Fréttablaðið - 18.06.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 18.06.2008, Blaðsíða 2
2 18. júní 2008 MIÐVIKUDAGUR Einu sinni var sett nefnd til að telja nefndir og hún komst að þeirri niðurstöðu að þær væru óteljandi. SIGURÐUR LÍNDAL LAGAPRÓFESSOR flugfelag.is Skráðu þig í Netklúbbinn REYKJAVÍK AKUREYRI EGILSSTAÐIR VESTMANNAEYJAR ÍSAFJÖRÐUR VOPNAFJÖRÐUR ÞÓRSHÖFN GRÍMSEY Félagar í Netklúbbnum fá fyrstir upplýsingar um tilboð og nýjungar í tölvupósti. Alltaf ódýrast á netinu www.flugfelag.is ÍS L E N S K A S IA .I S F L U 4 16 84 0 4. 20 08 STJÓRNSÝSLA Virkar nefndir á vegum ráðuneyta eru í dag 725 tals- ins en voru 603 árið 2005. Þá eru ótaldar nefndir á vegum sveitar- félaga. Á vegum menntamálaráðu- neytisins eru flestar nefndir starf- andi eða 270 talsins. „Það er ekki verið að skipa nefndir að gamni sínu. Við skipum ekki nefndir nema það sé skýrt til- efni til þess,“ segir Guðmundur Árnason ráðuneytisstjóri mennta- málaráðuneytisins. Hann segir það heyra til undan- tekninga í menntamálaráðuneytinu að nefndarmenn í verkefnanefnd- um fái greitt fyrir störf sín. Gréta Ingþórsdóttir aðstoðar- maður forsætisráðherra tekur í sama streng. „Það hefur gefist vel að fara þessa leið,“ segir Gréta. Hún segir ósköp eðlilegt að ráð- herrar leiti til fólks með sérþekk- ingu á ákveðnum sviðum til þess að vinna að erfiðum málefnum. Sigurður Kári Kristjánsson segir hins vegar að nefndum þurfi að fækka. „Það er verðugt verkefni að fækka nefndunum og reyna að sam- eina verksvið þeirra,“ segir Sigurður Kári. „Eflaust eru mikilvæg verkefni sem margar nefndir hafa með hönd- um en það hlýtur að vera erfiðara fyrir ráðuneytin að hafa yfirsýn yfir svona margar nefndir.“ Hann segir að hægt sé að sameina allar fastar úrskurðarnefndir stjórn- sýslunnar sem séu ansi margar. „Stjórnsýslan myndi liðkast við að sameina allar úrskurðarnefnd- irnar undir einn hatt sem gæti þá verið einhvers konar stjórnsýslu- dómstóll.“ Sigurður Kári segir þessa leið fækka nefndum, tryggja meiri eins- leitni og aukið samræmi í málsmeð- ferð innan stjórnsýslunnar. „Því færri nefndir því betra stjórnar- far.“ Þetta segir Sigurður Líndal lagaprófessor. Hann segir að þekkt sé að nefndir vinni hægt og oft sé betra að skipa einn mann til að vinna ákveðna vinnu og hafa einn til tvo honum til halds og trausts ef með þarf. „Einu sinni var sett nefnd til að telja nefndir og hún komst að þeirri niðurstöðu að þær væru óteljandi,“ sagði Sig- urður Líndal að lokum. Upplýsingar um nefndir á vegum ráðuneytanna er hægt að nálgast á vefsíðum hvers ráðu- neytis fyrir sig. vidirp@frettabladid.is Þingmaður telur 725 nefndir fullmikið Nefndir á vegum ráðuneyta eru nú 725 talsins en voru 603 árið 2005. Aðstoðar- maður forsætisráðherra segir það að skipa málum í nefnd hafa gefist vel. Sig- urður Kári Kristjánsson alþingismaður segir fækkun nefnda verðugt verkefni. HESTAR Starfshópur sér um að þá klæi ekki undan sumarexemi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ■ Verkefnisstjórn átaks um sumar- exem í hrossum. ■ Nefnd til að endurskoða reglugerð nr. 638/1997 um bólusetningu sauð- fjár og geitfjár til varnar garnaveiki. ■ Nefnd sem á að gera úttekt á kostnaði við ferðalög íþróttafélaga á viðurkennd mót. ■ Starfshópur sem falið er að leggja mat á tillögur starfshóps mennta- málaráðherra um listaverkafalsanir. ■ Nefnd um markaðssetningu íslenska hestsins erlendis. ■ Nefnd um umsjón aðgerða vegna rekstrarvanda loðdýraræktarinnar ■ Starfshópur til að kanna þörf undirstofnana ráðuneytisins á geymslurými. NOKKRAR NEFNDIR LANDBÚNAÐUR Mögulegar undan- þágur gætu komið að einhverju leyti í veg fyrir flæði hrás kjöts hingað til lands. Þær eru meðal þess sem verður skoðað sérstak- lega í umsögn Bændasamtaka Íslands um frumvarp um innleið- ingu á matvælalöggjöf Evrópu- sambandsins. „Við erum ekki stuðningsmenn þess að flytja inn hrátt kjöt,“ segir Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands. „Þetta snertir hag bænda að veru- legu leyti og við verðum að gefa umsögn sem eitthvert bit er í.“ Frumvarp landbúnaðarráð- herra var ekki samþykkt á vor- þingi. Bændasamtökin munu nota tímann þar til þing kemur saman á ný til að vinna ítarlega umsögn um frumvarpið, segir Haraldur. Samtökin munu ekki berjast gegn frumvarpinu í heild. Þar eru þó ákvæði sem samtökin geta illa stutt og önnur þar sem þau vilja jafnvel ganga lengra en áformað er, segir Haraldur. „Við reiknum ekki með að frumvarpinu verði kollvarpað í haust, heldur verði skerpt á ákveðnum atriðum,“ segir Har- aldur. Meðal þess sem samtökin vilja skerpa á er að tryggt verði að kjöt og mjólkurvörur verði ekki flutt inn frá löndum þar sem heil- brigðisástandið er verra en hér á landi. - bj Bændasamtökin vinna umsögn vegna fyrirhugaðs innflutnings á hráu kjöti: Skoða mögulegar undanþágur SAUÐFÉ Bændasamtökin vilja skerpa á ákvæðum um að hrátt kjöt verði ekki flutt inn frá löndum þar sem heilbrigðis- ástandið er verra en hér á landi. PALESTÍNA Ríkisútvarp Egyptalands greindi frá því í gær að Hamas-samtökin hefðu náð samningum um vopnahlé við Ísraelsmenn. Skömmu eftir að greint var frá þessu gerðu Ísraelsmenn loftárás í suðurhluta Gaza-svæðisins, nánar tiltekið í Khan Younis-bæ. Flugvél sprengdi þar í loft upp bifreið og létust allir fimm farþegarnir samstundis. Vopnahléið á enda ekki að hefjast fyrr en á fimmtudaginn. Talsmaður Hamas sagði að þótt Ísraelsmenn virtust með þessu vilja setja friðarviðræðurnar út af sporinu, myndu samtökin vinna áfram í átt til friðar. Ísraelsmenn staðfestu árásina og sögðust hafa fellt „hryðjuverka-aðgerðarsinna“. Þeir vildu hins vegar ekki staðfesta að þeir hefðu samið við Hamas, en sögðu samningamann á leiðinni til Kaíró. „Athafnir skipta meira máli en loforð,“ sagði Mark Regev, talsmaður ríkisstjórnarinnar. „Ef það verða engar árásir gerðar á Ísrael frá Gaza, ef þeir hætta með öllu að safna að sér vopnum og ef eitthvað gerist með gíslinn Gilad Shalit. Þá verður sannarlega breytt staða,“ sagði hann. - kóþ Ísraelsmenn sagðir hafa samið um frið við Hamas-samtökin: Gerðu árás í friðarviðræðum SLYS Tuttugu tonna olíutankur rann af flutningavagni í Vest- mannaeyjum í gær þegar dekk á vagninum sprakk. Tankurinn hóf að velta til hægri og vinstri þar til festingarnar slitnuðu og hann rann fram af vagninum. Verið var að flytja tankinn frá Fesinu að olíutönkunum á Eiðinu. Hann er nú kominn á sinn stað. Ekki urðu skemmdir á honum. - gh Vestmannaeyjar: Olíutankur valt OLÍUTANKUR Flutningamönnum tókst að bjarga málunum. AÐ LOKINNI ÁRÁS Ísraelsmenn gerðu tvær árásir á Gaza- svæðið í gær og vógu fimm menn og særðu tvo til viðbótar. Um svipað leyti sendu þeir erindreka til Kaíró til að ganga frá friðarsamningum. NORDICPHOTOS/AFP HEILBRIGÐISMÁL Máli Magnúsar Skúlasonar, fyrrverandi yfir- læknis á Sogni, hefur verið vísað til lögreglu. Magnús hafði látið ávísa ávanabindandi lyfjum á menn án þeirra vitundar og án þess að þau kæmust í réttar hendur. Þrír aðrir læknar skrifuðu út lyfin fyrir Magnús eftir að hann var sviptur leyfi til þess í fyrra. „Þeir skrifuðu lyfin út í góðri trú, til skamms tíma, meðan fólk væri að finna sér annan lækni,“ segir Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir. Þó hafi ekki verið rétt að farið. Læknunum hefur nú verið gerð grein fyrir því og þeir lausir allra mála. - ht Gáfu sjúkum lyf í góðri trú: Mál yfirlæknis- ins til lögreglu FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M SLYS Félag Árneshreppsbúa hefur hafið fjársöfnun vegna brunans að Finnbogastöðum í Trékyllisvík á mánudag. Guð- mundur Þorsteinsson bóndi missti allt sitt í brunanum, fyrir utan fötin sem hann var í og heimilisköttinn. Þeir sem vilja leggja Guð- mundi lið geta lagt inn á reikn- ing 1161-26-001050, kennitala 451089-2509. Nánari upplýsingar eru á síðunni trekyllisvik.blog.is. - kóp Bruninn að Finnbogastöðum: Fjársöfnun haf- in vegna bruna BRUSSEL, AP Joe Borg, yfirmaður sjávarútvegsmála hjá Evrópu- sambandinu, hefur lagt fram tillögur um aðstoð til veiðimanna sem hætta veiðum eða endurnýja vélabúnað skipa til að bæta eldsneytisnýtingu. Tillögurnar eiga að koma til móts við kröfur um aðgerðir vegna hækkandi olíuverðs, en jafnframt að draga úr ofveiði á miðum Evrópusam- bandslanda. Tillögurnar eru lagðar fram að kröfu sjö Suður-Evrópulanda. Lík- legt er að þær muni ekki uppfylla óskir margra veiðimanna sem hafa krafist lækkana á eldsneytis- gjöldum. - gh Evrópusambandið: Vilja aðstoða veiðimenn ÍRAK Að minnsta kosti 51 lét lífið og 75 slösuðust þegar bílsprengja sprakk í Bagdad, höfuðborg Íraks, í gær. Tilræðið er hið mannskæðasta í Írak í marga mánuði. Árásin átti sér stað nærri strætisvagnastöð og útimarkaði. Talið er að hryðjuverkasamtökin al-Kaída standi að baki hermdar- verkunum. Fréttastofa CNN greindi frá þessu. - gh Fimmtíu og einn lét lífið: Mannskæð bíl- sprengja í Írak FINNBOGASTAÐIR Guðmundur missti allt sitt í brunanum. MYND/HRAFN JÖKULSSON Árni, voru þetta eintómir bjarnarbófar að verki fyrir norðan? „Nei, þetta voru löggur!“ Bjarndýrið særða var fellt á flóttanum, þegar átti að bjarga því til heimkynna sinna. Lögreglan á svæðinu taldi ekki óhætt að leyfa því að synda í sjónum. Árni Finnsson er formaður Náttúru- verndarsamtaka Íslands. SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.