Fréttablaðið - 17.06.2008, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 17.06.2008, Blaðsíða 19
ÞRIÐJUDAGUR 17. júní 2008 3 Þjóðbúningar eru viðeigandi hátíðarklæði fyrir fjölskylduna á sjálfum þjóðhátíðardeginum. „Svarti upphluturinn með öllu skartinu sem allir þekkja er alltaf sígildur og vinsæll. Síðan var mikil stemning fyrir peysufötum þegar ég byrjaði að kenna og á árunum frá 1994-2000 vildu allir koma sér upp búningi. Á sínum tíma var gamli upphluturinn, sem er mjög litskrúðugur, blár eða grænn eða rauður, í mikilli sveiflu,“ segir Oddný Kristjánsdóttir, klæð- skeri og annar eigandi Þjóðbúningastofunnar ásamt Guðrúnu Hildi Rosenkjær. Þær hafa rekið stofuna í núverandi mynd síðan 2000 og taka að sér að sauma ýmsar gerðir þjóðbún- inga frá grunni, gera við og bæta við búninga, halda námskeið í gerð þjóðbúninga og eru með búninga í umboðssölu. „Áhugi á þjóðbúningum hefur aukist mjög og aðsókn á námskeiðin er orðin mjög góð. Þess vegna á ég ekki von á öðru en að það endi með að allir verði í þessu þjóðlega skarti á þjóðhátíðardaginn,“ segir Oddný hlæjandi. Námskeiðin sem um er rætt eru á vegum Heimilis- iðnaðarskólans í Reykjavík. Þar er meðal annnars boðið upp á ellefu vikna námskeið þar sem bæði konur og karlar sauma eigin búninga. Auk þess sem Oddný nefnir lengri námskeið þar sem þátttakendur eru í þriggja til fimm ára áskrift eins og hún segir. „Á lengri námskeiðum er verið að sauma fald- og skaut- búninga þar sem saumaskapurinn er ógurlegur. Bæði balderingar og aðrar skreytingar sem taka mjög langan tíma. Þá hittum við þáttakendur einu sinni í mánuði, en síðan eru þeir á öðrum námskeiðum hjá Heimilisiðnaðarskólanum samhliða stundunum með okkur.“ Flestir skarta þjóðbúningi á hátíðarstundum eins og við brúðkaup, fermingar, skírnir, útskriftir og á 17. júní. Sjálf á Oddný peysuföt og upphlut sem hún notar við hátíðleg tilefni. „Sumir eru feimnir við að vera í búningi ef þeir eru einir, en þetta er að aukast. Þá er maður alltaf pottþétt fínn og ég á einnig margar skyrtur og svuntur sem ég skipti um eftir hentugleikum. Síðan er misjafnt hverju ég klæðist þegar ég er að kynna starfsemina og fjalla um búningana.“ Hún nefnir einnig marga viðskiptavini sem eru búsettir í Noregi, þar er þjóðbúninga- hefðin mjög sterk. „Íslend- ingar búsettir í Noregi, jafnvel af annarri og þriðju kynslóð, vilja gjarnan búning frá gamla landinu. Jafnvel þótt þeir tali ekki íslensku,“ útskýrir Oddný og heldur áfram: „Síðan erfast oft búningar og silfur milli kynslóða og tengir þær þannig með þessum sameiginlega menningararfi.“ Upplýsingar um nám skeiðin má nálgast hjá Heimilis- iðnaðar skólanum www. heimilisidnadur.is og Oddný segir að fólk megi reikna með að eyða allt að fimm hundruð þúsundum í búning og silfur. Nánari upplýsingar um íslenska þjóðbúninginn er að finna á heimasíðu Þjóðbúningaráðs: www. buningurinn.is rh@frettabladid.is Þjóðleg og hátíðleg Oddný segir áhuga á þjóðbúningum hafa aukist og aðsókn á námskeið í gerð þjóðbúninga góða. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA Í fyrsta skipti eru öll ástarljóð Páls Ólafssonar komin út í einni bók. Þórarinn Hjartarson tók ljóðin saman og rekur sögu Páls og Ragnhildar – eina frægustu ástarsögu á Íslandi. List Páls lifir enn á vörum þjóðarinnar, enda borin uppi af eldi hjartans og óvenju léttvængjuðu rími. Gjöf sem yljar og gleður. Viðhaldsfríar ÞAKRENNUR Smiðjuvegi 4C Box 281 202 Kópavogur Sími 587 2202 Fax 587 2203 hagblikk@hagblikk.is www.hagblikk.is Varmaskiptasamstæður loftræstistokkar og tengistykki Hágæða HAGBLIKK ehf. Þegar hús eru klædd með „viðhaldsfrírri“ klæðningu er nauðsynlegt að nota „viðhaldsfríar“ þakrennur. Rennurnar frá Grövík Verk í Noregi eru gerðar úr 0,9 mm áli og tærast ekki, ryðga, né brotna. Fyrsta rennan var framleidd árið 1956 og er enn í notkun. Litir til á lager: Svartar, hvítar, rauðbrúnar og ólitaðar. A ug l. Þó rh ild ar 1 46 0. 24 Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.