Fréttablaðið - 17.06.2008, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 17.06.2008, Blaðsíða 21
Stangaveiðifélag Reykjavíkur er stærsta og öflugasta stangaveiðifélag landsins með yfir 3.500 félagsmenn. Félagið hefur notið sívaxandi vinsælda á meðal veiðimanna. Á síðustu þremur árum hefur félagsmönnum Stangaveiðifélags Reykjavíkur fjölgað um 1.500. Þetta er auðvitað mikið gleðiefni og segir okkur vonandi að félagið sé á réttri braut þegar veiðimenn sjá hag sínum best borgið með því að vera félagsmenn í SVFR. Fjölgun félagsmanna í SVFR setur aukinn þrýsting á stjórn og starfsmenn félagsins. Til að mæta aukinni eftirspurn félags- manna eftir veiðileyfum þarf sí- fellt að bæta við fleiri ársvæðum til að halda uppi nægjanlegu fram- boði veiðileyfa. Það hefur gengið eftir eins og sjá má í meðfylgjandi súluriti sem sýnir þróun í heildar- framboði stangardaga hjá SVFR. SVFR hefur í dag um sextíu veiðisvæði á sínum snærum víða um landið. Fjölbreytt framboð er í lax- og silungsveiði. SVFR hefur stöðugt verið að bæta við sig veiði- svæðum með laxi og silungi. Þá hefur verið lögð áhersla á að auka framboð fjölskylduvænna svæða þar sem æ algengara verður að fjölskyldur fari saman til veiða. Í lögum félagsins segir um hlut- verk félagsins: ● Að útvega félagsmönnum veiði- leyfi og taka í því skyni veiði- vötn á leigu eða kaupa veiði- svæði og annast umboðssölu á veiðileyfum. ● Að efla hróður stangaveiði með almennri fræðslu um íþróttina, með því að hvetja til hófsemi í veiði og stuðla að því að veiði- menn virði settar veiðireglur og umgangist náttúruna af virðingu og tillitsemi. ● Að styrkja stöðu stangaveiði sem almennings- og fjölskyldu- íþróttar. ● Að efla áhuga barna og unglinga á stangaveiði, m.a. með kennslu í veiðileikni í ám og vötnum og hvers konar fræðslustarfi. ● Að vinna að samstöðu meðal stangaveiðimanna og standa vörð um rétt þeirra og hagsmuni. ● Að stuðla að góðri samvinnu við veiðiréttareigendur og standa fyrir, ásamt þeim, umbótum á veiðisvæðum sem félagið hefur til umráða. Ánægður veiðimaður á barna- og unglingadegi SVFR í Elliðaánum. MYND/ÚR SAFNI SVFR Laxar að stökkva í Glanna í Norðurá. MYND/KLAUS FRIMOR Stangaveiðifélagið er stækkandi félag Veiðifréttir STANGAVEIÐIFÉLAG REYKJAVÍKUR ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 2008 18.000 16.000 14.000 12.000 10.000 8.000 6.000 4.000 2.000 0 Þróun í heildarframboði stangardaga hjá SVFR ´93 ´94 ´95 ´96 ´97 ´98 ´99 ´00 ´01 ´02 ´03 ´04 ´05 ´06 ´07 ´08

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.