameiningarvið- ræður, en aldrei þagað yfir afskriftum eða miklu tapi. „Ég minnist þess ekki að menn hafi áður borið þetta við, við þess- ar aðstæður,“ segir Þórður Frið- jónsson, forstjóri Kauphallar- innar. Hlynur Jónsson bendir á að höf- uðskylda skráðs félags sé að birta upplýsingar tafarlaust til að tryggja jafnræði fjárfesta. „Undan- þágur frá þeirri skyldu eru mjög þröngar og um þær gilda ströng skilyrði.“ Að öllu jöfnu vari frest- un á upplýsingagjöf í mjög skamm- an tíma. Aðrir viðmælendur Markaðar- ins segja óviðunandi að upplýsing- ar af þessu tagi hafi legið óbirtar mánuðum saman. Halldór Kristmannsson, fram- kvæmdastjóri samskiptasviðs Eimskips, segir að félagið eigi nú sem áður í góðum samskiptum við eftirlitsaðila og spurningum þeirra verði eðlilega svarað. „Allt frá því að ljóst var að um var að ræða að umtalsverð verðmæti gætu tapast sem tengjast afskrift á eignarhlut í Innovate hefur verið lögð áhersla á að verja hagsmuni félagsins. Við hófum viðræður við væntanlega kaupendur sem eru á lokastigum og ljóst að sú frestun sem við nýttum okkur hafi gefið okkur nægjanlegt svigrúm til að undirbúa félagið undir sölumeð- ferð og verja verðmæti þeirra eigna. Við ákváðum að nýta okkur ákvæði um frestun á birtingu þessara upplýsinga í því skyni,“ segir Halldór. Við slíka frestun beri fyrirtækjum að upplýsa Fjár- málaeftirlit, hafi utanaðkomandi aðilar vitneskju um málið. Það hafi verið gert, en meira geti hann ekki sagt um málið. Komist FME að því að brotið hafi verið gegn ákvæðum 122. greinar, getur það lagt allt að 50 milljóna króna stjórnvaldssekt á félag, óháð því hvort brot sé talið framið af gáleysi. Þá varðar brot á upplýsingaskyldu allt að tveggja ára fangelsi. Eftir því sem næst verður kom- ist hafa bæði FME og Kauphöll þegar sent Eimskipafélaginu spurningar vegna málsins. Hvor- ugur aðilinn vill hins vegar stað- festa það. ingimar@markadurinn.is Hæpið að Eimskip geti stuðst við þagnarákvæði DETTIFOSS EIMSKIPAFÉLAGSINS Í SUNDAHÖFN Framkvæmdastjóri samskiptasviðs Eimskips segir að í maí hafi eftirlitsstofnunum verið greint frá því að eitthvað væri í aðsigi; þá hafi mönnum verið ljós alvarleiki Innovate-málsins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Það kemur ekki á óvart að aflaverðmætið minnki. Bæði var verðmætasta tegundin skorin niður um þriðjung og svo sáum við minnstu loðnuveiði í aldarfjórðung á vetrarvertíð,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna. Verulega dró úr aflaverðmæti íslenskra skipa á fyrstu þremur mánuðum ársins, miðað við sama tíma í fyrra. Samkvæmt tölum Hagstofunnar dróst verðmætið saman um tæplega þrjá og hálfan milljarð króna, eða 13,5 prósent milli ára. Verð- mætið nú nam tæpum 22 milljörðum króna, en ríflega 25 milljörðum í fyrra. Verðmæti þorskaflans dróst saman um yfir milljarð króna, en mestu munar um loðnuna. Þar minnkaði verðmætið um næstum sex af hundraði milli ára. Friðrik bætir því við að áhrif af veikara gengi krónunnar komi lítið inn á þessu tímabili. Verðmæti afla sem unninn var erlendis jókst um fjórðung miðað við sama tíma í fyrra. - ikh Óvenju lítil verðmæti í loðnunni Verðbólga á evrusvæðinu hefur ekki mælst meiri í sextán ár, 3,7 prósent. Seðlabanki Evrópu hefur varað við því að hækkandi launakostnaður auki enn á viðvarandi verðbólguþrýsting vegna síhækkandi olíuverðs. Financial Times greinir frá því að Seðlabanki Evrópu muni þó gleðjast yfir því að kjarnaverðbólga, verðbólga án hækkunar orkukostnaðar og hrávöru- verð, hefur einungis hækkað lítillega, úr 2,4 prósent- um í apríl í 2,5 prósent í maí. Seðlabanki Evrópu hefur gefið út að bankinn hyggst hækka vexti í næsta mánuði og vonar að sú hækkun muni senda út skilaboð um að bankinn ætli sér að ná niður verð- bólgu og halda henni sem næst tveimur prósentum. Innan evrusvæðisins er Slóvenía með hæstu verðbólguna 6,2 prósent en minnst verðbólga er aftur á móti í Hollandi, aðeins 2,1 prósent. - bþa Verðbólga ekki meiri í sextán ár AFLAVERÐMÆTI EFTIR VERKUNARSTAÐ* janúar til mars Breyting milli ára í prósentum 2007 2008 Höfuðborgarsvæði 4.182,4 3.450,6 -17,5 Suðurnes 5.150,3 4.745,0 -7,9 Vesturland 1.919,0 1.809,2 -5,7 Vestfirðir 1.231,4 973,8 -20,9 Norðurland vestra 1.450,1 1.060,4 -26,9 Norðurland eystra 3.027,4 2.477,9 -18,2 Austurland 3.339,3 2.617,8 -21,6 Suðurland 2.753,5 1.985,4 -27,9 Útlönd 2.107,5 2.655,5 26,0 * Fjárhæðir í milljónum króna. HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS N1 ÞJÓNUSTUSTÖÐVAR SÍMI 440 1000 WWW.N1.IS - 13,2 kW / 50,000 BTU Dual-TubeTMbrennarar - 2,7 kW / 10,000 BTU hliðarhella úr ryðfríu stáli - 5,25 kW / 15,000 BTU bakbrennari fyrir grilltein - 3 Dual-TubeTMryðfríir línubrennarar - 2 grillgrindur úr steypujárni - Rotisserie grillteinn - Ryðfrí eldunarhlíf Flav-R-WaveTM - Hágæða Accu-TempTM hitamælir - Sure-LightTMelektrónískt kveikjukerfi - Niðurfellanleg hliðarborð með áhaldakrókum - Skápur með stálhurðum BROIL KING SIGNET 90 - 8,8 kW / 30,000 BTU I brennari úr ryðfríu stáli - Postulínshúðaðar járngrindur til eldunar - Ryðfrí eldunarhlíf Flav-R-WaveTM - Hágæða Accu-TempTM hitamælir - Sure-LightTMelektrónískt kveikjukerfi - Niðurfellanleg hliðarborð með áhaldakrókum BROIL KING GEM 18.320,- 71.920 HEIMSENDING Á HÖFUÐ- BORGAR- SVÆÐINU Á SAMSETTUM GRILLUM FRÍ 14.320,- - 5 kW / 20,000 BTU I brennari úr ryðfríu stáli - Postulínshúðaðar járngrindur til eldunar - Sure-LightTMelektrónískt kveikjukerfi BROIL KING PORTA-CHEF 26.320,- - 11,4 kW / 40,000 BTU H brennari úr ryðfríu stáli - Postulínshúðaðar járngrindur til eldunar - Ryðfrí eldunarhlíf Flav-R-WaveTM - Hágæða Accu-TempTM hitamælir - Sure-LightTMelektrónískt kveikjukerfi - Niðurfellanleg hliðarborð úr stáli með áhaldakrókum BROIL KING MATE AFSLÁTTUR AF ÖLLUM GRILLUM 20% A FS LÁ TT U R G IL D IR T IL 1 8. JÚ N Í 22.900 89.900 32.900 17.900

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.