Fréttablaðið - 18.06.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 18.06.2008, Blaðsíða 10
10 18. júní 2008 MIÐVIKUDAGUR UMHVERFISMÁL „Það sem kemur mest á óvart er hvað það er rosa- lega mikið drasl á ströndinni,“ segir Sigríður Ólafsdóttir, sem nýlega kynnti meistaraprófsverk- efni sitt í Umhverfis- og auðlinda- stjórnun við Háskóla Íslands. Í verkefni sínu fjallar Sigríður um Skerjafjörðinn, ástand hans, stjórnun og sjálfbæra nýtingu. Markmiðið segir hún vera að skoða nýjar leiðir og hvað megi betur fara. Sigríður segir að eftir að land- fyllingar hófust á svæðinu minni það oft meira á ruslakistu en náttúru paradís. „Í raun og veru geri ég úttekt á mengun á svæðinu og það eimir enn af þessu gamla viðhorfi að lengi taki sjórinn við.“ Fimm sveitarfélög eiga land að Skerjafirðinum og segir hún eitt þeirra losa reglulega úr skólprásar- kerfi sínu í fjörðinn. „Það fer alls ekki vel saman við ylströndina í Nauthólsvík og alla útivist á svæð- inu. Þar að auki berst mjög mikil saurgerlamengun með lækjum niður í fjörðinn.“ Sigríður segir rannsóknina sýna að engin samvinna sé meðal sveitar félaga um svæðið. Niður- staðan hennar er að strandsvæði Skerjafjarðar eru ekki nýtt á sjálf- bæran hátt. Þekking á svæðinu er lítil og brotakennd, og lagasetn- ingar um eignar- og umsýslumörk sveitarfélaga á haf út eru úreltar og ekki í takt við nýtingu. „Ég held að náttúrulega heild eins og Skerjafjörðinn verði að skoða í heildstæðu samhengi.“ - ovd Niðurstöður meistaraprófsverkefnis um ástand Skerjafjarðar kynntar í gær: Nýting Skerjafjarðar ekki sjálfbær GRÓTTUVITI VIÐ SKERJAFJÖRÐ Skerjafjörður er átján ferkílómetrar að flatarmáli en samkvæmt niðurstöðum Sigríðar ná íslensk lög illa til strand- svæða sem hans. MYND/HAFSTEINN ÓSKARSSON JAPAN, AP Tíu manns fórust og tólf er enn saknað eftir að öflugur jarðskjálfti reið yfir Japan um liðna helgi. Leit að þeim sem saknað er heldur áfram en talið er fremur ólíklegt að nokkur finnist á lífi. Rúmlega þúsund björgunar- menn taka þátt í leitinni og öðrum björgunaraðgerðum. Aðgerðirnar hafa gengið hægt og erfitt er að komast að svæðunum sem urðu hvað verst úti. Þá hafa öflugir eftirskjálftar einnig tafið björgunarmenn, en rúmlega 470 eftirskjálftar hafa fundist síðan á laugardag. - þeb 470 eftirskjálftar í Japan: Tíu látnir og tólf enn saknað FÓRNARLAMBA LEITAÐ Björgunarsveitar- menn leita að týndu fólki þar sem mikil jarðskriða varð af völdum skjálftans. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DUBAI, AP Breska sendiráðið í Sameinuðu arabísku furstadæm- unum varar við yfirvofandi hættu á hryðjuverkum í landinu. Það var gert á heimasíðu sendiráðsins á laugardag, á sama tíma og hættustig vegna hryðjuverka var hækkað. Ekki hefur verið greint frá því hvað varð til þess að hættustigið var hækkað. Aðeins var sagt að líklegt væri að hryðjuverk yrðu framin í náinni framtíð. Talið er að hernaðar-, olíu- og samgöngu- mannvirki séu líkleg skotmörk auk ferðamannastaða. - þeb Yfirvöld í Bretlandi: Telja hryðjuverk yfirvofandi SINGAPÚR Hálffertugur maður hefur verið dæmdur í fjórtán ára fangelsi í Singapúr fyrir að þefa stöðugt af handarkrikum kvenna. Hann var einnig dæmdur til að þola átján svipuhögg. Maðurinn hafði verið úrskurð- aður andlega vanheill og hafði áður komist í kast við lögin. Hann þefaði af handarkrikum 23 kvenna á fimmtán mánuðum en náðist eftir að húsmóðir kærði athæfi hans til lögreglu. Dómstóllinn dæmdi manninn til að þola fangelsisvist í alræmdasta fangelsi Singapúr þar sem einungis harðsvíruðustu glæpa- menn landsins eru vistaðir. - vsp Fjórtán ára dómur fyrir blæti: Þefaði af handarkrikum NOREGUR Komist hefur upp að norski olíu- og orkumálaráðherr- ann Åslaug Haga hafi byggt bryggju á fasteign sinni í Nordfjord í Noregi án þess að hafa byggingarleyfi auk þess sem hún hafi sótt um að fá undanþágu frá lögum til að byggja ellefu metra bryggju í staðinn fyrir þá gömlu. Þetta kom fram í netmiðli VG. Þá hefur verið greint frá því að Haga hafi leigt út búr á landar- eign sinni Ås til íbúðar án þess að hafa tilskilin leyfi. Ráðherrann er nú í þriggja vikna veikindaleyfi vegna of hás blóðþrýstings en hún hefur áður átt við háan blóðþrýsting að stríða. - ghs Olíumálaráðherra Noregs: Byggði bryggju í leyfisleysi ÁSLAUG HAGA Barack Obama, forsetaframbjóð- andi demókrata, hefur ráðið Patti Solis Doyle sem starfsmannastjóra framboðsskrifstofu sinnar. Doyle stýrði framboði Hillary Clinton þar til í febrúar síðastliðnum þegar hún var rekin. BANDARÍKIN Patti Doyle til Obama STJÓRNMÁL Forsætisráðherra, Geir H. Haarde, fór í þjóðhátíðarræðu sinni í gær yfir ástand mála í efna- hagsmálum, bæði heima og heim- an. Hann sagði að íslenskt efna- hagslíf hefði á síðustu árum orðið opnara og alþjóðlegra og því segðu alþjóðlegar hræringar til sín hér í meiri mæli en áður. Það væri hinn nýi tími sem ekki yrði frá snúið. Geir sagði hluta hins alþjóðlega efnahagsvanda birtast í stórhækk- uðu verði á ýmsum nauðsynjum, svo sem eldsneyti og matvælum. Slíkar breytingar virkuðu sem skattur á þjóðarbúið og rýrðu óhjákvæmilega kjör allra í land- inu. Á undanförnum árum hefði hins vegar verið vel búið í haginn. „Nú skiptir miklu að ríkissjóður er nánast skuldlaus og lífeyris- sjóðakerfið firnasterkt, með miklar eignir á bak við sig innan lands og utan. Þótt verðbólgan sé óviðunandi um þessar mundir eru góðar líkur á því að hún gangi niður á tiltölulega skömmum tíma. Það er mikilvægasta verkefni ríkis stjórnarinnar um þessar mundir að tryggja nýtt jafnvægi í efnahagslífinu og treysta jafn- framt grundvöll atvinnustarfsem- innar í landinu.“ Forsætisráðherra gerði hækk- andi eldsneytisverð sérstaklega að umtalsefni. Hann sagði að Íslendingar þyrftu sem þjóð að bregðast við hinum gríðarlegu hækkunum. „Eina leiðin í því efni, sem skil- ar varanlegum árangri, er að draga úr notkuninni með minni akstri og betri nýtingu, notkun sparneytnari ökutækja, tilflutn- ingi í aðra orkugjafa og svo fram- vegis.“ Geir sagði ýmissa kosta völ í þessum efnum og nauðsynlegt væri að efla fræðslu um svokall- aðan vistakstur. „Skynsamlegt gæti einnig verið að breyta fyrir- komulagi gjaldtöku af ökutækjum og eldsneyti í þessu skyni, en einnig til að draga úr losun gróður- húsalofttegunda.“ Hann minnti á að farartæki knúin óhefðbundnum orkugjöfum nytu nú þegar skattalegra íviln- ana og hvatti almenning til að skoða allar leiðir í þessum efnum. „Þjóðin verður að breyta neyslu- mynstri sínu og framlag hvers og eins skiptir máli, bæði fyrir við- komandi einstakling en einnig heildina.“ kolbeinn@frettabladid.is Vill minni akstur og nýja orkugjafa Geir H. Haarde forsætisráðherra hvatti þjóðina til að draga úr notkun á inn- fluttu eldsneyti í þjóðhátíðarræðu í gær. Hann sagði að þjóðin yrði að breyta neyslumunstri sínu en góðar líkur væru á að verðbólga gengi fljótt niður. HÁTÍÐARSTUND Í VEÐURBLÍÐU Sólin skein á forsætisráðherra og gesti þjóðhátíðar sem hlýddu á hátíðarræðu hans. Geir sagði erfitt ástand í efnahagsmálum að mestu utanaðkomandi áhrifum að kenna og hvatti landsmenn til að spara bensín og olíu. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL HÚSNÆÐISMÁL Guðmundur Bjarna- son, forstjóri Íbúðalánasjóðs, segir að ekki sé vitað um fram- kvæmdina á þeirri yfirlýsingu ríkis stjórnarinnar að byggja eða kaupa 750 félagslegar íbúðir á ári 2009-2010 þar eð Íbúðalánasjóði hafi ekki verið tilkynnt um það formlega. Þetta hafi bara komið fram í yfirlýsingu ríkisstjórnar- innar við kjarasamningana í vetur og því sé um þau áform vitað. „Við sáum það bara í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og höfum gert ráð fyrir að það verði svipað verk- ferli áfram. Menn geta þá sótt um þessi lán en þeir sem vilja vita af því að vita um yfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar. Hún er okkur svo sem óviðkomandi að öðru leyti en þessu að væntanlega þurfum við að taka á móti umsóknunum og afgreiða þær eftir því sem þær berast og áhugi kann að vera fyrir hendi,“ segir hann. Guðmundur bendir á að Íbúða- lánasjóður hafi haft heimild til að veita lán til 400 félagslegra íbúða á ári frá árinu 2001 en kvótinn hafi ekki verið fullnýttur öll árin. Sér sýnist þó að hann hafi verið full- nýttur í fyrra og sér finnist senni- legt að svo verði líka á þessu ári. „Eftirspurnin hefur ekki verið alveg að fullu eftir þessum 400 íbúðum á undanförnum árum. Hins vegar virðist ásókn vera vax- andi og má heita að kvótinn hafi nýst að fullu á síðasta ári og allt bendir til að svo verði líka á þessu ári,“ segir hann. - ghs Guðmundur Bjarnason, forstjóri Íbúðalánasjóðs, um byggingu félagslegra íbúða: Kvótinn ekki verið fullnýttur UMHVERFISMÁL Hátæknifyrirtækið Marorka hefur verið tilnefnt til umhverfisverðlauna Norður- landaráðs árið 2008. Fyrirtækið vinnur að þróun tölvukerfa sem miða að því að lágmarka olíunotk- un skipa og draga úr mengun og eldsneytiskostnaði. Frá þessu er greint á vef Samtaka iðnaðarins. Aðrir tilnefndir eru finnska dekkjafyrirtækið Nokian Tires, danska hárstofukeðjan Zenz, AGA gas í Svíþjóð og gistihúsið Bomans Gästhem á Álandseyjum. Alls eru tilnefningar 37, þar af 16 frá Svíþjóð, níu frá Finnlandi, sjö frá Danmörku og þrír frá Noregi. - ghs Hátæknifyrirtækið Marorka: Tilnefnt til verðlauna VAXANDI ÁSÓKN „Hinsvegar virð- ist ásókn vera vaxandi og má heita að kvótinn hafi nýst að fullu á síðasta ári,“ segir Guðmund- ur Bjarnason, forstjóri Íbúða- lánasjóðs. MILLILENDING Þessi fríða stytta prýðir umhverfi Toncontin-flugvallarins í Tegucigalpa, höfuðborg Hondúras í Mið-Ameríku. Flugslys í lok síðasta mánaðar olli því að alþjóðaflug er bannað um völlinn. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.