Fréttablaðið - 17.06.2008, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 17.06.2008, Blaðsíða 42
26 17. júní 2008 ÞRIÐJUDAGUR sport@frettabladid.is FJÖLNIR 0-1 FRAM 0-1 Sam Tillen (81.) Fjölnisvöllur, áhorfendur: 939 Eyjólfur M. Kristinsson (6) TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 8–7 (2–3) Varin skot Þórður 2 – Hannes 2 Horn 3–9 Aukaspyrnur fengnar 13–14 Rangstöður 0–1 Fjölnir 4–5–1 Þórður Ingason 4 - Gunnar Valur Gunn- arsson 5, Óli Stefán Flóventsson 6, Kristján Hauksson 6, Eyþór Atli Einarsson 4 - Ómar Hákonarson 5 (80. Pétur Georg Markan -), Ólafur Páll Snorrason 5 (72. Ásgeir Aron Ásgeirsson -), Ágúst Þór Gylfason 4, Gunnar Már Guð- mundsson 6, Tómas Leifsson 5 - Davíð Þór Rúnarsson 4. Fram 4–3–3 Hannes Þór Halldórsson 6 - Daði Guðmundsson 5, Auðun Helgason 7, Óðinn Árnason 7, *Sam Tillen 7 - Paul McShane 4, Heiðar Geir Júlíusson 5, Halldór Hermann Jónsson 6 - Ívar Björnsson 6, Hjálmar Þórarinsson 4 (88. Jón Orri Ólafsson -), Josehp Tillen 5 (40. Jón Þogrímur Stefánsson 4) (65. Ingvar Þór Ólason 5) BREIÐABLIK 4-1 FH 1-0 Prince Rajcomar (18.) 2-0 Prince Rajcomar (24.) 2-1 Tryggvi Guðmundsson, víti (48.) 3-1 Nenad Petrovic (58.) 4-1 Arnar Grétarsson, víti (81.) Kópavogsvöllur, áhorfendur: 987 Ólafur Ragnarsson (7) TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 17–14 (8–9) Varin skot Casper 8 – Daði 4 Horn 3–7 Aukaspyrnur fengnar 12–10 Rangstöður 6–6 Breiðablik 4–4–2 Casper Jacobsen 8 - Árni Kristinn Gunnarsson 6, Srjdan Gasic 6, Arnar Grétarsson 7, Arnór Sveinn Aðalsteinsson 6 - Jóhann Berg Guðmundsson 6, Guðmundur Kristjánsson 5, Nenad Petrovic 6 (78., Steinþór Freyr Þorsteinsson -) , Olgeir Sigurgeirsson 5 - Marel Baldvinsson 6 (80. Magnús Páll Gunnarsson -), *Prince Rajcomar 8 (90. Nenad Zivanovic -) FH 4–3–3 Daði Lárusson 3 - Guðmundur Sævarsson 3, Freyr Bjarnason 4, Tommy Nielsen 4, Hjörtur Logi Valgarðsson 4 - Ásgeir Gunnar Ásgeirsson 5 (61. Bjarki Gunnlaugsson 4), Dennis Siim 5, Matthías Vilhjálmsson 4 (71. Matthías Guðmundsson -) - Atli Guðnason 4 (76. Arnar Gunnlaugsson -), Atli Viðar Björnsson 3, Tryggvi Guðmundsson 5 > Nemanja Sovic í viðræðum við Stjörnuna Nemanja Sovic, framherjinn snjalli sem spilaði með Breiðabliki í 1. deildinni í vetur og þar á undan með Fjölni við góðan orðstír í Iceland Express-deild- inni, mun að öllum líkindum spila með Stjörnunni næsta vetur. Sovic er í viðræðum við Garðabæjarliðið og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins ganga þær mjög vel. Stjörnuliðið sló í gegn á síðasta vetri og var aðeins hársbreidd frá því að komast í úrslitakeppnina. Sovic er góður liðsstyrkur fyrir liðin en hann hefur skorað 22,1 stig að meðaltali í 69 leikjum í úrvalsdeild karla. FÓTBOLTI Valskonan Dóra María Lárusdóttir var valin besti leikmaður fyrstu sex umferðanna í Landsbankadeild kvenna. Dóra María skoraði tvö sigurmörk fyrir Val í þessum umferðum, þar á meðal í topp- slagnum á móti KR. Elísabet Gunnarsdóttir og Freyr Alexand- ersson, þjálfarar Vals, voru valin bestu þjálfarnir og stuðnings- menn nýliða Aftureldingar fengu líka verðlaun. - óój LIÐ UMFERÐANNA Markvörður: Brett Elizabeth Maron Aftureldingu Varnarmenn: Ásta Árnadóttir Val Embla Sigríður Grétarsdóttir KR Guðrún Sóley Gunnarsdóttir KR Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir KR Tengiliðir: Dóra María Lárusdóttir Val Edda Garðarsdóttir KR Hólmfríður Magnúsdóttir KR Sophia Andrea Mundy Aftureldingu Framherjar: Margrét Lára Viðarsdóttir Val Rakel Hönnudóttir Þór/KA Landsbankadeild kvenna: Dóra María best VALIN BEST Dóra María Lárusdóttir úr Val. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Landsbankadeild karla Keflavík 7 6 0 1 19-11 18 FH 7 5 1 1 18-8 16 Fram 7 4 0 3 7-4 12 Fjölnir 8 4 0 4 9-8 12 Breiðablik 7 3 2 2 12-11 11 Þróttur 7 3 2 2 12-13 11 Valur 7 3 1 3 11-12 10 KR 7 3 0 4 12-11 9 Fylkir 8 3 0 5 10-15 9 ÍA 7 1 3 3 6-10 6 Grindavík 7 2 0 5 8-14 6 HK 7 1 1 5 8-15 4 Landsbankadeild kvenna Keflavík-Fjölnir 2-0 Karen Sævarsdóttir , Danka Podovac. KR-HK/Víkingur 4-0 Fjóla Dröfn Friðriksdóttir 2, Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir, Hrefna Huld Jóhannesdóttir. Fylkir-Stjarnan 0-4 Björk Gunnarsdóttir 2, Inga Birna Friðjónsdóttir 2. STAÐAN Valur 7 7 0 0 29-5 21 KR 7 6 0 1 20-6 18 Stjarnan 7 4 2 1 15-6 14 Afturelding 7 2 2 3 4-6 8 Keflavík 7 2 2 3 10-19 8 Breiðablik 7 2 1 4 11-11 7 Þór/KA 7 2 1 4 10-14 7 Fylkir 7 2 0 5 5-17 6 HK/Víkingur 7 1 2 4 5-12 5 Fjölnir 7 1 2 4 5-18 5 Evrópumótið í fótbolta Austurríki-Þýskaland 0-1 0-1 Michael Ballack (49.) Pólland-Króatía 0-1 0-1 Ivan Klasnic (52.) LOKASTAÐAN Í B-RIÐLI Króatía 3 3 0 0 4-1 9 Þýskaland 3 2 0 1 4-2 6 Austurríki 3 0 1 2 1-3 1 Pólland 3 0 1 2 1-4 1 Króatía mætir Tyrklandi í 8 liða úrslitum en Þýskaland spilar við Portúgal. Opna bandaríska í golfi Tiger Woods vann Opna bandaríska golfmót- ið í þriðja sinn á ferlinum eftir að hafa haft betur gegn Rocco Mediate í bráðabana eftir átján holu umspil. Þetta er fjórtánda risamót- ið sem Tiger vinnur á ferlinum. ÚRSLITIN Í GÆR Í gær var dregið í riðla fyrir handboltakeppni Ólympíuleikanna í Peking í sumar. Íslenska liðið er þar í afar erfiðum en spennandi riðli. Ísland er í B-riðli með Evrópumeisturum Dana, heimsmeisturum Þjóðverja, Rúss- landi, Suður-Kóreu og Egyptalandi. Í A-riðli eru Pólverjar, Spánverjar, Frakkar, Króatar, Kínverjar og Brasilíumenn. „Er þetta ekki dauðariðill, heitir þetta ekki það,“ sagði landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson glað- beittur í gær. „Það er alveg ljóst að það eru slakari þjóðir í hinum riðlinum, eins og Brasilía og Kína, en það er ekki eitt slakt lið í okkar riðli. Ég get því alls ekki sagt að þetta sé óskadráttur. Þetta eru samt sem áður skemmtilegar þjóðir að mæta,“ sagði Guðmundur, sem var upptekinn þegar dregið var í gærmorgun og frétti hann um dráttinn eftir hádegið. Fjögur lið komast upp úr riðlinum, það sem vinnur A-riðil mætir liðinu í fjórða sæti í B-riðli og svo koll af kolli. „Fyrsta skrefið er að komast áfram, við tökum bara eitt skref fyrir í einu,“ sagði Guðmundur, sem er að fara á sínu fjórðu leika. Hann þjálfaði liðið á síðustu leik- um, í Aþenu árið 2004, og fór sem leikmaður til Los Angeles1984 og Seúl1988. „Já, það er töluvert,“ sagði Guðmundur, sem vonar að pólitíkin í kringum leikana í Kína verði ekki áberandi. „Það er ólympíuhugs- unin sem á að fá að lifa þarna og við einbeitum okkur bara að því að standa okkur á íþróttasviðinu, pólitíkin verður vonandi bara lögð til hliðar,“ sagði hann en þjóðir hafa meðal annars hótað að sniðganga leikana. Guðmundur hefur ekki áhyggjur af því og er bersýnilega farinn að hlakka til sum- arsins. „Ólympíuleikar eru engu líkir sem ég hef upplifað á íþróttaferlinum. Það er andinn sem svífur yfir vötnum og umfang- ið sem gerir þetta að stærsta íþróttavið- burði veraldar. Þeir eru byggðir upp á ákveðnum gildum og ákveðinni hugsjón sem færir þetta upp á annan stall,“ sagði Guðmundur, sem fær lítið frí í sumar en hann er þegar byrjaður að leggja grunn að skipulagi að undir búningi fyrir leikana. HANDBOLTALANDSLIÐIÐ Á ÓLYMPÍULEIKUNUM: Í RIÐLI MEÐ HEIMS- OG EVRÓPUMEISTURUNUM Dauðariðillinn er enginn óskadráttur FÓTBOLTI Fram sigraði Fjölni, 1-0, í afspyrnuslökum en dramatískum leik. Fátt var um fína drætti en Fjölnismenn voru allt annað en sáttir við sigurmark Fram sem Samuel Tillen skoraði beint úr hornspyrnu á 81. mínútu. „Þetta var alveg verulega súrt. Sér í lagi af því að rétt áður en þeir skora þá ver hann á línu nán- ast með hendi og í þessu marki sem við fáum á okkur keyra þeir þrír Dodda niður og hann sér ekki ástæðu til að dæma. Það er klisju- kennt að kenna dómaranum um. Við hefðum svo sem átt að vera búnir að skora en mistökin voru dýr hjá honum í dag,“ sagði Óli Stefán Flóventsson, varnarmaður Fjölnis, um sigurmark Fram en rétt áður en Fram skoraði vildu Fjölnismenn einnig fá vítaspyrnu. Þéttur varnarleikur Liðin spiluðu þéttan varnarleik og var lítið um opin færi í leiknum. „Þetta voru tvö þétt lið og það er týpískt að sigurinn hafi dottið svona. Hvorugt liðið fékk mikið á sig. Við erum með öfluga vörn og fáum ekki mikið af færum á okkur,“ sagði Óli Stefán. Auðun Helgason, miðvörður Fram, var mjög sáttur við leik sinna manna en Fram er í þriðja sæti deildarinnar með 12 stig líkt og Fjölnir þrátt fyrir að hafa aðeins skorað 7 mörk í 7 leikjum. „Þetta var baráttuleikur. Það var erfitt að hemja boltann í vind- inum en á köflum var þetta ágætt. Við fengum þann leik sem við vild- um og mér fannst við hafa ansi góð tök á þessu. Það var ekki mikið af færum í leiknum. Þeir fá sama og ekki neitt og við fáum nokkur hálffæri. Þetta féll okkar megin í dag því við vorum að berjast sem lið og höfðum trú á þessu. Mér fannst góð stemning hjá okkur eftir erfitt tap fyrir Grindavík í síðasta leik.“ Markvörðurinn datt með boltann „Vörnin var mjög sterk og þá allur varnarleikur liðsins. Það væri óskandi að við myndum skora meira. Við erum með hættulega menn og eigum eftir að skora meira. Það vantar aðeins meira sjálfstraust. Við þurfum að vinna í því,“ sagði Auðun, sem vildi lítið tjá sig um hin umdeildu atriði sem voru Óla Stefáni hugleikin. „Ég sé ekki almennilega hvað gerist í vörninni. Ég fæ boltann eitthvað í mig. Hinum megin vild- um við líka fá víti skömmu seinna en við fengum horn sem við skor- uðum úr. Dómarinn dæmir mark og hefur hann ekki rétt fyrir sér? Línuvörðurinn var vel staðsettur og markvörðurinn virðist detta inn fyrir línuna með boltann,“ sagði Auðun. - gmi Umdeilt sigurmark Fram Framarar hrifsuðu 3. sætið af Fjölnismönnum þar sem sigurmarkið kom beint úr hornspyrnu þar sem Fjölnismenn töldu að brotið hafði verið á markverði sínum. UPP Í 3. SÆTIÐ Ívar Björnsson og félagar í Fram hækkuðu sig um 3 sæti með sigri í Grafarvogi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Breiðablik vann góðan 4- 1 heimasigur á FH, sem þar með tapaði sínum fyrsta leik í sumar. Ásgeir Gunnar Ásgeirsson var í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í sumar hjá FH en hjá Blikum kom ungur miðjumaður, Guðmundur Kristjánsson, inn í byrjunarliðið í sínum fyrsta leik en í staðinn spil- aði Arnar Grétarsson í stöðu mið- varðar með góðum árangri. Leikurinn byrjaði fjörlega, Casper varði skot frá Tryggva í stöngina áður en Blikar komust yfir. Prince Rajcomar fékk send- ingu sem Tommy Nielsen virtist ætla að ná en Prince hafði hann á hraðanum. Hann óð inn í teig og skaut undir Daða. Í næstu sókn small fyrirgjöf í Blikaslánni og Casper varði svo frábærlega frá Ásgeiri. Prince skoraði sitt annað mark nokkrum mínútum síðar. Hann vippaði boltanum þá skemmtilega yfir Daða eftir sendingu frá Jóhanni Berg. Marel skallaði svo framhjá úr besta færi leiksins áður en flautað var til hálf- leiks. Blikar 2-0 yfir, þökk sé frábærum Casper og sprækum Prince. Í upphafi síðari hálf- leiks skoraði Tryggvi úr víti fyrir FH eftir að brotið var á Atla Guðnasyni. Heimamenn mótmæltu dómnum ákaft. Marel skaut í kjölfarið beint í Daða af mark- teignum og voru Marel mislagðir fætur fyrir framan markið. Prince olli aftur á móti mikl- um usla í sókninni og var afar sprækur allan leikinn. Nenad Petrovic skoraði svo þriðja mark Blika eftir harða sóknar- lotu. Fyrirgjöf fór í stöngina, Freyr Bjarnason bjargaði á línu en Petrovic setti boltann upp í þaknetið. Freyr tæklaði svo Prince tíu mínútum fyrir leikslok innan teigs, víti var dæmt og var Freyr heppinn að sleppa við spjald sem hefði hæg- lega getað verið rautt. Arnar skoraði örugg- lega úr vítinu og úrslit- in 4-1. Þetta er annar leik- urinn í sumar sem FH fær á sig mörk í og í báðum leikjunum voru þau fjögur. Fyrsta tap FH í sumar varð staðreynd og sigur Blika var sanngjarn. Þeir voru grimm- ari í leiknum, hættulegir fram á við og sterkir varnarlega. Tapið þýðir að FH-ingar eru búnir að missa topp- sætið til Keflvíkinga, sem unnu sinn leik í umferðinni á sunnudagskvöldið. - hþh FH-ingar töpuðu sínum fyrsta leik í sumar gegn sprækum Blikum í Kópavogi: Prinsinn í Kópavogi var í stuði FRÁBÆR Prince Rajcomar hjá Breiðabliki. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.