Fréttablaðið - 18.06.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 18.06.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI AÐ LEIKSLOKUM Þrátt fyrir góðan vilja yfirvalda og rúm fjárráð einkafyrirtækis til björgunaraðgerða var gesturinn loks skotinn á færi. Hann tilheyrði stofni sem er í útrýmingarhættu í heiminum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Lára R. Flosadóttir, kennaranemi og fræðslu- leiðbeinandi í Vinnuskóla Reykjavíkur, hefur ferðast víða og ætlar að halda áfram að bæta viðkomustöðum í safnið á komandi árum. „Ég hef ferðast mikið til Svíþjóð þúti og þar bú myrkri. Á móti okkur tók lítill karl sem kom okkur fyrir í litlu skápaherbergi. Strax daginn eftir fluttum við okkur yfir á strandarhótel í borginni Alanya,“ útskýrir Lára. Til þess að komast til Ak Gist í litlu skápaherbergi Lára ber hér sumarhattinn góða sem hún keypti í Tyrklandi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SKYGGNI ÁGÆTTSkyggni yfir útidyrum geta veitt gott skjól fyrir veðri og jafnvel vindum. HEIMILI 3 BEINT Í MENNINGUNAIceland Express verður með beint flug til Edinborgar í október. FERÐIR 4 Sími: 512 5000 MIÐVIKUDAGUR 18. júní 2008 — 164. tölublað — 8. árgangur Má bjóða þér léttan kaffisopa? Hvítlaukssmjör me› steinselju STYRKTU ÁTAKIÐ! Við höfum opnað fyrir söfnunar- númerin Bein útsending á föstu- daginn á SkjáEinum 903 1000 903 3000 903 5000 LÁRA R. FLOSADÓTTIR Öfugt úr hringtorgi í leigubíl í Tyrklandi ferðir bílar heimili Í MIÐJU BLAÐSINS BEGGI OG PACAS Brjálað að gera eftir Hæðina Skipuleggja ýmiss konar partí FÓLK 30 Vilja frelsi til að mála Vegglistamenn eru óánægðir með að ný stefna borgarinnar geri ekki greinarmun á veggjakroti og veggjalist. FÓLK 24 Á vespu til Akureyrar Jóhann Norðfjörð komst frá Reykjavík til Akureyrar fyrir litlar nítján hundr- uð krónur á vespunni sinni. FÓLK 24 Þolinmæði og þrjóska Líney Halla Kristinsdóttir útskrifað- ist með tvær háskólagráður. TÍMAMÓT 18 KÓLNANDI VEÐUR Í dag verður norðaustan 3-10 m/s. Hætta á stöku skúrum norðaustan og aust- an til en yfirleitt þurrt. Hitinn verður á bilinu 6-12 stig en 4-6 stig fyrir norðan og austan. VEÐUR 4 12 7 4 5 11 VIÐSKIPTI Árleg velta hesta- mennsku á Íslandi er um fjórtán milljarðar króna, að mati Haralds Þórarinssonar, formanns Lands- sambands hestamanna. Formaðurinn telur fáa gera sér grein fyrir raunverulegu umfangi hestamennskunnar í hagkerfi landsins. Útflutningur hesta, einn og sér, veltir í kringum sex hundruð milljónum árlega. Síðustu ár hafa verið seldir út allt að fimmtán- hundruð hestar á ári. Hestaverð rokkar frá nokkrum hundruðum þúsunda og upp í á annan tug milljóna króna. Gunnar Arnarson, hrossarækt- andi og útflytjandi, fullyrðir að í einstaka tilfelli geti stóðhestar selst á allt að fimmtíu milljónir króna. Margs konar önnur viðskipti í kringum þessa íþrótt skila einnig aurum í budduna. Þannig er áætluð velta landsmóts hesta- manna á Hellu, sem hefst í lok mánaðarins, á bilinu 120 til 150 milljónir króna. - kóþ, bþa, as / sjá Markaðinn Dæmi eru um að góðir stóðhestar seljist á allt að fimmtíu milljónir króna: Hestar velta 14 milljörðum Ítalir áfram Frakkar og Rúmen- ar sátu eftir með sárt ennið í Dauðariðli EM. ÍÞRÓTTIR 27 VEÐRIÐ Í DAG ORKUMÁL Fyrirtækið, sem bauð Guðmundi Þóroddssyni, fyrr - verandi forstjóra REI, að stjórna minnst 24 milljarða orkuútrásarfyrirtæki, er bandaríski fjárfestingar sjóður- inn Riverstone, samkvæmt heimildum Markaðarins. Fulltrúar sjóðsins voru á landinu nýverið og ræddu meðal annars við forsætisráð- herra og skoðuðu Hellisheiðar- virkjun. Þá vinna nokkrir stórir hluthafar í Geysi Green nú að því að fá Ólaf Jóhann Ólafsson í frekari fjárfestingar og samstarf. - kóþ, bih / Sjá Markaðinn Orkan freistar enn margra: Riverstone vill í orkuútrásina NÁTTÚRA Ekki tókst að koma deyfi- lyfjum í hvítabjörninn á Skagatá í gær. Sérfræðingar komu frá Dan- mörku með deyfilyf og búr, en þeir komust aldrei í skotfæri. Til að koma deyfilyfinu í björn- inn má færið ekki vera lengra en um þrjátíu metrar. „Þá vegalengd hleypur björninn á örfáum sek- úndum,“ segir Bjarni Pálsson, deildarstjóri hjá Umhverfis- stofnun. Farið var að dýrinu á tveimur bílum, en við það fældist það og lagði á flótta. Ekki var talið óhætt að missa dýrið á haf út og var það því fellt. Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra fylgdist með aðgerðum á vettvangi. Hún harm- aði endalok málsins mjög. Gaman hefði verið að flytja björninn til heimkynna sinna, en það hefur aldrei verið gert hér á landi. Ekki eru allir á eitt sáttir með björgunartilraunirnar og kallar Ingólfur Jón Sveinsson bóndi á Lágmúla þær brjálæði. Þá segir Steinn Leó Rögnvaldsson, bóndi á Hrauni, það umhugsunarefni að átt hafi að þyrma lífi dýrs sem murki lífið úr öðrum dýrum. Björninn hafðist við í æðarvarpi við Hraun. Ekki er ljóst hver mun greiða kostnaðinn, sem var umtals- verður, enda komu um fimmtíu manns að aðgerðinni. Björgólfur Thor Björg ólfsson hafði boðist til að borga kostnað við að koma dýr- inu til síns heima en Ásgeir Frið- geirsson, talsmaður hans, segir löggæslukostnað ekki innifalinn í því boði. Þorsteinn Sæmundsson, for- stöðumaður Náttúrustofu Norður- lands vestra, segir að björninn hafi verið máttfarinn og særður við framfætur. Óvíst sé hvort dýrið hefði lifað deyfingu og flutning af. - kóp, jse, kóþ / sjá síðu 8 Dýrið fellt á flótta Hvítabjörninn á Skagatá var felldur í gær þegar hann stefndi á haf út. Kostnaðar- samar björgunaraðgerðir báru ekki árangur. Óljóst hver ber kostnaðinn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.