Fréttablaðið - 17.06.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 17.06.2008, Blaðsíða 16
16 17. júní 2008 ÞRIÐJUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Þjóðhátíðardagurinn er í dag og það hefur vart farið framhjá borgarbúum að borgin bíður prúðbúin eftir hátíðahöldunum. Eftir liðlega þriggja mánaða hreinsunarátak borgaryfirvalda, íbúa og hagsmunaaðila skartar miðborgin sínu fegursta og iðar af blómlegu mannlífi. Menningar- lífið í höfuðborginni blómstrar einnig sem aldrei fyrr og nægir þar að nefna nýafstaðna Lista- hátíð auk garðtónleika tónlistar- sendiherranna Mezzoforte, Sigur Rósar og Bjarkar. Fyrir nokkrum mánuðum var umræðan um miðborgina, sameign okkar allra, afar neikvæð. En það er ekkert nýtt að fólki finnist að ástand miðborgar- innar gæti verið betra og í samræmi við það að Íslendingar hafa ætíð borið hag miðborgar- innar fyrir brjósti. Meistari Kjarval telur Reykjavík margt til tekna í blaðagrein frá árinu 1923, þar segir hann m.a.: „Laugavegurinn er svo formfull og laðandi gata að hreinasta yndi er að ganga hana ef hún bara væri hreinlegri en hún er. Ef hún væri slétt og snyrtilega um hana hugsað frá Smiðjustíg alla leið inn að Rauðalæk, má segja að gatan lokki mann og seiði. Þessi örfíni halli sem laðar augað og tilfinn- inguna inn eftir eða niður eftir á víxl.“ Í dag 85 árum síðar standast þessi skrif tímans tönn „bara ef hún væri hreinlegri en hún er“. Rétt eins og Kjarval bera núlifandi Íslendingar hag miðborgarinnar fyrir brjósti. Ég hef ávallt verið talsmaður þess að við eigum að varðveita miðborgina okkar og þegar borgin kom undan vetri var ljóst að aðgerða var þörf. Haldinn var miðborgarfundur þar sem borgaryfirvöld, lögregla og hagsmunaaðilar fóru yfir stöðu mála. Á þeim fundi lofaði ég fundarmönnum að reisa miðborg- ina við og að á þjóðhátíðardaginn myndu sjást miklar breytingar til hins betra. Viðtækt samstarf borgaryfir- valda, borgarbúa og hagsmuna- aðila hefur skipt sköpum í þessu verkefni því eins og við vitum þá mótast borg af þeim sem í henni búa. Borgaryfirvöld lögðu sitt af mörkum, fundað var með helstu embættismönnum borgarinnar og hreinsunarátak skipulagt í samvinnu við framkvæmda- og eignasvið Reykjavíkurborgar. Hafist var handa við endurskoðun deiliskipulags við Laugaveg sem miðar að því að varðveita 19. aldar götumynd Laugavegs, í samráði við hagsmunaaðila. Ég beitti mér fyrir því að stofnaður yrði aðgerðarhópur sem fundar einu sinni í viku og hefur virku samráði verið komið á m.a. við lögreglu, slökkvilið og ýmsa hagsmunaaðila í miðborg- inni. Framkvæmdastjóri mið- borgarmála fylgir eftir ákvörðun- um borgarstjóra varðandi miðborgina og er tengiliður milli stofnana/fagsviða borgarinnar og milli borgarinnar og hagsmuna- aðila. Ábendingarvefurinn 1,2 og Reykjavík sýndi og sannaði að borgarbúum er annt um borgina sína og bárust fjölmargar ábendingar til Reykjavíkurborgar um það sem betur mátti fara í hverfunum frá færustu sérfræð- ingum í faginu, íbúunum sjálfum. Ég heimsótti íbúa í öllum hverfum og fór yfir hin ýmsu mál sem voru í brennidepli á hverjum stað. Flestar ábendingar frá íbúum miðborgar snerust um hreinsun og fegrun og hafa starfsmenn borgarinnar þegar brugðist við fjölmörgum þeirra athugasemda. Borgarbúa mega svo eiga von á bæklingi með frekari upplýsingum um ávöxt samstarfsins í byrjun júlí. Hreinsunarátakið „Hvítur stormsveipur“ í samvinnu við íbúasamtök miðborgarinnar var vel sótt, þar tóku íbúar til hendinni máluðu, sópuðu og gerðu sitt til að fegra miðbæinn. Á þjóðhátíðardaginn verður opnuð sýning á skipulagsverkefn- um í miðborginni að Laugavegi 33, og vil ég benda borgarbúum sem annt er um miðborgina að fara á sýninguna, því þar gefur að líta áhugaverð verkefni sem eru í vinnslu hjá Skipulags- og byggingasviði. Hér er einungis fátt eitt talið sem hefur átt þátt í því að frábær árangur hefur náðst á örskömm- um tíma. Verkefnið er flókið en skilar svo sannarlega árangri eins og sjá má á miðborginni. Haldið verður áfram á sömu braut, en mér er efst í huga þakklæti til þeirra fjölmörgu sem hafa lagt hönd á plóg, bæði starfsmönnum Reykjavíkurborgar og íbúum. Til hamingju með hreina og fallega miðborg. Gleðilega þjóðhátíð. Höfundur er borgarstjóri Reykjavíkur. Til hamingju, borgarbúar Þjóðhátíðardagur UMRÆÐAN Oddný Sturludóttir skrifar um félag fyrir nýbúa Saga hverrar þjóðar geymir frásagnir af landnemum. Kunnasta frásögn okkar Íslendinga er af landnemunum sem héldu vestur um haf til Kanada um aldamótin 1900. Stór hópur Íslendinga hélt til Brasilíu á svip- uðum tíma í leit að betra lífi og á áttunda ára- tug síðustu aldar mynduðust stórar land- nemabyggðir Íslendinga á Norðurlöndunum. Íslenskir landnemar eru yfirleitt í kringum 25.000 talsins; í Evrópu, Bandaríkjunum og um allan heim. Landnemar eiga það sammerkt að taka sig upp og flytjast milli landa í eftirsókn eftir menntun, reynslu, starfi við hæfi, betri lífskjörum eða hreinni ævintýra- þrá. Sumir fylgja fjölskyldu sinni og ástvinum, aðrir koma sem flóttamenn og öðlast mun betri lífsgæði enda er bakland þeirra gjarnan ótryggt og aðstæður hörmulegar. Landnemar á Íslandi hafa í gegnum tíðina ekki verið margir en undanfarna áratugi hefur breyting orðið á. Íslenskt samfélag verður æ fjölmenningar- legra og fjölbreytilegra og því fylgja nýjar áskoranir, ný verkefni, ný viðhorf. Síðastliðna helgi var stofnað nýtt félag sem er tengt Samfylkingunni en þó opið öllum. Félagið heitir Landneminn og er fyrir nýbúa sem síbúa, landnema sem innfædda. Markmið Landnem- ans er að skapa samræður milli sí- og nýbúa, halda á lofti opinni umræðu um ávinning og áskoranir í fjölmenningarsamfélagi, að gera landnema sýnilegri í þjóðmála- og stjórn- málaumræðu en ekki síst að gera landnemum auðveldara fyrir að taka sín fyrstu skref inn í stjórnmálastarf. Í gegnum stjórnmálastarf geta þeir sannarlega haft áhrif á þá löggjöf sem varðar þeirra mál, þeir geta komið sínum sjónarmiðum áleiðis og haft áhrif á samfélagið sem þeir kusu að búa í. Nú er lag. Samfylkingin er alþjóðasinnaður flokkur sem ber nú ábyrgð á málefnum innflytjenda í ráðu- neyti félags- og tryggingamála. Hið nýja félag Land- neminn mun ekki láta sitt eftir liggja í ráðgjöf, sam- vinnu og hlutdeild. Upplifun landnema fyrstu árin í nýju landi er keim- lík. Tungumálið getur verið hart undir tönn, aðrar hefðir og önnur viðmið, einmanaleiki og lítið bakland fjölskyldu. Allir landnemar, íslenskir sem erlendir, vilja þó að vel sé tekið á móti þeim í nýju landi, að sjónarmið þeirra séu virt, að menning þeirra njóti sannmælis og að framlag þeirra til samfélagsins sé metið að verðleikum. Gleðilega þjóðhátíð. Höfundur er borgarfulltrúi og situr í stjórn Landnemans. Gleðilega þjóðhátíð ODDNÝ STURLUDÓTTIR Í slensk þjóðerniskennd er sterk og lifandi. Einn angi hennar kemur fram í því að enn telst það fullgild rökræða að gera sér í hugarlund hvernig Jón forseti hefði hugsað um þau viðfangs- efni samtímans er lúta að stöðu Íslands í alþjóðasamfélaginu. Þjóðerniskenndin er vissulega merki um styrkleika. En sú umræðufimi liðinna áratuga að bregða nafni Jóns forseta á loft sem eins konar sjálflýsandi mótmælaspjaldi í hvert sinn sem rætt er um nánari samskipti Íslands við aðrar þjóðir hefur ekki sannað gildi sitt í búð reynslunnar. Þeir sem höfðu forystu um aðildina að Atlantshafsbandalaginu voru sakaðir um svik við hugsjónir Jóns forseta. Nafni hans var veifað gegn varnarsamningnum. Andmæli í hans nafni voru færð fram gegn aðildinni að Fríverslunarsamtök- unum og Evrópska efnahagssvæðinu. Hvert þessara skrefa þjóðarinnar til aukinnar samvinnu við aðrar átti sinn samtíma. Þau hafa hvert á sinn hátt treyst fullveldi og sjálfstæði landsins og átt snaran þátt í búskaparvexti þjóðar- innar. Af sjálfu leiðir að mótmælaspjöldin með tilvísunum um andstöðu Jóns forseta við þessi skref hafa fyrir löngu verið felld. En þau rísa jafnharðan eins og Evrópusambandsumræðan nú um stundir ber vitni um. Á þjóðhátíðardaginn er hollt að hafa í huga að þeir sem í forystu veljast verða á hverjum tíma að takast á við ný viðfangsefni inn á við í samfélaginu og eins út á við í samfélagi þjóðanna. Við það reynir á árvekni um réttindi landsins og hagsmuni. Það reynir á mat á nýjum aðstæðum sem kalla á að þjóðin lagi sig að síbreyti- legu alþjóðlegu samstarfsumhverfi. Í þessu samhengi má ekki gleymast að þeir sem höfðu forystu í málefnum Íslands á nítjándu öld risu til áhrifa fyrir þá sök að þeir færðu strauma sem voru sterkastir í Evrópu þess tíma inn í umræður um íslenska menningu, efnahagslega viðreisn og þjóðréttarkröfur. Verkefni samtímans er í sjálfu sér óbreytt: Að tryggja hagsmuni Íslands í alþjóðlegu straumkasti nýrra tíma. Það er ævarandi þjóðrækniverkefni að spyrja áleitinna spurninga um innviði fullveldisins. Hver verður til að mynda vegur móðurmáls- ins í nánara Evrópusamstarfi? Hvernig ræktum við garð mennta og vísinda? Hvort ætli einangrun eða alþjóðlegt samstarf sé lík- legra til að auðga þá gróðurmold? Háskóli Íslands setti sér fyrir tveimur árum metnaðarfull alþjóðleg viðreisnarmarkmið. Rektor skólans kynnti við útskrift nemenda í lok síðustu viku vísitölur sem sýna að vel hefur miðað. Háskólinn í Reykjavík hefur einnig fetað inn á þessa braut. Þetta starf er hluti af inntaki fullveldisins enda var til Háskóla Íslands stofnað á aldarafmæli Jóns forseta. Þekking og menntun eiga sér á hinn veginn engin landamæri. Rannsóknir og þekkingarmiðlun háskólanna er alþjóðleg í eðli sínu. Verður ekki gróska háskólastarfsins ávallt háð alþjóðlegum straumum? Hvort er líklegra að okkur takist að verja móður málið með öflugum háskólum eða meðalmennskuháskólum? Hvort stafar móðurmálinu meiri hætta af Evrópusamstarfi eða hinu að við rækjum ekki íslenskuna sem skyldi á heimilum og í skólum? Að kalla eftir svörum við viðlíka spurningum á þjóðhátíðar daginn hefur ekki minna gildi fyrir fullveldið en andaglasavitnisburður um afstöðu liðinna kynslóða til aðstæðna sem þær gátu ekki þekkt til. Það rýrir í engu sögulegt mikilvægi fullveldisbaráttunnar. Jón forseti á eftir sem áður erindi við samtímann. En fullveldið kallar á framþróun. Jón forseti og samtíminn: Umræðufimi ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR Hestmannafélagið Fákur óskar eftir kauptilboðum í byggingarrétt að einu 30 hesta húsi á félagssvæði Fáks í Almannadal. Umrætt hús er merkt nr. 7 við Vegbrekku samkvæmt deiliskipulagi svæðisins. Lágmarkssöluverð er kr. 4.620.000. Umsóknarfrestur er til kl. 17:00 fi mmtudaginn 26. júní nk. og skal kauptilboðum skilað til félagsheimilis Fáks á sérstökum eyðublöðum sem hægt er að nálgast þar eða á heimasíðu félagsins. Kauptilboðin skilast í lokuðu umslagi merkt Vegbrekku 7. Allar nánari upplýsingar er að fi nna á heimasíðu Fáks www.fakur.is undir “Almannadalur-Sala á byggingarrétti 2008”. Lán í óláni Þegar Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra lýsti yfir vilja sínum um að í framtíðinni ætti að bjarga bjarndýrum á villigötum hér á landi taldi hún sig líklega hafa meira en hálfan mánuð til stefnu þar til næsta bangsa skolaði á land. Hún þakkar því eflaust sínum sæla að vera stödd í útlöndum, hvaðan ísbjörn- um verður ekki bjargað, og því nauðugur einn kostur að fela öðrum að „gera það sem þeir þurfa að gera“. Þegar þetta er skrifað stendur til að fanga dýrið. Gangi það eftir hafa allir fengið eitthvað fyrir sinn snúð; skot- menn fengið að fella dýr og dýravinir fengið að bjarga öðru. Farsæl mála- lok fyrir alla – nema fyrsta björninn. Komst hjá Bíladögum Nýja birninum varð það sjálfsagt til gæfu að gera strandhögg í Skagafirði en ekki í Eyjafirði fyrir helgi. Þar hefði hann mögulega rambað á Bíladaga á Akureyri þar sem ódælir bílaá- hugamenn létu ófriðlega; hefði einhver haft nógu stóra íþrótta- tösku við höndina hefði björninn eflaust ekki þurft að kemba hærurnar. Rækileg sinnaskipti Jón Sig- urðsson, fyrrverandi formaður Framsóknar flokksins, skrifar grein í Morgunblaðinu í gær þar sem hann brýnir enn fyrir lesendum að Ísland verði að sækja um inngöngu í ESB tafarlaust. Áður hefur verið rifjað upp að sem formaður Framsóknar- flokksins lagði Jón ríka áherslu að Ísland gæti ekki sótt um aðild að ESB í veikri stöðu. Nú predikar hann tafarlausa inngöngu. Það er auðvitað gott og blessað þegar mönnum snýst hugur, en fágætt að sinnaskiptin séu jafn rækileg og hjá Jóni, sem hamast nú við að afskrifa allt sem hann hafði áður haft um málið að segja. bergsteinn@frettabladid.is Í DAG | ÓLAFUR F. MAGNÚSSON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.