Fréttablaðið - 17.06.2008, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 17.06.2008, Blaðsíða 28
 17. JÚNÍ 2008 ÞRIÐJUDAGUR8 ● veiðfréttir Mikil veiði er á urriðasvæð- um SVFR neðan virkjunar í Laxá í Aðaldal. Má nefna að veiðimenn sem veitt hafa á tvær stangir undanfarna daga hafa fengið á annað hundrað urriða. Mikill fiskur er á ferðinni að sögn heima- manna og ástandið að því er virðist með besta móti. Að sögn Árna Péturs Hilmars- sonar í Nesi í Aðaldal hefur heldur bætt í veiðitölur upp á síðkastið. Hins vegar er aflan- um misskipt milli manna líkt og gjarnan vill verða og þeir sem halla sér að þurrflugu- og púpuveiðum veiða mikið en straumflugurnar gefa heldur minna en oft áður. Veiðimenn sem komu að norðan fyrir skömmu og hafa stundað Presthvammsveiðar um ára- bil höfðu orð á því að urrið- inn hefði verið óvenjuvænn. Höfðu þeir oft veitt betur en í þetta sinnið en höfðu á orði að umskiptin hefðu verið góð og mikið af tveggja til þriggja punda fiski í aflanum. Sjá www.svfr.is. Mikil urriða- veiði í Laxá Norðurá var opnuð hinn 5. júní í ár. Síðan þá hafa orðið nokkur umskipti við Norðurá. Laxgengd hefur aukist síð- ustu sólarhringa og því má kannski segja að tímabilið sé hafið fyrir alvöru eftir mjög rólega byrjunardaga. Fyrstu smálaxar sumarsins fengust í síðustu viku en laxgengd um laxastigann í Glanna hefur aukist nokkuð og er þar nær eingöngu stórlax á ferðinni. Veðurfar hefur verið nokk- uð óhagstætt til veiða undan- farið en fyrir helgi var tæp- lega tuttugu gráðu hiti og sól í Norðurárdal og aðstæð- ur voru því ekki upp á það besta. Það verður spennandi að fylgjast með framhaldinu, sér í lagi ef veðrabreytingar eiga sér stað. Sjá www.svfr.is. Laxgengd hefur aukist í Norðurá Fyrsti lax sumarsins í Norðurá. MYND/GOLLI V e i ð i n h e f s t í v e i ð i s p o r t Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.